Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 26
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR26
timamot@frettabladid.is
Móðir okkar,
Svava Sigurðardóttir,
áður til heimilis að Skúlagötu 20,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn
3. febrúar kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rúdolf Ingólfsson
Unnur Ingólfsdóttir
Jean Jensen
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ása Guðmundsdóttir
hússtjórnarkennari frá Harðbak,
lést sunnudaginn 29. janúar sl. Útförin fer fram frá
Áskirkju fimmtudaginn 16. febrúar kl. 15.00.
Guðmundur Þorgeirsson Bryndís Sigurjónsdóttir
Gestur Þorgeirsson Sólveig Jónsdóttir
Eiríkur Ingvar Þorgeirsson Ragnheiður Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Kristinn Helgi Gíslason
fyrrverandi bæjarverkstjóri,
Hornbrekkuvegi 5, Ólafsfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 29. janúar sl.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn
4. febrúar klukkan 14.00.
Sigríður Vilhjálms
Gísli Kristinsson Ragnhildur Vestmann
Sigurður Kristinsson Þorgerður Jósepsdóttir
Íris Hrönn Kristinsdóttir Ingvar Karl Þorsteinsson
afabörn, langafabörn og systkini hins látna.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför elskulegs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Jóns Helgasonar
Mýrarvegi 111, Akureyri.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar, starfsfólks Lerki-
og Asparhlíðar og alls þess góða fólks, sem annaðist
hann í erfiðum veikindum.
Snjólaug F. Þorsteinsdóttir
Ólína E. Jónsdóttir Halldór M. Rafnsson
Þorsteinn St. Jónsson Hildur Edda Ingvarsdóttir
Helgi Rúnar Jónsson Olga Hanna Möller
Margrét Elfa Jónsdóttir Arnór Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir,
amma, systir og mágkona,
Guðlaug Sigurðardóttir
Skipalóni 27, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
6. febrúar kl. 13.00.
Sigurður S. Szarvas Elisabeth Haugen
Sindri Ó. Szarvas
Andri A. Szarvas
Sveinn Sigurðsson Kolbrún Oddbersdóttir
Pétur Sigurðsson
Agnes Sigurðardóttir Björn Birgir Björgvinsson
Gunnar Sigurðsson Hafdís Jensdóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls
eiginkonu, móður, tengdamóður
og ömmu,
Bjarkeyjar Sigurðardóttur
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 16. janúar sl.
Páll Sveinsson
Unnur Pálsdóttir
Gylfi Pálsson Delia Neri
Guðlaug M. Pálsdóttir Gunnar Stefánsson
og barnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð, stuðning og hlý-
hug við andlát og útför okkar ástkæra
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
Svavars F. Kjærnested
Kleppsvegi 134, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar
E-13 Landspítalanum Hringbraut, starfsfólki
Líknardeildarinnar í Kópavogi, sem og Heimahjúkrun.
Svanlaug Jónsdóttir
Borgþór S. Kjærnested
Ragnheiður Kjærnested Ásmundur Jónsson
Erna S. Kjærnested Gunnar Benediktsson
Kolbrún Svavarsdóttir Heiðar Bjarndal Jónsson
Erling S. Kjærnested Anna Sigurrós Össurardóttir
Þórhildur S. Kjærnested Kristinn Friðjónsson
Sigrún Alda S. Kjærnested Kristófer Kristófersson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þóra Jónsdóttir
Thorlacius
frá Moldhaugum,
lést þann 23. janúar sl. á Dvalarheimilinu Hlíð. Útförin
fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. febrúar
kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Dvalarheimilið Hlíð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Arnþór Jón Þorsteinsson Guðlaug H. Jónsdóttir
Ester Þorsteinsdóttir
Þröstur Þorsteinsson Saard Wijannarong
Rósa Þuríður Þorsteinsdóttir Bjarni Rafn Ingvason
Eygló Helga Þorsteinsdóttir Baldur Jón Helgason
Margrét Harpa Þorsteinsdóttir Oddur Helgi Halldórsson
Ása Björk Þorsteinsdóttir Kristþór Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn
JAMES JOYCE skáld (1882-1941) fæddist þennan dag.
„Þjóð er fólk sem býr á sama stað.“
Guðrún Ingólfsdóttir rannsakaði
meðal annars handritamenningu
kvenna í doktorsritgerð sinni sem
gefin hefur verið út í bókinni „Í hverri
bók er mannsandi.“ Handritasyrpur –
bókmenning, þekking og sjálfsmynd
karla og kvenna á 18. öld.
Hún segir frá niðurstöðum sínum í
fyrirlestrinum Bóklausar og blindar?
Handrit í höndum kvenna sem fram
fer á vegum Rannsóknastofu í kvenna-
og kynjafræðum í stofu 132 í Öskju í
dag klukkan tólf.
„Í rannsókn minni gerði ég skrá
yfir handrit í eigu kvenna og komst
meðal að því að bókaeign þeirra var
fjölbreyttari en mig óraði fyrir. Það
er töluvert af mýtum í gangi um þátt
kvenna í bókmenningu og mikið hefur
verið gert úr því að konur hafi einkum
lesið og átt trúarleg rit. Ég komst að
því að svo er ekki,“ segir Guðrún sem
fór skipulega yfir handrit frá 17., 18.
og 19. öld til þess að rannsaka bóka-
eign kvenna.
Doktorsritgerð hennar einskorð-
ast þó við 18. öldina. „Ég hef mikinn
áhuga á 18. öldinni, hún er svo dýna-
mísk, upplýsingin var helsta hug-
myndastefnan á þeirri öld og margir
fræðimenn álíta að þá höfum við stað-
ið á þröskuldi nútímans. Sérhæfn-
in var að verða meiri á þessum tíma
með auknum rannsóknum, þannig að
örðugra var að hafa yfirsýn yfir allan
heiminn. En einmitt þess vegna er
spennandi að skoða handrit frá tíma-
bilinu og athuga hvernig menn reyndu
að höndla heiminn í einu handriti.“
Handritin sem Guðrún rannsakaði
eru svokallaðar handritasyrpur en
það eru handrit með fjölbreytilegu
efni, skrifuð af einum skrifara. „Það
má segja að skrifararnir séu höfundar
bókanna þó að þeir séu ekki höfundar
efnisins. Þeir sönkuðu efninu að sér
og skipuðu því niður,“ segir Guðrún
sem leitaði logandi ljósi að handrita-
syrpu frá 18. öld sem væri skrifuð af
konu. „Mér tókst ekki að finna slíka en
ég fann handrit sem var skrifað fyrir
konu, Þóreyju Björnsdóttur, húsmóður
á menningarheimili við upphaf aldar-
innar, sem ég rannsakaði sérstaklega.“
Ýmsar ályktanir um heimsmynd
manna og lífssýn má draga af hand-
ritasyrpunum að sögn Guðrúnar. „Ég
hef ástæðu til að ætla að Þórey hafi
haft hönd í bagga með að velja efnið
í handriti hennar og það segir því
ýmislegt um stöðu hennar sem hús-
móður og uppalanda. Uppistaðan í
handriti hennar er kveðskapur og
þar er einnig ýmiss konar fræðslu-
efni, til dæmis stærðfræði og tíma-
talsfræði, en ýmsar fyrri alda konur
voru sleipar í tímatalsútreikningi. Í
aftasta hluta handritsins er svo kveð-
skapur til að skemmta Þóreyju sjálfri,
þar eru til dæmis lausavísur eftir Pál
Vídalín sem var hálfgerður poppari
þess tíma.“
Guðrún segir meira til af handrit-
um úr eigu íslenskra kvenna frá 19. öld
og þau sýni að konur hafi haft áhuga á
veraldlegum kveðskap og fjölbreytt-
um fróðleik. „Konurnar vildu ekki
bara sitja með sálmabók í skauti.“
sigridur@frettabladid.is
GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR: RANNSAKAÐI BÓKMENNINGU KVENNA
HEIMURINN Í EINU HANDRITI
GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR Bókaeign kvenna á fyrri tíð var fjölbreyttari en gert hefur verið ráð
fyrir til þessa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA