Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 Reynir að gera alla hluti skemmtilega FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Hlý þríhyrna PRJÓNAHORNIÐ 1 9 2 8 3 1 9 8 5 6 8 9 1 7 1 9 6 8 2 7 4 3 2 7 5 7 8 2 6 9 7 1 4 5 2 1 2 5 6 8 7 9 4 9 3 8 6 1 3 4 6 8 9 6 7 3 5 6 8 9 5 7 9 8 1 6 8 3 7 5 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. 9 Þessa uppskrift fengum við frá Drops. Nú er gott að eiga eitthvað hlýtt og mjúkt um hálsinn. Lengd: Um 150 cm. Efni: Drops Eskimo 250 g, litur nr. 1. Prjónar: Nr. 8. Aðferð: Fyrsta lykkjan er alltaf tekin óprjónuð til að kanturinn verði fallegur. Sláið upp 3 lykkjur á prjón nr. 8. Prjónið slétt (slétt á réttunni, brugðið á röngunni) og aukið út sitthvoru megin við hverja umferð á réttunni – aukið út með því að slá upp á prjóninn fyrir innan kantlykkju, prjónið svo uppáslegnu lykkjuna snúið (prjónið aftan í hana í staðinn fyrir framan í hana) í næstu umferð til að ekki myndist göt. Passið upp á prjónfestuna! Þegar stykkið mælist 75 cm er þríhyrnan hálfnuð. Prjónið 2 umferðir án útaukningar. Takið nú úr í staðinn fyrir að auka út með því að prjóna fyrstu 3 lykkjurnar þannig: takið fyrstu L óprjónaða (kantlykkja), takið næstu lykkju óprjónaða, prj 1L, setjið þá óprjónuðu yfir. Haldið svona áfram þangað til að 3 lykkjur eru eftir. Fellið af. Unnar Steinn Ingvarsson er 11 ára gamall nemandi í Álftamýrarskóla í Reykjavík. Hann stefnir á að verða atvinnu- maður í knattspyrnu og hefur nokkur markmið fyrir veturinn, sem eru að bæta sig í handbolta og fótbolta, og að sjálfsögðu í skól- anum! Nafn: Unnar Steinn Ingvarsson. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Reykjavík. Skóli: Álftamýrarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Apar. Uppáhaldsmatur: Lasagne. Uppáhaldshljómsveit: LMFAO. Uppáhaldskvikmynd: Stepbrothers. Fyrsta minningin þín? Einhversstaðar í boltaleik með pabba. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta, hand- bolta og golf. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að vera á Facebook. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í fótbolta. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég klippti sjálfur af mér toppinn þegar ég var lítill. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Ég reyni að gera alla hluti skemmtilega. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Bæta mig í handbolta og fótbolta og í skólanum. /ehg Unnar Steinn var nýverið kosinn herra 6. bekkur í Álftamýrarskóla og á upp- skeruhátíð 5. okks Fram í fótbolta fékk hann viðurkenningu fyrir mestu framfarir. 1 Til sölu Jörðin Haukaberg í Vesturbyggð Óskað er eftir tilboðum í jörðina Haukaberg í Vesturbyggð. Heildarstærð jarðarinnar er óvíst en jörðin á sameiginlegt land með nágrannajörðinni Brekkuvöllum auk þess sem nokkurt séreignaland fylgir Haukabergi. Heildarstærð beggja jarðanna er talin um 3.600 ha. Óvissa er um eignahlutföll hvorrar jarðar í heildarflatarmáli sameignlegs lands jarðanna. Á Haukabergi stendur 101,5 ferm. íbúðarhús byggt 1956, fjárhús byggt 1946 og hlaða byggð 1960. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð sendist: Helgi Jóhannesson, hrl. LEX ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík helgi@lex.is Hin árlega Uppskeruhátíð verður haldin á Hótel Smyrlabjörgum Laugardaginn 5 nóvember. Veislustjórar verða þær Rauðabergssystur. Húsið opnar kl 19.00 og borðhald kl 20.00. Hljómsveitin Berg og Málmkvist sjá um fjörið ásamt þeim systrum. Miðaverð kr. 6300 á mann. Gott tilboð í gistingu. Borðapantanir í síma 478-1074 Uppskeruhátíð ER EKKI KOMINN TÍMI Á ÞÍNA HUGMYND? HÝSI-MERKÚR ehf. - Völuteigur 7, Mosfellsbæ Sími 5346050 - hysi@hysi.is / www.hysi.is Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar hugmynd verður að vel heppnuðum veruleika eins og sést á þessari mynd frá Fjarkastokk, Þykkvabæ. Ef þú skoðar heimasíðuna okkar, undir “Frá hugmynd að veruleika” sérðu myndir og teikningar af nokkrum húsum frá okkur sem þjóna sem fjárhús, fjós, reiðhallir, hesthús, bílskúrar, iðnaðarhúsnæði o.s.frv. Láttu okkur vita hvaða hugmynd þú hefur og saman gerum við hana að veruleika. Íbúðarhús til leigu - í blómlegri sveit Til leigu rúmlega 150 m2 íbúðarhús í Bláskógarbyggð. Húsið sem er gamalt en töluvert uppgert. Húsið skiptist í: - kjallara sem er innangengur úr garði, þar er baðherbergi og geymsla. - aðalhæð þar er lítil snyrting, eldhús rúmgóðar stofur mögulegt er að ganga út úr aðalstofu út í garð. Á aðalhæð er einnig hjónaherbergi. - ris. Í risi eru tvö rúmgóð herbergi og hol. Húsið getur leigst með eða án húsmuna til lengri eða skemmri tíma. Húsið stendur á landi þar sem er gnægð af heitu vatni sem gefur ýmsa möguleika. Á árum áður var rekið blómlegt garðyrkjubýli á staðnum. Áætlað leiguverð fer eftir hvort húsið er leigt með eða án húsmuna. Áhugasamir hafi samband í gsm: 899 8199/892 6000. Auk þess er möguleiki að senda póst á póstfang: magnus@fmeignir.is - Aðeins reglusamur traustur leigjandi kemur til greina -

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.