Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 4
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR4 MENNTUN Hjallastefnan átti lægsta tilboð í rekstur leikskól- ans Sóla í Vestmannaeyjum. Stýrihópur á vegum bæjarins leggur til að gengið verði til samninga við Hjallastefnuna. Þrjú tilboð bárust og uppfylltu tvö sett skilyrði sem sett voru. Hjallastefnan bauð dvalargildi á 11.905 krónur, en önnur tilboð hljóðuðu upp á 12.449 krónur og 14.440 krónur. - þeb Hjallastefnan átti lægsta boð: Starfa í Eyjum VÍSINDI Bandarískir vísindamenn hafa breytt erfðaefni þriggja katta með þeim afleiðingum að þeir urðu sjálflýsandi. Tilgangur- inn var þó ekki að hanna áhuga- verðari gæludýr, þar sem tilraun- in mun nýtast við rannsóknir á HIV-veirunni. Vísindamennirnir skeyttu prótíni úr marglyttu saman við vírus, sem síðan var sprautað í þrjú frjóvguð egg læðu. Kettirnir þrír líta eðlilega út nema þegar ákveðnum ljósgeislum er beint að þeim, en þá verða þeir fagur- grænir og sjálflýsandi. Tilraun- inni er ætlað að auka skilning á því hvernig flytja megi erfðaefni á milli lífvera. - bj Genarannsóknir á HIV-veiru: Gerðu þrjá ketti sjálflýsandi SJÁLFLÝSANDI Kettirnir virðast eðlilegir í dagsbirtu en verða sjálflýsandi grænir við ákveðin birtuskilyrði. MYND/MAYO CLINIC VIÐSKIPTI Daðason & Biering hefur verið bannað að nota heitið Ísbú og lénið isbu.is. Neytenda- stofa komst að þessu eftir að hafa brugðist við kvörtun Ísbús Alþjóðaviðskipta. „Taldi Neytendastofa að Daða- son & Biering hefði mátt vera ljóst að skráning og notkun á lén- inu og heitinu gæti valdið rugl- ingi,“ segir á vef Neytendastofu. Bæði fyrirtæki hafa með höndum smásöluverslun sem Neytenda- stofa telur að mörgu leyti beinast að bændum. - óká Neytendastofa bannar afnot: Mátti vera ljós ruglingshætta GENGIÐ 01.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 222,0485 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,91 123,49 193,61 194,55 161,28 162,18 21,693 21,819 21,095 21,219 18,166 18,272 1,6149 1,6243 190,29 191,43 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Í frétt um að Anna Hildur Hildibrands- dóttir hafi tekið við starfi hjá NOMEX kom fram að dönsk yfirvöld hefðu lagt tvær milljónir danskra króna í NOMEX. Hið rétta er að Norræna ráð- herranefndin lagði fram peningana. LEIÐRÉTT VÍTAMÍN-FJÖLSKYLDAN Mætir þörfum allra á heimilinu sjá nánar á vitamin.is Icepharm a 20% AFSLÁTTUR 1.FEB-29.FEB Ekki er rétt sem sagði í blaðinu í gær að bæjarstjórn Norðurþings hafi ákveðið að samþykkja ekki að stækka blandað svæði hefðbundinnar hafnarstarfsemi og annarrar atvinnu- starfsemi í Húsavíkurhöfn. Hins vegar hafði skipulagsnefnd sveitarfélagsins lagt til að hætt yrði við breytinguna en bæjarstjórnin féllst ekki á það. BJÖRGUN Ekki hefur gengið að laga óeðlilegan titring í vél varð- skipsins Þórs þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir sérfræðinga frá Rolls Royce verksmiðjunum. Líklegt er að skipið þurfi að fara til Noregs til viðgerðar, að því er segir á vef Landhelgisgæslu Íslands. Í ljós kom í desember að titr- ingur í annarri af aðalvélum Þórs var yfir viðmiðunarmörkum frá Rolls Royce, sem framleiddi vél- arnar. Þær eru í ábyrgð hjá verk- smiðjunum. Tilraunir til að gera við vélarnar hér á landi skiluðu ekki tilætluðum árangri. Verði skipið sent til Noregs til viðgerðar verður það væntanlega frá í nokkrar vikur. - bj Viðgerðir á Þór ganga illa: Fer líklega utan til viðgerðar ÚR LEIK Gæsluskipin Ægir og Týr verða við gæslustörf þurfi Þór að fara í viðgerð í Noregi. MYND/LANDHELGISGÆSLAN VELFERÐARMÁL Hundruð barna hafa verið seld mansali á Norðurlönd- unum frá árinu 2006, en engin slík mál hafa komið upp á yfirborðið á Íslandi. Þetta kemur meðal ann- ars fram í nýrri skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um viðbrögð Norðurlandanna við mansali á börnum. Skýrslan var kynnt í gær. Erfitt er að afla nákvæmra gagna um umfang mansals á börn- um og löndin taka mismunandi upplýsingar saman. 217 börn voru skilgreind sem möguleg fórnar- lömb mansals í Noregi á árunum 2007 til 2009. Frá 2006 til 2009 voru níu börn staðfest fórnarlömb í Finnlandi og þrettán til viðbótar talin möguleg fórnarlömb. Á sama tímabili var tilkynnt um 170 man- salsmál gegn börnum í Svíþjóð. Í Danmörku voru málin tvö. Öll Norðurlöndin hafa sýnt mikla viðleitni til að taka á þess- um málum. Breytingar hafa verið gerðar á lögum og sérhæfðum stofnunum komið á fót. Áherslan hjá stjórnvöldum á að vera á eðli misnotkunar en ekki hvernig barn lenti í viðkomandi aðstæðum, samkvæmt niðurstöð- um skýrslunnar. Grundvallarregl- ur Barnasáttmálans, að gera það sem barni er fyrir bestu, að mis- muna ekki börnum og að börn eigi rétt á að láta skoðanir sínar í ljós, ættu að stýra nálgun stjórnvalda í þessum málum. Með honum er best hægt að vernda öll bágstödd börn, sagði Gordon Alexander, yfirmað- ur rannsóknamiðstöðvar UNICEF, við kynningu skýrslunnar. Nú er það svo að börn séu flokk- uð eftir því hvort þau séu staðfest fórnarlömb mansals eða annað, til dæmis flóttamenn með eða án for- eldra, fórnarlömb annarra glæpa og svo framvegis. Þessi flokkun getur haft áhrif á hvernig meðferð og þjónustu þau fá. Neyð barna sem ekki eru fórnarlömb mansals getur hins vegar verið alveg jafn mikil og hinna. thorunn@frettabladid.is Börn eru seld man- sali á Norðurlöndum Barnasáttmáli SÞ ætti að stýra nálgun stjórnvalda á mansali á börnum. Hundruð barna á Norðurlöndunum hafa verið fórnarlömb undanfarin ár. UNICEF hvetur íslensk stjórnvöld til að klára fullgildingu á alþjóðasamningum. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 11° -2° -8° -3° -5° -8° -5° -5° 20° 2° 8° 7° 26° -10° -2° 16° -6°Á MORGUN 10-15 m/s V-til, annars hægari vindur. LAUGARDAGUR Snýst í stífa SV-átt sunnantil. 4 3 0 2 0 1 1 4 8 4 -1 12 15 7 4 3 5 5 7 8 17 8 3 1 0 2 2 4 4 1 2 3 RYSJÓTT Febrúar heilsar með hverri lægðinni á fætur annarri, það skiptast á skin og skúrir. Í dag verður vætusamt, síst N-til. Á morgun léttir til og lægir en á laugardaginn hvessir á ný S- til með rigningu sunnanlands en éljum annars stað- ar, síst NA-lands. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður Í skýrslunni eru fjögur atriði nefnd sem sér- stök úrlausnarefni fyrir Ísland. Í fyrsta lagi er mælt með því að Ísland fullgildi samning Evr- ópuráðsins um mansal og samning Evrópu- ráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri mis- neytingu og kynferðis- legri misnotkun. Kveðið er á um fullgildingu þessara samninga í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn mansali, og vinna við það stendur yfir í innanríkisráðuneytinu. Þá er mælst til þess að þeir dómstólar sem geta það nýti sér alltaf þjónustu Barnahúss, en nú eru dómstólar og lögregla ekki skylduð til að gera það. Þá er lagt til að reglu um að börn eldri en tólf ára fái að tjá sig um mál sín verði breytt og sá aldur lækkaður. Það sem Ísland ætti að bæta DÓMSMÁL Aðalmeðferð fór fram í máli Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Lands- bankans, gegn bankanum í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Í málinu er tekist á um lögmæti einkalífeyrissjóðs Sigurjóns, en hann færði sparnað sinn frá Íslenska lífeyrissjóðnum í sjóð í eigin nafni í apríl 2008. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2008 gaf Sigurjón út tvö veðskuldabréf, samtals að fjárhæð 70 milljóna króna, sem hann seldi eigin lífeyrissjóði. Í kjölfarið krafðist Fjármálaeftir- litið þess að Landsbankinn myndi slíta líf- eyrissjóðnum þar sem hann gengi í ber- högg við lög. Þessu hefur Sigurjón and- mælt og krefst fyrir dómi við- urkenningar á samningi milli hans og bankans um lífeyrissparnaðinn og afhend- ingar á skuldabréfum sem keypt voru fyrir þennan sama sparnað. Athygli vekur að frá því í apríl 2008 til september 2011 hækkaði lífeyrissparnaður Sigurjóns úr 108 milljónum króna í 566 millj- ónir. Stór hluti hækkunarinnar á verðmæti sjóðsins er til kominn vegna gengishagnaðar en Sigur- jón keypti skuldabréf í erlendri mynt í ágúst 2008. Var þar um að ræða skuldabréf frá rússneska olíurisanum Gazprom og orku- fyrirtækinu TAQA frá Abú Dabí. Þó ber að geta þess að Sigurjón lagði 200 milljónir til viðbótar inn í sjóðinn á árinu 2008. - þþ Aðalmeðferð í máli fyrrverandi bankastjóra gegn Landsbankanum fór fram í gær: Tekist á um lífeyrissparnað Sigurjóns SIGURJÓN Þ. ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.