Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 24
24 2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR Það er mér mikils virði að fá að vera þátttakandi í vinnunni sem fram undan er við að glæða áhuga minnar eigin kynslóðar á lestri. Framlag sem er einn áfangi í langri vegferð. Vegferð þar sem reynt verður að snúa við óæskilegri þróun þegar kemur að lestri og les- skilningi okkar unglinganna. Sjálf- ur hafði ég ekki áttað mig á alvar- leika málsins fyrr en ég heyrði af niðurstöðum starfshóps mennta- ráðs Reykjavíkurborgar síðastlið- ið haust um lesskilning jafnaldra minna og kynbræðra í reykvískum skólum. Samkvæmt niðurstöðun- um getur nærri fjórðungur þeirra ekki lesið sér til gagns. Þetta þótti mér mjög athyglisvert. Í ljósi þess- ara niðurstaðna fékk ég áhuga á að kynna mér nánar hvað felst í hug- takinu læsi. Ég ritaði grein fyrir Akureyri- vikublað í lok nóvember sem bar yfirskriftina Læsi er skilningur. Í greininni velti ég fyrir mér hug- takinu læsi og hvernig lesskiln- ingur tengist læsi órjúfanlegum böndum. Nú á tímum getur stór hluti jarðarbúa lesið og skrifað þó víða sé pottur brotinn í þeim efnum. Ekki er þó nóg að geta sett saman stafi og myndað orð og sett saman orð og myndað setningar til að teljast læs. Það þarf meira til. Hins vegar líta margir svo á að í læsi felist eingöngu sú færni að geta lesið texta. Þar sem skilningur á hugtakinu er jafn misjafn og raun ber vitni er ekki óeðlilegt að upp komi mis- skilningur í umræðunni um læsi. Á Lesvefnum, sem unninn er á vegum Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf (SRR), kemur fram að læsi byggir að mestu leyti á þremur þáttum. Það er að geta lesið, skrif- að og skilið innihald texta. En er læsi nauðsynlegt í lífinu? Mér finnst það. Ég bý svo vel að búa í landi þar sem manni er kennt í 1. og 2. bekk að raða saman stöf- um og orðum til að mynda setning- ar. Þar með myndu einhverjir telja að sigur væri unninn. Þegar lengra er komið, þ.e. á efsta stig í grunn- skóla og í framhaldsskóla, ertu varla talin(n) læs nema þú kunnir að lesa, hafir góðan lesskilning og getir skrifað góðan texta. Mennta-, vísinda- og menning- arstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) skilgreinir læsi með eftirfarandi hætti: „Læsi er hæfi- leikinn til að bera kennsl á, skilja, túlka, skapa og tjá sig með því að nota prentað eða ritað efni um mis- munandi samhengi. Læsi tengist áframhaldandi lærdómi til að leyfa einstaklingi að uppfylla markmið sín, að þroska og leggja stund við þekkingu og hæfni sína og að taka betur þátt í samfélaginu í heild sinni“ [tilvitnun lýkur]. Það er ljóst að lesskilningur skiptir miklu máli þegar kemur að túlkun á hugtak- inu læsi. Það er ekki nóg að kunna að lesa ef þú skilur ekki neitt um hvað textinn fjallar. Læsi er því skilningur! Fólk er farið að horfa á sjón- varp og nota tölvur meira en áður. Vissulega lesa margir texta þegar þeir horfa á bíómyndir og aðrir sem lesa fréttir á netinu. Ég ímynda mér að fólk fari sjaldnar á bókasöfn og taki sér bækur til skemmtunar ef miðað er við fyrir daga tölvunnar. Verst er þó hvað við unglingar lesum bækur miklu minna en fullorðnir og minna en við gerðum áður fyrr. Við kjósum að eyða tíma okkar frekar á fés- bókinni (Facebook), í tölvuleikjum eða með því að horfa á sjónvarp- ið. Einhvers staðar las ég að meira en helmingur unglinga á aldrinum 15-24 ára lesi ekki bækur sér til skemmtunar. Þá rakst ég á niður- stöður rannsóknar frá 2007 sem sýna að unglingar lesa í að meðal- tali 7 mínútur á dag. Ef rétt reynist finnst mér það mjög slæmt. Ég vil taka það fram að ég sjálf- ur hef lengst af á minni skólagöngu verið latur við að lesa bækur mér til skemmtunar. Ég nota netið mikið, les reyndar texta á netinu, en hef hingað til kosið að eyða tíma mínum í eitthvað annað en bóka- lestur. Ég fer til dæmis eingöngu á bókasöfn til að læra, finna heimild- ir fyrir ritunarverkefni og ritgerð- ir og eitthvað álíka. Ég er nokkuð viss um að ég er ekki einn um að lesa sjaldan eða aldrei. Þessu vil ég breyta og er þetta meðal annars eitt áramótaheitið mitt, þ.e. að vera duglegri að lesa bækur. Ef krakk- ar á mínum aldri lesa ekki bækur, í það minnsta nokkrum sinnum á viku, ættu þeir að byrja á því núna. Það er mikið heimanám sem bíður í framhaldsskólunum og þá er gott að vera byrjaður að venja sig við. Betra er seint en aldrei! Mikil hugarþjálfun felst í því að lesa bók, hugsa um söguþráð- inn, sögusviðið, persónurnar og annað sem tengist bókinni. Ég held að maður eigi auðveldara með að einbeita sér ef maður er duglegur að lesa. Þá má ekki gleyma mikil- vægi lestrar þegar kemur að staf- setningu. Eftir því sem meira er lesið því fleiri orð festast í minn- inu. Samræmdu prófin byggjast að mjög miklu leyti á lesskilningi og þá er auðvitað betra að vera orð- in(n) læs. Til að teljast vera orðinn læs er ekki nóg fyrir þig að geta raðað saman stöfum til að mynda orð. Þú þarft líka að geta skrifað texta og síðast en ekki síst skilið texta. Við unglingarnir gerum okkur kannski ekki grein fyrir því hvað við búum vel á Íslandi þar sem allir læra að lesa og skrifa. En það er ekki nóg. Þó við kunnum aðferðina þurfum við að halda áfram að lesa til að þjálfa lesskilninginn. Við þurfum að hvíla okkur á tölvunni og sjón- varpinu og fara að gefa bókinni aftur tækifæri. Mér finnst leiðin- legt að þurfa að viðurkenna hvað ég og mínir jafnaldrar og kyn- bræður förum sjaldan á bókasöfn. Ég vona að við unglingar förum að átta okkur á hvaða afleiðingar það getur haft ef við höldum áfram á sömu braut áður en það verður of seint. Ég veit að ég mun ekki sjá eftir því að gera breytingar og eyða meiri tíma í lestur á kostnað tölvunnar. Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja jafnaldra mína og kynbræð- ur sem og alla aðra landsmenn til að taka sér bók í hönd. Það ætla ég að gera. Ég ætla að lesa Ég vil óska þeim öllum til ham-ingju sem láta sig velferð dýra varða. Frá og með fyrsta degi þessa árs hefur nautaat verið bann- að í Katalóníu á Spáni. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt bann tekur gildi á meginlandi Spánar en fyrir rúmum tveimur áratugum var nautaat bannað á Kanaríeyj- um. Þarna hefur verið stigið stórt skref í dýravelferðarmálum, þó svo margir hafi gert lítið úr þeim þætti og sagt bannið einungis vera lið í sjálfstæðisbaráttu Katalón- íumanna. Dýraverndarsinnar á Spáni hafa hins vegar hafnað þeim fullyrðingum. Í ljósi þess hve Vesturlandabúar telja sig upplýsta og búa yfir mikl- um siðferðisþroska, vekur það hreinlega furðu að þessi hrotta- fengna iðja skuli enn þrífast á opin- berum vettvangi og jafnvel njóta blessunar Evrópusambandsins. Eðlilegast væri að nautaatið til- heyrði hinum horfnu myrku öldum sem Vesturlandabúar horfa í dag til með hryggð og hryllingi. Tím- anna þegar þrælum var att saman í Colosseum til að berjast til dauða, eða þegar fólk var brennt lifandi á báli fyrir meinta galdra. Því þótt hefðin hafi ríkt lengi, á hún ekki að duga ein og sér til að réttlæta eitthvað sem er í eðli sínu rangt. Svona á aflífun á dýri einfaldlega ekki að fara fram. Í nautaati stígur þrautþjálfaður maður inn í hring, vopnaður hug- viti sínu og eggvopnum, vel með- vitaður um það sem stendur til. Á móti honum stígur grunlaus gras- æta inn í hringinn og felst gaman- ið í því að hún er hædd og spott- uð af manninum sem murkar úr henni lífið. Dýrið er hrætt og pyndað hægt og rólega til dauða undir ærslum og lófataki blóð- þyrstra áhorfenda. Það er sorglegt að allur sá urmull af ofbeldi sem fyrirfinnst í kvikmyndum og tölvu- leikjum skuli ekki duga til að svala þessum fýsnum. Eitt er víst og það er að leikur- inn er aldrei tvísýnn né leikslokin spennandi. Í einstaka tilviki slas- ast nautabani í hringnum, en það er svo sjaldgæft að það kemst iðu- lega í heimsfréttirnar. Örlög nauts- ins eru hins vegar ávallt ráðin í upphafi. Það hverfur mér seint úr minni atriði úr erlenda frétta- annál ársins 2006, þegar naut sem leitt var inn í hring sturlaðist af hræðslu og flýði upp í áhorfenda- pallana. Miðað við líkamsbyggingu nautsins á þetta ekki að vera mögu- legt, en slík var örvænting dýrsins. Fyrir nokkru ræddi ég þessi mál við unga konu frá Spáni, og tekið skal fram að hún var ekki frá Katalóníu. Hún deildi sömu við- horfum og ég í garð nautaatsins og sagði það þó huggun að áhug- inn færi dalandi hjá ungu kynslóð- inni á Spáni. Nú til dags væru það helst afarnir í fjölskyldunum sem enn fylgdust með atinu, þótt auð- vitað væru til nautaatsaðdáendur af báðum kynjum og í öllum ald- urshópum. Þrátt fyrir þverrandi áhuga heimamanna gengur miðasalan þó alltaf jafn vel. Ferðamennirn- ir kaupa það sem að þeim er rétt og stór hluti þeirra sem ferðast til Spánar telja það næstum skyldu sína að sýna þjóðaríþróttinni áhuga. Flestir sem fara á nautaat fyllast þó óhugnaði og kaupa sig aldrei inn á það aftur. Miðasalan gengur því að miklu leyti á svoköll- uðum forvitniskaupum. Það dugar til að halda iðnaðinum gangandi og vel það. Nú er verið að taka dýraverndar- lögin á Íslandi til endurskoðunar, og er það mikið fagnaðarefni. Sú lagabreyting felur í sér endurskoð- un á siðgæðisvitund okkar og gild- ismati. Því er vonandi að Íslending- ar sem ferðast til Spánar hugsi sig vandlega um áður en þeir kaupa sig inn á skemmtanir sem fela í sér pyndingar á dýrum, eða festa kaup á myndum og minjagripum sem nautaatinu tengjast. Spánn er fallegt land sem hefur upp á gríð- arlega margt að bjóða. Þar má una sér við margt á ferðalagi, annað en að fylgjast með misþyrmingum á dýrum. Ég óska þeim öllum til hamingju Þórir Guðmundsson, sviðs-stjóri hjálparsviðs Rauða kross Íslands, skrifaði grein í Fréttablað- ið þriðjudaginn 17. janúar sem bar yfirskriftina „Hvað ef hið óhugs- andi gerist?“ Í grein sinni veltir Þórir upp þeirri spurningu hvort við séum nægjanlega vel undirbú- in fyrir stærstu hamfarir og hvort fyrir liggi skipulag eða þekking til að takast á við slíka atburði. Eins og Þórir réttilega bendir á er til staðar afar gott skipulag til að takast á við ýmiss konar vá. Sjálf- boðaliðasamtök eins og Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Lands- björg leggja opinberum viðbragðs- aðilum lið þegar takast þarf á við hið óvænta. Á undanförnum árum höfum við Íslendingar tekist á við hamfarir sem hafa verið miklar en, eins og Þórir nefnir, takmarkaðar í tíma og rúmi. En hefur „hið óvænta“ gerst? Hafa komið upp hamfarir sem staðið hafa í langan tíma, lagt stór landsvæði í eyði eða hafa hamfar- ir dunið yfir það svæði sem megin- þorri þjóðarinnar býr á í dag? Það þarf ekki að fletta mörgum sögu- bókum til að finna svar við þessari spurningu og svarið er já. Að þessu gefnu er ekki annað hægt en að taka undir það sem kemur fram í grein Þóris og hvetja til þess að við nýtum þá þekkingu og reynslu sem til stað- ar er til að undirbúa okkur. Eins og Rauði kross Íslands þá er Slysavarnafélagið Landsbjörg í erlendu samstarfi. Megintilgang- ur samstarfs Slysavarnafélagsins Landsbjargar erlendis hefur verið að flytja þekkingu til landsins sem ekki hefur verið til staðar og um leið að kynnast erlendu hjálparliði og vinnubrögðum þess ef til sam- starfs kæmi hér á landi. Eitt af því sem við þurfum t.d. að vita er hvernig við tökum á móti hjálparliði frá erlendum ríkjum án þess að brjóta þurfi lög eða fara á svig við reglugerðir. Það er skelfi- legt til þess að hugsa að hjálp gæti borist of seint til þeirra sem eru í neyð vegna þess að lagaumhverfið stæði í veginum. Meðal þess sem við þurfum að skoða gaumgæfi- lega eru ný lög um almannavarn- ir. Þegar þau voru samþykkt frá Alþingi 2008 (lög 82/2008) varð til óvissa um verkaskiptingu milli almannavarnanefndar höfuðborg- arsvæðisins og ríkisins. Sú óvissa endurspeglast svo í nýútgefinni starfsáætlun þar sem ekki er ljóst hvort það sé hlutverk nefndar- innar að skipuleggja og samræma hjálparstarf, þjálfun hjálparliðs og búnað. Þessari óvissu þarf að eyða strax og þolir enga bið. Ör stækkun höf- uðborgarsvæðisins kallar á skýr- ar línur í skipulagi sem ætlunin er að vinna eftir þegar/ef til hamfara kemur enda vitum við aldrei hve- nær við þurfum að virkja það með litlum sem engum fyrirvara. „Það kemur aldrei neitt fyrir mig“ er hugsunarháttur sem er því miður algengur en má ekki vera inni í myndinni þegar fjallað er um öryggismál og almannavarnir á Íslandi. Við sem þjóð höfum margsinnis sýnt af okkur áræðni og dugnað, við höfum barist við óblíð náttúruöflin í gegnum tíðina, oft með miklum fórnum sem ekki eru ásættanlegar í dag. Með þá þekkingu og reynslu sem við búum yfir eigum við að búa þannig um hnútana að hér sé ávallt til staðar reglulega uppfært skipu- lag og þekking til að takast á við hamfarir af hverju tagi. Erum við undirbúin fyrir hamfarir? Almannavarnir Hörður Már Harðarson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar Það er skelfilegt til þess að hugsa að hjálp gæti borist of seint til þeirra sem eru í neyð vegna þess að lagaumhverfið stæði í veginum. Meðal þess sem við þurfum að skoða gaumgæfilega eru ný lög um almannavarnir. Dýravernd Klara Helgadóttir félagsfræðingur Menning Daníel Andri Halldórsson nemandi í 10. bekk í Giljaskóla á Akureyri Mér finnst leiðin- legt að þurfa að viðurkenna hvað ég og mínir jafnaldrar og kyn- bræður förum sjaldan á bókasöfn. p
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.