Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 Markaðsbásinn Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Mánaðaryfirlit Dýralyf og lyfjaleifar í búfjárafurðum Að undanförnu hafa komið út nýjar reglur sem varða eftirlit með notkun dýralyfja og lyfjaleifum í dýraafurðum. Má þar nefna reglugerð nr. 30/2012 um eftirlit með efnaleifum í afurðum dýra s.s. kjöti, mjólk og eggjum og einnig reglugerð nr. 303/2012 um rafræna skráningu dýralækna á dýra- sjúkdómum og lyfjameðhöndlun. Neytendavernd er megintilgangur þessara nýju reglna. Þeim er ætlað að stuðla að bættu heilsufari dýra og heilnæmi afurða með auknu eftirliti með lyfjanotkun og þannig hindra að lyfjaleifar berist með dýraafurðum á disk neytenda og valdi þeim heilsutjóni. Mikil vinna við innleiðingu á matvælalöggjöf ESB Eins og kunnugt er þá tók matvæla- löggjöf Evrópusambandsins að fullu gildi hér á landi í nóvember 2011. Mikil vinna hefur farið fram hér á landi á undanförnum misserum við innleiðingu löggjafarinnar bæði hjá eftirlitsaðilum og hjá fyrirtækjum sem eiga að starfa samkvæmt henni. Eftirlit með skráningu dýralyfja og lyfjasölu dýralækna er í höndum Lyfjastofnunar, en Matvælastofnun hefur eftirlit með notkun og ávísun dýralyfja og sér einnig um sýnatökur og rannsóknir vegna lyfjaleifa í mat- vælum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur eftirlit með framkvæmd lög- gjafarinnar hér á landi. Af því til- efni komu fulltrúar ESA í eftir- litsheimsókn í desember 2011 til að fara yfir framkvæmd á eftirliti með efnaleifum í dýraafurðum, með sérstakri áherslu á eftirlit með notkun dýralyfja. Matvælastofnun og Lyfjastofnun hefur nýlega borist skýrsla ESA vegna eftirlitsins og þar koma fram gagnlegar ábendingar um það sem betur má fara og hefur stofn- unin í samvinnu við Lyfjastofnun þegar hafið úrvinnslu þessara ábend- inga. Ödflugt eftirlitskerfi nauðsynlegt Til þess að hindra að lyfjaleifar ber- ist í matvæli, þarf að vera til staðar öflugt eftirlitskerfi með ávísun og notkun lyfja í dýr. Matvælastofnun hefur undanfarið verið að þróa raf- rænt skráningakerfi til þess að geta sinnt lögboðnu eftirliti. Rafræn skráning Í mars sl. var gefin út reglugerð nr. 303/2012 og eins og nafn gerðar- innar ber vott um, fjallar hún um rafræna skráningu dýrasjúkdóma, dýralæknisaðgerða og meðhöndlun dýra með lyfseðilsskyldum lyfjum. Tilgangurinn er að stuðla að bættu eftirliti með heilsufari dýra og heil- næmi afurða og leggja grunn að auknum forvörnum gegn sjúkdómum í dýrum. Neytendavernd er leiðar- ljósið. Nýja kerfið heitir HEILSA og dýralæknum ber að skrá notkun og ávísun lyfseðilsskyldra lyfja í dýr í þennan grunn. Skráningarkerfið hefur þegar verið tekið í notkun fyrir nautgripi og hross og munu aðrar dýrategundir fylgja í kjölfarið. Skráningarkerfið tengist hjarð- bókum viðkomandi dýrategunda. Þegar dýralæknir skráir lyfjameð- höndlun í HEILSU, fara þær upp- lýsingar sjálfkrafa í heilsukort við- komandi grips í hjarðbók eiganda. Flest lyf hafa s.k. afurðanýtingarfrest en það er sá tími sem líður frá því að dýrið fékk síðast lyf og þangað til að nýta má afurðir þess til manneldis. Líkaminn þarf tíma til að losa sig við niðurbrotsefni lyfsins. Engin dýr í sláturhús með lyfjaleifar Það er skylda dýraeiganda, að senda ekki dýr sín í sláturhús með lyfjaleifar. En mistök geta alltaf átt sér stað. Skráningakerfið HEILSA kemur í veg fyrir þau. Upplýsingar sem eru skráðar þar og fara yfir í heilsukort grips, fylgja honum í sláturhús. Sláturhúsið sannreynir þessar upplýsingar þegar gripurinn kemur þangað. Og kerfið virkar. Fundist hafa gripir eftir komu í sláturhús sem voru með lyfjaleifar þegar viðkomandi gögn sem fylgdu þeim, voru skoðuð. Eins og áður er sagt, skulu afurðarstöðvar (slátur- hús) í gegnum innra eftirlit gera nauðsynlegar ráðstafanir til að taka aðeins við dýrum ef eigandi eða umráðamaður búfjár getur ábyrgst að þau séu laus við lyfjaleifar. Tilgangur reglugerðar nr. 30/2012 er að tryggja að fullnægj- andi eftirlit sé haft með efnum og flokkum efnaleifa í afurðum dýra til þess að koma í veg fyrir að lyfja- leifar berist með afurðum á borð neytenda sem kynnu að vera skað- legar heilsu manna. Til þess útbýr Matvælastofnun árlega áætlun um sýnatökur til þess að hafa eftirlit með efnaleifum og aðskotaefnum í afurð- um dýra. Reglugerðin fjallar einnig um valdheimildir Matvælastofnunar til að framkvæma eftirlit hjá frum- framleiðendum og afurðastöðvum og til hvað úrræða skuli gripið ef efnaleifar finnast í afurðum dýra. T.d. er eigendum og umráðamönnum búfjár sem og dýralæknum skylt að veita Matvæla¬stofnun allar upp- lýsingar sem stofnunin fer fram á í þessu sambandi. Auk reglulegs og lögboðins eftirlits sem reglugerðin kveður á um, getur Matvælastofnun framkvæmt slembieftirlit við fram- leiðslu, meðhöndlun, geymslu, flutn- ing, dreifingu og sölu efna í A-flokki, I. viðauka gerðarinnar, hvenær sem er í framleiðslu og dreifingu fóðurs og í öllu framleiðsluferli dýra og afurða úr dýraríkinu. Þessu eftirliti er einkum ætlað að leiða í ljós umráð eða tilvist bannaðra efna eða afurða sem ætlunin er að ala dýrin á eða nota við ólöglega meðferð. Grunur um brot rannsakaður á kostnað eiganda Leiki grunur á að brotið hafi verið gegn ákvæðum reglugerðarinnar eða leiði rannsókn í ljós að magn leifa skráðra efna eða mengunarefna eru yfir því hámarki, sem leyfilegt er samkvæmt löggjöfinni, skal Matvælastofnun grípa til aðgerða. Matvælastofnun skal framkvæma rannsókn á upprunabýlinu eða býlinu sem dýrið kemur frá, eftir atvikum, til að leita orsaka þess að efnaleifar finnast og ef meðferðin er ólögleg rekja uppruna viðkomandi efna eða afurða á framleiðslu-, meðhöndlun- ar-, geymslu-, flutnings-, umsýslu-, dreifingar- eða sölustigi. Í samræmi við niðurstöður rannsóknar skal Matvælastofnun gera allar ráðstaf- anir til að vernda almannaheilbrigði, t.d. með því að banna í tiltekinn tíma að dýr eða afurðir frá hlutaðeig- andi býli eða afurðastöð fari í sölu. Eigandinn, eða sá sem hefur umráð yfir dýrunum, skal bera kostnað af þeim rannsóknum og eftirliti sem Matvælastofnun telur að grípa þurfi til. Lokaorð Að ofangreindu má ljóst vera að ávísun og notkun dýralyfja er vanda- söm. Tryggja þarf að þegar mikil- væg efni eins og sýklalyf eru notuð, að greining dýralæknis hafi verið gerð á þörf fyrir notkun og að góðar leiðbeiningar fylgi með til bóndans, þegar honum er ætlað að hefja eða ljúka meðferð. Eftirlit með aðskotaefnum í dýraafurðum hefur verið fram- kvæmt hér á landi um langt skeið og hefur magn þessara efna verið mjög lágt. Til að uppfylla strangari kröfur nýju löggjafarinnar um eftirlit með lyfjanotkun hefur Matvælastofnun að undanförnu aukið eftirlit sitt með notkun dýralyfja og stofnunin hélt nýverið fræðslufund um eftirlit með lyfjanotkun og lyfjaleifum í dýrum og má nálgast glærur og upptöku af fundinum á vef Matvælastofnunar www.mast.is undir Útgáfu. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun BRÁÐABIRGÐATÖLUR MARS mars 2012 2012 janúar 2012- mars 2012 april 2011- mars 2012 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla mars 2011 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 619.611 1.921.111 7.492.915 0,2 15,1 11,3 26,4% Hrossakjöt 70.814 403.438 1.109.753 64,8 134,2 43,4 3,9% Nautakjöt 340.122 1.059.774 4.018.801 -1,9 17,9 5,2 14,2% Kindakjöt 105.543 105.716 9.673.614 447,1 446,9 6,1 34,1% Svínakjöt 489.678 1.446.554 6.048.819 3,2 0,3 -0,3 21,3% Samtals kjöt 1.625.768 4.936.593 28.343.902 8,2 17,5 6,9 Innvegin mjólk 11.438.806 32.581.878 126.018.375 3,4 5,0 3,0 Sala innanlands Alifuglakjöt 656.154 1.890.649 7.244.849 6,0 11,6 3,4 30,4% Hrossakjöt 53.165 154.991 506.686 27,6 5,3 -3,0 2,1% Nautakjöt 340.766 1.061.693 4.024.632 1,8 18,9 5,5 16,9% Kindakjöt * 503.306 1.368.977 6.327.506 29,0 34,8 -4,7 26,5% Svínakjöt 458.432 1.340.287 5.768.827 -3,8 -5,9 -3,3 24,2% Samtals kjöt 2.011.823 5.816.597 23.872.500 8,0 12,4 2,2 * Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Sala á próteingrunni 10.010.724 28.311.321 114.145.019 2,36 1,62 0,36 Sala á fitugrunni 9.386.257 26.419.054 112.015.468 -2,91 2,03 1,92 Innflutt kjöt Árið 2012 Árið 2011 Tímabil janúar - febrúar Alifuglakjöt 160.061 93.264 Nautakjöt 4.835 13.525 Svínakjöt 10.529 62.431 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 1.250 2.063 Samtals 176.675 171.283 Mánaðayfirlit yfir framleiðslu og sölu á kjöti og mjólk Framleiðsla og sala á kjöti í mars 2012 Framleiðsla á kjöti var 8,2% meiri í mars en í sama mánuði í fyrra. Mest munar þar um sauð- fjárslátrun en einnig var meiri framleiðsla á svínakjöti og meiri hrossaslátrun en í sama mánuði í fyrra. Sala á kjöti var 8% meiri en í sama mánuði í fyrra og 12,4% meiri sl. 3 mánuði. Framleiðsla mjólkur er nú 3% meiri sl. 12 mánuði en næstu 12 mánuði á undan. Sala á prótein- grunni er 0,4% meiri á 12 mánaða tímabili en 1,9% aukning er í sölu á fitugrunni. /EB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.