Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 Sumarblóm auka litadýrðina í garðinum og fara vel í beðum, pottum, kerum og svalakössum. Flest sumarblóm þurfa sólríkan stað, skjól til að njóta sín vel og blómstra ríkulega. Þau þola ekki frost þannig að óráðlegt er að planta þeim fyrr en hætta á nætur- frosti er liðin hjá. Velja skal sumarblóm með tilliti til vaxtarstaðar. Lítið gagn er í að setja blóm, sem þurfa mikla sól, í skugga, eða hávaxnar plöntur þar sem mikið blæs og hætta er á að þær fjúki. Framboð sumarblóma vex með hverju árinu og því getur verið vanda- samt að velja réttu blómin í garðinn. Mikill gæðamunur getur verið á sumarblómum eftir aðstæðum og meðferð í uppeldinu og hvort þau eru af sérvöldu fræi, svonefndu F1. Blóm sem eingöngu hafa verið ræktuð í gróðurhúsi eru viðkvæmari en þau sem hafa verið hert í vermireit og staðið úti. Mikil hætta er á að blóm sem koma beint úr gróðurhúsi verði fyrir áfalli þegar þeim er plantað út. Birta og vatn Flest sumarblóm eru sólelsk en sumar tegundir þrífast ágætlega þrátt fyrir að njóta sólar eingöngu hluta úr degi og því er hægt að planta þeim í hálf- skugga. Á sumrin er birta norðan við hús yfirleitt næg til að sumarblóm þrífist þokkalega, sérstaklega ef húsið er í ljósum lit og aðrir vaxtarþættir í lagi. Á mjög skuggsælum stöðum getur verið fallegt að hafa sígrænar plöntur eins og lífvið, buxus eða Kristsþyrni í keri og nota plönturnar eins og sumarblóm og endurnýja þær á hverju ári. Hætt er við að plöntur sem ræktaðar eru í takmörkuðu rými, t.d. í pottum og kerum, ofþorni og því er nauðsynlegt að vökva þær í þurrkatíð. Moldin má þó ekki vera síblaut eins og í mýri því þá geta ræturnar ekki andað og það dregur úr vexti. Mikilvægt er að göt séu í botni ílátanna þannig að afrennsli sé gott. Séu engin göt má bjarga sér með því að setja lag af grófri möl í botninn. Útplöntun Nauðsynlegt er að undirbúa jarð- veginn vel áður en sumarblómunum er plantað, hvort sem það er í beð eða ker. Æskileg jarðvegsdýpt fyrir sumarblóm er 15 til 20 sentímetrar. Stinga skal jarðveginn upp, hreinsa burt grjót, mylja jarðveginn og bæta í hann lífrænum áburði á nokkurra ára fresti. Síðan er jarðvegurinn rakaður til og lítils háttar af tilbúnum áburði stráð yfir. Hæfilegt bil á milli sumarblóma er 10 til 20 sentímetrar. Þétt plöntun minnkar vinnu við að reyta illgresi þegar líður á sumarið. Gæta skal þess að ræturnar séu blautar þegar plantað er út til að draga úr líkunum á að moldin hrynji af þeim. Blómin eru fljótari að jafna sig eftir útplöntun sé moldin rök. Við útplöntun skal gæta þess að setja hæstu tegundirnar aftast í beðið og í skjól svo að þær brotni ekki í vindi og raða plöntunum eftir lit og lögun eins og hverjum og einum þykir fara best. Eftir útplöntun þarf að vökva í nokkra daga á eftir, sé þurrt í veðri, en of mikil vökvun kælir moldina og tefur vöxt. Eftir að sumarblómunum hefur verið komið fyrir sjá þau yfirleitt um sig sjálf og þurfa litla umhirðu, nema þá helst að klippt séu af þeim visnuð blóm til að koma í veg fyrir fræ- myndun, en hún dregur úr blómgun. Í lokin langar mig að minna á að 5. maí næstkomandi er Alþjóðlegi „verum nakin í garðinum“ dagurinn (World Naked Gardening Day) og er þetta í sjötta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. Íslenskt garðyrkjuáhugafólk er að sjálf- sögðu hvatt til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki og viðra belginn, brjóstin og bossann í tilefni dagsins. Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Garðyrkja & ræktun Sumarblóm eru ómissandi í garðinn Bændur á ferð og flugi Undanfarnar vikur og mánuði hafa bændur og búalið verið í bænda- ferðum, bæði innanlands og utan og farið víða undir öflugir farar- stjórn Gurðrúnar Bergmann. Bændurnir Þorkell Fjeldsted og Heba Magnúsdóttir í Ferjukoti, Stefán Einar Böðvarsson Mýrum 2, Ásgeir Árnason og Ragna Aðalbjörnsdóttir Stóru – Mörk 3, fóru í draumaferð með Bændaferðum í byrjun apríl. Farið var til Kaliforníu og Arizona í Bandaríkjunum. Ferðast var um 20.000 kílómetra, þar af um 4.000 km í rútu. Að þeirra sögn var ferðin í alla staði vel skipulögð og margt að sjá. Komið var til borga eins og San Francisco, Los Angeles, San Diego, Phoenix auk staða eins og Grand Canyon. Ekið var um eyði- merkur og frjósöm landbúnaðar- svæði og sögðu þau ferðina í alla staði hafa verið frábæra. Myndir /Guðrún Bergmann. Ilmandi: Flauelsblóm Ilmskúfur/levkoj Morgunfrú Skjaldflétta Skrautnál Hávaxin: Drottningarfífill Ljónsmunni Morgunfrú Skógarmalva Sólblóm Hengiplöntur: Brúðarauga Blóðdropar Krists/fúksía Skjaldflétta Snædrífa Tígurblóm Tóbaks- horn Standa fram á haust: Fjallafjóla/hornfjóla Garðakornblóm Morgunfrú Paradísarblóm Silfurkambur Skrautkál Stjúpa Lágvaxin blóm / jaðarblóm: Bláhnoða Brúðarauga Fagurfífill Hádegisblóm Silfurkambur Stjúpa Þurfa sól aðeins hluta úr degi: Daggarbrá Paradísarblóm Silfurkambur Skrautnál Þorskagin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.