Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 60
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR44 bio@frettabladid.is Það er óhætt að segja að kvik- mynd Toms Hooper, sem byggð er á Les Miserables, verði stjörn- um prýdd. Búið er að ráða leikara í helstu hlutverk myndarinnar og má þar sjá nöfn á borð við Anne Hathaway, Amanda Seyfried, Hugh Jackman, Russell Crowe, Helena Bonham Carter og Sacha Baron Cohen. Myndin fer í tökur á næstu dögum. Hooper er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina King´s Speech sem skilaði honum Óskarsverð- launum í fyrra. Samkvæmt kvik- myndavefnum IMDB er áætluð frumsýning í byrjun desember á þessu ári. Stjörnur í Vesalingunum VESALINGARNIR Anne Hathaway er ein af leikurunum sem núna búa sig undir tökur á kvikmyndinni Les Miserables. NORDICPHOTOS/GETTY > TEKUR VIÐ AF JOLIE Leikkonan Jennifer Lawrence hefur tekið að sér að leika á móti Brad- ley Cooper í myndinni Serena. Þar með tekur hún við hlutverkinu af Angelinu Jolie sem hætti við á síð- ustu stundu en myndin fer í tökur á næstu vikum. Myndin er leikstýrð af danska leikstjóranum Sus- anne Bier en sagan er byggð á bók eftir Ron Rash og fjallar um par sem á í erfiðleikum með að eignast barn. Jóhannes Sverrisson brellu- gerðarmaður er tilnefndur til dönsku kvikmyndaverð- launanna ásamt Dananum Søren Hvam fyrir brellu- gerð fyrir myndina ID:A. Verðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn næsta og er um eins konar Óskarsverð- laun danska kvikmyndaiðn- aðarins að ræða. Jóhannes hefur unnið við brellu- gerð í tólf ár og segir tilviljun hafa ráðið því að hann datt í þetta tiltekna starf. Hann rekur fyrir- tækin Lightning ehf. á Íslandi og Nordica6 í Danmörku ásamt Hauki Karlssyni og hafa þeir unnið að brellugerð fyrir kvikmyndir á borð við The Last Airbender, Brim, Svartur á leik og við stór- myndina Prometheus. „Ég vann við gerð A Little Trip to Heaven þar sem ég sá um bílana og þaðan leiddist ég inn í brellu- gerð. Ég er sjálflærður í faginu, enda er enginn skóli sem vill kenna fólki að leika sér með sprengiefni og blóðslettur,“ útskýrir Jóhannes. Hann segir starfið þó ekki hættu- legt sé öryggið ávallt í fyrirrúmi. „Þetta er alls ekki hættuleg vinna ef maður notar skynsemina og er stórskemmtileg að auki. Ég hef í það minnsta aldrei litið til baka.“ ID:A er spennumynd í leik- stjórn Christians Christiansen og fjallar um konu sem vaknar upp einn dag minnislaus, blaut og hrakin og reynir að púsla saman lífi sínu. Jóhannes og samstarfs- maður hans fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið og æfa skot og sprengingar. „Undir- búningurinn skiptir miklu máli því þetta er mikil nákvæmnisvinna og það er fjöldi fólks sem stólar á að allt gangi eftir áætlun. Við æfðum okkur vel og einn daginn skaut ég sama manninn átján sinnum fyrir eina töku. Það var blóðugur dagur í vinnunni.“ Tilnefningin til dönsku kvik- myndaverðlaunanna er sú fyrsta sem Jóhannes hlýtur fyrir vinnu sína, en þess má geta að sambæri- legur flokkur er ekki til á Eddunni, íslensku kvikmyndaverðlaunun- um. Jóhannes segir það vissulega mikinn heiður að vera tilnefndur til verðlaunanna og efast ekki um að þetta muni opna honum dyr í framtíðinni. „Það er gott að hafa tilnefninguna á ferilskránni upp á það að komast að í fleiri verkefn- um í Danmörku og víðar. Vonandi leiðir þetta bara til stærri hluta.“ Jóhannes verður viðstaddur afhendinguna á sunnudag og er að vonum spenntur. Hann stoppar þó stutt því hans bíða mörg spenn- andi verkefni hér á Íslandi í vor og sumar. - sm KEPPIR Á MÓTI LARS VON TRIER ■ Leikstjóri ID:A, Christian E. Christian- sen, leikstýrði síðast spennumyndinni The Roommate sem skartaði þeim Leighton Meester og Minku Kelly í aðalhlut- verkum. Myndin fékk heldur dræma dóma en sat þó í efsta sæti aðsóknarlistans vikuna sem hún var frumsýnd. ■ Starf brellugerðar- manns er ekki ein- tómar sprengingar og byssuskot. Hann býr einnig til rigningu og vind fyrir kvikmyndir og er starfið víst hið fullkomna starf fyrir gamla hrekkjalóma. ■ Á meðal þeirra sem keppa á móti Jóhannesi og félögum hans eru brellugerðarmenn myndarinnar Melancholia í leikstjórn hins sérvitra Lars Von Trier. RIGNING, ROK OG BYSSUSKOT Gildir eingöngu þegar forráðamaður kaupir máltíð. 1 máltíð á barn af barnamatseðli. Gildir eingöngu í sal. Gamanmyndin One for the Money með Katherine Heigl, Jason O‘Mara og John Leguizamo í aðalhlutverkum verður frumsýnd annað kvöld. Leikstjóri myndar- innar er Julie Anne Robinson, en hún leikstýrði einnig The Last Song með Miley Cyrus í aðalhlut- verki. Myndin segir frá Stephanie Plum sem stendur á tímamótum, hún er nýskilin og hefur misst vinnuna. Þegar henni býðst ný en svolítið hættuleg vinna við að hafa uppi á fólki og koma því í fangelsi ákveður hún að taka starfinu. Fyrsta verkefnið er að elta uppi fyrrverandi kærasta sinn sem var áður lögreglumaður. Ein önnur mynd er frumsýnd á föstudag og það er kvikmyndin Chronicle sem er jafnframt frum- raun hins unga leikstjóra Josh Trank. Myndin er vísindaskáld- saga í anda District 9 og skartar mögnuðum tæknibrellum. Hún fjallar um þrjá skólastráka sem gera merkilega uppgötvun sem verður til þess að þeir öðlast ofur- náttúrulega krafta. Þegar piltarn- ir eru í þann mund að ná stjórn á hæfileikum sínum og nýta sér þá fara myrkari hliðar þeirra að ná yfirhöndinni. Með aðalhlutverk fara Michael B. Jordan, Michael Kelly og Alex Russell. Hausaveiðari og ofurhetjur Á VEIÐUM Katherine Heigl fer með hlutverk hausaveiðarans Stephanie Plum í myndinni One for the Money sem frumsýnd er annað kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.