Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 18
18 2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
S
tutt en áhugaverð umræða fór fram um EES-samninginn á
Alþingi fyrr í vikunni. Tilefnið var skýrsla norskra stjórn-
valda um samninga Noregs við Evrópusambandið. Þar er
meðal meginniðurstaðna að EES-samningurinn hafi verið
norskum hagsmunum mjög til framdráttar en hins vegar
felist í honum verulegt fullveldisafsal, á mun víðtækara sviði en
menn sáu fyrir í upphafi, enda taki reglur ESB nánast sjálfkrafa
gildi í Noregi án þess að norsk stjórnvöld geti haft á þær áhrif. Í
þessu felist sömuleiðis mikill lýðræðisvandi.
Í umræðunum á Alþingi virtust þingmenn almennt taka undir
þessa niðurstöðu og að hún ætti líka við um Ísland; þ.e. að í EES-
samningnum fælist umtalsvert fullveldisframsal. Það vekur hins
vegar athygli að í þessu efni var komið að tómum kofunum hjá yfir-
lýstum andstæðingum Evrópusambandsaðildar. Þeir höfðu lítið sem
ekkert fram að færa um það hvernig mætti bæta úr þeim vanda.
Þannig lagði enginn þeirra til
að EES-samningnum yrði sagt
upp, enda átta sig líklega flestir
á því að það væri ekki íslenzkum
hagsmunum til framdráttar.
Vigdís Hauksdóttir þingmaður
Framsóknarflokksins vildi hins
vegar að íslenzk stjórnvöld yrðu
duglegri að nota neitunarvaldið,
sem þau hafa í orði gagnvart nýrri löggjöf frá Evrópusambandinu.
Frá upphafi hafa flestir þó verið sammála um að því valdi yrði ekki
beitt, að minnsta kosti ekki sem neinu nemur, vegna þess að þá væri
botninn dottinn úr hinu sameiginlega efnahagssvæði með sameigin-
legum reglum, sem samningurinn gengur út á.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins, rifjaði upp niðurstöðu nefndar sem skilaði af sér 2007
og hvatti til þess að leiðir til áhrifa á Evrópulöggjöfina, sem Ísland
hefur samkvæmt EES-samningnum, yrðu nýttar betur, til dæmis
með því að taka aukinn þátt í starfi nefnda ESB og mæta á fundi
rúmlega 400 nefnda í stað 200.
Þetta myndi reyndar útheimta umtalsverð fjárútlát og mun meiri
íslenzkan mannskap í Brussel. Í þessu samhengi má nefna að þótt
það hafi kannski verið ofmælt hjá Ásmundi Einari Daðasyni þing-
manni Framsóknarflokksins í umræðunum að Noregur sé „gríðar-
lega stórt og öflugt ríki“ þá eru Norðmenn talsvert fleiri og ríkari en
Íslendingar. Þeir hafa margfalt fleiri embættismenn í því að reyna
að hafa áhrif á kerfið í Brussel. Það breytir ekki niðurstöðu norsku
skýrslunnar um fullveldisafsalið.
Það er rétt hjá málshefjandanum, Þorgerði Katrínu Gunnars-
dóttur, að þeir sem hafa áhyggjur af fullveldisafsali þegar rætt er
um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu ættu að vera
sjálfum sér samkvæmir og gera eitthvað við fullveldisafsalinu sem
felst í EES. Ef þeir vilja ekki segja samningnum upp, er rökrétt
niðurstaða að stíga skrefið inn í ESB til þess að fá raunveruleg áhrif
á þær ákvarðanir, sem við munum þurfa að hlíta hvort sem er. Eins
og umræðan á þingi sýndi, er djúpt á lausn sem liggur á milli þess-
ara kosta.
Það er algert lágmark að Alþingi taki einhverja afstöðu til þess
vanda að núverandi staða er augljóst brot á stjórnarskránni. Úr því
mætti bæta með því að setja í hana ákvæði sem heimilar að fram-
selja ríkisvald til alþjóðastofnana. Slík stjórnarskrárbreyting er
nauðsynleg, hvort sem Ísland gengur í ESB eða ekki.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
HALLDÓR
Víða getur ferðaþjónusta og orku-vinnsla farið vel saman.“ Svo segir
m.a. í umsögn Samtaka ferðaþjónust-
unnar um drög að þingsályktunartillögu
um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða
– rammaáætlun. Samtökin leggjast hins
vegar gegn orkunýtingu á tilteknum
svæðum. En hver eru tengsl orkunýting-
ar og ferðaþjónustu?
Græna orkan trekkir
Fyrst ber að nefna að í tengslum við
landkynningu er gjarnan leitað til
íslenskra orkufyrirtækja og þau feng-
in til að setja þar nýtingu endurnýjan-
legrar orku í forgrunn. Þá heimsækir
mikill fjöldi gesta íslenskar virkjanir og
upplýsingamiðstöðvar orku- og veitu-
fyrirtækja á ári hverju, alls vel á annað
hundrað þúsund. Aukinn hlutur endur-
nýjanlegra orkugjafa hefur enda lengi
verið eitt helsta viðfangsefni opinberrar
stefnumótunar víða um heim en þar er
Ísland í einstakri stöðu. Erlendir gestir
vilja því gjarnan kynna sér nýtingu
umhverfisvænnar orku hérlendis, þ.e.
vatnsafls og ekki síður jarðhita (sem
færri þekkja).
Þá hafa sum orku- og veitufyrir-
tæki lagt verulega fjármuni í gerð
göngustíga, uppgræðslu og kortagerð
af svæðum í nágrenni sinna virkjana,
að ógleymdri aðstöðu sem beinlínis er
reist til að taka á móti gestum. Loks
taka þessi fyrirtæki á móti fjölda gesta
í sínum höfuðstöðvum. Oft er þar ekki
um að ræða ferðamenn í hefðbundn-
um skilningi, heldur erlenda gesti úr
heimum vísinda, viðskipta og stjórnmála
– „verðmæta“ ferðamenn sem hingað
koma ekki síst vegna grænu orkunnar.
Bláa lónið er afsprengi jarðhitavirkj-
unar. Lónið sækja um 400 þúsund manns
á ári. Perlan er byggð á heitavatns-
tönkum. Um 600 þúsund manns koma í
Perluna á ári hverju. Helstu leiðir ferða-
manna inn á hálendi Íslands eru eftir
vegum sem upphaflega tengjast fram-
kvæmdum við virkjanir og línulagnir.
Þannig mætti áfram telja. Eins og öll
önnur fyrirtæki nýta loks orku- og veitu-
fyrirtæki þjónustu flugfélaga, gisti-
húsa, bílaleiga, rútubíla, veitingaaðila
o.s.frv., ekki síst á tímum virkjanafram-
kvæmda. Hagsmunir greinanna fara því
vel saman.
Orkunýting og ferðaþjónusta
Orkunýting
náttúrusvæða
Gústaf Adolf
Skúlason
aðstoðarfram-
kvæmdastjóri
Samorku
Fullveldisafsal og lýðræðishalli í EES:
Tómir kofar
Holur hljómur
Vigdís Hauksdóttir hefur betra nef
fyrir samsæriskenningum en flestir
– einkum og sér í lagi ef þær snerta
Evrópusambandið. Að því hefur áður
verið vikið á þessum stað. Á þingi í
fyrradag fór fram umræða um kon-
urnar sem ganga með iðnaðarsílíkon
í brjóstum. Vigdís gat ekki setið á sér
og benti á að Evrópusam-
bandinu hefði borið að
hafa eftirlit með innihaldi
sílíkonpúðanna en það
hefði brugðist. Kannski
það, en hljómurinn væri
ef til vill ekki svona holur
ef hann bærist úr
annarri átt.
Fátt eftir
Vígdís hefur þegar ýjað að því að
gjaldeyrishöftin og kvótafrumvörp
ríkisstjórnarinnar megi rekja til
Evrópusambandsins. Það sama er að
segja um stóra iðnaðarsaltsmálið og
manntal Hagstofu Íslands. Svo velti
hún því eitt sinn upp hvort viðbrögð
Íslendinga við afmæliskveðju frá
Hillary Clinton hefðu litast af því að
kveðjan hefði borist á 17. júní, sama
dag og formlegar aðildarviðræður við
Evrópusambandið hófust.
Það er ekki margt
eftir í samfélaginu
fyrir Vigdísi að smíða
ESB-samsæri
utan um.
Hún á afmæli í dag
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
átti þriggja ára afmæli í gær. Af því til-
efni hófu þingmenn daginn á að rök-
ræða hvort fagna bæri afmælinu eða
flagga í hálfa stöng. Sumir töldu hana
hafa staðið sig svo illa að það færi
í sögubækurnar. Það voru stjórnar-
andstæðingar. Aðrir sögðu hana hafa
áorkað ótrúlegustu hlutum. Þeir
voru í stjórnarliðinu. Ófrjórri verða
umræður ekki. Samt eru þær endur-
teknar nánast vikulega. Gott
væri ef þingmenn nýttu
tímann í að vinna og
bitust svo um hismið
í hádegishléinu.
stigur@frettabladid.is