Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 „Þetta var mjög góður og gagnleg- ur fundur og mæting mjög góð,“ segir Helgi Mar Árnason, skrif- stofustjóri hjá Langanesbyggð, um fund, sem efnt var til í Þórsveri á Þórshöfn um miðjan apríl, um aukinn ágang og hugsanlegt land- nám hreindýra í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi. Frummælendur voru þeir Jóhann Guttormur Gunnarsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar á Austurlandi og Skarphéðinn Þórisson, sérfræð- ingur á Náttúrustofu Austurlands. Umhverfisstofnun annast sölu veiðileyfa og veiðistjórn hreindýra en Náttúrustofa Austurlands sér um vöktun hreindýrastofnsins. Helgi Mar segir tildrög þess að efnt var til fundarins þau að seint á liðnu sumri hafi tvö hreindýr verið felld við fjallaskálann Hafralón sem er utan skilgreinds veiðisvæðis en í Langanesbyggð. Í kjölfarið hafi skapast umræða um aukinn ágang hreindýra á svæði norðan skil- greindra ágangssvæða og hugsanlegt landnám þeirra þar. „Umræður á fundinum voru líf- legar og vissulega eru skiptar skoð- anir um hvort gott sé eða slæmt að hreindýr fari að gera sig heimakomin hér um slóðir. Mér sýnist sem margir sjái í því tækfæri en aðrir hafi efa- semdir og vilja fara varlega, svo sem varðandi það hvort smithætta fylgi dýrunum,“ segir Helgi Mar. „Þurfum að bregðast við“ Hann segir að í ljósi þess að hreindýr séu farin að sjást í auknum mæli á svæðinu hafi menn viljað skoða allar hliðar málsins og hvaða þýðingu það hefði fyrir sveitarfélagið og landeig- endur í Þistilfirði. „Langanesbyggð er ekki skilgreint veiðisvæði hrein- dýra, en við þurfum að ræða hvernig best sé að bregðast við, aukist ágang- ur þeirra hér um slóðir og sé sú staða að koma upp að hugsanlega nemi þau hér land. Að ýmsu þarf að huga, m.a. fara yfir hvort landeigendur kæri sig yfirleitt um það og ef svo er, hvernig best fari á að stýra málum.“ Hann nefnir að mikil velta fylgi hreindýraveiðum á Austurlandi, m.a. í ferðaþjónustu og á því sviði séu tækifæri fyrir hendi, en menn þurfi vitanlega líka að huga að öðrum þáttum. „Sumir bændur hér hafa áhyggjur af smithættu og hvað verði þegar nýr stofn fer að ganga innan um annan búsmala, en þetta er mikið sauðfjár- ræktarhérað og hreint svæði. Því er mikið í húfi og eðlilega vilja menn vita hvort gengur upp að hafa hrein- dýr innan um sauðfé,“ segir Helgi Mar. Hann nefnir einnig að upp hafi komið spurningar eins og hver ágangur hreindýra yrði í beitiland. Á svæðinu í kringum Bakkafjörð, í gamla Skeggjastaðahreppi, hafi sauðfjárbúskapur verið á undanhaldi liðin ár og þar sé fyrir hendi nægt og gott beitiland. „Þar ætti að vera nægt pláss og góð beit, en auðvitað eru hreindýr ekki með fjarstýringu, það er ekki hægt að stýra ferðum þeirra með nákvæmum hætti,“ segir Helgi Mar. Gagnlegur fundur og málefnalegar umræður Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður deildar lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, flutti framsöguer- indi um stjórnun hreindýraveiða og þá þætti í starfsemi stofnunarinnar er að þessu máli lúta. Bent var á þau lög og reglugerðir sem um þessi mál fjalla og móta helstu þætti í starf- seminni sem snúa að umsýslu veiði- leyfasölu, útsendingu veiðileyfa og ýmsri upplýsingagjöf til veiðimanna, auk þess að fylgjast með framgangi veiða á veiðitíma, hafa samskipti við leiðsögumenn, sjá um upplýsinga- gjöf um framvindu veiðanna, skrá inn upplýsingar af veiðileyfum og reikna út arð af veiðileyfasölunni til ábúenda/landeigenda og borga hann út. Einnig fjallaði Jóhann um þróun veiðikvóta og fjölda umsókna um veiðileyfi síðustu 10 ár. Leiðsögumannakerfið og veiðistjór- nun á veiðitíma voru kynnt lítillega og eins var farið yfir hvernig arðsút- reikningi til landeigenda er háttað og þá þætti sem þar eru til grundvallar og koma fram í reglugerð. „Að mínu mati var fundurinn gagnlegur og þær umræður sem þar fóru fram málefnalegar,“ segir Jóhann. Brýnt að heyra hljóðið í Norðaustlendingum Skarphéðinn G. Þórisson, sérfræð- ingur hjá Náttúrustofu Austurlands, flutti erindi um hagagöngu hreindýra á Norðausturlandi. Náttúrufræðistofa Austurlands vaktar hreindýr og eru niðurstöður vöktunarinnar lagðar til grundvallar við nýtingu stofnsins. Fram kom hjá Skarphéðni að hrein- dýr hafa gengið á Norðausturlandi af og til síðustu 220 árin, aldrei mjög mörg á síðustu öld, en á þessari öld hefur þeim fjölgað norðan Jökulsár á Dal og ef svo heldur áfram má búast við að þeim fjölgi og að þau hag- venjist norðan Vopnafjarðar. „Vegna þessa var talið brýnt að kynna vökt- unina og hreindýrarannsóknir fyrir Norðaustlendingum og heyra í þeim hljóðið hvað viðkemur fjölgun hrein- dýra,“ segir Skarphéðinn. Ef dýrum fjölgar þarf að afmarka ný ágangssvæði Hann bendir á að nú á þessu ári, 2012, muni veiðikvóti í Vopnafirði fara upp fyrir það sem mest var á áttunda áratug síðustu aldar, en aukinn kvóti endurspegli fjölgun í Norðurheiðahjörðinni á liðnum áratug. Eins nefnir hann að Fjalla- og Skeggjastaðahreppur hefðu á árunum 1977 til 1991 fengið úthlutað veiðikvóta á hreindýr. „Taka þarf ákvörðun um fjölgun dýranna á Norðausturlandi og ef þeim fjölgar þar áfram þarf að afmarka ný ágangs- svæði eða færa nýjar ágangsjarðir undir fyrirliggjandi svæði,“ segir Skarphéðinn og bætir við að sam- hliða því þyrfti að stækka veiðisvæði 1 eða búa til nýtt veiðisvæði. Allt á uppleið Skarphéðinn nefnir að samkvæmt niðurstöðum sumartalninga á svæði norðan og vestan Jökulsár á Dal frá árinu 1965 hafi fjöldi hreindýra verið mestur á síðari hluta áttunda áratugar liðinnar aldar. Toppur sem varð á níunda áratugunum geti skýrst af útflutningi af svæði númer 2, en nokkurt fall þar á eftir megi hugsanlega skýra að hluta til með óþarflega miklum veiðum. „Nú er allt á uppleið,“ segir Skarphéðinn, „og áætlað að sumarstofninn þar verði að minnsta kosti 700 dýr árið 2012.“ Hlíðarenda rauk norður á Þistilfjarðarheiðar Skarphéðinn greindi frá ferðum „senditækjakýrinnar“ Hlíðarendu, sem óvænt rauk norður á Þistilfjarðarheiðar í ágúst árið 2010, en svipað gerðist þar á liðnu ári þegar 3-400 dýr í hjörð léku sama leikinn. Frá Kringilsá og norður að Hafralóni í Þistilfirði eru um 120 kílómetrar. Að meðaltali leggja hreindýr að baki á þrigga tíma fresti um 1,5 kílómetra eða um 12 kílómetra á dag, sam- kvæmt upplýsingum sem byggðar eru á staðsetningum þriggja kúa sem eru með GPS-tæki. Sé ferðahraða haldið og norðlægri stefnu færi hjörð frá Kringilsá norður að Hafralóni á 10 dögum. Skarphéðinn segir að sú hjörð sem sást við Kringilsá virðist markvisst hafa ætlað sér norður í Þistilfjörð. Þetta er svipað ferðalag og Hlíðarenda lagði upp í haustið áður, en hún sást um miðjan ágúst í hjörð við Fagradal á Brúaröræfum og var komin að Hafralóni á Þistilfjarðarheiði nokkrum dögum síðar. Fundur um aukinn ágang og hugsanlegt landnám hreindýra í Langanesbyggð: Hreindýr sjást í auknum mæli á svæðinu og við því þarf að bregðast Hreindýrahjörð á Jökuldal. Mynd /MÞÞ Besti veturgamli hrúturinn valinn í Mýrdalshreppi Karl Pálmason átti besta vetur- gamla hrútinn í Mýrdalshreppi, með tilliti til afkvæma og fékk hann að því tilefni skjöld sem gefinn var í minningu Óskars Þorsteinssonar. Alls komust 13 hrútar á blað, þrír frá Kerlingardal sem hlutu 1., 4. og 12. sæti, 2 frá Ytri-Sólheimum í 2. og 3. sæti, einn frá Fagradal í 5. sæti, þrír frá Brekkum hlutu 3., 6. og 9. sæti, einn frá Giljum var í 7. sæti, einn frá Litlu-Heiði í 8. sæti, einn frá Ketilsstöðum í 10. sæti, einn frá Suður-Fossi í 11. sæti og einn frá Norður-Fossi í 13. sæti. Einar Guðni Þorsteinsson afhendir Karli Pálmasyi verðlaunaskjöldinn. Mynd / Jónas Erlendsson. Umhverfisverðlaun Ölfuss voru veitt við hátíðlega athöfn í Landbúnaðarháskólanum að Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Verðlaunin hlutu Eldhestar fyrir frábært starf við uppbyggingu ferðaþjónustu að Völlum í Ölfusi. Björgvin G Sigurðsson, fyrsti þing- maður Suðurkjördæmisins, afhenti verðlaunin ásamt Önnu Björgu Níelsdóttur bæjarfulltrúa en þau eru hér með Hróðmari Bjarnasyni frá Eldhestum, sem tók á móti verðlaun- unum. /MHH Eldhestar fengu umhverfis- verðlaun Ölfuss Selfoss verður mjólkurbær Íslands Á síðasta fundi bæjarstjórnar Árborgar í ráðhúsi sveitar- félagsins var skrifað undir vilja- yfirlýsingu sveitarfélagsins og Mjólkursamsölunnar um stofnun Mjólkuriðnaðarsafns á Selfossi. Stofnaður verður vinnuhópur um verkefnið með fulltrúum beggja aðila sem vinna mun að tillögu um útfærslu safnsins, staðsetningu og fleira tengt verkefninu. Með nýja safninu verður Selfoss mjólkurbær Íslands en vinnsla á mjólk á staðnum hófst 1929 með stofnun Mjólkurbús Flóamanna. Á myndinni takast þau Ásta Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Einar Sigurðsson, forstjóri MS í hendur eftir undirskriftina. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.