Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 2
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR2 LÖGREGLUMÁL Lögregla rannsakar nú hvort karlmaður á sextugsaldri, sem á sunnudagskvöld var rænd- ur af pilti og stúlku undir tvítugu, hafi falast eftir því að kaupa vændi af stúlkunni. Hún er einungis sex- tán ára. Maðurinn tilkynnti um ránið til lögreglu á sunnudags- kvöld. Hann hafði boðið stúlkunni í heimsókn en þegar hann hleypti henni inn ruddist inn með henni piltur vopnaður hnífi. Ungmennin hótuðu manninum með hnífnum og blóðugri sprautu- nál og rændu af honum peningum, sjónvarpi og síma. Lögregla hefur nú upplýst ránið og ungmennin, sextán ára stúlka og átján ára piltur, hafa játað sök. Sjónvarpið er komið í leitirnar en símanum mun hafa verið hent. Málinu er þó ekki lokið þar með, að sögn Árna Þórs Sigmundsson- ar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Mað- urinn hafði kynnst stúlkunni á stefnumótalínu og í kjölfarið voru þau í frekari samskiptum á spjall- rás áður en þau hittust heima hjá manninum. Árni segir að samskipti manns á þessum aldri við svo unga stúlku gefi tilefni til að rannsaka hvort mögulega hafi verið um vændi að ræða. Í því skyni hafi verið lagt hald á tölvur þeirra beggja og inni- hald þeirra verði nú kannað. - sh Rán í Árbæ er upplýst en aldursmunur geranda og þolanda vakti athygli lögreglu: Rannsaka grun um barnavændi VOPN Fólkið hótaði manninum meðal annars með blóðugri sprautunál. LANDBÚNAÐUR Smitefni riðu hafa fundist í heilasýni kindar sem slátrað var í haust. Sýnið var til rannsóknar á tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keld- um. Er þetta fyrsta riðan sem finnst síðan árið 2010. Kindin var frá bænum Merki í Jökuldal. Þar eru um 530 kindur og undirbúningur að hefjast á niðurskurði á öllu fé á bænum. „Riðan er af afbrigðinu NOR 98 og er þetta fjórði bærinn á Íslandi þar sem þetta afbrigði finnst,“ segir á vef Matvælastofnunar. Bærinn er í svonefndu Héraðs- hólfi en í því greindist síðast riða árið 1997. - óká Farga þarf 530 kindum: Smitefni riðu voru í heilasýni LÖGREGLUMÁL Mikið af þýfi og ólöglegum vopnum fannst við röð húsleita lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu í síðustu viku. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málin og hafa þeir allir komið við sögu lögreglu áður. Búið er að tengja þýfið við muni sem stolið var í sjö til átta innbrotum. Í tilkynningu frá lög- reglu segir að viðbúið sé að hlutir úr fleiri innbrotum eigi eftir að koma við sögu. Rannsókn máls- ins miðar vel og unnið er að því að koma hlutunum aftur í réttar hendur. - sv Þrír menn handteknir: Fundu vopn og töluvert af þýfi LÖGREGLUMÁL Litháískur karl- maður sem var í farbanni vegna fíkniefnadóms er flúinn úr landi. Yfirvöld hér á landi hafa óskað eftir alþjóðlegri handtökuskipun á hendur honum. Talið er að maður- inn hafi farið með flugi frá Kefla- vík til Parísar og þaðan áfram til Ríga í Lettlandi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu bendir allt til þess að maður- inn hafi fengið aðstoð frá útlönd- um við að komast af landi brott. Maðurinn var einn þriggja Litháa sem dæmdir voru fyrir vörslu og framleiðslu fíkniefna í sumarbústað í Ölfusborgum í októ- ber í fyrra. - sv Vilja hjálp erlendra yfirvalda: Flúði land með dóm á bakinu Danir fengu stóra vinninginn Tveir Danir skiptu með sér fyrsta vinn- ingi Víkingalottósins í gær. Potturinn var tvöfaldur og hlaut hvor tæpar 130 milljónir króna í vinning. Einn fékk bónusvinninginn íslenska á áskriftar- miða og fær rúmar fimm milljónir króna. VÍKINGALOTTÓ SAMGÖNGUR „Okkur er algerlega misboðið,“ segir Guðríður Arnar- dóttir, formaður framkvæmdaráðs Kópavogs, sem í gær mótmælti ákvörðun Vegagerðinnar um að hætta að kosta rekstur og viðhald á Vatnsendavegi. Orkuveitan hyggst slökkva á götulýsingunni því eng- inn vill borga rafmagnsreikning- inn. Að sögn Jónasar Snæbjörnsson- ar svæðisstjóra hjá Vegagerðinni var gert samkomulag um að Vega- gerðin greiddi kostnaðinn í kjölfar þess að Elliðavatnsvegi, sem áður var þjóðvegur, var breytt í það sem nú er nefnt Vatnsendavegur þegar ný hverfi risu í upplöndum Kópavogs. Til hafi staðið að fram- lengja Arnarnesveg frá Reykjanes- braut að Breiðholtsbraut og að hann yrði þjóðvegur. Nú sé ekki fyrirséð að það verði á næstu fimm til sex árum. „Vegagerðin sagði einhliða upp þessum samningi; að greiða rekstur af vegakerfi sem er ekki þjóðvegur heldur bara innanbæjargötur í Kópavogi,“ segir Jónas sem kveður kostnaðinn við Vatnsendaveg hafa verið á bilinu átta til tólf milljónir króna á ári. Þar af sé kostnaður við götulýsinguna um fjórðungur. Jónas segir að eftir að samningn- um hafi í september verið sagt upp frá og með áramótum hafi hann átt von á að Kópavogsbær hefði sam- band við Orkuveituna til að taka við greiðslu reikninga þaðan. Reikning- arnir hafi þó haldið áfram að berast til Vegagerðarinnar frá Orkuveit- unni. „Úr því að þeir sögðu að Kópa- vogsbær vildi ekki heldur greiða þá sögðum við að þeir mættu slökkva okkar vegna,“ segir svæðisstjórinn. Guðríður Arnardóttir segir hins vegar að Vatnsendavegur sé ekki á ábyrgð sveitarfélagsins heldur Vegagerðarinnar og um það hafi verið gert samkomulag. „Ef til þess kemur að það verð- ur slökkt á ljósunum á Vatnsenda- vegi þá varpa ég ábyrgðinni alfar- ið á Vegagerðina. Og þeir verða að svara fyrir það,“ segir Guðríður sem auk þess að vera í fram- kvæmdaráði er formaður bæjar- ráðs í Kópavogi. Þess má geta að það sem á við um Vatnsendaveg gildir einnig við um Víkurveg í Reykjavík. Ennfremur vill Vegagerðin ýmsa vegi í þétt- býli út af þjóðvegaskrá, til dæmis Nýbýlaveg, Gullinbrú og Höfða- bakka. Að sögn Guðríðar hafa samskipti bæjaryfirvalda við Vegagerðina ekki verið góð undanfarið. Það eigi við um fleiri mál. „Þetta eru ekki síðustu orð okkar í Kópavogsbæ um þetta mál, það er algjörlega ljóst.“ gar@frettabladid.is Segist munu slökkva ljós á Vatnsendavegi Formanni bæjarráðs Kópavogs misbýður ákvörðun Vegagerðinnar um að borga ekki áfram götulýsingu á Vatnsendavegi. OR segist munu slökkva ljósin greiði enginn rafmagnsreikninginn. Vegagerðin segir Vatnsendaveg innanbæjargötu. BROT AF ÞÝFINU Töluvert magn af þýfi og vopnum fannst við fimm húsleitir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. SPURNING DAGSINS Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR NÝJUNG ÍSLENSKUR OSTUR 100% Vatnsendavegur tengir saman Breiðholtsbraut og Reykjanesbraut ALÞINGI Verð á eldsneyti hefur aldrei verið hærra hér á landi en nú. Málið var tekið fyrir á Alþingi í gær og gagnrýndu þingmenn skattastefnu ríkis- stjórnarinnar harðlega vegna aukinna álagna á elds- neytisverð. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er tilbúinn að leggja málið fyrir nefndina. Meðal þeirra sem létu hörð orð falla um ríkis- stjórnina voru Bjarni Benediktsson og Guðlaug- ur Þór Þórðarson. Guðlaugur benti á að skattar og gjöld á eldsneyti hefðu hækkað um nærri helming á lítra síðan um áramót. Hann hvatti Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar, til að beita sér fyrir því að endurskoða skattastefnuna. Helgi benti á að vöruverð hefði farið hækkandi vegna íslensku krónunnar og rýrnun hennar frá ári til árs. Nauðsynlegt væri að hafa í huga þann vítahring sem skapast gæti við miklar kaupgjalds- hækkanir sem leiddu af sér miklar verðlagshækk- anir. Hann tók undir að full ástæða væri til að hafa áhyggjur af hækkandi bensínverði. „En þá kannski ekki síður þætti álagningarinnar í bensínverðinu,“ sagði hann og bætti við að hann væri tilbúinn að taka málið inn í nefndina til að fara yfir þátt álagningar olíufélaganna og áhrif gjald- anna og þróunar verðs á heimsmörkuðunum á olíu- verðið. - sv Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu aukin eldsneytisgjöld á Alþingi: Álagning olíufélaganna líklega skoðuð HELGI HJÖRVAR BJARNI BENEDIKTSSON GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON SELJAHVERFI Reykjavík VATNSENDAHVARF SALAHVERFI Kópavogur Garðabær Breiðholtsbraut Re yk ja ne sb ra ut Vat nse nda veg ur MENNTAMÁL Magnea Lena Björns- dóttir, formaður foreldrafélags Húsaskóla, er hætt í stýrihópi vegna sameiningar unglinga- deilda skólans og Hamraskóla. Magnea tilkynnti úrsögn sína á fjölmennum fundi í Hamraskóla í gærkvöld. „Ég trúi ekki lengur á þessa sameiningu,“ segir Magnea. „Við höfum enn ekki fengið þau svör sem við þurfum.“ Elín Hjálms- dóttir, formaður foreldrafélags Hamraskóla, sagði sig úr stýri- hópnum í síðustu viku. - sv Foreldrar ósáttir við flutning: Formenn hætta í stýrihópnum Bjarni, þarf ekki bara að lengja árnar? „Lengjum bara tímabilið. Björn Blöndal rithöfundur sýndi fram á að það er hægt að veiða alla mánuði ársins - þótt það sé reyndar gasalega erfitt í febrúar.“ Stangaveiðifélag Reykjavíkur reynir nú að fá lengingu á veiðitímabilið í Elliðaánum vegna þess að eftirspurn félagsmanna eftir leyfum í ánni er miklu meiri en framboðið. Bjarni Júlíusson er formaður félagsins. EGYPTALAND Talið er að minnst 73 hafi látist og meira en þúsund manns særst í uppþotum á fót- boltaleik í Egyptalandi í gær. Átök brutust út meðal áhorf- enda eftir að leik milli liðanna Al Masry og Al Ahly lauk í borginni Port Said. Fólk hópaðist út á leik- vanginn og veittist hvert að öðru með bareflum. Sumir létust af völdum stungusára og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að atvikið sé það alvarlegasta í fótboltasögu Egyptalands. - sv Minnst 73 látnir eftir uppþot: Harmleikur á fótboltaleik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.