Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 Háhraðaverkefni lokið með góðum árangri: Ísland í fararbroddi í gagnaflutningum - segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans „Nú þegar öll landsbyggðin hefur aðgang að háhraðaneti og öllum verkáföngum er lokið í háhraðanetsverkefni Símans og Fjarskiptasjóðs er gott að fara yfir verkefnið í heild sinni,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hann segir að Síminn hafi síðustu misseri unnið ötullega að uppsetningu á netsambandi á um 1100 stöðum um allt land. Tæplega 1800 staðir séu innan verkefnis- ins en ekki hafi allir þegið þessa þjónustu. „Yfir 150 starfsmenn frá 36 deild- um hafa komið að verkefninu á ein- hverjum tímapunkti og Síminn hefur nýtt krafta Mílu, Radíómiðunar og verktaka um land allt til þess að verkefnið yrði sem best úr garði gert. Verklok voru áætluð í mars 2011 en með samstilltu átaki var verkefninu lokið í október 2010,“ segir Sævar Freyr. Samningur Símans við Fjarskiptasjóð gildir til ársins 2014 og er með framlengingarákvæði upp á 2 ár. Sævar Freyr segir starfs- menn Símans hafa haft gaman af verkefninu, lent í spennandi áskor- unum og lært ýmislegt, ekki bara um tæknina heldur líka um land og þjóð. Þetta hafi því verið afar lærdómsríkt. Kapp lagt á að leysa vandamálin Hvaða tækni var notuð í uppbygg- ingu háharaðanetsins? „Síminn ákvað strax frá byrjun að notast m.a. við núverandi dreifikerfi sín til þess að uppfylla kröfur verk- efnisins og samhliða stækka bæði dreifikerfi og netsambönd. Á stöku stað hefur verið notast við ýmsar sérlausnir eins og WiFi, endur- vaka og endurvarpa, en uppleggið er það stóra og örugga dreifikerfi sem Síminn hefur lagt metnað í að byggja upp á síðustu árum,“ segir Sævar Freyr. Hann bætir því við að að einhverju leyti hafi fyrirtækið þó verið að takast á við nýjungar í tækninni því þótt góð reynsla hafi verið komin á 3G-kerfi Símans áður en þetta verkefni hafi komið til, þá hafi 3G verið notað gagngert fyrir netumferð í háhraðanetsverkefninu og það hafi verið nýtt fyrir Símanum. „Þótt Síminn hafi í einhverjum tilfellum staðið frammi fyrir hindr- unum voru þær yfirstíganlegar og við lögðum allt kapp á að leysa vandamálin fljótt og örugglega,“ segir Sævar Freyr. Sumir bæir þurftu sérlausnir Sævar Freyr segir að sumir bæir hafi þarfnast sérlausna, sem byggjast m.a. á nettengingu um gervihnött. Samkvæmt útboði og samningi geti allt að 10% tenginga byggt á sérlausnum og eru þá minni kröfur gerðar til gagnaflutningshraða. „Ástæður sérlausna í útboðs- gögnum voru af fjárhagslegum toga enda hefðu landfræðilegar aðstæður á sumum stöðum innan verkefnis kallað á lausnir sem hefðu kostað milljónir króna fyrir staka bæi.“ Sævar Freyr leggur áherslu á að Síminn hafi nýtt sérlausnir í sem fæstum tilfellum. „Rétt tæplega 3% af þeim 1100 stöðum, sem þáðu nettengingu, eru nú tengdir í gegnum gervihnött. Gæði nettenginga um gervihnetti eru því miður lakari en almennt gerist og ástæðan er m.a. sú að sendingar fara um þúsundir kílómetra til og frá gervihnöttum sem eru á sporbaug um jörðu. Síminn og Fjarskiptasjóður munu halda áfram að reyna að bæta sambönd á þessum stöðum eins og kostur er innan ramma verkefnisins,“ segir Sævar Freyr. Hver hafa viðbrögð íbúa verið við þjónustunni? „Það var Símanum mikið hjartans mál að leysa þetta verkefni vel af hendi og mikilvægt að heyra í við- skiptavinum. Haft var samband við viðskiptavini háhraðanetsverkefnis- ins í nóvember á síðasta ári þar sem spurt var um upplifun þeirra á öllu því sem að verkefninu snéri,“ segir Sævar Freyr. Hann segir niðurstöð- una hafa verið Símanum gleðiefni, þar sem langflestir eða 80% við- skiptavina hafi svarað því til að þeir væru ánægðir eða mjög ánægðir með nettenginguna. Hvar standa Íslendingar nú í samanburði við aðrar þjóðir varð- andi netvæðingu? „Almennt er staða okkar í band- breiðum netsamböndum mjög góð. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu World Economic Forum, WEF, The Global Competitiveness Report 2011- 2012, þá er Ísland í fyrsta sæti þegar horft er til fjölda netnotenda á hverja 100 íbúa. Ísland er í fimmta sæti í fjölda bandbreiðra sítenginga á hverja 100 íbúa og í öðru sæti hvað varða flutningsgetu. Hér verður varla betur gert.“ Sævar Freyr bendir á að þegar skoðað er hvernig strjálbýli í hverju landi kemur út, þá sé minna um svör og samanburður verði erfiðari. Ekkert sé um það getið í skýrslu WEF, en reynt sé að gera þessu skil í International Telecommunication Union, ITU, Yearbook of Statistics Telecommunication/ICT Indicators 2000 - 2009. „Því miður eru ekki tölur frá Íslandi um þessa skiptingu en ef horft er til nágrannaþjóða okkar er ólíklegt að nokkur þjóð búi betur en Íslendingar varðandi bandbreiða nettengingu við strjálbýla byggð. Þetta er sagt í ljósi þess að þegar háhraðanetsverkefninu lauk voru lögheimili allra Íslendinga komin með aðgang að 2Mbs eða meira. Til samanburðar má geta þess að Svíar, sem ekki eru taldir aukvisar í breiðbandsmálum, hafa nýverið ákveðið að koma öllum lögbýlum í Svíþjóð í 1Mbs. Varðandi Finna þá er skemmst frá því að segja að þeir eru mun uppteknari af farsíma- samböndum og eiga langt í land með að ná Íslendingum, þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, en finnska samgönguráðuneytið lýsti því yfir árið 2009 að stjórnvöld ætluðu að koma öllum í 100Mbs samand árið 2015. Finnar eru þó ennþá aðeins hálfdrættingar á við Íslendinga í bandbreiðum samböndum,“ fullyrðir Sævar Freyr og segir enn fremur að Íslendingar séu tvímælalaust í for- ystu á Norðulöndunum, þrátt fyrir að öllum ljósleiðaratengingum Íslendinga sé sleppt í samanburð- inum. „Háhraðatenging við internetið er orðin hluti af þeim lífsgæðum sem íbúar í nútímaþjóðfélagi gera kröfu um og sýna viðbrögð viðskiptavina við stórbættum skilyrðum í dreifðari byggðum landsins að háhraðanets- verkefni Fjarskiptasjóðs og Símans hafi verið stórt framfaraskref,“ segir Sævar Freyr að lokum. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Upplýsingatækni og fjarskipti Háhraðaverkefni Fjarskiptasjóðs á nú að hafa tryggt öllum lands- mönnum aðgang að viðunandi tengingu við Internetið. Um 1.800 staðir voru á staðar- lista Fjarskiptasjóðs, staðir sem Fjarskiptasjóður fékk upplýsingar um frá fjarskiptafyrirtækjum og sveitar- félögum að markaðsbrestur væri fyrir hendi. Samningur var gerður við Símann í kjölfar útboðs um að tengja íbúa allra staða á staðarlista sem þess óskuðu. Í viðtali við Sævar Frey Þráinsson, forstjóra Símans, hér í dálkinum kemur fram að Síminn hefur lagt metnað í verkefnið, sem hefur tekist í flesta staði með ágætum þrátt fyrir erfiðar efnahagslegar aðstæður. Árgjöld fyrir HUPPU og FJARVIS Dálkahöfundur hefur sent öllum notendum HUPPU og FJARVIS.IS tölvupóst í gegnum skilaboðaskjóðu Bændatorgsins þar hann gerir grein fyrir ástæðum fyrir upptöku árgjalds fyrir fyrrgreind forrit. Þar kemur m.a. fram: ,,Bændasamtök Íslands hafa þróað vefforrit í flestum búgreinum á undanförnum árum. Markmiðið með forritunum er að auka aðgengi bænda að skýrsluhaldsgögnum en ekki síður að þróa hjálpartæki fyrir bændur í ræktunarstarfi og bústjórn. Forritin eru jafnframt verkfæri fyrir ráðunauta til þess að þeir geti betur veitt alhliða og sértæka ráðgjöf fyrir bændur. Bændasamtökin hafa lagt höfuðáherslu á að bændum bjóðist sérhæfður hugbúnaður á hagkvæmum kjörum. Nú liggur fyrir ákvörðun stjórnar Bændasamtakanna að taka þarf upp árgjald fyrir notkun á HUPPU og FJARVIS.IS í ljósi skertra framlaga til starfseminnar og mikils niðurskurð- ar í fjárhagsáætlun Bændasamtakanna til upplýsingatæknisviðs. Árgjald hvors forrits verður 7.800 kr. án vsk. Tekjur af árgjöldum verða notuð til að taka þátt í kostnaði við rekstur og nauðsynlega þróun vefforritanna í þágu notenda þeirra. Árgjaldið mun tryggja ákveðinn stöðugleika í þróun forritanna, sem er nauðsynlegur enda hugbúnaðarþróun langhlaup.“ Vonandi sýna bændur þessu skiln- ing en þeir sem hafa athugasemdir við árgjaldið vinsamlegast hafi samband við dálkahöfund. Háhraðaverkefnið í höfn Tól og tækni Upplýsingatækni og fjarskipti

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.