Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 70
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR54 MORGUNMATURINN „Ég fæ mér oftast eina litla skál af léttri AB-mjólk, ávaxtasafa, ef hann er til, og svo kaffi.“ Lovísa Arnardóttir, nemi og ráðgjafi hjá UNICEF á Íslandi. „Þegar við fórum að skoða tölurnar komust við að því að það myndi frekar borga sig að einbeita sér að því að reka skemmtistað,“ segir Ásgeir Kol- beinsson, einn af eigendum skemmtistaðarins Austur. Ásamt því að vera skemmtistaður hefur Austur verið rekið sem steikhús undanfarin misseri. Nú hafa Ásgeir og félagar ákveðið að hætta því, en halda eldhúsinu þó opnu fyrir hópa sem leggja stað- inn undir veislur og aðra skemmtanir. „Það hefur verið vinsælast í matnum; vinnuhóp- ar og ferðamenn. Við viljum halda því áfram, gera það enn betur og svara eftirspurninni, sem er til staðar, um að fá staðinn undir hópa. En við hættum að vera með à la carte-matseðil alla daga vikunn- ar,“ segir Ásgeir. Austur byrjaði sem skemmtistaður og það má því segja að staðurinn sé að fara aftur til upprunans. Ásgeir segir rekstur steikhússins og skemmtistað- arins ekki hafa farið vel saman. „Helsta ástæðan er sú að það er erfitt að reka svona stóran og vinsælan skemmtistað á meðan það er alltaf verið að biðja um að fá hann leigðan undir skemmtanir, afmæli eða veislur,“ segir hann. „Við þurftum að hafna slíku vegna þess að veitingastaðurinn var opinn. Það passar ekki alveg að vera með veislu í gangi á meðan fólk situr og er að borða.“ Þurftirðu að segja mörgum upp? „Nokkrum, ekki mörgum. Flestum var hægt að koma fyrir á öðrum veitingastöðum í bænum.“ Ásgeir segir að eftir sem áður verði Austur opið á daginn, með kaffi og kökur á boðstól- um, auk þess sem ýmislegt annað er á döf- inni, að sögn Ásgeirs. atlifannar@frettabladid.is Austur hættir að vera steikhús AFTUR TIL UPPRUNANS Austur byrjaði sem skemmti- staður, þangað til Ásgeir Kolbeinsson breytti staðnum í steikhús. Í dag er Austur aðallega skemmti- staður. Eskimo-umboðsskrifstofan leit- ar nú að stúlkum til að taka þátt í nýrri fyrirsætukeppni er nefn- ist Eskimo-stúlkan 2012. Keppnin verður með öðru sniði en áður því sigurvegarinn fer ekki út í áfram- haldandi keppni heldur kemst á samning hjá hinni virtu Next umboðsskrifstofu. Andrea Brabin, eigandi Eskimo, segir keppnina vera stökkpall fyrir stúlkur sem vilja reyna fyrir sér í fyrirsætustarfinu. „Verðlaun- in eru með öðru sniði en gengur og gerist, stúlkan fer ekki út í aðra keppni heldur fær samning beint héðan við Next. Sú sem sigrar fær flug til New York í boði Next Models, gistingu í einni af módel- íbúðum stofunnar og minnst þrjár tökur með reyndum ljósmyndur- um. Þarna gefst þeim því tækifæri til að kynnast þessum heimi, öðl- ast reynslu og byggja upp möppu.“ Þá hlýtur sigurvegarinn hundrað þúsund króna peningaverðlaun ásamt forsíðumyndatöku fyrir vef- ritið Nude Magazine. Fyrirsæturnar Anja Rubik og Abbey Lee eru á meðal þeirra heimsþekktu fyrirsæta sem eru á skrá hjá Next auk Brynju Jón- bjarnardóttur, Kolfinnu Krist- ófersdóttur og Elmars Johnson. „Við höfum lengi verið í samstarfi við Next og því þótti okkur eðlilegt skref að vinna með þeim að keppn- inni. Aðaldómari kvöldsins verður svo Jason Valenta, helsti útsendari Next Models World Wide.“ Leitað er að stúlkum frá fjór- tán ára aldri og þurfa þær að vera minnst 170 sentimetrar að hæð. Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum vefpóstinn eskimo@ eskimo.is. - sm Samningur í verðlaun NÝ KEPPNI Eskimo-stúlkan er ný fyrir- sætukeppni á vegum Eskimo umboðs- skrifstofunnar. Opið laugard. kl. 10-14 www.bbkeflavik.com Bed And Breakfast (Gistihús Keflavíkur) · Keflavíkurflugvelli Valhallarbraut 761 · 235 Reykjanesbæ · Sími 426 5000 FRÍTT- við geymum bílinn þinn. FRÍTT- ferðir til og frá flugvellinum. FRÍTT- uppfærsla í DeLuxe herbergi í febrúar-apríl. Frábært verð! 2 fyrir 1 af lambasamlokum í febrúar. Nýbýlavegi 32 www.supersub.is „Við höfum útbúið tvær tegundir af límmiðum fyrir þá sem þess óska,“ segir Guðrún María Guð- mundsdóttir, ritstjóri og sviðs- stjóri hjá Já. Já hefur látið hanna límmiða til að líma yfir forsíðu símaskrár síðasta árs en á henni er mynd af Agli Einarssyni og fimleikastúlk- um úr Gerplu. Tvær gerðir af lím- miðum eru í boði fyrir þá sem vilja fjarlægja Egil af forsíðunni. Ann- ars vegar er límmiði með mynd af stúlkunum úr Gerplu og hins vegar er límmiði sem lítur út eins og búið sé að rífa Egil af forsíð- unni. Aðspurð segist Guðrún María ekki vilja tjá sig nánar um ákvörð- unina um límmiðana. „Þeir eru hins vegar til og í boði fyrir alla þá sem vilja,“ segir hún. Hún vill ekki tjá sig um hversu margir hafa sett sig í samband við fyrirtækið og óskað eftir lausnum á borð við límmiðana. Egill hefur verið kærður í tví- gang fyrir kynferðisbrot á síð- ustu mánuðum en niðurstaða í málunum liggur ekki fyrir. Önnur kæran, sem er á hendur honum og kærustu hans, var á dögunum send frá Ríkissaksóknara til frek- ari rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hin kæran er ennþá til rannsóknar. Ákvörðun Já að láta Egil um rit- stjórn símaskrárinnar árið 2011 var umdeild á sínum tíma. Ný símaskrá kemur út í maí og að þessu sinni er það Borgarleikhúsið sem sér um að myndskreyta hana. Hægt er að nálgast límmiðana í höfuðstöðvum Já í Álfheimum. alfrun@frettabladid.is GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR: LÍMMIÐAR Í BOÐI FYRIR ALLA SEM VILJA Útgefandi símaskrárinnar býður fólki að líma yfir Egil LÍMMIÐAR Í BOÐI Fyrirtækið Já hefur útbúið tvær tegundir af límmiðum til að fela forsíðufyrirsætuna Egil „Gillzenegger“ af forsíðunni og eru þeir í boði fyrir þá sem þess óska. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Önnur þáttaröðin af Game of Thrones verður frumsýnd í Bandaríkjunum 1. apríl næstkomandi. Eins og margir Íslendingar vita fór hluti af tök- unum fram hér á landi seint á síðasta ári og í nýju kynningarmyndbandi fyrir sjónvarpsþættina kemur snævi þakin íslensk náttúran nokkrum sinnum við sögu. Yfir þrjár milljónir manna hafa séð mynd- bandið á síðunni YouTube og því ljóst að eftir- væntingin eftir Game of Thrones 2 er mikil. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.