Bændablaðið - 24.11.2011, Side 33

Bændablaðið - 24.11.2011, Side 33
34 Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 2011 Markaðsbásinn Í nýrri skýrslu um hugsanleg áhrif ESB-aðildar á íslenskan landbún- að kemur fram að verð til bænda myndi lækka svo nemur allt að tugum prósenta í einstaka afurða- tegundum, verði tollar afnumdir á búvörum frá ESB-löndunum. Er þetta svipuð niðurstaða og varð í Finnlandi við aðild að ESB, þó nokkru muni á áhrifum á einstak- ar búgreinar. Áhrif á matvöruverð til neytenda í Finnlandi voru 11% verðlækkun. Hafa ber í huga að í Finnlandi voru lagðir tollar á mun fleiri tegundir búvara fyrir aðild að ESB, eins og t.d. kornvörur, sykur og grænmeti, þar sem þær voru og eru framleiddar þar í landi. Einnig er vikið að því í skýrslunni að markaðsstyrkur smásölunnar hafi aukist í Finnlandi við aðild landsins að ESB og lægra hlutfall af útsöluverði búvara komi nú í hlut bænda en áður var. 15% útgjalda vegna mat- og drykkjarvöru Ef litið er á útgjöld heimilanna hér á landi til matvörukaupa árið 2010 sést að 15% þeirra eru vegna kaupa á mat- og drykkjarvörum. Þar af eru 2,6% til kaupa á brauði og brauðvörum, 1% vegna ávaxta og 5,1% í aðrar mat- og drykkjarvörur (þ.m.t. sykur, súkkulaði, gosdrykkir og ávaxtasafi) sem ESB-aðild myndi ekki breyta neinu um hvað tolla eða aðrar álögur varðar. Þá standa eftir kjöt og kjöt- vörur sem nema 2,7% af útgjöldum heimilanna, mjólk, ostar og egg 2,4% og grænmeti, kartöflur o.fl. 1,2%. Síðasttaldi liðurinn er reyndar þegar að stærstum hluta án tolla og inn- lend framleiðsla t.d. á tómötum og gúrkum í beinni samkeppni við inn- fluttar vörur. 11% verðlækkun búvara þýðir aðeins 0,5% lægri útgjöld heimila Um það bil 5% af útgjöldum heimil- anna fara til kaupa á búvörum sem tollar eru lagðir á við innflutning. Ef verðlækkun þessara vara yrði 11% við aðild að ESB myndi það lækka útgjöld heimilanna um 0,5%. Með 30% lækkun þessara vara, sem verður að telja víðs fjarri því sem raunhæft má telja, yrði lækkun útgjalda 1,5%. Nefna má að útgjöld vegna póst- og símakostnaðar eru álíka mikil og til kjöt- og grænmetiskaupa sam- tals (3,8% á móti 3,9% árið 2010). Útgjöld vegna ferða og flutninga vega viðlíka þungt og matvöruliður- inn (án drykkjarvöru) í heild sinni. Tollalækkun hefði ekki mikil áhrif á útgjöld íslenskra heimila Af þessu má ráða að þótt allir tollar á búvörur frá ESB-löndunum myndu falla niður við aðild Íslands að sam- bandinu er ekki hægt að búast við miklum áhrifum á útgjöld íslenskra heimila. Í áðurnefndri skýrslu er ein- mitt vikið að því að brauð og brauð- vörur séu mun ódýrari í ESB en hér á landi og er munurinn síst minni en á öðrum matvörum þótt ekki séu lagðir tollar á hráefni til brauðgerðar eða aðrar innfluttar kornvörur. Til að ná 1,5% lækkun á útgjöldum heimil- anna þyrfti að koma til 30% lækkun á verði mjólkurafurða og kjötvara, sem í allri sanngirni verður að teljast langt fjarri lagi. Er það virkilega þess virði að setja íslenskan land- búnað, hundruð starfa og matvæla- framleiðslu í landinu í uppnám fyrir svo lágar upphæðir? Starfsemi sem þar að auki spilar stórt hlutverk sem aðdráttarafl landsbyggðarinnar fyrir ferðamenn og tengist náið atvinnu- grein sem skilar þriðjungi gjald- eyristekna þjóðarbúsins. Enn af vægi búvara í útgjöldum heimilanna Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Vægi búvara í útgjöldum Framleiðsla og sala búvara í október* okt. 2011 2011 ágúst 2011- okt. 2011 nóv. 2010- okt. 2011 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla október 2010 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 639.266 1.904.740 7.104.332 21,9 24,3 1,7 25,9% Hrossakjöt 61.095 188.472 827.754 -22,3 5,9 -0,9 3,0% Nautakjöt 351.816 1.023.906 3.813.081 10,9 5,5 -0,8 13,9% Kindakjöt 5.138.092 9.288.050 9.591.807 5,3 4,8 5,0 35,0% Svínakjöt 509.988 1.546.277 6.054.581 3,3 -2,5 -2,0 22,1% Samtals kjöt 6.700.257 13.951.445 27.391.555 6,5 6,3 1,5 Innvegin mjólk 9.492.812 29.615.160 123.477.405 6,6% 5,0% -0,1% Sala innanlands Alifuglakjöt 579.405 1.849.337 6.980.554 7,7 5,8 -3,9 30,0% Hrossakjöt 39.952 131.274 505.800 -22,6 19,5 -13,4 2,2% Nautakjöt 361.284 1.025.305 3.830.778 17,2 6,6 -0,2 16,5% Kindakjöt * * 1.085.368 2.369.656 6.025.258 3,4 -0,1 -2,5 25,9% Svínakjöt 483.389 1.480.650 5.918.505 -5,8 -6,6 -1,9 25,4% Samtals kjöt 2.549.398 6.856.222 23.260.895 3,6 1,2 -2,7 Sala mjólkur á próteingrunni 8.640.994 27.173.026 110.976.491 -0,8% 0,7% 0,3% Sala mjólkur á fitugrunni 9.039.751 28.481.768 113.690.062 -2,9% -1,0% -0,7% * Bráðabirgðatölur ** Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Framleiðsla á kjöti í október var 6,6% meiri en í sama mánuði 2010. Auking var í framleiðslu allra kjöttegunda nema hrossakjöts. Framleiðsla kjöts sl. 12 mánuði nemur 27.392 tonnum, þar af var framleiðsla kindakjöts 9.592 tonn sem er 5% aukning frá næstu 12 mánuðum þar á undan. Minni breytingar voru á fram- leiðslu annarra kjöttegunda á tólf mánaða tímabilinu. Sala kjöts í október var 3,6% meiri en í fyrra á heildina litið en samdráttur var í sölu hrossakjöts og svínakjöts. Síðastliðna 12 mánuði var kjötsala 23.261 tonn. Birgðir af kindakjöti voru 11,2% meiri í lok október en á sama tíma í fyrra. Innvigtun mjólkur var 6,6% meiri í október en sama mánuði í fyrra en sl. 12 mánuði er innvigtun nær óbreytt frá næstu 12 mánuði á undan. Sala á próteingrunni sl. 12 mánuði var 113,7 milljónir lítra, sem er 0,7% samdráttur en sala á fitugrunni var rétt tæpar 111 milljónir lítra, 0,3% aukning. Sala drykkjarmjólkur og sýrðra mjólkurvara dróst saman um 4,6% og á skyri um 1,8%. Hins vegar jókst sala rjóma um 3% og á osti um 3,6% Nýlega var tekin ákvörðun um að greiðslumark ársins 2012 skyldi verða 114,5 milljónir lítra, en salan nú er nokkuð undir þeim væntingum sem þar voru gerðar. Innflutt kjöt Árið 2011 Árið 2010 Tímabil janúar - september Alifuglakjöt 493.549 228.235 Nautakjöt 397.607 94.869 Svínakjöt 184.060 98.242 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 31.652 25.998 Samtals 1.106.868 447.344 Framleiðsla kindakjöts sl. 12 mánuði var 9.592 tonn sem er 5% aukning frá næstu 12 mánuðum þar á undan. Þann 14. nóvember sl. birti utan- ríkisráðuneytið á heimasíðu sinni, skýrslu um stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart aðild að Evrópusambandinu, áhrif á tekjur og stuðning og væntanlega stuðn- ingsþörf. Markmið skýrslunnar var að fjalla um stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart evrópu- sambandsaðild, hvernig umgjörð um hann myndi breytast og hag- ræn áhrif inngöngu á rekstrarskil- yrði ólíkra greina landbúnaðarins. Megin viðfangsefni skýrslunnar var því að meta líklega lækkun á skilaverði til bænda ef tollar yrðu afnumdir á innfluttar búvörur frá ESB löndum. Reynsla garðyrkjunnar Til að meta þetta er horft til verðs til framleiðenda í ESB löndum, flutningskostnaðar og þess að neyt- endur munu að einhverju marki vera tilbúnir að greiða hærra verð fyrir innlendar búvörur en innfluttar. Reynsla íslenskra garðyrkju- bænda af afnámi tolla á tómata, gúrkur og papriku sýndi að neyt- endur reyndust tilbúnir til að greiða um 10% hærra verð fyrir grænmeti sem ræktað er hér á landi. Verð til bænda myndi ennfremur ráðast af vinnslukostnaði hér á landi og getu vinnslufyrirtækjanna til að draga úr þeim kostnaði til að mæta sam- keppni. Ef vinnslufyrirtækin eru ekki í stakk búin til að lækka kostnað, t.d. vegna smæðar sinnar, þá verða bændur fyrir þeim mun meiri verð- lækkun. Svigrúm smásölunar eykst á kostnað bænda Afnám tollverndar myndi auka svigrúm smásölunnar til að afla sér aðfanga annarstaðar og bæta stöðu sína á kostnað bænda. Þetta myndi að öllum líkindum leiða til breytinga á verðmyndun búvara þannig að stærri hluti álagningar falli smásölunni í skaut. Reynsla Finna bendir til þess að völd smásölunnar hafi aukist við inn- göngu Finnlands í Evrópusambandið og að vinnslu og smásölu hafi gengið mun betur að viðhalda eigin álagn- ingu en bændum. Verð til bænda hefur því tilhneigingu að lækka meira en verð til neytenda við breytingar á framleiðsluskilyrðum. Þá þurfti að leggja mat á líklegt langtímagengi krónunnar. Miðað við mat Seðlabanka Íslands á raungengi og gengi evru um þessar mundir er ekki fjarri lagi að langtíma meðaltalsraungengi verði náð við gengi evru um 120 kr/€. Reynt er að taka tillit til fleiri þátta sem nánar er rakið í skýrslunni. Ekki tekið tillit til afleiddra áhrifa Gert er ráð fyrir að þær greinar sem eru samkeppnisfærar við inn- flutning í dag muni einnig verða það eftir afnám tollverndar. Samsetning landbúnaðarframleiðslunnar er ein- földuð til mikilla muna og áhrifin á ólíka vöruflokka einungis metin gróflega. Ekki er tekið tillit til þess að sam- dráttur í kjötvinnslu í einni grein getur haft áhrif á vinnslukostnað annarra greina. Engin tilraun er gerð til að meta áhrif krossteygni eftirspurnar á kjöti, á þróun innanlandsmarkaðar og þar með áhrif breytinga í framleiðslu- skilyrðum í einni grein á afkomu bænda í öðrum greinum. Ekki er heldur lagt mat á hugs- Staða íslensks landbúnaðar gagnvart ESB-aðild - Áhrif á tekjur og stuðning og væntanlega stuðningsþörf

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.