Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 6
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR6 EFNAHAGSMÁL Náin tengsl breyt- inga á gengi krónunnar og verð- bólgu hafa orðið til þess að rýra trúverðugleika Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri grein Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors í nýjasta hefti efnahagsritsins Vís- bendingar. Gylfi, sem sæti á í pen- ingastefnunefnd Seðlabankans, bendir á að árið 2003 sé eini tím- inn þar sem bankinn hafi náð verð- bólgumarkmiði sínu. Í grein sinni kemst Gylfi að þeirri niðurstöðu að stöðugt gengi sé forsenda fyrir stöðugu verðlagi hér á landi, enda séu náin tengsl gengis og verðlags einkennandi fyrir mjög lítil hagkerfi og útskýri mikla og sveiflukennda verðbólgu í þeim löndum. „Kerfi með föstu gengi myndi því framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögu- legt,“ segir Gylfi og telur þátttöku í evrópska myntsamstarfinu virð- ast eina framkvæmanlega fast- gengiskerfið. „Valið stendur því á milli þess að taka þátt í evrusam- starfi eða hafa fljótandi gengi með Tobin-skatti og öðrum aðgerðum sem ætlað er að draga úr sveiflum á gengi krónunnar.“ Gylfi vísar til niðurstöðu nýlegr- ar ritgerðar um að gengisbreyting- ar hafi meiri áhrif á verðákvarð- anir hér en í öðrum þróuðum ríkjum. „Fyrirtæki sem nota inn- flutt aðföng breyta verði í kjölfar gengisbreytinga og önnur fyrir- tæki fara svo eftir þróun verðvísi- tölu neysluverðs.“ Til þess að taka á sveiflum krón- unnar með viðskiptakjörum og spákaupmennsku á markaði, mætti taka upp fyrrnefndan Tobin-skatt á gjaldeyrisviðskipti. Og þar sem hann feli ekki í sér magntakmark- anir segir Gylfi hann samræmast reglum EES-samningsins. Skatt- urinn komi því vel til greina sem hluti af endurbættu peningakerfi í kjölfar þess að gjaldeyrishöft verði afnumin. Tekjur af Tobin skatti gætu orðið verulegar, auk þess sem með honum fengi Seðlabankinn öflugra tæki til að hafa áhrif á hagþróun, að mati Gylfa. Hann bendir á að eins prósents skattur á kaup og sölu gjaldeyris, ofan á það sem til dæmis Arion banki ákvæði, fæli í sér að vildi fjárfestir kaupa krónur í byrjun viku og selja í lok hennar jafngilti skatturinn 180 prósenta kostnaði á ársgrundvelli. Því þyrfti vaxtamunur að nema 180 prósent- um hið minnsta til að það borgaði sig að stunda spákaupmennsku. olikr@frettabladid.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? VITA® ofnar VITA handklæðaofn kúptur króm 50x120 cm 18.990 VITA handklæðaofn beinn hvítur 50x80 cm 7.990 Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum Kerfi með föstu gengi myndi því framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt. GYLFI ZOËGA HAGFRÆÐINGUR SNJÓMOKSTUR Einhver kynni að líkja baráttunni við verðbólgu hér á landi við eilífðarmokstur. Í nýrri grein í Vísbendingu segir Gylfi Zoëga, hagfræðingur sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, tvær færar leiðir í baráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hægt að beisla verðbólguna með evru eða Tobin-skatti Árið 2003 er eini tíminn sem Seðlabankinn hefur náð verðbólgumarkmiði sínu. Gylfi Zoëga hagfræðingur segir gengisbreytingar hafa mikil áhrif á verð hér. Skattleggja verði gjaldeyrisviðskipti eða taka upp evru. Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn James Tobin stakk árið 1972 upp á skatti á gjaldeyrisviðskipti sem síðan var við hann kenndur. Með Tobin-skatti eru skattlögð einstök viðskipti þar sem einum gjaldmiðli er skipt í annan. Með þessu er sett viðbótargjald á gjaldeyrissnúninga til þess að draga úr sveiflum gjald- miðla. Nicholas Sarkozy Frakklands- forseti tilkynnti í byrjun vikunnar að frá og með ágúst yrði tekinn upp 0,1 prósents skattur á fjármagns- flutninga þar í landi, hvort sem Tobin-skattar yrðu teknir upp annars staðar í ESB-löndum eður ei. Tobin-skattur? SVÍÞJÓÐ Sprengjutilræðið við lög- reglustöð í Malmö í gær var að öllum líkindum hefndaraðgerð glæpagengis. Undanfarin ár hafa nokkrar skotárásir og sprengju- árásir verið gerðar á lögreglu- stöðvar í Malmö. Sprengjan sprakk í fyrrinótt um hálfþrjúleytið. Engan sakaði en byggingin er mikið skemmd. Lögreglan segist hafa upplýs- ingar um að einn eða tveir menn hafi staðið að árásinni og vitað sé í hvaða átt þeir flúðu, en vildi lítið annað gefa upp. Tvær skotárásir voru gerðar á lögreglustöðvar í Malmö á síðasta ári og ein árið 2010. Íbúar í Malmö eru óttaslegn- ir vegna ofbeldisglæpa sem hafa verið algengir þar í borg síðustu árin. Síðustu tvo mánuði hafa sex manns látist í skotárásum í Malmö. Síðast á þriðjudag var 48 ára maður myrtur í skotárás í Malmö. Lögreglan telur að það morð teng- ist starfsemi skipulagðra glæpa- gengja í borginni. Ákveðið hefur verið að efla lög- gæslu í Malmö af þessu tilefni, en yfirvöld segja þó að ofbeldisglæp- ir séu ekki algengari í Malmö en öðrum stærri borgum Svíþjóðar, sé miðað við höfðatölu. - gb Íbúar í Malmö skelkaðir vegna ofbeldisglæpa síðustu ára: Árás beint gegn lögreglunni FRÁ MALMÖ Árásir á lögreglustöðvar hafa verið nokkrar síðustu árin. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Lögreglu hafði í gærkvöldi enn ekki tekist að hafa hendur í hári þess sem tal- inn er hafa sprengt heimatilbúna sprengju á Hverfisgötu snemma á miðvikudagsmorgun. Vitni hefur greint frá því að skömmu eftir að sprengjan sprakk hafi það séð lágvaxinn, feitlaginn mann á miðjum aldri hlaupa af vettvangi og aka brott á litlum, hvítum sendiferðabíl. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins sýnir upptaka úr örygg- ismyndavél skammt frá mann á hlaupum setjast upp í bíl og aka á brott. Vettvangurinn sjálfur og sprengingin sést hins vegar ekki á upptökum. Lögregla telur yfirgnæfandi líkur á að maðurinn á myndskeið- inu beri ábyrgð á sprengingunni og hefur lagt mikið kapp á að hafa uppi á honum. Á upptökunni er auðvelt að greina gerð bílsins en bílnúmerið er ógreinilegra og það hefur tor- veldað leitina. Athygli hefur vakið að lögregla kom ekki á vettvang og girti af svæðið í kringum hann fyrr en um tveimur klukkustundum eftir að fyrsta ábending barst um spreng- inguna. Jón Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að mistök hafi valdið því að fyrsta ábendingin var ekki tekin nógu alvarlega. Þau vinnubrögð verði könnuð sérstaklega. - sh Lögregla telur næsta víst að maður sem sést á upptöku beri ábyrgð á sprengju: Bílnúmerið ógreinilegt á upptökunni NOREGUR, AP Tveir menn, Mikael Duvud og Shawan Sadek Saeed Bujak, voru dæmdir í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa skipulagt hryðjuverk í Danmörku. Sannað þótti að þeir hafi ætlað að gera árás með sprengjum á skrifstofur danska dagblaðsins Jyllandsposten og á einn þeirra skopmyndateiknara sem gerðu skopmyndir af Múhameð spá- manni, sem birtust í blaðinu haustið 2005. Þriðji maðurinn hlaut styttri dóm fyrir að hafa útvegað þeim sprengiefni. - gb Dómur fallinn í Noregi: Hugðust ráðast á skopteiknara ÚR ÖRYGGISMYNDAVÉL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni og hvítri Renault Kangoo sendibifreið í tengslum við rannsókn hennar á sprengju sem fannst neðst á Hverfisgötu í fyrradag. Lögregla vinnur úr ábendingum og hefur meðal annars haft tal af manni sem auglýst var eftir, en hann var á biðstöð fyrir strætis- vagna neðst á Hverfisgötu. MYNDIR/LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU BANDARÍKIN Bandaríski vopna- framleiðandinn Sandia hefur hannað fjarstýrða byssukúlu sem getur hæft skotmörk í allt að tveggja kílómetra fjarlægð. Kúlan er hönnuð fyrir banda- ríska herinn. Byssukúlan lítur út eins og 10 sentimetra langt flugskeyti. Hún fær kraft sinn úr hefðbundinni púðurhleðslu eins og aðrar byssu- kúlur, samkvæmt frétt BBC. Kúlunni er stýrt í mark sem lýst hefur verið upp með þar til gerð- um leysigeisla. Sérfræðingar vara við hættu sem þessi nýjung gæti valdið í höndum óprúttinna einstaklinga þar sem hún gæti auðveldað skot- árás af löngu færi. - bj Prófuðu fjarstýrða byssukúlu: Hittir skotmark sitt á 2 km færi SVÍÞJÓÐ Yfir 60 prósent þeirra skipa sem notuð eru til að smygla vopnum og fíkniefnum eru í eigu fyrirtækja innan Evr- ópusambandslandanna og eða Natólanda, að því er niðurstöður könnunar alþjóðlegu friðarstofn- unarinnar Sipri í Stokkhólmi sýna. Mörg skipanna sigla undir fána Panama, Líberíu og Belize. Könnun Sipris leiðir í ljós að skip í eigu þýskra fyrirtækja hafa komið við sögu í 20 prósent- um skráðra tilfella um vopna- og fíkniefnasmygl, grísk skip koma við sögu í yfir 10 prósentum til- fella og bandarísk í átta prósent- um tilfella. - ibs ESB-skip í smyglleiðöngrum: Vopn og fíkni- efni um borð Ert þú fylgjandi því að lögum um líffæragjafir verði breytt þannig að gengið sé út frá sam- þykki látinna? Já 73,4% Nei 26,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú verið á sjó? Segðu þína skoðun á Vísi.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.