Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 8
Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 20128 Fréttir Gestur Helgason á Landamóti í Kinn og Þórarinn Kristjánsson, kenndur við Gúmmívinnsluna á Akureyri, hafa stofnað félagið GPO ehf., en tilgangur þess og markmið er að endurvinna plast, einkum rúllubaggaplast til að byrja með og breyta því í olíu. Hafa félagarnir fest kaup á þar til gerðri vél sem vinnur olíu úr plasti. „Við erum tveir í þessu enn sem komið er, en nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á að taka þátt með okkur og ég geri ráð fyrir að fleiri bætist í hópinn,“ segir Gestur, en hann lagði leið sína til Japan í fyrra til að kynna sér vélar sem þarlendir framleiða í því skyni að vinna olíu úr plasti. Nú nýlega kom svo til landsins plastend- urvinnsluvél, sú heitir Be-h Desktop og er eins konar „heimilisvél“, þ.e. hún er framleidd með það í huga að allur almenningur geti nýtt sér hana á heimilum sínum. „Þessi vél er enn það dýr að hún er ekki í almennri notkun, en hugsunin á bak við fram- leiðslu hennar er engu að síður sú að hún verði notuð á heimilum,“ segir Gestur. Álíka stór og uppþvottavél! Að sögn Gests er talsvert um það í Japan, heimalandi vélarinnar, að skólar og stofnanir hafi fest kaup á tækinu, en þar í landi sé börnum kennt að rusl sé ekki endilega bara rusl. Í háskólum nýtist vélar af þessu tagi til kennslu í efnafræði. Vélin er um 50 kíló að þyngd og álíka stór og uppþvottavél, hún er tölvustýrð og auðveld í notkun að sögn Gests, sem þegar er farinn að skoða hvernig hún virkar og líst vel á. Þá eru vélar af þessu tagi hljóðlausar og menga ekki út frá sér. Vélin er heima á Landamóti, en í vikunni er fyrirhugað að flytja hana til Akureyrar þar sem hún verður staðsett og þar sem Gestur gerir ráð fyrir að starfsemi fyrirtækisins muni fara fram í framtíðinni. „Við ætlum okkur að nota þessa vél í rannsóknar- vinnu, höfum kynnt hana fyrir starfs- fólki í Háskólanum á Akureyri og væntum þess að samstarf takist við háskólafólk um rannsóknarþáttinn,“ segir Gestur. Með nýrri og öflugri vél fer starfsemin í fullan gang Gestur segir að félagið muni til að byrja með einbeita sér að vinnslu á rúllubaggaplasti, það sé einfalt þar sem því sé safnað skipulega og magnið sem til falli umtalsvert. Plast af einni rúllu er um það bil 1200 grömm og úr því má vinna um það bil einn lítra af olíu. Gestur segir eiginleika plasts mismunandi og sumt henti ekki til olíuvinnslu, en allt venjulegt, mjúkt plast dugi, plast sem ber stafina PP, PE og PS. „Plast er af mismunandi gerðum og gefur því ekki allt jafnmikla olíu, en við erum að fara af stað núna með rannsóknir á þessum þætti,“ segir Gestur og bætir við að þeir félagar vilji þó einkum sýna fram á að þetta sé hægt; sé raunveruleiki en ekki bara eitthvert bull. Þeir Gestur og Þórarinn hafa pantað aðra og stærri vél, eins konar verksmiðjuútgáfu og vona að hún verði komin til landsins og í notkun næsta haust. „Þá getum við byrjað þessa starfsemi af fullum krafti,“ segir Gestur. Vélin er mun stærri en sú sem fyrir er og getur framleitt um 1.200 lítra af olíu á sólarhring. Olía til húshitunar og á skipaflotann Sú olía sem til verður er hráolía og segir Gestur að hana sé t.d. hægt að brenna til húshitunar þar sem þar til gerðir brennarar eru til staðar, en eins sé hægt að nýta hana til að kynda vélar skipa. Með einföldum hætti er svo hægt að breyta hráolíunni í bæði bensín og dísil. „Með því að bræða plastið við mismunandi hita fáum við úr því þrenns konar afurðir; bensín, dísilolíu og steinolíu,“ segir Gestur. Hann hefur einkaleyfi á inn- flutningi á vélum af þessu tagi hér á landi, í Færeyjum og á Grænlandi og hyggst beina sjónum að Íslandi fyrsta kastið, safna eigin reynslu hér áður en farið verði að kynna nágrönnum okkar kosti vélarinnar, en það verði hins vegar gert í nánustu framtíð. Gestur rekur netverslunina jar- depli.com og selur þar bækur, fatnað, varahluti og verkfæri til grisjunar og skógarhöggs. Á þeirri síðu má einnig kynna sér ýmislegt fleira um plastendurvinnsluvélina. /MÞÞ GPO ehf. ætlar að endurvinna plast og breyta í olíu: Einn lítri af olíu fæst úr plasti af einum rúllubagga – Félagið hefur þegar pantað verksmiðjuútgáfu af búnaði með um 1200 lítra framleiðslugetu á sólarhringÞúsundir gesta heimsækja bændur á hverju ári Eins og síðustu ár opna bændur bæi sína fyrir gestum og gangandi undir merkjum Opins landbún- aðar. Alls eru 35 bæir víðs vegar um land sem bjóða almenningi gegn vægu gjaldi að virða fyrir sér búskapinn og fræðast um þau störf sem unnnin eru í sveitum landsins. Sveitaheimsóknirnar njóta sívaxandi vinsælda en á síðasta ári voru um 50 þúsund manns sem heimsóttu bændur í Opnum landbúnaði. Stór hópur er leikskólabörn og grunn- skólanemar sem fara í vorheimsóknir á meðan sauðburður stendur yfir en þónokkur aukning er á vinnustaða- ferðum og hópum erlendra ferða- manna. Allar upplýsingar um bæi í Opnun landbúnaði má nálgast á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is, og í kynningarbæklingi Ferðaþjónustu bænda sem kemur út á næstu vikum. Jón póstur, sem notar mikla olíu, skoðar framleiðsluna hjá Gesti og líst vel á. Myndir: MÞÞ Be-h plastendurvinnsluvélin er framleidd hjá fyrirtækinu Blest í Japan, en þar í landi er algengt að skólar og stofnanir nýti sér vélar af þessu tagi. Vélin vegur um 50 kíló og er að umfangi álíka og uppþvottavél. Í fyrstu mun félagið einbeita sér að rúllubaggaplasti en úr plasti af einni rúllu má búa til einn lítra af olíu. Hér vatninu. Það fer ekki mikið fyrir þessu olíu- gerðartæki. Félag skógareigenda á Suðurlandi fagnar 20 ára afmæli sínu á Hótel Geysi í Haukadal nú um helgina og verður blásið til aðalfundar félagsins á laugardaginn 5. maí. Skógarbændur héldu stofnfund félagsins á Selfossi 7. mars 1992. Sitthvað hefur áunnist hjá skógar- bændum og í sögu nytjaskógræktar á Íslandi þessi 20 ár sem liðin eru en félagsmenn eru nú um 250. Félagsstarfið er öflugt og skógar- bændur mjög áhugasamir um að ná sem bestum árangri í ræktuninni. Aukin þekking og reynsla María E. Ingvadóttir, formaður Félags skógareigenda á Suðurlandi, segir að þekking og reynsla á öllu sem við- kemur skógrækt hafi aukist mikið á þessum tuttugu árum. Það lúti m.a. að aukinni þekkingu á jarðvegi, teg- undum, gæðaeftirliti með plöntum og áburðargjöf, svo að eitthvað sé nefnt. Fræðsla og skoðunarferðir eru stórir þættir í starfi félagsins. Nefna má árlega Jónsmessugöngu, þar sem skógarjörð er heimsótt og síðan glaðst við grillið og ketilkaffið. Segir hún að haustferðir félagsins séu einnig árangursríkar, en þá eru fræðsla og reynslusögur efst á dagskrá. Ýmis réttindamál skógarbænda eru einnig orðin fyrirferðarmeiri í starfi félagsins en áður. „Hjá mörgum bændum er komið að grisjun og eru skemmtileg verk- efni framundan varðandi úrvinnslu á þeim viði og nýtingu annarra afurða skógarins,“ segir María og býst við skemmtilegum aðalfundi og að þetta 21. starfsár verði fjölbreytt og árang- ursríkt. Erindi og skoðunarferð Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Hörður Harðarson, fyrsti formað- ur félagsins, segja frá stofnun þess og Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, mun halda erindi um stöðu Suðurlandsskóga og átaks- verkefni í grisjun. Þá verður farið um hérað, skoðaður 20 ára gamall skógur í Hrosshaga, skógrækt í Gýgjarhóli, handverksfólk í Gýgjarhólskoti heim- sótt og haldið í Haukadalsskóg með Böðvar Guðmundsson skógfræðing í fararbroddi. Félag skógareigenda á Suðurlandi 20 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.