Bændablaðið - 24.11.2011, Síða 36

Bændablaðið - 24.11.2011, Síða 36
37Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvermber 2011 Íslensk hönnun Útgerðarstjóri HG í Hnífsdal með vef fyrir alla prjónara - nýtist vel til að hanna eigin lopapeysur Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri HG í Hnífsdal, opnaði í febrúar á þessu ári vefinn prjonamunstur.is sem hefur verið vel tekið af prjón- urum landsins. Á síðunni er hægt að hanna lopapeysur á auðveldan hátt og sjá í þrívídd hvernig peysan kemur til með að líta út. Sjálfur prjónar Sverrir ekki en nýverið fékk hann nýsköpunarstyrk frá Landsbankanum til að þróa hug- myndina enn frekar. „Það er margt sem leiðir til þess að ég réðist í þessa vefsíðugerð. Upphafið má þó rekja til þess að ég fór í fjarnám við Háskólann í Reykjavík árið 2003 og lærði kerf- isfræði. Ég útskrifaðist þaðan árið 2008 og síðan hefur hugbúnaðargerð verið mitt áhugamál. Konan mín og tengdadóttir eru alltaf að prjóna eftir hönnun annarra, mér fannst það alveg ómögulegt og spurði þær eitt sinn af hverju þær byggju ekki til sín eigin mynstur. Þá svöruðu þær því til að það væri svo erfitt, þannig að mér datt í hug hvort ég gæti ekki hjálpað þeim eitthvað með kerfis- fræðina að vopni. Upphaflega átti þetta eingöngu að vera fyrir þær tvær en síðan prófuðu fleiri þetta, ég setti síðuna á vefinn og þá sprakk allt. Að endingu bjó ég til Fésbókarsíðu og þá fór boltinn fyrir alvöru að rúlla og ekki varð aftur snúið,“ útskýrir Sverrir. Óprjónuð lopapeysan í þrívídd Sverrir fær að jafnaði hátt í 200 heim- sóknir á dag inn á síðuna, sem snýr eingöngu að klassískum íslenskum lopapeysum og er enn í þróun. „Ég leitaði mikið að sambæri- legum síðum á vefnum þegar ég var að byrja en fann ekki neitt. Þetta er þekkt í verkfræði- og arkitektaheim- inum, þar sem fólk getur séð myndir af hönnuðum húsum áður en þau eru byggð, en maður hefur ekki séð þetta í fataiðnaði, það er eins og hann hafi orðið útundan í þessu,“ segir Sverrir sem lýsir virkni vefsins á þennan hátt: „Þetta virkar eins og í öðrum forritum, notandi fer inn á síðuna, smellir þar á „Skrá“ og velur síðan að búa til nýja peysu. Þá opnast nýr gluggi þar sem notandi velur stærð og prjónfestu og eins hvað mynsturs- geirinn á að vera breiður í peysunni. Einnig setur viðkomandi inn upp- lýsingar um garn og liti og byrjar síðan að teikna mynstrið. Um leið og notandi teiknar mynstrið uppfærist mynstrið á þrívíddarpeysunni, svo prjónarinn sér í rauntíma hvað hann er að gera og hægt er að vista það sem gert er. Notendur hafa komist upp á lag með að nota síðuna öðruvísi, eins og til dæmis að prófa mismunandi liti. Nýsköpunarstyrkurinn sem ég fékk á dögunum fer í að markaðssetja síðuna en ég á ekki von á stórkost- legum breytingum á henni eða að notendur þurfi að greiða inn á hana, allavega ekki að sinni. Ég vil helst komast hjá því. Síðan er aðgengileg á íslensku, ensku, dönsku, rússnesku og úkraínsku og á næstunni bætast við franska, spænska og þýska.“ /ehg Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri H-G & '&  ]      prjonamunstur.is þar sem prjónarar geta hannað eigin lopapeysur á auðveldan hátt. Sýnishorn af því hvernig útkoma af síðunni getur orðið. Hönnunartvíeykið Árný Þór- arins dóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir reka saman fyrirtækið Stáss þar sem þær hanna og framleiða hluti, ýmist úr viði, áli eða plexígleri. Þeim er mikið í mun að halda í þjóðleg gildi og hafa það að leiðarljósi í vinnu sinni. Upphaf: „Við erum báðar lærðir arkitektar frá Danmörku og útskrifuðumst þaðan árið 2008. Við vorum að vinna á sömu stofunni hér heima en misstum vinnuna þegar hrunið skall á. Það sama ár vorum við báðar ófrískar og höfðum ekkert að gera, svo það má segja að Stáss sé runnið undan rifjum hrunsins,“ segir Árný. Efniviður: „Við byrjuðum á að gera jólaskraut úr plexígleri og fórum síðan út í að gera hálsmen og eyrnalokka úr sama efni. Núna erum við rosalega hrifnar af áli. Það er mjög skemmti- legt efni, sterkt en jafnframt létt og höfum við til dæmis gert vegg- klukku úr því. Við viljum nýta það efni sem er fáanlegt hérlendis og okkur finnst mikilvægt að styrkja þann iðnað og framleiðslu sem er hér, það er að segja bæði við kaup á hráefni og vinnu,“ útskýrir Helga. Innblástur: „Við gerum oft það sem okkur langar í eða það sem okkur vantar. Þegar við gerðum jólaskrautið fannst okkur vanta íslenskt jóla- skraut með sögu. Eins var það með skrautið og skartið að þá langaði okkur í eitthvað sem hefði notagildi. Grunnurinn hjá okkur er oft íslensk menningararfleið, eins og að sækja í útsaumsmynstur og nú síðast með torfbænum. Okkur fannst þurfa að setja torfbæinn á ákveðinn stall, oft hefur hann verið tengdur við eitthvað neikvætt og talað er um moldarkofa. Það ber þó að hafa í huga að þeir voru algjörlega byggðir úr því sem náttúran gaf og héldu lífi í Íslendingum í áraraðir,“ segir Helga. Útrás: „Við erum að kanna markaði erlendis með skartgripina og höfum komið vörunum okkar í verslanir í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Þessi vinna er þó enn í þróun því markaðssetning erlendis er tímafrek og oft veljum við frekar að vinna að öðrum hlutum en markaðssetn- ingu. Síðan erum við á leiðinni á „Stockholm furniture fair“ í febrúar, ásamt hinum aðilunum sem standa að Netagerðinni work&shop og spennandi verður að sjá hvað kemur út úr þeirri ferð,“ segir Árný. /ehg Innblásnar af íslenskri menningararfleifð Árný Þórarinsdóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir skipa Stáss-hönnunarteymið sem hefur aðsetur í Netagerðinni work&shop við Mýrargötu í Reykjavík. Nýjasta afurð þeirra Stássstúlkna er hitaplatti úr krossviði sem nefnist Torfbærinn og er í fjórum hlutum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.