Bændablaðið - 03.05.2012, Side 50

Bændablaðið - 03.05.2012, Side 50
50 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 Steinn Björnsson er þriðji ætt- liður þeirrar ættar sem hefur stundað búskap á Þernunesi. Afi hans byrjaði búskap á Þernunesi árið 1940. Foreldrar hans komu inn í búskapinn 1963 og svo Steinn og systir hans (Jóhanna Björnsdóttir) formlega á þessu ári. Býli? Þernunes. Staðsett í sveit? Þernunes er við sunanverðan Reyðarfjörð og til- heyrir Fjarðabyggð. Ábúendur? Björn Þorsteinsson, Sigríður Steinsdóttir, Steinn Björnsson og Jóhanna Björnsdóttir (auk þess er sonur hennar Björn Sævar Eggertsson líka í heimili). Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Steinn Björnsson (einnig eru hér stundum börnin hans Lilja Rós og Marinó Þór, annars búa þau form- lega hjá móður sinni). Svo eru hér hundarnir Stella og Smali – og einn köttur. Stærð jarðar? Ræktað land er um 35 ha en heildarstærð um 1.000 ha. Tegund býlis? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 450 fjár, 2 hestar og nokkrar hænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er misjafnt eftir árstíðum. Steinn hefur stundað vinnu af bæ á veturna. Fénu er gefið tvisvar á dag, svo eru þessi árstíðabundnu störf; heyskapur á sumrin og smala- mennskur á haustin og fjárrag af öllu tagi. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegust eru sauðburður, heyskapur, og smala- mennskur. Leiðinlegast er að tína grjót úr flögum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðu sniði, vonandi fleira fé og ennþá betri vinnuað- staða. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í ágætis horfi, þó ríkir óvissa í ráð- gjafaþjónustunni um þessar mundir. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, ef við göngum ekki í ESB, skiptum um ríkisstjórn og bætum ekki við fleiri eftirlitsstofn- unum sem hafa þann tilgang einan að íþyngja landbúnaðinum og fleiri greinum atvinnulífsins. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í lambakjöti og unnum mjólkur- vörum, svo sem skyri. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, skyr, súrmjólk, lýsi og rabar- barasulta. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Læri af veturgömlu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Svo sem ekkert eitt sem stendur uppúr. Smalamennskur eru alltaf skemmtilegar. Einnig þær breytingar og framkvæmdir sem auka vinnuhagræðingu í búskap. Nú fer tími lautarferðanna að renna upp og fátt skemmtilegra en að finna sér skógarlund eða laut úti í náttúrunni þar sem börnin geta hlaupið frjáls um og seilst síðan ofaní góðgætis- töskuna sem tekin er með. Hér koma því tvær uppskriftir að tilvöldum réttum fyrir stóra og smáa í lautarferðina. Rice Krispies-kökur 300 g Mars 50 g smjör 120 g Rice Krispies 200 g bráðið mjólkursúkkulaði Aðferð: Takið til um það bil tuttugu muffinsform. Skerið 200 grömm af Marsi í grófa bita og restina af Marsinu í sneiðar. Setjið grófu bit- ana í stóran pott ásamt smjörinu og bræðið yfir lágum hita. Takið af hellunni og hrærið Rice Krispies saman við. Deilið blöndunni í formin, bræðið súkkulaði og hellið því ofan á og skreytið með Mars-sneiðum. Kælið í ísskáp í um það bil hálftíma. Að sjálfsögðu er líka hægt að setja blönduna í stærra form, þekja með súkkulaði, skreyta með Marsi og skera í litla bita. Klúbbsamloka 2 tómatar 4 ananassneiðar 1 msk. smjörlíki eða smjör salt pipar 4 sneiðar af osti 300 g kjúklingabringa 12 brauðsneiðar (samlokubrauð) smjörlíki til steikingar 4 salatblöð 8 sneiðar beikon Aðferð: Setjið smjör á pönnu og steikið kjúklinginn. Kryddið með salti og pipar. Takið kjötið af pönnunni og skerið í bita. Steikið beikonið. Skolið tómatana og skerið í bita. Ristið brauðið og smyrjið brauð- sneiðarnar með smávegis smjöri. Takið fjórar brauðsneiðar og setjið salatblað, tómat, ost og beikon á hverja sneið. Setjið brauðsneið ofan á, setjið á hana salat, kjúk- ling og ananas og setjið svo aðra brauðsneið ofan á. Skerið brauðið í þríhyrninga og berið fram, jafnvel með salati. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR Rice Krispies-kökurnar bráðna í munni og ekki skemmir fyrir að hafa örlítinn Mars-bita ofan á hverri köku. Tilvalið í lautarferðina MATARKRÓKURINN Þernunes Lilja og Marinó.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.