Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 15
Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 15 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt! Engin samstaða um Héraðsskólann á Laugarvatni Slitnað hefur upp úr viðræðum Bláskógabyggðar og Fasteigna rík- isins um leigu á rými undir aðstöðu embættis Skipulags- og bygginga- fulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóa, í húsnæði Héraðsskólans á Laugarvatni. Helgi Kjartansson, formaður byggðaráðs Bláskógabyggðar, þekkir vel til málsins. „Já, varðandi Héraðsskólamálið þá tókum við tillögu að leigusamn- ingi frá Fasteignum ríkisins fyrir á síðasta fundi byggðaráðs, þann 28. mars sl. Þessi samningur var þess eðlis að við gátum engan veginn gengið að honum. Samningurinn var óhag- stæðari en síðasta tilboð ríkisins. Það eru skrítin vinnubrögð hjá ríkinu að bjóða samning sem er óhagstæðari en síðasta tilboð þaðan. Ríkið hefði frekar átt að koma með samning sem væri einhver möguleiki á að sveitarfélagið gæti gengið að. Við höfðum hugsað okkur að taka húsnæðið á leigu undir starfsemi Skipulags- og byggingafulltrúa- embættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. En með þessu síðasta tilboði ríkisins virðist það vera úr sögunni. Á síðasta fundi sveitarstjórnar, sem var haldinn á Laugarvatni 12. apríl, samþykkti sveitarstjórn að ráðstafa allri efri hæð hússins að Dalbraut 12 á Laugarvatni undir Skipulags- og byggingafulltrúaem- bættið frá og með 1. júlí n.k. Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að embættið þarf meira rými og betri aðstöðu og með því að fá alla hæðina undir starfsemina er það mál leyst. Þetta þýðir það að sem heilsugæslan sem hefur verið með aðstöðu í húsinu þarf að fara annað. Við vonumst til að finna góðan stað fyrir heilsugæsluna, en mikilvægt er að þessi þjónusta verði áfram í boði á Laugarvatni,“ sagði Helgi. /MHH Sakavottorðs krafist í Bláskógabyggð Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að stjórnendur allra stofnana sveitarfélagsins sjái til þess að aðilar, sem eiga að starfa með börnum og ungmennum, þurfi að framvísa sakavottorði áður en þeir taki til starfa hjá sveitarfélaginu. „Við teljum mikilvægt að þeir aðilar sem starfa með börn- um og unglingum hafi hreinan skjöld, annað gengur ekki upp," sagði Helgi Kjartansson, odd- viti Bláskógabyggðar, er hann var spurður um málið. /MHH Icetrack ehf. - Umboðsaðili ATZ mtdekk.is 28”-38” Söluaðilar: Hljóðlát og endingargóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.