Bændablaðið - 24.11.2011, Side 4

Bændablaðið - 24.11.2011, Side 4
Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 20114 Fréttir Gengið hefur verið frá samningi milli Ístex, LS og BÍ um ullarverð sem gildir frá og með 1. nóvem- ber sl. og til októberloka 2012. Verðskráin hækkar um 5,1% frá fyrra ári. Það er talsvert minna en kjötverð hækkaði í nýliðinni sláturtíð. Ástæðan er að innlagt ullarmagn hefur aukist verulega undanfarið. Framleiðslan var ríflega 1.000 tonn á síðasta ári, sé miðað við óþvegna ull og úr henni urðu 785 tonn af hreinni ull. Ullarframleiðslan hefur aukist um rúm 100 tonn síðustu ár. Þar sem greiðslur fyrir ull skv. sauð- fjársamningi eru föst fjárhæð en ekki framleiðslutengd þá dreifist hún nú á fleiri kíló en áður. Ístex hefur þó hækkað sínar greiðslur verulega á milli ára og hlutur fyrirtækisins í ullarverði er 40% hærri en á síðasta ári. Verðskráin er eftirfarandi: H1-Lamb: 740 kr/kg.- H2-Lamb: 680 kr/kg.- H1: 680 kr/kg. -H2: 590 kr/kg. M1-Svart: 590 kr/kg.- M1- Mórautt: 590 kr/kg. - M1-Grátt: 590 kr/kg. - M2: 110 kr/kg. Úrkast: 10 kr/kg. Greitt fyrir flokkun: 25 kr/kg. Samningurinn kveður jafnframt á um að greiðslum verði flýtt. Fyrri greiðsla verður nú 75% heildar- verðmætis í stað 70%. Ull sem skráð er í nóvember verður greidd ekki síðar en 31. jan. 2012. Ull skráð í desember og janúar verður greidd ekki síðar en í febrúarlok. Eftir þann tíma verður greitt í lok næsta mán- aðar fyrir skráningarmánuð. Síðari greiðsla á síðan að fara fram fyrir 1. september 2012 fyrir alla ull sem skráð er fyrir 1. júlí 2012. Samið um ullarverð: Verðskrá hækkar um 5,1% Stjórn Hestamannafélagsins Funa mun á næstunni funda með hags- munaaðilum og fara yfir fyrir- liggjandi umsókn um Landsmót hestamanna á Melgerðismelum. Brynjar Skúlason, gjald- keri Hestamannafélagsins Funa í Eyjafjarðarsveit, segir að málið muni væntanlega skýrast eftir fundinn en stefnt er að því að hann verði í næstu viku. Félagið hefur sótt um að halda Landsmót á Melgerðismelum árið 2014. Í bréfi sem félagið sendi stjórn Landssambands hestamannafélaga í lok janúar árið 2009 bauð það Melgerðismela fram sem lands- mótsstað. „Teljum við að ef gæta eigi jafnræðis og félagslegs rétt- lætis við val á landsmótsstað þá sé komið að Melgerðismelum,“ segir í bréfinu. Að mati forsvarsmanna félagsins er það grundvallaratriði að dreifa landsmótum um landið eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni, enda gegni þau mikilvægu hlutverki í að kynna landið og breiða út hesta- mennsku sem víðast. Þá er bent á að það viðhorf sé ráðandi í nær öllum öðrum íþróttagreinum að dreifa eigi mótum um landið, m.a. landsmótum ungmennafélaga. Þannig viðhaldist samkeppni milli staða, sem stuðli að framförum og framþróun í móta- haldi. Vonast eftir sátt á landsvísu Á sameiginlegum félagsfundi hesta- mannafélaganna Funa og Léttis á Akureyri um framtíð landsmótshalds í Eyjafirði var samþykkt yfirlýsing þar sem fram kemur það álit félag- anna að röðin sé komin að Eyjafirði og að næsta landsmót sem haldið verður á Norðurlandi skuli vera þar. Flestir sem til máls tóku á fundin- um töldu seinagang í ákvarðanatöku um landsmótsstað, sem og óvissu um framtíðarskipulag landsmóta, gera félögunum erfitt fyrir. Vonuðust menn eftir að sátt myndi nást á lands- vísu um málið í heild og því komið í farveg til lengri tíma. Þórgnýr Dýrfjörð frá Akureyrarstofu hélt stutta tölu um mikilvægi Landsmóts hestamanna fyrir byggðarlagið og lýsti yfir vilja til að koma að hvers- konar viðburðum tengdum hestum í firðinum. Stórviðburður fyrir Eyjafjörð „Landsmót hestamanna er stórvið- burður fyrir Eyjafjörð ef af verður og er ekkert einkamál hestamanna á svæðinu. Reikna má með að yfir 10 þúsund manns muni sækja mótið og dvelja á svæðinu allt upp í viku- tíma meðan á því stendur Þetta er því ekki síður hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuaðila svæðisins og ýmis félagasamtök, sem hafa af þessu beina hagsmuni. Auk þess hafa sveitarfélögin af þessu miklar veltutengdar tekjur,“ segir Brynjar. Aðstaða á Melgerðismelum er góð og þar hefur undanfarin ár mikið verið byggt upp, en sam- kvæmt því sem Funamenn áætla gæti kostnaður við að undirbúa svæðið fyrir landsmót numið um 25 millj- ónum króna. Allar nýframkvæmdir á svæðinu munu nýtast mótssvæðinu á Melgerðismelum til framtíðar en ekki einungis vegna landsmótshalds. Fulltrúar félaganna tveggja munu á næstu dögum fara yfir málið með sveitarfélögum á svæðinu sem og fulltrúum frá Landssambandi hesta- manna, auk þess að kynna málið fyrir stjórnum annarra hestamannafélaga í Eyjafirði, enda um að ræða viðburð sem er samstarfsverkefni margra. /MÞÞ Hestamannafélögin Funi í Eyjafjarðarsveit og Léttir á Akureyri: Vilja Landsmót hestamanna í Eyjafjörð 2014 #          $        %      & #    ' ! (  & #                )*+/    5    5    &  !  5      &   Mynd / MÞÞ Aðlfundur Garðræktarfélags Reykhverfinga: Hveravallahjón heiðruð fyrir áratuga starf Á aðalfundi Garðræktarfélags Reykhverfinga fyrir skömmu voru hjónin á Hveravöllum, þau Ólafur Atlason fyrrverandi fram- kvæmdastjóri félagsins og Alda Pálsdóttir garðyrkjufræðingur heiðruð í tilefni af sjötugsafmæli Ólafs á árinu og í tilefni af starfs- lokum Öldu við fyrirtækið. Þau hafa í marga áratugi lagt gríðar- lega vinnu við að byggja upp og framkvæma á staðnum, sem hefur vakið athygli, og var þeim sérstak- lega þakkað þeirra mikla framlag. Fjórir framkvæmdastjórar í beinan karllegg Garðræktarfélag Reykhverfinga er annað elsta hlutafélag landsins, stofnað árið 1904 og á sér sam- fellda sögu síðan. Í upphafi stóð félagið einkum fyrir kartöflurækt í kringum hverina sem þar eru og þótti Þingeyingum af því mikið hagræði að geta keypt þessa vöru á heima- slóðum á þeim tíma. Framkvæmdastjórar hafa verið fjórir á rúmum hundrað ára starfsferli félagsins og það í beinan karllegg. Þeir voru Baldvin Friðlaugsson, Atli Baldvinsson, Ólafur Atlason og núverandi framkvæmdastjóri er Páll Ólafsson. Starfsemin jókst svo með árun- um og rófnarækt bættist við, sem og túnrækt og engjaheyskapur, en fyrsta gróðurhúsið á staðnum var reist árið 1933. Hófst þá tómata- og gúrkuræktun ogsmám saman var horfið frá heyöflun og kartöflurækt. Framleiddu um 380 tonn af grænmeti Fram kom á aðalfundi félagsins að á árinu 2010 voru framleidd um 380 tonn af grænmeti, þ.e. 238 tonn af tómötum, rúmlega 113 tonn af gúrkum og 17,6 tonn af papriku auk sumarblómasölunnar. Á Hveravöllum eru um 14 heil störf og raflýsing gerir að verkum að nú er framleiðsla á grænmeti allt árið. 8 9     ;  8       '   <    =  >       ?&    '@  @   5     8              & 5 D 8  E@  Farðu í leitir - nýr vefur með samskrá bókasafna í landinu Opnaður hefur verið nýr leitar- vefur http://leitir.is sem leitar sam- tímis í Gegni sem er samskrá vel- flestra bókasafna í landinu, tengdu stafrænu íslensku efni ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi. Katrín Jakobsdóttir ráðherra mennta-      kynnti nafn hans á afmælisráðstefnu        Nafn vefgáttarinnar er sótt til þess viðburðar sem á sér stað á haustin í sveitum landsins er bændur halda til fjalla og smala saman búpeningi sínum. Þeir fara í leitir. Á vefnum leitir.is fara menn einnig í leitir og smala saman upplýsingum. Það er margt sem þar kemur í leitirnar. Förum öll í leitir! Árlegir bændafundir hefjast á þriðjudaginn í næstu viku með fundum á Hvanneyri, Snæfellsnesi, Vopnafirði og Egilsstöðum. Fulltrúar frá Bændasamtökunum fara hringinn í kringum landið til fundar við bændur fram til 12. desember og fundar- planið má sjá í meðfylgjandi töflu. Árlegir bænda- fundir hefjast á þriðjudaginn Dags Staðsetning Tími þriðjudagur 29. nóv. Lbhí Hvanneyri 13:30 þriðjudagur 29. nóv. Breiðablik Snæfellsnesi 20:30 þriðjudagur 29. nóv. Hótel Tangi Vopnafirði 13:00 þriðjudagur 29. nóv. Hótel Hérað Egilsstöðum 20:30 miðvikudagur 30. nóv. Svalbarðsskóli Þistilfirði 14:00 miðvikudagur 30. nóv. Breiðamýri S-Þing. 20:30 fimmtudagur 1. des. Hótel Ísafjörður 12:00 mánudagur 5. des. Icelandair hótel Flúðir 13:00 mánudagur 5. des. Kaffi Kjós 20:30 þriðjudagur 6. des. Heimaland undir Eyjafj. 13:00 þriðjudagur 6. des. Þingborg Árnessýslu 20:30 þriðjudagur 6. des. Sjálfstæðishúsið Blönduósi 13:00 þriðjudagur 6. des. Víðihlíð V-Hún. 20:30 miðvikudagur 7. des. Sævangur - Ströndum 13:00 miðvikudagur 7. des. Dalabúð - Búðardal 20:30 fimmtudagur 8. des. Hlíðarbær Eyjafirði 13:00 fimmtudagur 8. des. Hótel Varmahlíð 20:30 mánudagur 12. des. Smyrlabjörg - A-Skaft. 14:00 mánudagur 12. des. Geirland á Síðu V-Skaft. 20:30 mánudagur 12. des. Hótel Lundi - Vík í Mýrdal 13:00

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.