Bændablaðið - 07.04.2011, Side 7

Bændablaðið - 07.04.2011, Side 7
7Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 2011 G leðiefni er, hve viðbrögð eru góð við vísnagátum þeim er hér hafa birtst undan- gengið. Í síðasta þætti birtist vísnagáta eftir Friðjón Ólafsson, þar sem hann yrkir í kringum lausnarorðið „Reið“. Fyrst til að reyna við lausnina var Ásta Sverrisdóttir búandi á Ytri Ásum í Skaftártungum. Ásta er dóttir hjónanna Helgu Bjarnadóttur og Sverris Sigurðssonar bænda á Ljótarstöðum í Skaftártungum. Ásta stjáklar lipurlega kringum lausnarorðið með hjálagðri stöku: Ég varð hrædd og hissa um leið! Ég hélt að orðið væri „reið“. En síðan allt mitt sefast angur, því sennilega er lausnin „gang- ur“. Önnur lausn við vísnagátunni barst frá Þórði Jóhannessyni búsettum í Reykjavík, en ætt- uðum frá Súgandafirði. Þórður rataði rétt á lausnarorðið, og sendir það í ferskeytluformi líkt og Ásta. Vísan ber nokkur merki karlmennsku, og því laus við allan tepruskap: Rímar lausnin rétt við „seyð“, ríkan unað veitir skeið. Ekki fresta nema í neyð náttúrunnar þeysi„reið“. Senn lýkur vetri, og sjást þess merkin víða um land. Meira segja virðist ögn farið að svía kringum bóndann í Bólstaðarhlíð, Einar Kolbeinsson. Allavega barst mér vorleg visa frá Einari í formi sím- skeytis: Ólundin er mér svo marg- meinuð í hverju spori, enda heyri ég álftagarg með óm af hlýju vori. Til að vinda ögn ofanaf honum, sendi ég honum til baka: Víðar líka í vorið sér, með veturinn í dreggjum, og mófuglarnir margir hér meira að segja á eggjum. Varla hefur Einar þó verið jafn upphafinn í gærkvöldi, þegar hann á stikli við fé sitt, gekk fram á nýborna á, tvílemda. Nokkurra drýginda gætti þó er hann sendi mér tíðindin: Úti á túni undur sé, opnast töfraheimur, því nú hefur fjölgað fé um 4 / 2. Við þessi hin miklu tíðindi hringdi ég óðar í Einar bónda, til frekari tíðindaleitar. Sæll fannst mér hann með burðinn, en vissi þó engar skýringar á þessu bráð- læti blessaðarar ærinnar. Þar sem ég hef sjálfur haft nokkuð með búskap að gera í Bólstaðarhlíð, bæði um sauðburð og göngur, fannst mér ég í fullum rétti með að finna að þessu búskaparlagi, enda vanur því að koma hrútum í hald í tíma. Fannst mér Einar taka tiltali um stund, en skömmu síðar kom þó skýring hans í vísuformi: Allir hrútar áttu að nást, allt svo gengi í haginn, en Árni Jónsson einmitt brást eins og fyrri daginn. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Sýnir nýtt leikverk byggt á sögu Gauks Trandilssonar Leikdeild ungmennafélags Gnúpverja: Leikdeild ungmennafélags Gnúpverja frumsýndi nýlega í Árnesi Gaukssögu, nýtt leik- verk sem byggt er á sögu Gauks Trandilssonar, sem bjó á Stöng í Þjórsárdal. Leikstjóri er Vilborg Halldórsdóttir. Gaukur er talinn hafa búið á Stöng á 10. öld, sagður hafa verið hinn mesti kappi og mikill kvennaljómi. Ástkona hans er sögð hafa verið húsfreyjan á Steinastöðum, sem var næsti bær. Samkvæmt Njáls sögu sat Ásgrímur Elliða-Grímsson, fóstur- bróðir Gauks, fyrir honum við Seggjasæti við Gaukshöfða og vó hann þar, sbr. nafnið Gaukshöfði. Að líkindum gerði hann þetta fyrir það að Gaukur fíflaði húsfreyjuna á Steinastöðum, sem var skyld Ásgrími. Næstu sýningar verða laugardag- inn 9. apríl kl. 20:00, sunnudaginn 10. apríl kl. 15:00, föstudaginn 15. apríl kl. 20:00, laugardaginn 16. apríl kl. 20:00 og sunnudaginn 17. apríl kl. 15:00. Almennt verð er 2.000 kr. Heimasíða sýningarinnar er http:// gaukssaga.123.is/. Hægt er að fá rammíslenska kjötsúpu, brúntertu og kaffi fyrir leiksýningar, pantanir hjá Gauta í síma 863-5269. /HMM Þórður Freyr Gestsson, bóndi í Kálfhóli, mundar bogann í hlutverki Gauks Trandilssonar. Leikhópurinn í Gaukssögu, sem sýnd er í Félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Sýningin tekur rétt rúmlega klukkustund. Það var mikið um dýrðir í félagsheimilinu á Breiðumýri í Þingeyjarsveit á dögunum þegar söngleikurinn West Side Story eða Saga úr vesturbænum, eins og verkið heitir á íslensku, var frumsýndur af félögum í leik- deild ungmennafélagsins Eflingar í Reykjadal. Í sýningunni taka þátt 35 leikarar og eru fjölmargir þeirra að stíga á svið í fyrsta sinn. Þetta eru aðallega nemendur í Framhaldsskólanum á Laugum og nokkrir þeirra hafa þegar töluverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur enda hefur fólk í Reykjadal fegnið leiklistaruppeldi, danskennslu og sungið í kórum allt frá því að það var á leikskólaaldri. Allt þetta fólk fær svo dyggilegan stuðning frá nokkrum úr hópi eldri félaga og má nefna leik- stjórann Arnór Benónýsson og bræð- ur hans Hörð Þór Benónýsson og Jón Friðrik Benónýsson, en leikstarfsemi í sveitinni hefur mjög byggst upp í krafti þeirra bræðra. Tónlistarstjóri er Jaan Alavere en hann hefur leikið með sinfóníuhljóm- sveitum og annast tónlistarstjórn í leikhúsum, verið við kórstjórn og organistastörf. Honum til aðstoðar eru þeir Pétur Ingólfsson sem leikur á kontarabassa og Þórgnýr Valþórsson sem leikur á trommur. Félagsheimili breytt í kaffileikhús Arnór Benónýsson hefur leikstýrt miklum fjölda verka fyrir leikdeild Eflingar og má segja að hann hafi séð um leiklistaruppeldi í sveitinni síðast liðin ár. Þar er ekki einungis um að ræða almenna leikstjórn því honum hefur fylgt aukin þekking á öllum störfum í leikhúsi svo sem lýsingu, hljóðstjórn, búninga-og leikmyndahönnun, förðun og hár- greiðslu. Á seinni árum hefur félags- heimilinu á Breiðumýri verið breytt í kaffileikhús, en Kvenfélag Reykdæla selur veitingar fyrir sýn- ingar og í hléi. Allur ágóði rennur til góðgerðarmála og fólk drekkur kaffi, fær vöfflur og spjallar saman eins og gerist á kaffihúsum. Margar sýningar eru framundan og verður söngleikurinn sýndur fram í miðjan apríl, en nánari upp- lýsingar má finna á slóðinni www. leikdeild.is /MÞÞ Leikdeild ungmennafélagsins Eflingar í Reykjadal: Saga úr vesturbænum sýnd á Breiðumýri Hörður Þór Benónýsson í hlutverki sínu með hákarlagenginu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.