Bændablaðið - 03.05.2012, Page 12

Bændablaðið - 03.05.2012, Page 12
Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 201212 Fréttir Stóðhestadagur Eiðfaxa var haldinn í samvinnu við hesta- mannafélagið Sleipni í blíðskap- arveðri sunnudaginn 29. apríl á Brávöllum á Selfossi, glæsilegu svæði Sleipnismanna. Sýndur var fjöldi glæsilegra stóðhesta sem atvinnumenn í hestaíþróttum sátu. Þegar mest var er talið að um þús- und manns hafi verið á svæðinu. Hápunktur dagsins var þegar stórgæðingurinn Þóroddur frá Þóroddsstöðum mætti með sex afkvæmi sín í brautina, en knapi var Daníel Jónsson. Þóroddur er fæddur Bjarna Þorkelssyni, stór- ræktanda á Þóroddsstöðum árið 1999, undan Oddi frá Selfossi og Hlökk frá Laugarvatni. Á meðfylgj- andi myndum sem Magnús Hlynur Hreiðarsson tók má annars vegar sjá Þórodd og Daníel, þar sem þrjú afkvæmi hans fylgja á eftir, og hins vegar þegar Daníel tók Þórodd til kostanna í glæsilegum skeiðspretti. /MHH Hættir sem skólastjóri Flóaskóla Kristín Sigurðardóttir, skólastjóri Flóaskóla, hefur fengið samþykki sveitarstjórnar Flóahrepps fyrir launalausu ársleyfi frá skólanum. Fjölskyldan ætlar að flytja á höf- uðborgarsvæðið í sumar. „Mér bauðst starf sem deildar- stjóri í gæðaeftirlitsdeild hjá Actavis í Hafnarfirði. Þetta er spennandi tækifæri, það er öllum hollt að taka u-beygju annað slagið og takast á við nýjar áskoranir,“ sagði Kristín. Hún hefur verið skólastjóri skólans frá stofnun hans, eða í átta ár. /MHH Bændablaðið á netinu... www.bbl.is Fyrirtækið Murr ehf. í Súðavík hefur undanfarin misseri varið miklum tíma og fjármunum í vöruþróun og undirbúning að útflutningi á vörum sínum. Í síð- ustu viku hófst framleiðsla á nýrri vörulínu fyrir innanlandsmarkað, sem mun samanstanda af sex teg- undum af Murr kattamat og sex tegundum af Urr smáhundamat. Allt er þetta framleitt úr kjöti og innmat sem fenginn er úr flestum sauðfjár- og stórgripasláturhúsum á Íslandi. Fyrstu tegundirnar eru þegar komnar í íslenskar verslanir og hinar munu svo birtast í hillunum ein af annarri á næstu vikum. Framleiðsla á þessari nýju vörulínu er einnig hafin fyrir markaði í Bandaríkjunum og Kanada en fyrsta sending af Murr og Urr vörum vestur yfir haf mun fara frá Íslandi á morgun, 4. maí. Undirbúningur hefur staðið í um þrjú ár með vöruþróun og stöðugum sendingum á prufum til útlanda og er allt framleitt samkvæmt stöðlum fóðureftirlitsins í viðkomandi löndum. Þ o r l e i f u r Ágústs son, fram- leiðslustjóri Murr, segir að bæði í Bandaríkjunum og Kanada gildi afar strangar reglur um innflutning, sölu og markaðssetningu gæludýrafóðurs. Því felist mikil viðurkenning fyrir Murr og Urr vörur í því að sölu- og markaðsleyfi liggi nú fyrir, eftir langt og strangt umsóknar- og staðfestingarferli. Nýta innmat sem ekki fer til manneldis - Úr hverju er þetta fóður framleitt? „Við nýtum mikið ærkjöt; lifrar, nýru, hjörtu og einnig nautahjörtu, svína- hjörtu, lungna- blöðkur og slíkt sem ekki er selt til mann- eldis. Við teljum okkur því vera að gera mjög góða hluti fyrir slátur- húsin og bændur landsins. Enda höfum við fengið frábæra þjónustu hjá sláturhúsunum og þau hafa sýnt okkur mikinn áhuga og þolinmæði á erf- iðum tímum. Þetta er síðan soðið niður í sérstaka poka sem þola niðursuðu. Vörurnar hafa a.m.k. þriggja ára geymsluþol.“ Líkt og ókrydduð lifrarpylsa - Er þetta þá jafn- vel hæft til mann- eldis? „Já, blessaður vertu. Þetta er fínasta vara og er ekki ólíkt ókryddaðri lifrarpylsu. Að vísu er ekki mjöl í þessu eins og lifrarpylsunni. Allt er bragðprófað hér hjá okkur og þetta er rétt eins og í „gourmet“ eldhúsi þegar bragðpróf- anir eru í gangi. MAST hefur verið í þessu með okkur og gefið góð ráð hvað varðar skipulag verksmiðju, svo eitt- hvað sé nefnt.“ Fjármögnun erfið Fjárfesting í slíkri vöruþróun er alltaf erfið litlu fyrirtæki með tak- markað rekstrarfé og hefur tilvist félagsins á stundum hangið á bláþræði. Ef ekki hefði komið til einstakt lang- lundargeð kröfuhafa, skilningur þeirra á stöðunni og trú þeirra á því að úr rættist, er óvíst að um nokkurt Murr væri að ræða í dag. Þorleifur er afar óhress með íslensku bankana í þessu máli og segir auglýsingar þeirra um s t u ð n i n g við nýsköp- un í land- inu vera h r e i n a blekkingu sem ekkert sé á bakvið. „Þetta hefur verið fjár- magnað af einstaklingum og eigendum félagsins, en bankarnir hafa ekkert viljað gera.“ Áhersla lögð á upprunann á umbúðunum Útlit umbúða fyrirtækisins er gjörbreytt, en það er afrakstur vinnu bandarískra hönnuða sem ætlað er að leggja áherslu á uppruna vörunnar og einkenni. Þannig er t.d. að finna ö r s ö g u r um Ísland, Ve s t f i r ð i e ð a Súðavík á h v e r j u m pakka, eina sögu á hverri tegund, og mun þeim verða skipt út reglulega fyrir nýjar. Þá er skír- skotun á fram- hlið umbúðanna til víkingatím- ans í sögu Íslands og náttúru landsins. Loks er áherslan, enn sem fyrr, lögð á að Murr og Urr vörur innihalda engin viðbótar- eða rot- varnarefni. Verulega aukin umsvif „Aukin umsvif hafa í för með sér stækkun á fyrirtækinu, þegar hafa verið ráðnir fjórir nýir starfsmenn til félagsins og í dag eru 8-9 manns í fullu starfi hjá Murr. Við vonumst eftir góðum viðtökum við nýjum vörum á innanlandsmarkaði, sem og því að ná markaðsfestu erlendis. Við göngum hins vegar ekki með neinar grillur um skjótfenginn gróða, en gerum ráð fyrir því að ná jákvæðri rekstrarniðurstöðu á næstu vikum og mánuðum, sem von- andi verði síðan hægt að byggja á til frekari sóknar. Við horfum því björtum en raunsæjum augum fram á veginn,“ segir Þorleifur Ágústsson. /HKr. Fyrirtækið Murr í Súðavík breytir innmat frá sláturhúsum í hágæða gæludýrafóður: Fyrsta sending af Murr og Urr katta- og hundamat á leið á erlenda markaði Salbjörg Sigurðardóttir frá Svarthamri í Álftafirði í vinnslusal Murr ehf. á Langeyri við Álftafjörð. Sigurdís Samúelsdóttir frá Djúpadal í Barðastrandar- sýslu er nú búsett í Súðavík og vinnur við að umbreyta lítt seljanlegum innmat og öðrum hliðarafurðum frá sláturhúsum landsins í hágæða gæludýrafóður. Kristín Sigurðardóttir, skólastjóri Flóaskóla, sem er á leið í ársleyfi frá skólanum. Um þúsund manns á stóðhestadegi á Selfossi

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.