Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 12
Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 201212 Fréttir Stóðhestadagur Eiðfaxa var haldinn í samvinnu við hesta- mannafélagið Sleipni í blíðskap- arveðri sunnudaginn 29. apríl á Brávöllum á Selfossi, glæsilegu svæði Sleipnismanna. Sýndur var fjöldi glæsilegra stóðhesta sem atvinnumenn í hestaíþróttum sátu. Þegar mest var er talið að um þús- und manns hafi verið á svæðinu. Hápunktur dagsins var þegar stórgæðingurinn Þóroddur frá Þóroddsstöðum mætti með sex afkvæmi sín í brautina, en knapi var Daníel Jónsson. Þóroddur er fæddur Bjarna Þorkelssyni, stór- ræktanda á Þóroddsstöðum árið 1999, undan Oddi frá Selfossi og Hlökk frá Laugarvatni. Á meðfylgj- andi myndum sem Magnús Hlynur Hreiðarsson tók má annars vegar sjá Þórodd og Daníel, þar sem þrjú afkvæmi hans fylgja á eftir, og hins vegar þegar Daníel tók Þórodd til kostanna í glæsilegum skeiðspretti. /MHH Hættir sem skólastjóri Flóaskóla Kristín Sigurðardóttir, skólastjóri Flóaskóla, hefur fengið samþykki sveitarstjórnar Flóahrepps fyrir launalausu ársleyfi frá skólanum. Fjölskyldan ætlar að flytja á höf- uðborgarsvæðið í sumar. „Mér bauðst starf sem deildar- stjóri í gæðaeftirlitsdeild hjá Actavis í Hafnarfirði. Þetta er spennandi tækifæri, það er öllum hollt að taka u-beygju annað slagið og takast á við nýjar áskoranir,“ sagði Kristín. Hún hefur verið skólastjóri skólans frá stofnun hans, eða í átta ár. /MHH Bændablaðið á netinu... www.bbl.is Fyrirtækið Murr ehf. í Súðavík hefur undanfarin misseri varið miklum tíma og fjármunum í vöruþróun og undirbúning að útflutningi á vörum sínum. Í síð- ustu viku hófst framleiðsla á nýrri vörulínu fyrir innanlandsmarkað, sem mun samanstanda af sex teg- undum af Murr kattamat og sex tegundum af Urr smáhundamat. Allt er þetta framleitt úr kjöti og innmat sem fenginn er úr flestum sauðfjár- og stórgripasláturhúsum á Íslandi. Fyrstu tegundirnar eru þegar komnar í íslenskar verslanir og hinar munu svo birtast í hillunum ein af annarri á næstu vikum. Framleiðsla á þessari nýju vörulínu er einnig hafin fyrir markaði í Bandaríkjunum og Kanada en fyrsta sending af Murr og Urr vörum vestur yfir haf mun fara frá Íslandi á morgun, 4. maí. Undirbúningur hefur staðið í um þrjú ár með vöruþróun og stöðugum sendingum á prufum til útlanda og er allt framleitt samkvæmt stöðlum fóðureftirlitsins í viðkomandi löndum. Þ o r l e i f u r Ágústs son, fram- leiðslustjóri Murr, segir að bæði í Bandaríkjunum og Kanada gildi afar strangar reglur um innflutning, sölu og markaðssetningu gæludýrafóðurs. Því felist mikil viðurkenning fyrir Murr og Urr vörur í því að sölu- og markaðsleyfi liggi nú fyrir, eftir langt og strangt umsóknar- og staðfestingarferli. Nýta innmat sem ekki fer til manneldis - Úr hverju er þetta fóður framleitt? „Við nýtum mikið ærkjöt; lifrar, nýru, hjörtu og einnig nautahjörtu, svína- hjörtu, lungna- blöðkur og slíkt sem ekki er selt til mann- eldis. Við teljum okkur því vera að gera mjög góða hluti fyrir slátur- húsin og bændur landsins. Enda höfum við fengið frábæra þjónustu hjá sláturhúsunum og þau hafa sýnt okkur mikinn áhuga og þolinmæði á erf- iðum tímum. Þetta er síðan soðið niður í sérstaka poka sem þola niðursuðu. Vörurnar hafa a.m.k. þriggja ára geymsluþol.“ Líkt og ókrydduð lifrarpylsa - Er þetta þá jafn- vel hæft til mann- eldis? „Já, blessaður vertu. Þetta er fínasta vara og er ekki ólíkt ókryddaðri lifrarpylsu. Að vísu er ekki mjöl í þessu eins og lifrarpylsunni. Allt er bragðprófað hér hjá okkur og þetta er rétt eins og í „gourmet“ eldhúsi þegar bragðpróf- anir eru í gangi. MAST hefur verið í þessu með okkur og gefið góð ráð hvað varðar skipulag verksmiðju, svo eitt- hvað sé nefnt.“ Fjármögnun erfið Fjárfesting í slíkri vöruþróun er alltaf erfið litlu fyrirtæki með tak- markað rekstrarfé og hefur tilvist félagsins á stundum hangið á bláþræði. Ef ekki hefði komið til einstakt lang- lundargeð kröfuhafa, skilningur þeirra á stöðunni og trú þeirra á því að úr rættist, er óvíst að um nokkurt Murr væri að ræða í dag. Þorleifur er afar óhress með íslensku bankana í þessu máli og segir auglýsingar þeirra um s t u ð n i n g við nýsköp- un í land- inu vera h r e i n a blekkingu sem ekkert sé á bakvið. „Þetta hefur verið fjár- magnað af einstaklingum og eigendum félagsins, en bankarnir hafa ekkert viljað gera.“ Áhersla lögð á upprunann á umbúðunum Útlit umbúða fyrirtækisins er gjörbreytt, en það er afrakstur vinnu bandarískra hönnuða sem ætlað er að leggja áherslu á uppruna vörunnar og einkenni. Þannig er t.d. að finna ö r s ö g u r um Ísland, Ve s t f i r ð i e ð a Súðavík á h v e r j u m pakka, eina sögu á hverri tegund, og mun þeim verða skipt út reglulega fyrir nýjar. Þá er skír- skotun á fram- hlið umbúðanna til víkingatím- ans í sögu Íslands og náttúru landsins. Loks er áherslan, enn sem fyrr, lögð á að Murr og Urr vörur innihalda engin viðbótar- eða rot- varnarefni. Verulega aukin umsvif „Aukin umsvif hafa í för með sér stækkun á fyrirtækinu, þegar hafa verið ráðnir fjórir nýir starfsmenn til félagsins og í dag eru 8-9 manns í fullu starfi hjá Murr. Við vonumst eftir góðum viðtökum við nýjum vörum á innanlandsmarkaði, sem og því að ná markaðsfestu erlendis. Við göngum hins vegar ekki með neinar grillur um skjótfenginn gróða, en gerum ráð fyrir því að ná jákvæðri rekstrarniðurstöðu á næstu vikum og mánuðum, sem von- andi verði síðan hægt að byggja á til frekari sóknar. Við horfum því björtum en raunsæjum augum fram á veginn,“ segir Þorleifur Ágústsson. /HKr. Fyrirtækið Murr í Súðavík breytir innmat frá sláturhúsum í hágæða gæludýrafóður: Fyrsta sending af Murr og Urr katta- og hundamat á leið á erlenda markaði Salbjörg Sigurðardóttir frá Svarthamri í Álftafirði í vinnslusal Murr ehf. á Langeyri við Álftafjörð. Sigurdís Samúelsdóttir frá Djúpadal í Barðastrandar- sýslu er nú búsett í Súðavík og vinnur við að umbreyta lítt seljanlegum innmat og öðrum hliðarafurðum frá sláturhúsum landsins í hágæða gæludýrafóður. Kristín Sigurðardóttir, skólastjóri Flóaskóla, sem er á leið í ársleyfi frá skólanum. Um þúsund manns á stóðhestadegi á Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.