Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012
Nýlega lauk við Landbúnaðar-
háskóla Íslands sameiginlegri
námskeiðaröð Grænni skóga
I á Suðurlandi og Vesturlandi.
Námskeiðaröðin fól í sér 16
sjálfstæð námskeið sem haldin
voru á þremur árum til skiptis í
starfsaðstöðu LbhÍ á Reykjum og
á Hvanneyri. Námskeiðin voru
oftast í formi fyrirlestra, en á ein-
staka námskeiði voru verklegar
æfingar. Í lok flestra námskeiða
var farið í vettvangsferðir í nær-
liggjandi skóglendi og viðfangsefni
námskeiðsins skoðað ásamt leið-
beinendum.
Síðasta námskeiðið var kynning
nemenda á lokaverkefnum sem þau
höfðu skrifað. Flest tengdust verk-
efnin skógrækt og skógræktarsögu
í landi nemandans. Voru verkefnin
mjög góð og mörg hver yfirgrips-
mikil þar sem nemendur höfðu
kafað langt aftur í aldir til að skrá
ábúendatal o.fl. Í lok námskeiðs-
ins voru nemendur útskrifaðir úr
Grænni skógum I og fengu þá
bókina Íslenskar lækningajurtir í
útskriftargjöf frá hagsmunaaðilum
sem tengjast Grænni skógum, þ.e.
félögum skógarbænda á Suðurlandi
og Vesturlandi, Suðurlandsskógum,
Vesturlandsskógum, Norðurlands-
skógum, Skógræktinni, Skógræktar-
félagi Íslands og Landgræðslunni.
Það var svo Landbúnaðarháskóli
Íslands sem veitti viðurkenningu
fyrir bestu ritgerðina, það var Októ
Einarsson sem hlaut viðurkenn-
inguna fyrir ritgerð sína.
Þetta var níunda námskeiðaröðin
sem kláraðist frá því að Grænni
skógar hófu göngu sína árið 2001
við Garðyrkjuskóla ríkisins í
Hveragerði. Á þessum árum hafa
um 300 manns sótt námskeiðarað-
irnar og hefur þekking skógrækt-
enda sem sótt hafa námskeiðin
aukist gríðarlega.
Í dag eru fjórar námskeiðar-
aðir Grænni skóga I og II í gangi
víða um landið, á Austurlandi, tvær
sameiginlegar fyrir Suðurland og
Vesturland og svo eru Grænni skógar
II á Norðurlandi.
Grænni skógar
Útskriftarhópur í námskeiðaröð Landbúnaðarháskóla Íslands, Grænni skógum.
Októ Einarsson hlaut viðurkenningu fyrir lokaritgerð sína.
Hollvinafélag Búnaðarsögusafns
Eyjafjarðar hefur undan-
farið ár unnið með sveitar-
stjórn Eyjafjarðarsveitar að
því að fá húsakynni í Saurbæ í
Eyjafjarðarsveit til afnota fyrir
Búnaðarsögusafn. Við afgreiðslu
fjárlaga fyrir árið 2012 var sam-
þykkt heimild til handa mennta-
og menningarmálaráðherra til að
semja við sveitarstjórn um afhend-
ingu bæjarhúsanna í því skyni að
koma þar upp safni.
Fyrsti aðalfundur Hollvina-
félagsins var haldinn á dögunum,
en það var stofnað í mars í fyrra.
Sigurður Steingrímsson var kjör-
inn formaður stjórnar og tók við af
Bjarna Kristjánssyni.
Fyrsta stjórn félagins vann
einkum að því með sveitarstjórn að
fá húsnæði í Saurbæ til formlegra
afnota fyrir Búnaðarsögusafn, en
stjórnvöld höfðu gefið fyrirheit þar
um fyrir mörgum árum. Hvorki gekk
þó né rak í þeim málum árum saman.
Stjórnin vann einnig að tillögum um
nýtingu húsnæðisins og umhverfis
þess, hvernig ætti að koma vélum og
tækjum þar fyrir og móta stefnu um
framtíð safnsins og helstu verkefni
þess. Megináherslan var á húsnæðis-
málin enda taldi stjórnin sér ekki fært
að leggja í mikla vinnu á svæðinu
nema búið væri að leysa þau mál.
Ekkert þokaðist árum saman
Þrátt fyrir mikinn eftirrekstur og
bréfaskipti við stjórnvöld árum
saman hafði ekkert þokast fyrr en
við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið
2012, en þar er loksins samþykkt
heimild til handa mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytinu til að „semja
við Eyjafjarðarsveit um afhendingu
bæjarhúsanna í Saurbæ í safnaskyni“
en það er 8-10 árum eftir að málið
var fyrst vakið og ádráttur gefinn
um afhendingu húsanna. Saga þessa
máls hefur verið með miklum ólík-
indum og aldrei hefur fengist nein
skýring á því hvað olli þessum drætti
á afgreiðslu þess, segir í fundargerð
frá aðalfundi Hollvinafélagsins.
„Við fögnum því að heimildin
sé fyrir hendi. Nú er unnið að
samningi á milli sveitarstjórnar og
ráðuneytisins og við gerum ráð fyrir
að í kjölfarið muni Hollvinafélagið
semja við sveitarstjórn um afnot
af húsakynnunum og svæðinu
umhverfis þau,“ segir Sigurður.
Smámunasafnið hefur verið í
Sólgarði um árabil, en á staðnum
er fyrirhugað að verði eins konar
safnasvæði.
Kyrrstaða að baki
Af þessum ástæðum var því kyrr-
staða allt síðastliðið ár í öllum fram-
kvæmdum og fyrirætlunum þeim,
sem stjórnin setti sér. „Við vonumst
til að geta að einhverju leyti byrjað
í sumar,“ segir Sigurður en mikið
verk er framundan; m.a. þarf að
taka til á svæðinu, skipuleggja það
og ýmislegt fleira áður en eiginleg
starfsemi Búnaðarsögusafns getur
hafist. Sigurður segir að stefnt sé að
því að kynna safnið í Sólgarði, sýna
gripi og kynna áform.
Stofnaður hefur verið vinnuhópur
sem hefur það verkefni að afla ýmiss
konar heimilda sem tengjast sögu og
þróun landbúnaðar á svæðinu, í þeim
tilgangi að gera söguna sýnilegri í
máli og myndum. Hópurinn er að
koma skipulagi á söfnun ljósmynda
meðal íbúa Eyjafjarðarsveitar,
mynda sem gætu verið hluti af eins
konar þjóðháttalýsingu. Söfnunin er
unnin í samstarfi við Minjasafnið á
Akureyri og menningarmálanefnd
sveitarfélagsins.
„Okkur þykir miklvægt að halda
þessu til haga og varðveita söguna,“
segir Sigurður, en m.a. er leitað
eftir myndum af fólki við bústörf á
ýmsum tímum um allan Eyjafjörð.
Þá mun nefndin hafa
umsjón með sýningu véla og
tækja á Handverkshátíðinni í
Eyjafjarðarsveit í sumar og gerð upp-
lýsinga- og kynningarefnis í því sam-
hengi. Heimildahópinn skipa Bjarni
Kristjánsson, Leifur Guðmundsson
og Valdimar Gunnarsson. Vegna
sumarsýningarinnar fær hópurinn
aukinn liðstyrk frá Ásdísi Ívarsdóttur
og Arnþóri Örlygssyni. /MÞÞ
Hollvinafélag Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar:
Loksins fengin heimild í fjárlögum
fyrir afhendingu húsanna í Saurbæ
Stjórn Hollvinafélags Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar.
Handverk og matvæli
úr héraði
Í gamla kaupfélagshúsinu á
Hvolsvelli er starfræktur sveita-
markaður sem opinn er alla daga
ársins nema yfir jólahátíðina. Þar
selja hátt í 200 aðilar handverk sitt
og á sumrin lifnar enn frekar yfir
starfseminni þegar uppskera frá
bændum í héraðinu kemur í hús.
„Við opnuðum hérna um mitt
sumar árið 2010 og þetta hefur
gengið vel. Sveitarfélagið stóð fyrir
stofnun markaðarins á sínum tíma en
margir aðilar koma að rekstrinum.
Ákveðið var að finna aðstöðu fyrir
fólk úr héraðinu til að selja sínar
vörur. Í byrjun var þetta hugsað eins
og Kolaportið þar sem eingöngu væri
opið um helgar en fljótlega breyttum
við því í daglega opnun. Þegar við
byrjuðum vorum við að selja hand-
verksvörur frá um 20 aðilum en í dag
eru þetta tæplega 200 manns sem
við fáum vörur frá. Allt er þetta fólk
héðan úr héraðinu eða úr nálægum
héruðum. Einnig erum við með um
40 birgja sem selja matvæli sín,“
segir Ásbjörn Jensen, sem sér um
daglegan rekstur sveitamarkaðarins.
/ehg
Ásbjörn Jensen sér um daglegan rekstur sveitamarkaðarins á Hvolsvelli
handverkinu seljist lopapeysurnar best. Myndir / ehg
mikið úrval frá ýmsum aðilum sem
tengist jólahátíðinni.
Þórunn Sigurðardóttir á Hellu fékk
hugmynd að kertastjökunum í kjölfar
Eyjafjallajökulsgossins árið 2010 en
Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs:
Eymundur í Vallanesi tilnefndur
Eymundur Magnússon, bóndi í
Vallanesi á Fljótsdalshéraði og eig-
andi fyrirtækisins Móðir jörð ehf.
er meðal þeirra ellefu sem tilnefnd-
ir eru til náttúru- og umhverfis-
verðlaun Norðurlandaráðs. Jens-
Kjeld Jensen frá Færeyjum er
einnig tilnefndur í sama flokki
en þeir þykja með grasrótarstarfi
sínu hafa unnið að því að varð-
veita fjölbreytileika náttúrunnar
í nærumhverfi sínu.
Verðlaunaféð nemur 350.000
dönskum krónum. Tilkynnt verður
hver hlýtur verðlaunin í Ósló þann
22. maí, á degi SÞ um líffræðilegan
fjölbreytileika, og verðlaunin verða
afhent á Norðurlandaráðsþingi í
Helsinki þann 30. október.
Um Eymundur er sagt að hann
hafi undanfarin 25 ár stundað lífræn-
an búskap og gróðursett skjólbelti
með staðbundnum trjátegundum
sem eru grundvöllur vistkerfa þar
sem aðrar plöntur þrífast. Hann
hefur einnig lagt áherslu á mann-
legan fjölbreytileika: ár hvert starfa
hjá honum ungir sjálfboðaliðar og
mynda þannig alþjóðlegan félags-
skap sem er trúr jörðinni og lærir að
sýna umhverfi sínu virðingu.
Eymundur Magnússon.