Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 60
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR44
bio@frettabladid.is
Það er óhætt að segja að kvik-
mynd Toms Hooper, sem byggð
er á Les Miserables, verði stjörn-
um prýdd. Búið er að ráða leikara
í helstu hlutverk myndarinnar og
má þar sjá nöfn á borð við Anne
Hathaway, Amanda Seyfried,
Hugh Jackman, Russell Crowe,
Helena Bonham Carter og Sacha
Baron Cohen. Myndin fer í tökur
á næstu dögum.
Hooper er hvað þekktastur
fyrir kvikmyndina King´s Speech
sem skilaði honum Óskarsverð-
launum í fyrra. Samkvæmt kvik-
myndavefnum IMDB er áætluð
frumsýning í byrjun desember á
þessu ári.
Stjörnur í
Vesalingunum
VESALINGARNIR Anne Hathaway er ein
af leikurunum sem núna búa sig undir
tökur á kvikmyndinni Les Miserables.
NORDICPHOTOS/GETTY
> TEKUR VIÐ AF JOLIE
Leikkonan Jennifer Lawrence hefur
tekið að sér að leika á móti Brad-
ley Cooper í myndinni Serena. Þar
með tekur hún við hlutverkinu af
Angelinu Jolie sem hætti við á síð-
ustu stundu en myndin fer í tökur á
næstu vikum. Myndin er leikstýrð
af danska leikstjóranum Sus-
anne Bier en sagan er byggð
á bók eftir Ron Rash og fjallar
um par sem á í erfiðleikum
með að eignast barn.
Jóhannes Sverrisson brellu-
gerðarmaður er tilnefndur
til dönsku kvikmyndaverð-
launanna ásamt Dananum
Søren Hvam fyrir brellu-
gerð fyrir myndina ID:A.
Verðlaunahátíðin fer fram
á sunnudaginn næsta og er
um eins konar Óskarsverð-
laun danska kvikmyndaiðn-
aðarins að ræða.
Jóhannes hefur unnið við brellu-
gerð í tólf ár og segir tilviljun
hafa ráðið því að hann datt í þetta
tiltekna starf. Hann rekur fyrir-
tækin Lightning ehf. á Íslandi og
Nordica6 í Danmörku ásamt Hauki
Karlssyni og hafa þeir unnið að
brellugerð fyrir kvikmyndir á
borð við The Last Airbender,
Brim, Svartur á leik og við stór-
myndina Prometheus.
„Ég vann við gerð A Little Trip
to Heaven þar sem ég sá um bílana
og þaðan leiddist ég inn í brellu-
gerð. Ég er sjálflærður í faginu,
enda er enginn skóli sem vill kenna
fólki að leika sér með sprengiefni
og blóðslettur,“ útskýrir Jóhannes.
Hann segir starfið þó ekki hættu-
legt sé öryggið ávallt í fyrirrúmi.
„Þetta er alls ekki hættuleg vinna
ef maður notar skynsemina og er
stórskemmtileg að auki. Ég hef í
það minnsta aldrei litið til baka.“
ID:A er spennumynd í leik-
stjórn Christians Christiansen
og fjallar um konu sem vaknar
upp einn dag minnislaus, blaut og
hrakin og reynir að púsla saman
lífi sínu. Jóhannes og samstarfs-
maður hans fengu tvær vikur til
að undirbúa sig fyrir verkefnið og
æfa skot og sprengingar. „Undir-
búningurinn skiptir miklu máli því
þetta er mikil nákvæmnisvinna og
það er fjöldi fólks sem stólar á að
allt gangi eftir áætlun. Við æfðum
okkur vel og einn daginn skaut ég
sama manninn átján sinnum fyrir
eina töku. Það var blóðugur dagur
í vinnunni.“
Tilnefningin til dönsku kvik-
myndaverðlaunanna er sú fyrsta
sem Jóhannes hlýtur fyrir vinnu
sína, en þess má geta að sambæri-
legur flokkur er ekki til á Eddunni,
íslensku kvikmyndaverðlaunun-
um. Jóhannes segir það vissulega
mikinn heiður að vera tilnefndur
til verðlaunanna og efast ekki um
að þetta muni opna honum dyr í
framtíðinni. „Það er gott að hafa
tilnefninguna á ferilskránni upp á
það að komast að í fleiri verkefn-
um í Danmörku og víðar. Vonandi
leiðir þetta bara til stærri hluta.“
Jóhannes verður viðstaddur
afhendinguna á sunnudag og er
að vonum spenntur. Hann stoppar
þó stutt því hans bíða mörg spenn-
andi verkefni hér á Íslandi í vor og
sumar. - sm
KEPPIR Á MÓTI LARS VON TRIER
■ Leikstjóri ID:A,
Christian E. Christian-
sen, leikstýrði síðast
spennumyndinni
The Roommate
sem skartaði þeim
Leighton Meester og
Minku Kelly í aðalhlut-
verkum. Myndin fékk
heldur dræma dóma
en sat þó í efsta sæti
aðsóknarlistans vikuna
sem hún var frumsýnd.
■ Starf brellugerðar-
manns er ekki ein-
tómar sprengingar og
byssuskot. Hann býr
einnig til rigningu og
vind fyrir kvikmyndir
og er starfið víst
hið fullkomna
starf fyrir gamla
hrekkjalóma.
■ Á meðal þeirra
sem keppa á móti
Jóhannesi og
félögum hans eru
brellugerðarmenn
myndarinnar
Melancholia í
leikstjórn hins
sérvitra Lars Von
Trier.
RIGNING, ROK
OG BYSSUSKOT
Gildir eingöngu þegar forráðamaður kaupir máltíð. 1 máltíð á barn af barnamatseðli. Gildir eingöngu í sal.
Gamanmyndin One for the Money
með Katherine Heigl, Jason
O‘Mara og John Leguizamo í
aðalhlutverkum verður frumsýnd
annað kvöld. Leikstjóri myndar-
innar er Julie Anne Robinson, en
hún leikstýrði einnig The Last
Song með Miley Cyrus í aðalhlut-
verki.
Myndin segir frá Stephanie
Plum sem stendur á tímamótum,
hún er nýskilin og hefur misst
vinnuna. Þegar henni býðst ný
en svolítið hættuleg vinna við
að hafa uppi á fólki og koma því
í fangelsi ákveður hún að taka
starfinu. Fyrsta verkefnið er að
elta uppi fyrrverandi kærasta
sinn sem var áður lögreglumaður.
Ein önnur mynd er frumsýnd
á föstudag og það er kvikmyndin
Chronicle sem er jafnframt frum-
raun hins unga leikstjóra Josh
Trank. Myndin er vísindaskáld-
saga í anda District 9 og skartar
mögnuðum tæknibrellum. Hún
fjallar um þrjá skólastráka sem
gera merkilega uppgötvun sem
verður til þess að þeir öðlast ofur-
náttúrulega krafta. Þegar piltarn-
ir eru í þann mund að ná stjórn á
hæfileikum sínum og nýta sér þá
fara myrkari hliðar þeirra að ná
yfirhöndinni. Með aðalhlutverk
fara Michael B. Jordan, Michael
Kelly og Alex Russell.
Hausaveiðari og ofurhetjur
Á VEIÐUM Katherine Heigl fer með hlutverk hausaveiðarans
Stephanie Plum í myndinni One for the Money sem frumsýnd
er annað kvöld.