Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 11
Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 11
Gylfaflöt 16-18 · 112 Reykjavik · Sími 553 5200 · solo.is
Ásgeir Einarsson
hönnuður
Sindrastólsins
(1927 – 2001)
Í tilefni 50 ára afmælis Sindrastólsins
verða framleidd 50 stk. af stólnum í
sérstakri afmælisútgáfu þar sem hver
og einn stóll verður sérmerktur og
númeraður.
Viðskiptavinir geta valið þá gæru og
litaafbrigði sem þeir vilja á sinn stól
sem gerir hvern stól einstakan.
Stóllinn er alfarið framleiddur á Íslandi.
Söluaðilar: Sólóhúsgögn og
G.Á. Húsgögn
Stóll
162.000 kr.
Skemill
48.000 kr.
Sindrastóllinn
50 ára afmælisútgáfa
(1962 – 2012)
Búnaðarsamband Eyjafjarðar:
Sigurgeir áfram
formaður
Aðalfundur Búnaðarsambands
Eyjafjarðar var haldinn í Hlíðarbæ,
í kræklingahlíð, í síðasta mánuði.
Kosnir voru tveir menn í stjórn
þar sem Guðmundur Bjarnason á
Svalbarði og Helgi Þór Helgason á
Bakka höfðu setið sitt kjörtímabil.
Guðmundur gaf ekki kost á sér til
endurkjörs en Helgi var endurkjör-
inn, ásamt Guðmundi Sturlusyni á
Þúfnavöllum. Varamenn í stjórn
voru kosnir þeir Árni Arnsteinsson
Stóra-Dunhaga og Birgir Arason
Gullbrekku.
Fyrir í stjórn sitja Sigurgeir
Hreinsson Hríshóli, formaður,
Gunnhildur Gylfadóttir Steindyrum
og Þórarinn Pétursson Grýtubakka.
Sigurgeir var endurkjörinn for-
maður og Gunnhildur varaformaður.
Þórarinn Pétursson á eftir eitt ár af
sínu kjörtímabili í stjórninni, en
hann tilkynnti á fundinum að hann
myndi draga sig í hlé í ljósi nýfengins
embættis sem formaður LS. Fyrir
vikið kemur fyrsti varamaður, Árni
Arnsteinsson, inn í stjórn.
Eiríkur Blöndal, framkvæmda-
stjóri Bændasamtaka Íslands,
flutti ávarp á fundinum og Guðni
Ágústsson, framkvæmdastjóri
SAM og fyrrverandi landbúnaðar-
ráðherra var með erindi. Auk þess
kynntu ráðunautar Búgarðs, þau
Sigurður Þór Guðmundsson, Sigríður
Bjarnadóttir, Ingvar Björnsson og
María Svanþrúður Jónsdóttir, nokkur
nýleg ráðgjafarverkefni sem í gangi
eru á Búgarði. / MÞÞ
Búnaðarsamband
Eyjafjarðar 80 ára
Búnaðarsamband Eyjafjarðar
var stofnað árið 1932 og fagnar
því 80 ára afmæli sínu í ár. Hjá
sambandinu starfa 17 manns í 14
stöðugildum, en helstu verkefni
sem sambandið sinnir eru leið-
beiningar í landbúnaði, bókhalds-
þjónusta fyrir bændur, kortagerð,
sæðingar, búfjáreftirlit og þá rekur
sambandið klaufskurðarbás.
Vignir Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri BSE, segir að ýmislegt verði
gert til að minnast þessara merku
tímamóta en stærsti viðburðurinn
verði landbún-
aðarsýning sem
haldin verður
í tengslum við
Handverkshátíð
á Hrafnagili aðra
helgina í ágúst á
komandi sumri.
Þar verður mikið
um dýrðir og
búist við fjölda
gesta.
Þá verður
blásið til afmæl-
isfagnaðar síðar
á árinu, auk þess
sem sambandið
mun gefa út
bókina Byggðir
Eyjafjarðar og
segir Vignir að vinnu við það verk-
efni miði ágætlega. Í ritnefnd eru
þeir Valdimar Gunnarsson, Jóhann
Ólafur Halldórsson og Guðmundur
Steindórsson.
Í þessari bók verður fjallað um
sögu Búnaðarsambandsins á árunum
1990 til 2010, lýsingar verða á hinum
fimm sveitarfélögum héraðsins og
taldar þær breytingar sem orðið hafa
frá síðustu útgáfu. Yfirlitskort verður
af hverju svæði ásamt götukortum af
þéttbýlisstöðum og gerð verður grein
fyrir hverri byggðri jörð, m.a. legu
hverrar jarðar lýst og sagt frá búskap
sem þar er stundaður. Ábúendatal
verður einnig í ritinu auk mynda af
bæjum og ábúendum og sama gildir
um stök íbúðarhús sem bera sérnöfn
og íbúa þeirra. Birtar verða íbúaskrár
minni þéttbýlisstaða á svæðinu og
eyðibýlaskrá.
/MÞÞ
Sigurgeir Hreins-
son, formaður
stjórnar Búnaðar-
sambands Eyja-
fjarðar, sker fyrstu
sneiðina af afmæl-
iskökunni.