Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012
Lesendabás
Með tilliti til byggðasjónarmiða
og jafnræðis til búsetuvals er
ekki verjandi að verð á jafn
mikilvægum nauðsynjum og
rafmagni og heitu vatni til hús-
hitunar skuli vera jafn breyti-
legt milli landsvæða og raun
ber vitni. Nauðsynlegt er að
endurskoða núverandi löggjöf
og hefur Framsóknarflokkurinn
lagt fram tillögur á Alþingi um
hvernig jafna megi búsetuskil-
yrði hvað þennan þátt snertir.
Jöfnunarkerfið virkar ekki
Núgildandi kerfi við jöfnun raf-
hitunar virkar þannig að iðnaðar-
ráðherra ákveður upphæð niður-
greiðslna eftir samþykkt fjárlaga
ár hvert. Slík ákvörðun er ekki
einföld, þar sem endurskoðunar-
ákvæði niðurgreiðslu á hverja
kílóvattstund eru ekki bundin
fyrirfram gefnum ramma og þurfa
því að byggjast á mati. Kerfið er
þungt í vöfum og með því að ráð-
herra ákveði tiltekna fjárhæð fyrir
ákveðið tímabil nær kerfið ekki að
mæta örum breytingum á verði
nema með sífelldri endurskoðun.
Dreifing raforku er niðurgreidd
á nánar tilgreindum svæðum með
það að markmiði að stuðla að jöfn-
un kostnaðar við dreifingu raforku
til almennra notenda. Ráðherra
ákveður í reglugerð þá krónutölu
á hverja kílóvattstund sem niður-
greiðsla dreifingarkostnaðar á að
vera og þarf í þeim efnum að reyna
að sjá fyrir verðþróun komandi
mánaða. Reynist mat ráðherra ekki
rétt þarf að breyta reglugerðinni í
samræmi við þróunina.
Af þessu má sjá að kerfinu er í
raun handstýrt af ráðherra og ber
það þess merki að verið er að elta
óhjákvæmilegar verðlagsbreyt-
ingar. Það hefur m.a. í för með
sér að kostnaður notenda á þeim
svæðum þar sem dreifing raforku
er niðurgreidd hefur aukist, vegna
þess að niðurgreiðslan hefur ekki
náð að halda í við verðþróun.
Jöfnunarsjóður
vegna húshitunar- og
raforkukostnaðar
Við höfum fyrirmynd að því
hvernig hægt er að tryggja jöfnuð
án beinnar aðkomu ráðherra eða
ríkisstjórnar. Í dag er starfræktur
flutningsjöfnunarsjóður olíuvara,
sem er fjármagnaður með sér-
stöku flutningsjöfnunargjaldi á
allar olíuvörur sem fluttar eru til
landsins. Neytendastofa ákveður á
þriggja mánaða fresti hversu hátt
gjaldið er og skal það nægja til að
greiða flutningskostnað á olíuvör-
um milli staða innanlands. Þær til-
lögur sem Framsóknarflokkurinn
hefur lagt fram á Alþingi fela í
sér að komið verði á fót sambæri-
legum jöfnunarsjóði fyrir hús-
hitunarkostnað og kostnað við
dreifingu á raforku. Gert er ráð
fyrir því að sjóðurinn yrði fjár-
magnaður með jöfnunargjaldi á
hverja framleidda einingu af orku,
raforku eða jarðvarmaorku, sem
næmi þeim kostnaði sem nauð-
synlegur er á hverjum tíma til að
niðurgreiða að fullu húshitunar-
kostnað og kostnað við dreifingu
raforku. Þannig væri mögulegt að
ná fullkominni jöfnun á kostnaði
á landsvísu. Nái tillagan fram að
ganga yrði skref stigið í rétta átt
varðandi aukið byggðajafnrétti á
Íslandi.
Ásmundur Einar Daðason
Alþingismaður
Framsóknarflokksins
Jöfnun rafmagns- og
húshitunarkostnaðar
Frá árinu 1991 hefur starfað á
Suðurlandi handverkshópur sem
kennir sig við Þingborg. Íslenska
ullin er í aðalhlutverki hjá
Þingborgarhópnum og hefur hann
leitast við að halda merki hennar á
lofti, varðveita gamalt handverk og
skapa nýtt. Einn grunnþátturinn
og aðalsöluvaran í ullarversluninni
í Þingborg er Þingborgarlopinn
og vörur framleiddar úr honum,
en hinn sérunni lopi hefur skapað
þessu handverkshúsi algjöra sér-
stöðu með handverk á íslenskum
markaði.
Það varð snemma grunnstefið
í starfsemi hópsins að láta vinna
fyrir sig lopa úr íslenskri lambsull.
Ullarverksmiðja Ístex hefur unnið
lopa fyrir Þingborg frá upphafi.
Ráðamenn þar hafa verið mjög vel-
viljaðir og komið til móts við sér-
visku okkar með vinnslu á ullinni,
þvegið og kembt í plötur og sýnt
okkur mikla þolinmæði og skilning
og eiga þeir miklar þakkir skildar.
Nánast á hverju ári í tuttugu ár
höfum við Þingborgarkonur farið í
þvottastöð Ístex, fyrst í Hveragerði
og nú í nokkur ár á Blönduósi og
valið ull í þennan lopa. Þar höfum við
stundum farið í gegnum fleiri tonn
af ull til að finna eitt tonn af gæða-
ull sem við viljum í lopann okkar,
handfjötlum hvert einasta reyfi og
vegum og metum. Vitaskuld verður
lambsull að mestu leyti fyrir valinu,
dúnmjúk og yndisleg. Það hefur
verið lærdómsríkt að skoða alla þessa
ull og teljum við okkur vera orðnar
býsna færar í að þekkja góða ull. Nú
síðast vorum við þar helgina 13.-15.
apríl s.l. og tíndum til 800 kg af ull,
sem verður unnin fyrir okkur nú á
vordögum.
Eins og gefur að skilja er ullin
mismunandi, það er gaman að fara
í gegnum troðfulla poka af tandur-
hreinni lambsull en jafn leiðinlegt
þegar hún er spillt af húsvist. Það er
sárt að sjá falleg reyfi með heymor,
heilu pokana af gullfallegri ull sem
hefði getað endað í lopanum okkar,
hefði hún verið rétt meðhöndluð.
Það er nóg að fénu sé gefið í einn
dag fyrir rúning til að ullin sé ekki
gjaldgeng, hún er ótrúlega fljót að
spillast. Eitt er líka mjög ergilegt, en
það eru þófasneplar í toginu, sú ull er
algjörlega ónýt. Með þessum skrifum
okkar viljum við biðla til íslenskra
sauðfjárbænda að vanda betur með-
ferð á ullinni. Sem betur fer eru þeir
fjölmargir sem vanda þetta mjög vel
og af kunnáttu, en því miður sjáum
við það alltof oft að skilningur sé
ekki fyrir hendi. Ull sem á að nýtast
vel, sérstaklega í handvinnslu og
verða að meiri verðmætum, verður
að vera algjörlega laus við rusl, skít
og þófa.
Nóg fellur til af hvítri ull en
ansi er orðið lítið af svörtu, gráu
og mórauðu. Alltaf fer það minnk-
andi ár frá ári, magnið sem kemur
í þvottastöðina í þeim litum, og er
það mikið áhyggjuefni. Við megum
bara alls ekki tapa þessum fjöl-
breyttu litbrigðum úr stofninum,
þau eru verðmæt í öllum skilningi.
Litafjölbreytnin í íslenskum búfjár-
stofnum er alveg einstök, okkur ber
skylda til að varðveita hana, halda
á lofti þessum sérkennum og nýta
okkur þau. Oft er mikil uppgötvun
fyrir erlenda ferðamenn sem koma
í ullarverslunina í Þingborg að sjá
litina í lopanum okkar og fá vitneskju
um að þetta séu hreinir litir frá nátt-
úrunnar hendi, eins hrífast þeir mjög
af flekkóttum gærum sem þar eru til
sölu. Það er mjög sérstakt að allir
þessir litir skuli finnast í einum og
sama sauðfjárstofninum og þetta er
nokkuð sem við megum ekki tapa
niður.
Við skorum á sauðfjárbændur
að halda í litafjölbreytnina, hún er
verðmæt. Þó kjötgæði mislita fjárins
séu alla jafna ekki alveg jafn mikil
og þess hvíta, er hægt að bæta það.
Auðvitað verða bændur að fá sem
mest út úr hjörðinni sinni, en það má
ekki verða til þess að litirnir hverfi.
Þó gaman sé að sjá hjarðir af hvítu,
fallegu fé, þá eru þær mislitu ekki
síður skemmtilegar og gleðja augað.
Ætli það sé ekki konum og börnum
að þakka að þetta skuli þó enn vera
til, börnin hrífast yfirleitt mest af því
mislita og vilja setja á skrautlegustu
gimbrarnar og konurnar sjá fegurðina
í hreinu litunum og möguleikana sem
þeir gefa.
Það á að vera stolt hvers sauð-
fjárbónda að fara vel með ullina
sína, ekki síður en að framleiða gott
lambakjöt. Það er ekki gaman að stór
hluti af ullinni okkar endi bara sem
hálfverðlaus hrávara í gólfteppaiðn-
aði á Bretlandi, þó auðvitað sé sá
iðnaður góðra gjalda verður. Það á
bara að vera okkur metnaðarmál að
ullin okkar nýtist sem mest í vinnslu
hér heima, bæði í handvinnslu og
í vinnslu hjá Ístex. Þannig sköpum
við meiri verðmæti og getum með
stolti haldið á lofti gæðum ullarinnar
og sérstöðu. Vitaskuld er aðbúnaður
sauðfjár og húsakostur misjafn á
bæjum, en það segir ekki alltaf alla
sögu - veldur hver á heldur, það er
meðhöndlunin sem skiptir mestu
máli. Á vef Ístex, www.istex.is, eru
leiðbeiningar um meðferð ullar fyrir,
við og eftir rúning og hvetjum við
bændur til að tileinka sér þau vinnu-
brögð sem þar er mælt með, þá fáum
við enn verðmætari vöru, hærra verð
fæst fyrir ullina og hún nýtist betur
hér innanlands.
Það verður aldrei ofsagt að ull er
gull!
Margrét Jónsdóttir og Ásthildur
Magnúsdóttir, Þingborgarkonur
Einn grunnþátturinn og aðalsöluvaran í ullarversluninni í Þingborg er Þingborgarlopinn og vörur framleiddar úr
honum,
Ull er gull!
Litafjölbreytnin í íslenskum búfjárstofnum er alveg einstök
Nóg fellur til af hvítri ull en ansi er orðið lítið af svörtu, gráu og mórauðu.
Alltaf fer það minnkandi ár frá ári, magnið sem kemur í þvottastöðina í þeim
litum, og er það mikið áhyggjuefni.
Ásmundur Einar Daðason.
Það var margt um manninn þegar
verslunin Farmers Market opn-
aði á nýjum stað á Hólmaslóð 2
á Grandanum í Reykjavík á dög-
unum.
Farmers Market, sem rekin er af
hjónunum Bergþóru Guðnadóttur
og Jóeli Pálssyni, hefur um árabil
hannað og selt íslenskar ullarvörur
með afar góðum árangri. Er nú svo
komið að þau eru meðal stærstu ein-
stöku ullarkaupenda á landinu og
vinna vörur sínar víða um heim. Í
nýju búðinni er fleira til sölu en föt
og lopavörur, m.a. lampar, ýmsir
skrautmunir og meira að segja
íslensk tónlist.
Farmers Market stækkar við sig