Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 14
Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 201214
Verkfræðingurinn Ragnar
Guðjónsson á sér harla óhefð-
bundið en spennandi áhugamál
sem hann sinnir í frístundum
sínum. Í iðnaðarhúsnæði í
Hafnarfirði ræktar hann ostru-
sveppi sér til gamans og eftir
þriggja ára þróunarvinnu fram-
leiðir hann nálægt 100 kíló á
viku og selur til veitingamanna,
en stefnan er að koma vörunni í
verslanir með haustinu.
„Ég hef haft mikinn ræktunar-
áhuga frá unga aldri, hef dundað mér
við trjárækt og grænmetisræktun,
en ég hef lengi haft áhuga á að gera
meiri verðmæti úr aukaafurðum sem
til falla í landbúnaði. Fljótlega sá
ég að ég gæti gert það með sveppa-
ræktun, því áður en ostrusveppurinn
er fullþroskaður rækta ég hann í
íslensku byggi og hálmi. Þetta hefur
tekið mikinn tíma frá mér síðastliðin
þrjú ár og mörg kvöld og helgar farið
í að þróa og prófa,“ segir Ragnar
brosandi.
Ostrusveppurinn fjölhæfur
Eftir mikla þróunarvinnu með mis-
munandi kvæmi varð ostrusveppur-
inn ofan á í ræktuninni.
„Margir þættir þurfa að ganga
upp, það eru til endalaus kvæmi og
maður verður að finna rétta blöndu
fyrir sveppinn. Sveppaheimurinn
er í raun mjög stór en þessi ostru-
sveppur er hefðbundinn og vex á
ýmsum dauðum trjám í skógum,
yfirleitt á harðviði og er algengur
víða í Asíu, Ameríku og Evrópu.
Ostrusveppurinn er fjölhæfur og
getur líka lifað á hálmi, þar sem
hann nýtir sellulósa og lignín,“
útskýrir Ragnar og segir jafnframt:
„Ég kaupi sveppaþræðina, það
er að segja mygluna, frá Evrópu og
Bandaríkjunum. Það er mikilvægt
að finna réttar umhverfisaðstæður
fyrir sveppinn, það má lengi bæta
ræktunina en ég veit núna hvernig
þetta virkar best. Ég hef fengið hjálp
og aðstoð víða að, sem ég er mjög
þakklátur fyrir.“
Á veitingamarkaði
Nú framleiðir Ragnar á bilinu 50-100
kíló af sveppnum í hverri viku undir
vörumerkinu Sælkerasveppir og fer
um helmingur þess í sölu.
„Ég hef fengið mjög góð við-
brögð frá kokkum og stefni á að
koma þessu í verslanir í haust. Þessi
tegund af svepp hefur verið flutt lít-
illega inn fyrir veitingahús en hillu-
líf hans er stutt og því er hann þegar
búinn að missa ákveðinn líftíma
við innflutning. Ostrusveppurinn
er mjög frábrugðinn hinum hefð-
bundnu íslensku hvítu sveppum,
hann vex í knippum og er þunnur
og því fljóteldaður. Í ostrusvepp-
um er mikið af
efninu lovastatin,
sem stuðlar að lækkun kólesteróls
og er til dæmis notað í lyfjaiðnaði.
Hann er náttúrlega meinhollur fyrir
þá sem vilja síður borða kjöt, því
hann er bæði prótín- og trefjaríkur
auk þess að vera D-vítamínríkur.“
Viðkvæm ræktun
Grunnhugmynd Ragnars er að nota
íslenskt hráefni við framleiðsluna
eins og hann getur. Hann hefur fram
til þessa ekki hlotið neina styrki til
starfseminnar en ef áætlanir ganga
eftir stefnir hann á að skapa þrjú
störf í kringum framleiðsluna og
flytja hana út á land.
„Það má segja að þetta séu
tvær áttir í ræktuninni. Ég rækta
sveppaþræði á diskum og marg-
falda með því að smita þá út, sem
ég geri í pokum með byggi. Síðan
er hálmurinn, sem ég saxa niður í
tætara sem ég keypti af minkabónda
í Skagafirði. Því næst gerilsneyði ég
hálminn til að gefa réttu tegundinni
forskot, kæli hann niður og drena.
Að endingu pressa ég hálminn niður
í ílanga poka sem sveppaþræðirnir
fara svo í. Vaxtarferlið er um einn
mánuður, en þetta er viðkvæm rækt-
un því sveppirnir eru kröfuharðir
og hreinlætið þarf að vera mikið.
Stærsta vandamálið er að koma rak-
anum í loftið en hér heima er útiloft-
ið svo þurrt,“ útskýrir Ragnar sem
stefndi í byrjun á ræktun tveggja
tegunda sveppa, sem er útlit fyrir
að úr verði:
„Ég er einnig að prófa mig áfram
með shiitake-svepp, en báðar þessar
tegundir eru mikið notaðar í Asíu.
Hann hefur ekki sömu aðlögunar-
hæfni og er ræktaður á annan hátt,
eða á sagi til dæmis aspartrjáa og í
pokum í hillum, en vaxtartíminn er
um þrír mánuðir. En nú rek ég mig á
að enginn hér á landi framleiðir sag
úr íslenskum viði og þó að nú séu til
asparskógar hérlendis, sem kominn
er tími til að grisja, hefur mér ekki
tekist að verða mér úti um sag af
slíkum trjám, en það er í vinnslu
eins og margt annað. Ég ætla að
halda mig við þessar tvær tegundir
en það er hægt að hugsa sér ýmsar
aukaafurðir úr sveppunum, svo það
eru óþrjótandi möguleikar í þessu.“
/ehg
Ræktar ostrusveppi í frístundum
Ragnar Guðjónsson og sonur hans Elvar sýna stoltir afrakstur svepparæktunarinnar. Myndir / ehg
Hér má sjá hvernig sveppurinn brýst fram úr pokunum sem eru fullir af hálmi. Vaxtarferlið er um einn mánuður.
Hálminn kaupir Ragnar af bænd-
unum á Kópsvatni í Hreppunum.
Krílið Sindragötu 6 Ísafirði
Vantaði þig kannski
vinnu eða viltu
breyta til?
Ef svo er þá skaltu hugleiða
að Krílið bílalúgusjoppan er
til sölu
Allar nánari upplýsingar:
Fasteignasalan Bær
Sími 8936001.
Tölvupóstur
beggi@fasteignasalan.is
Hugsaðu málið hafðu sam-
band, Margrét S.8993963