Bændablaðið - 24.11.2011, Síða 34

Bændablaðið - 24.11.2011, Síða 34
35Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvermber 2011  0%&  "1$%& " 0%&  '          2 ) 0 % 3" 0"*         !"#***'%' Þessar gerðir eigum við til á lager. Ath. heitgalvaniseruð grind. Draumurinn ? HÝSI-MERKÚR ehf. Völuteig 7, Mosfellsbæ Sími 534 6050 hysi@hysi.is / www.hysi.is Stærð 5m x 9m Mænishæð 3,15 843.000 m.vsk Stærð 5m x 6m Færanlegt, með eða án framgafls 649.000 / 552.000 m. vsk Stærð 5m x 9m Mænishæð 3,65 1.089.000 m.vsk anlegt hagræði eða breytingar á aðfangakostnaði sem hugsanlega gætu fylgt aðild. Að framansögðu er ljóst að vandasamt er að áætla hvaða áhrif það mundi hafa á skilaverð til bænda ef opnað yrði fyrir frjáls viðskipti við lönd ESB með land- búnaðarvörur. Niðurstöður: Að þessum forsendum gefnum, sem nánar er lýst í skýrslunni er metið hverjar tekjur bænda yrðu á því afurðaverði sem talið er að verði eftir ESB aðild og hver stuðningsþörf einstakra búgreina yrði til að tekjur haldist óbreyttar eftir aðild. Í töflu 5 í skýrslunni er dregin saman stuðn- ingsþörfin fyrir þær búgreinar sem greiningin nær til og hún umreiknuð gróflega í upphæðir miðað við fram- leiðsluvirði búgreinanna árið 2010. Þar kemur greinilega fram hve umfangsmikill stuðningurinn þyrfti að vera til þess að afkoma héldist nokkurnveginn óbreytt. Þyrfti mun hærri styrki við aðild að ESB Eins og áður hefur verið nefnt vantar nokkrar búgreinar inn í þennan samanburð. Þrátt fyrir það er niður- staðan að verja þyrfti um 14.200 milljónum ISK á ári ef afkoma bænda ætti ekki að rýrna við inn- göngu í Evrópusambandið. Þetta er töluvert hærra öllum núverandi beinum stuðningi við landbúnaðinn, sem nam rúmlega 9.000 milljónum ISK árið 2010. Þessi stuðningur nægir þó ekki ef verðlækkun til bænda á að tryggja hag úrvinnslu- iðnaðarins. Þess ber að gæta að núverandi stuðningur er meðtalinn í þeim fjárhæðum sem fram koma í töflunni. Sundurliðun þessa er sýnd á mynd 5 í skýrslunni. Um niður- stöðurnar segir síðan: „Stuðningsþörf búgreinanna samkvæmt þessum niðurstöðum er mjög ólík. Best koma framleiðsla nautakjöts og garðyrkjan út. Þetta skýrist bæði af því að skilaverð þess- ara vara er þegar svipað eða lægra en skilaverð í evrópusambandinu og að stuðningur við þessar greinar er óverulegur í dag, þó svo þessar greinar njóti nokkurs stuðnings. Á hinn bóginn er staða annara greina til muna lakari. Stuðningsþörf blómaræktenda er um 30% af veltu, og svína- og sauðfjárbænda 40% og 50%. Fyrir kúabændur og kjúklinga- og eggjaframleiðendur er stuðnings- þörfin á bilinu 44% til 53%. Ljóst er að engin þessara búgreina er líkleg til að lifa af svo umfangsmikinn sam- drátt í tekjum án verulegra erfiðleika í rekstri.“ Enn meira ef tryggja á vinnsluna Þessir útreikningar taka ekki tillit til þess að dýrara og erfiðara er að halda í þann hluta framleiðslunna sem fer í unnar afurðir en þann hluta sem seldur er ferskur. Í skýrslunni er lagt mat á hver stuðningurinn þyrfti að vera til að tryggja samkeppnis- stöðu vinnslunnar. Niðurstaðan er að hann þyrfti að verða 15,7 milljarðar króna, sjá töflu 6. í skýrslunni. Í niðurlagsorðum skýrslunnar segir síðan: „Niðurstöður saman- burðar sýna að mikill munur er á núverandi stöðu íslenskra bænda og evrópskra starfsbræðra þeirra m.t.t. stuðnings og markaðsverndar. Mestu munar um þá umfangsmiklu tollvernd sem meirihluti íslenskra framleiðenda býr við. Afnám tollverndar kallar á verulega aukinn stuðning Niðurstöður skýrslunnar sýna að afnám hennar mundi hafa veruleg áhrif á verð til bænda og framleiðslu- samsetningu úrvinnsluiðnaðarins. Miklar verðlækkanir þyrftu að koma til ef óbreytt markaðshlutdeild ætti að haldast. Slíkt mundi kalla á umfangsmikla aukningu á stuðningi við flestar greinar landbúnaðarins. Niðurstöður mats á áhrifum aðild- ar að ESB á afkomu bænda benda til þess að stuðningsþörf íslensks land- búnaðar eftir afnám innflutnings- verndar muni liggja á bilinu 12,1 til 15,7 milljarðar, sem er umtalsvert umfram þann beina stuðning sem landbúnaðurinn nýtur í dag, rúmlega 9 milljarðar króna.“ Borum eftir heitu og köldu vatni um allt land Liprir í samningum og hagstætt verð. Bændur - Sumarhúsaeigendur Upplýsingar gefur Guðni í síma 864-3313 og í netfangi: bjarnastadirehf@gmail.com

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.