Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 Utan úr heimi Í breskum fjölmiðlum hefur mjög verið fjallað um stórfellda sauða- þjófnaði í sumar. Þar er greinilega ekki um útlaga á borð við Fjalla- Eyvind og Höllu að ræða heldur stórtæka atvinnuþjófa. Eyvindur og Halla nældu sér í eina og eina kind til að halda í sér líftórunni en í Bretlandi hafa menn verið að ræna heilu hjörðunum með hundruðum fjár. Þurft hefur allt að fimm fjárflutningabíla og tals- verðan mannskap og fjárhunda til að framkvæma suma þjófnaðina. Tugir breskra bændabýla urðu fyrir barðinu á slíkum sauða- þjófum á síðasta ári. 1.500 kindum rænt að næturlagi Í breska blaðinu The Sunday Times 18. september sl. var greint frá stór- felldum sauðaþjófnaði í Lincolnskíri í vikunni á undan. Þar hafi 1.500 kindum verið smalað saman í beitar- hólfi að næturlagi og er þetta talinn stærsti einstaki sauðaþjófnaður sem vitað er um á síðari tímum. Þjófnaðurinn átti sér stað á býlinu Stenigot nærri Louth og er talið að tjón bænda vegna þjófnaðarins nemi um 100.000 pundum, eða sem nemur um 18,3 milljónum króna. Kom umfang þessa stórfellda sauða- þjófnaðar bæði stafsliði tryggingar- félaga og lögreglu mjög á óvart. Talsmaður tryggingafélagsins NFU Mutual sagði að til að gera þennan þjófnað mögulegan um hánótt hafi þjófarnir þurft að hafa góða fjárhunda, um fimm stóra fjár- flutningabíla og að minnsta kosti þrjá menn á hverjum bíl. „Það hlýtur að hafa verið mikið um flaut og köll á hundana og þetta er í raun ótrú- legur árangur.“ Sagði talsmaðurinn að jafnvel um hábjartan dag gæti þrælvönum smölum reynst erfitt að ná saman svo mörgu fé á minna en þrem klukkutímum. Fulltrúi tryggingafélagsins áætlar að kostnaður vegna sauðaþjófnaða hafi fimmfaldast á undanförnu ári. Nú væri orðið algengt að sjá þjófn- aði á 100 til 200 fjár í einu. Frá því í mars hafi borist 142 kröfur vegna sauðaþjófnaða samanborið við 156 kröfur allt árið á undan. Rekja menn ástæðuna fyrir auknum sauðaþjófn- uðum til hækkandi verðs á lamba- kjöti, sem hafi hækkað um nærri 40% á síðustu þrem árum. Verðið hefur stigið jafnt og þétt allt frá því að gin- og klaufaveikifaraldurinn kom upp árið 2001 og sauðfé fækk- aði verulega í Bretlandi. The Sunday Times greinir frá fleiri sauðaþjófnuðum. Þannig hafi t.d. 300 kindum verið rænt frá bæ nærri Hungerford í Berksskíri og 200 kinda hjörð í Dartmoor í Devonhéraði. Svipuðum fjölda hafi einig verið rænt í Cockburnspath í Berwickskíri. 330 kindum stolið í Ramsbottom Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi t.d. frá því í maí sl. að 330 kindum að verðmæti 25.000 pund hafi verið stolið af beitarlandi við bæinn Higher Bold Venture í Ramsbottom. Um var að ræða fé af Texel-kyni og er hver kind metin á allt að 90 pund. Lögreglan sagði þjófa hafa smalað hjörðinni saman og hlytu að hafa notast við fjárflutningabíla til að koma því í burtu. Landssamtök bænda, The National Farmers‘ Uninon (NFU), sögðu umfang þessa þjófnaðar hafa verið óvenju mikið og að hækkandi verð á lambakjöti kynni að vera kveikja þjófnaðarins. Talið er erfitt að selja stolin lömb á fæti á opinberum uppboðum vegna strangs skráningakerfis og eyrna- merkinga á fénu. Öðru máli getur gegnt með kjöt á svörtum markaði. Bent er á að lambakjöt hafi hækkað í verði frá 2,70 pundum á kílóið árið 2009 í 4,40 pund 2010 (ótil- greint hvaða skrokkhlutar) og hafi síðan haldið áfram að hækka. Vegna gengisbreytinga á evrunni gagnvart breska pundinu er kindakjöt nú ekki lengur flutt inn til Bretlands. Það hefur leitt til þess að verð á kinda- kjöti hefur rokið upp í landinu. Talið er líklegt að einhver sláturhús séu í vitorði með þjófunum, eða að þeir hafi yfir sláturaðstöðu að ráða. Bóndinn William Holden, sem er 50 ára að aldri, sagði í samtali við BBC eftir þjófnað sem átti sér stað 13. maí, að tilfinningin væri eins og sparkað hefði verið í hann. Hann erfði búskapinn á Higher Bold Venture býlinu frá móður sinni og hefur rekið það ásamt tveim sonum sínum. Holden undraðist þekkingu þjófanna á hvernig ætti að meðhöndla féð. „Það er ekki hægt að smala þessum fjölda saman og ná kindunum upp á bíl nema að menn viti hvað þeir eru að gera.“ Mótorhjólagengi rænir fé af flutningabílum Sauðaþjófnaður er þó með ýmsum blæbrigðum. Þannig greindi frétta- stofa NBC News frá því 15. nóvember 2010 að tyrkneska lögreglan hefði brotið upp hring glæpamanna sem stunduðu það að ræna fé af fjárflutn- ingabílum á fullri ferð á þjóðveg- unum. Óku þeir þá flutningabílana uppi á mótorhjólum, komu manni upp á bílinn og hann rétti síðan kindurnar yfir grindverkið til þeirra sem óku á eftir á mótorhjólum með hliðarvögnum. Við húsleit á 15 stöðum hafði lög- reglan upp á 279 kindum sem stolið hafði verið með þessum hætti. Að sögn lögreglu hafði fénu verið stolið til að nota á Eid al-ddha trúarhátíð múslíma. Þar var lifandi fé slátrað við fórnarathöfn og kjötið gefið ástvinum hinna gjafmildu slátrara. Stórfelldir sauðaþjófnaðir færast í vöxt í Bretlandi: 1.500 kindum rænt að næturlagi Sviðsett mynd. Bjartsýnin sem hvarf Átökin um skuldaþak Banda- ríkjanna og aukna skatta á þjóðina voru áberandi í fréttum snemma í ágúst sl. Ríkisstjórn landsins fékk leyfi til að auka skuldirnar en repúblikanar komu í veg fyrir hækkun skattanna. Í framhaldinu lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor's lánshæfi Bandaríkjanna, en hagkerfi þeirra er hið stærsta í heimi. Afleiðing þessa varð gríðarleg aukning á viðskiptum með verðbréf um allan heim vegna ótta um verðhrun þeirra. Það er nýlunda að mat eins fjármálafyrir- tækis á stöðu verðbréfamarkaðar- ins hafi slík áhrif um allan heim. Nýlega komst bandarískur dóm- stóll að þeirri niðurstöðu að fjár- málamatsfyrirtæki verði ekki kölluð til ábyrgðar á matsgjörðum sínum, þar sem þær falli undir lög um tján- ingarfrelsi í stjórnarskrá landsins. Það er m.ö.o. ekki ástæða til að óttast um bandarísk ríkisskuldabréf eða hagkerfi Bandaríkjanna. En banda- rískir sparifjáreigendur og fjárfestar bregðast aftur frekar við af ótta en rökhyggju. Ef framundan er fjár- málakreppa getur ástæðan verið van- trú almennings á að yfirvöld valdi því að takast á við fjármálakreppu. Þar standa bæði bandarísk stjórnvöld og ríkisstjórnir Evrópulanda illa að vígi hvað trúverðugleika varðar, vegna veikari stöðu hagkerfa sinna. Þetta er alvarlegt mál fyrir vest- ræn lýðræðisríki. Árið 1991 hrundi áætlunarbúskapur Sovétríkjanna til grunna þegar ríkið leystist upp. Upplausnin kom af stað mikilli bjartsýni í Bandaríkjunum og Evrópu. Vestræn ríki fögnuðu henni og botnlaus græðgi þeirra tók við, með uppkaupum á fyrirtækjum og eignum í fyrrum Sovétríkjunum á lágu verði. Í framhaldinu varð evran til sem gjaldmiðill og hún fékk það hlutverk að hindra spákaupmennsku sem unnt var að stunda með hjálp gengismunar og vaxtabreytinga. Áratug síðar er hagkerfi Vesturlanda skuldum vafið. Skuldirnar eru mesta efnahagsvanda- mál bæði Evrópu og Bandaríkjanna. Pólitísk átök um hámarks „skulda- þak“ Bandaríkjanna á þingi þeirra hefur skapað þar óvissu sem síðan hefur birst í hiki við ákvarðanatöku um lausn á skuldavanda ríkja ESB. Sömu smásparendur, eftirlaunasjóðir og alþjóðlegir fjárfestar og öðluðust fullt frelsi um ávöxtun eigna sinna eftir fall kommúnismans treysta því ekki lengur að vestrænn kapítal- ismi ráði við það verkefni að reka heilbrigt fjármálakerfi. Af þeim ástæðum er sú ákvörðun matsfyrir- tækisins Standard & Poor's að lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna söguleg auðmýking fyrir stórveldi sem skömmu áður var í fremstu röð á alþjóðavettvangi, bæði um póli- tíska stefnumótun, hernaðarmátt og efnahag. Bandaríkin ráða ekki við að stjórna efnahagsmálum sínum, þrátt fyrir að bandarísk ríkisskuldabréf séu talin traust eign. Vandamálið er að Bandaríkin hafa ekki náð sér upp úr þeirri niður- sveiflu hagkerfisins sem átti sér stað við mikil áföll stórra, bandarískra fjármálastofnana né náð að skapa ný störf. Þjóðin verður að taka meiri lán til að borga skuldir sínar og til að halda uppi lífskjörum hinna efna- meiri, sem eins og fyrr er hlíft við hærri sköttum við þessi tímamót í sögu Bandaríkjanna. En leiðtogar Evrópu hafa fátt til að hreykja sér af. Aðgerðir til að bjarga Grikklandi, Írlandi og Portúgal frá gjaldþroti hafa ekki dugað og í kjölfar þeirra koma Ítalía og Spánn. Nýlega þurfti Evrópski seðlabankinn (ECB) að koma Ítalíu og Spáni til bjargar með því að kaupa ríkisskuldabréf þeirra og marga fjár- festa dreymir einnig um að losa sig við þessi bréf og kaupa í staðinn þýsk ríkisskuldabréf. Í raun og veru á vantrú almenn- ings í Evrópu sér aðrar ástæður. Kjósendur og fjárfestar trúa því ekki að Vesturlönd séu fær um að auka hagvöxt við núverandi aðstæður. Viðhorf þeirra hafa birst í götuó- eirðum og vantrú á verðbréfamörk- uðum. Almenningur víða um heim vill fá leiðtoga sem bjóða upp á hagvöxt og fleiri störf. Á sama tíma og Vesturlönd eru komin á hnén er almenningur í lönd- um, þar sem nú á sér stað uppbygg- ing og hagvöxtur, svo sem í Kína, Indlandi, Brasilíu og Rússlandi, furðu lostinn yfir þessari þróun, þar sem nú eiga sér sýnilega stað djúp- stæð hlutverkaskipti í hagkerfum heimsins. (Nationen, 13. ágúst 2011, Ivan Kristoffersen.) 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 1213 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 Landstólpi ehf. Gunnbjarnarholti Sími: 480 5600 Fax: 486 5655 landstolpi@landstolpi.is landstolpi.is Vítt og breitt um landið hefur Landstólpi reist stálgrindarhús af öllum stærðum og gerðum; iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, hesthús, reiðhallir, fjós og fjárhús. Auk húsa til annarra nota. Með öflugum tækjakosti og traustum starfsmönnum önnumst við verkið frá hugmynd til uppsetningar og frágangs. Vönduð stálgrindarhús

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.