Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 2. febrúar 2012
NÝ SENDING
AF SKÓM
Allir á 10.800 –12.800 kr.
AUSTURSTRÆTI 8–10
SÍMI 534 0005
„Þetta er alveg frábært og ótrúlega
spennandi,“ segir Sara María Júlíu-
dóttir, fatahönnuður sem flestir
kenna við Nakta apann eða For-
ynju, sem flutt er norður á Sauðár-
krók og farin að sinna sölustörfum
fyrir Sjávarleður. „Ég bara gat ekki
hafnað þessu tilboði. Starfið felst
fyrst og fremst í því að selja fiski-
leður; karfa-, lax-, hlýra- og þorsk-
leður, í Evrópu og Ameríku en ég
mun fara á ýmsar sölusýningar til
dæmis í Le Cuir í París og Linea-
pelle í Bologna á Ítalíu sem eru sér-
hæfðar sýningar fyrir hönnuði sem
eru í leit að góðu leðri. Auk þess fer
ég í söluferðir til New York og Evr-
ópu og reikna með að vera mikið á
ferðinni að hitta ýmsa hönnuði og
fulltrúa stórfyrirtækja á borð við
Givenchy, Alexander Wang, Nine
West, Sonia Rykiel og Sergio Rossi
svo að ég er alveg svakalega spennt
að fá að spreyta mig í þessu nýja
starfi,“ segir Sara María.
Hvað verður um þína eigin línu
og Forynju? „Forynja hættir núna
um helgina svo að það eru síðustu
forvöð að næla sér í góða flík á
góðu verði.“ Hvað getur fólk gert
ef því langar að eignast föt eftir
þig en kemst ekki í Forynju um
helgina? „Það verður bara að bíða,“
segir Sara María og hlær. „Ég vil
ekki vera að plana of mikið núna
því ég er nýbyrjuð í mjög spenn-
andi starfi sem segja má að sé eins
konar framhald á því sem ég hef
verið að gera. Vinna með efni og
vera í kringum skapandi fólk svo
ég er bara mjög spennt yfir að fá
tækifæri til þess að vinna með
fyrirtæki sem er á fullri siglingu
á alþjóðamarkaði. Ég verð samt
áfram með Facebook-síðu Forynju
og fólk getur fylgst með í gegnum
hana.“
Sara María á ekki orð til að lýsa
viðtökunum á Sauðárkróki. „Þetta
er bara í einu orði sagt æðislegt. Ég
átti alveg von á því að ég yrði með
heimþrá til að byrja með en ég finn
ekki fyrir neinu slíku. Það er yndis-
legt fólk í verksmiðjunni og góður
mórall og allir tilbúnir til að aðstoða
mann með hvað sem er. Sama er að
segja um bæjarbúa. Það eru allir
ótrúlega hjálplegir hérna og hafa
tekið vel á móti mér. Ég sé ekki
eftir neinu.“ fridrikab@frettabladid.is
Forynja hættir - Sara
María til Sjávarleðurs
Verslunin Forynja hættir um helgina, Hönnuðurinn Sara María Júlíudóttir er flutt á Sauðárkrók og byrjuð
að selja fiskileður á alþjóðamarkaði fyrir Sjávarleður. Hún fékk tilboð sem hún gat ekki hafnað.
Sara María er alsæl á Sauðárkróki og segist hlakka mikið til að takast á við starfið hjá
Sjávarleðri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN