Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 Utan úr heimi Endurútreikningur gengislána talinn ýta undir endurnýjun tækja í landbúnaði: Margir bændur hafa ekki endurnýjað tækjakost sinn frá því árin fyrir hrun – Orðin mikil þörf á endurnýjun segir Guðbjörn Árnason viðskiptastjóri hjá Ergo Fjármögnun landbúnaðartækja hefur ekki verið einföld eftir hrunið sem varð í efnahagskerfinu 2008. Inn í það spila líka miklar skuldir í landbúnaði sem víðar. Ergo, Fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, er eitt þeirra fyrir- tækja sem boðið hefur bændum fjármögnun á dráttarvélum og öðrum tækjum til landbúnaðar í meira en aldarfjórðung. Guðbjörn Árnason, viðskiptastjóri hjá Ergo, er bændum vel kunnugur enda var hann framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda á árun- um 1993-1999 auk þess sem hann er alinn upp í sveit, í Fljótshlíðinni nánar tiltekið. Alinn upp í Fljótshlíðinni „Ég er alinn upp á Teigi í Fljótshlíð en foreldrar mínir bjuggu þar í rúm 50 ár. Eftir að þau féllu frá með stuttu millibili tók ég við jörð- inni ásamt systur minni,“ segir Guðbjörn. Hann er með nokkur hross á jörðinni og örfáar kindur og sinnir ýmsum störfum á jörð- inni meðfram vinnu sinni og er því ennþá með annan fótinn í sveitinni að eigin sögn. Þörf á endurnýjun tækja „Ég hef í gegnum tíðina verið í miklu og góðu sambandi við fjölda bænda um land allt sem eru í við- skiptum við okkur og hef aðstoðað þá við fjármögnun á tækjum sínum“ segir Guðbjörn. Hann segist sjá mikla endurnýjunarþörf vera að koma upp núna, en margir bændur hafa ekki endurnýjað tækjakostinn sinn frá því árin fyrir hrun. „Það hafa þó nokkrir bændur fengið fjármögnun á tækjum sínum hjá okkur upp á síðkastið og við sjáum einnig véla- og tækjasala vera að auglýsa meira en áður sem bendir til þess að markaðurinn sé að lifna.“ Staða margra mun batna eftir endurútreikning gengislána Hann segir einnig að skuldastaða margra bænda hafi lagast mikið eftir endurútreikninga á gengistryggðum lánum og verði í sumum tilvikum enn betri eftir þá endurútreikninga sem framundan eru vegna seinni dóms Hæstaréttar um gengistryggða lánasamninga. Því sé að opnast meira svigrúm til fjárfestinga hjá bændum en upp á síðkastið. Allt að 70% fjármögnun og sveigjanlegar greiðslur Segir Guðbjörn að flestir bændur kjósi að gera kaupleigusamninga um tækin, en þá lánar Ergo allt að 70% af kaupverði tækisins án virðisaukaskatts. „Kostirnir við kaupleigusamn- inga eru margir, þó helst að tækið sjálft er tryggingin í samningnum en ekki veð í fasteign eða jörð eins og í hefðbundnum bankalánum“ segir Guðbjörn. Þá þurfi ekki að greiða stimpilgjald af láninu eins og skuldabréfalánum, sem gerir þetta lánsform hagstæðara. Þó er alltaf eitthvað um að bændur kjósi að skrá t.d. dráttarvél á eigin nafn og taka þá fjárfestingarlán hjá okkur." Greiðslur í takt við tekjur Guðbjörn segir að stór kostur við kaupleigusamninga sé að hægt er að hafa greiðslurnar sveigjanlegar eftir árstíðum og tekjustreymi. „Bændur geta aðlagað afborg- anir að tekjunum og eru það sér- staklega sauðfjárbændur sem kjósa það“ segir Guðbjörn. Hvað varðar skattskilin þá eignfæra bændur tækin í kaupleigunni, afskrifa og skuldfæra samninginn en gera alfarið upp virðisaukaskattinn hjá seljanda." Rétti tíminn til að fjárfesta Hann segir að nú sé tíminn til að huga að nýjum tækjum og fjár- mögnun á þeim. „Vorverkin eru að hefjast og maður þekkir það sjálfur að það er nauðsynlegt að hafa allan tækja- kostinn kláran þegar allt fer af stað,“ segir Guðbjörn. Hann segir ennfremur að það sé orðið mun algengara en áður að bændur sinni öðrum störfum meðfram búskap og nýti tækin til dæmis í ýmsa verk- töku í nágrenninu. „Þegar notkunin á tækjunum er orðin mikil er ekki síst nauðsynlegt að endurnýja þau og lágmarka þann- ig viðgerðakostnað og tafir vegna bilana og slíks. Einnig horfa bændur á skattalegt hagræði af því að eiga nýlegar vélar og geta afskrifað þær,“ segir Guðbjörn að lokum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér fjármögn- un Ergo nánar geta sent Guðbirni tölvupóst á netfangið: Gudbjorn@ ergo.is eða haft samband við Ergo í síma 440 4000. Guðbjörn Árnason, viðskiptastjóri hjá Ergo Einn bóndi stýrir allt að sex dráttarvélum Allir bændur þekkja vel af eigin reynslu langa vinnudaga í apríl og maí þegar mestar annir eru við vorverkin, s.s jarðvinnslu, sáningu og áburðardreifingu. Þessu er auð- vitað eins farið í öðrum löndum og því eru alltaf að koma fram nýjar tæknilegar lausnir sem létta bændum störf sín. Þannig eru t.d. dráttarvélar að verða sífellt tæknivæddari, s.s. með flóknum tölvubúnaði og mikilli sjálfvirkni. Margir dráttarvélaframleiðendur hafa meira að segja kynnt þá fram- tíðarsýn að dráttarvélar framtíðar- innar verði meira eða minna öku- mannslausar. Nú hefur fyrirtækið John Deere tekið stórt skref í þá átt. Þróað fyrir hernað Þó svo að tæknin nýtist fyrir land- búnaðinn byggir þróun sjálfstýring- arinnar á þörf herja heimsins fyrir mannlaus farartæki, s.s. þar sem hætt- ur eru á jarðsprengjum. Á mörgum íslenskum heimilum eru t.d. til sjálf- virkar ryksugur, svonefndar iRobot ryksugur, en það vita e.t.v. ekki margir að sjálfvirknin í ryksugunni byggir á þróun sjálfvirkra farartækja og búnaðar fyrir bandaríska ríkið. Þetta litla dæmi sýnir bara að þó svo að þróunin í upphafi sé í ákveðnum tilgangi, getur hinn þróaði búnaður nýst í ýmislegt annað. Sama á við hér, en í samvinnu við hergagnadeild Boeing verksmiðjunnar var fjölnota- farartæki John Deere, Gator, þróað enn frekar. Fyrir var hægt að fá sjálf- stýringarbúnað á Gator, en samvinnan leiddi af sér mun nákvæmari tækni- lega lausn sem hugsuð er til þess að auðvelda flutninga á búnaði þar sem landhernaður á sér stað og kallast tæki þetta R-Gator A3. Þetta hernaðarbrölt fyrirtækjanna hefur svo leitt til þess að í dag er til búnaður sem gæti verið afar heppilegur fyrir bændur. Sjálfvirknin er komin! Raunar var sjálfstýring fyrst kynnt hjá John Deere árið 1997 sem þeirra framtíðarsýn en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Í dag er sjálf- virk stjórnun á aukadráttarvél í boði hjá nokkrum dráttarvélaframleið- endum. Þetta kerfi virkar þannig að einn maður getur í raun stýrt tveimur dráttarvélum og virkar það með þeim hætti að hann keyrir aðra vélina og hin dráttarvélin „hermir“ eftir. Þetta nýtist t.d. við jarðræktarvinnu, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af tveimur Fendt dráttarvélum við störf. Fendt fékk verðlaun Agritechnica fyrir þennan búnað, sem þegar er í sölu. Enginn við stýrið Búnaðurinn frá John Deere byggir á samspili GPS-tækninnar, leisertækni, þrívíddarmyndavélatækni og einnig notkun á radartækni. Það sem er þó sérstakt við þessa tæknilegu lausn er að í raun þarf enginn að vera við stýri á nokkurri vél. Myndavélar sjá til þess að bóndinn sjái á skjá, t.d. iPad, hvað er að gerast á hverjum stað og getur hugbúnaðurinn ráðið við 6 vélar í einu. Búnaðurinn er einnig þróaður þannig að hann getigreint hvort dýr sé fyrir framan dráttarvélina, enda er öryggi stór þáttur í þróun sjálf- virkninnar. Leikjatölva? Stýribúnaður frá mismunandi fyrir- tækjum getur vissulega verið afar ólíkur, en stýribúnaður Gator minnir afar mikið á fjarstýringar sem allir í yngri kantinum þekkja sem stýri- búnað á leikjatölvum s.s. PlayStation og X-Box. Eini munurinn er að við bætist skjár, en hann gæti jú allt eins verið sjónvarpið í stofunni heima. Fram kemur á heimasíðu John Deere að sjálfvirknibúnaðurinn geri mun meiri kröfur til hæfni ökumanna en hefðbundnar dráttarvélar gera. Skýringin felst í því að venjulegar dráttarvélar hafa verið þróaðar með það í huga að létta ökumönnum störf sín og þannig gert það mun auðveld- ara en áður að vinna við dráttarvél- arnar. Sjálfstýringin krefst hinsvegar þess að viðkomandi sé viðbragðs- fljótur, og sé verið að stýra mörgum vélum samtímis þarf bæði yfirsýn og fingursnerpu til þess að bregðast rétt við. Trúlega mun þessi tækni því ekki henta öllum, ekki frekar en að leika sér í leikjatölvu. Snorri Sigurðsson nautgriparæktardeild Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku Tvær Fendt dráttarvélar með diskaherfa í eftirdragi en ökumaður er aðeins í fremri vélinnii. - stýribúnað á veltigrindinni. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt! Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga var haldinn 10. apríl s.l. Auk hefðbundinna aðalfundar- starfa var dr. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og verkefnisstjóri Hekluskóga, með fróðlegt erindi um áhrif eld- gosa og ösku á gróður. Þá veitti Skógræktarfélag Rangæinga við- urkenningu fyrir fallegan skógar- reit í sýslunni og er þetta í 14. sinn sem slík viðurkenning er veitt. Að þessu sinni voru það Margrét Runólfsdóttir og Runólfur Runólfsson í Fljótsdal í Fljótshlíð sem hlutu viðurkenningu fyrir skógarreit sem þau hafa ræktað í Fljótsdal. Fram kom á fundinum að samkvæmt upplýsingum í árs- riti Skógræktar ríkisins árið 2011 er Skógræktarfélag Rangæinga stærsta skógræktarfélagið, metið út frá flat- armáli kortlagðs skóglendis á Íslandi. Þá kom einnig fram að heildarflatar- mál skóglendis í Rangárþingi er 4616 ha, þar af 3044 ha í Rangárþingi ytra og munar þar miklu um Hekluskóga. „Starfsemi félagsins er öflug og unnið í svæðum þess um alla sýsluna. Helstu verkefni sem unnið verður að á árinu eru girðingarframkvæmdir á Kotvelli, uppgræðsluverkefni í Bolholti, viðhald stíga á Kotvelli og víðar. Þá er gert ráð fyrir að planta umtalsverðu af trjám í flest svæði félagsins,“ sagði Sigríður H. Heiðmundsdóttir, formaður félags- ins. Aðrir í stjórn með henni eru Þorsteinn Jónsson ritari, Sigurbjörg Elimarsdóttir gjaldkeri, meðstjór- nendurnir Sigurvina Samúelsdóttir og Hrafn Óskarsson og vara- menn eru þau Sigurður Blöndal og Klara Viðarsdóttir. Félagar í Skógræktarfélagi Rangæinga eru 280. /MHH Skógræktarfélag Rangæinga heiðrar bændur í Fljótsdal og Fljótshlíð Margrét Runólfsdóttir og Runólfur Runólfsson í Fljótsdal, fengu sér- staka viðurkenningu á aðalfundinum fyrir fallegan skógarreit í sýslunni. Stjórn Skógræktarfélags Rangæinga, sem var öll endurkjörin á aðalfund- inum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.