Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 Steinn Björnsson er þriðji ætt- liður þeirrar ættar sem hefur stundað búskap á Þernunesi. Afi hans byrjaði búskap á Þernunesi árið 1940. Foreldrar hans komu inn í búskapinn 1963 og svo Steinn og systir hans (Jóhanna Björnsdóttir) formlega á þessu ári. Býli? Þernunes. Staðsett í sveit? Þernunes er við sunanverðan Reyðarfjörð og til- heyrir Fjarðabyggð. Ábúendur? Björn Þorsteinsson, Sigríður Steinsdóttir, Steinn Björnsson og Jóhanna Björnsdóttir (auk þess er sonur hennar Björn Sævar Eggertsson líka í heimili). Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Steinn Björnsson (einnig eru hér stundum börnin hans Lilja Rós og Marinó Þór, annars búa þau form- lega hjá móður sinni). Svo eru hér hundarnir Stella og Smali – og einn köttur. Stærð jarðar? Ræktað land er um 35 ha en heildarstærð um 1.000 ha. Tegund býlis? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 450 fjár, 2 hestar og nokkrar hænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er misjafnt eftir árstíðum. Steinn hefur stundað vinnu af bæ á veturna. Fénu er gefið tvisvar á dag, svo eru þessi árstíðabundnu störf; heyskapur á sumrin og smala- mennskur á haustin og fjárrag af öllu tagi. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegust eru sauðburður, heyskapur, og smala- mennskur. Leiðinlegast er að tína grjót úr flögum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðu sniði, vonandi fleira fé og ennþá betri vinnuað- staða. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í ágætis horfi, þó ríkir óvissa í ráð- gjafaþjónustunni um þessar mundir. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, ef við göngum ekki í ESB, skiptum um ríkisstjórn og bætum ekki við fleiri eftirlitsstofn- unum sem hafa þann tilgang einan að íþyngja landbúnaðinum og fleiri greinum atvinnulífsins. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í lambakjöti og unnum mjólkur- vörum, svo sem skyri. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, skyr, súrmjólk, lýsi og rabar- barasulta. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Læri af veturgömlu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Svo sem ekkert eitt sem stendur uppúr. Smalamennskur eru alltaf skemmtilegar. Einnig þær breytingar og framkvæmdir sem auka vinnuhagræðingu í búskap. Nú fer tími lautarferðanna að renna upp og fátt skemmtilegra en að finna sér skógarlund eða laut úti í náttúrunni þar sem börnin geta hlaupið frjáls um og seilst síðan ofaní góðgætis- töskuna sem tekin er með. Hér koma því tvær uppskriftir að tilvöldum réttum fyrir stóra og smáa í lautarferðina. Rice Krispies-kökur 300 g Mars 50 g smjör 120 g Rice Krispies 200 g bráðið mjólkursúkkulaði Aðferð: Takið til um það bil tuttugu muffinsform. Skerið 200 grömm af Marsi í grófa bita og restina af Marsinu í sneiðar. Setjið grófu bit- ana í stóran pott ásamt smjörinu og bræðið yfir lágum hita. Takið af hellunni og hrærið Rice Krispies saman við. Deilið blöndunni í formin, bræðið súkkulaði og hellið því ofan á og skreytið með Mars-sneiðum. Kælið í ísskáp í um það bil hálftíma. Að sjálfsögðu er líka hægt að setja blönduna í stærra form, þekja með súkkulaði, skreyta með Marsi og skera í litla bita. Klúbbsamloka 2 tómatar 4 ananassneiðar 1 msk. smjörlíki eða smjör salt pipar 4 sneiðar af osti 300 g kjúklingabringa 12 brauðsneiðar (samlokubrauð) smjörlíki til steikingar 4 salatblöð 8 sneiðar beikon Aðferð: Setjið smjör á pönnu og steikið kjúklinginn. Kryddið með salti og pipar. Takið kjötið af pönnunni og skerið í bita. Steikið beikonið. Skolið tómatana og skerið í bita. Ristið brauðið og smyrjið brauð- sneiðarnar með smávegis smjöri. Takið fjórar brauðsneiðar og setjið salatblað, tómat, ost og beikon á hverja sneið. Setjið brauðsneið ofan á, setjið á hana salat, kjúk- ling og ananas og setjið svo aðra brauðsneið ofan á. Skerið brauðið í þríhyrninga og berið fram, jafnvel með salati. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR Rice Krispies-kökurnar bráðna í munni og ekki skemmir fyrir að hafa örlítinn Mars-bita ofan á hverri köku. Tilvalið í lautarferðina MATARKRÓKURINN Þernunes Lilja og Marinó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.