Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 22
22 2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR Við forsvarsmenn sex vinstri-flokka á Norðurlöndunum krefjumst þess að reglur verði settar um fjármálamarkaði til að koma í veg fyrir að skattborgarar borgi reikninginn þegar bjarga á bönkum. Það þarf að gera greinar- mun á þeirri bankastarfsemi sem er nauðsynleg í hverju samfélagi annars vegar og spákaupmennsku hins vegar og að auki að tryggja að geta bankanna til að standa við skuldbindingar sínar aukist til muna. Áætlun okkar miðar að því að tryggja efnahagslegt öryggi og felst m.a. í að sett verði alþjóðlegt gjald á fjármagnsflutninga milli landa. Fjármálakreppan 2007-2009 var stærsta alþjóðlega fjármálakreppa frá kreppunni miklu á fjórða ára- tugnum. Á örfáum vikum árið 2008 hrikti alvarlega í stoðum kerfis markaðshyggjunnar. Það eina sem bjargaði kerfinu var að ríkisstjórnir og seðlabankar dældu gríðarlega miklu magni af peningum skattgreiðenda inn í banka og aðrar fjármálastofnan- ir. Kreppan afhjúpaði umtalsverða galla markaðshyggjukerfisins og aðlögun þess að nýfrjálshyggj- unni. Kenningin um að markaður- inn virki best án afskipta ríkisins stóðst ekki þegar til kastanna kom. Þó það standi hvergi skrifað er í öllum löndum treyst á að ríkið bjargi stórum fjármálastofnunum frá gjaldþroti. Þessi ábyrgð jafn- gildir miklum niðurgreiðslum á lántökukostnaði bankanna. Lánardrottnar stóru bankanna þurfa ekki að ganga úr skugga um fjárhagsstöðu þeirra. Sænski Seðlabankinn metur það svo að á árunum 2002-2010 hafi óbeina bankaábyrgðin verið um það bil 30 milljarðar sænskra króna á ári fyrir stóru bankana, sem svarar til um það bil helmings þess hagn- aðar sem bankarnir hlutu, fyrir skatt. Athugun sænska Seðla- bankans sýnir svipaða niðurstöðu og kom út úr könnun á stöðu mikil- vægra banka í Bandaríkjunum, Noregi og Bretlandi. Það hefur þó ekki alltaf reynt á þessa óbeinu ábyrgð. Til dæmis kom bandaríska ríkisstjórnin ekki í veg fyrir gjald- þrot Lehman Brothers. Það orsak- aði fjárhagslegt áfall sem barst fljótt til annarra banka, annarra landa og hafði áhrif á hagkerfið. Fall Lehman sýndi það greinilega hvaða vanda það hefur í för með sér að láta banka verða svo stóra að þeir verði „too big to fail“. Reglugerðum um stóru bank- ana er ábótavant. Þeir hafa orðið of stórir og þetta hefur gerst á kostnað samfélagsins. Þegar vel árar er hagnaður þeirra mjög mikill vegna þess að það eru fáir um hituna. Þegar ástandið versn- ar notar ríkið peninga skattgreið- enda til bjargar bönkunum. Gróð- inn er einkavæddur en tapið lendir á almenningi. Hvati fjármálastofn- ana til að verða of stór til að verða gjaldþrota er með öðrum orðum mjög sterkur og þess vegna taka stóru bankarnir meiri áhættu í þeim tilgangi að auka markaðs- hlutdeild sína. Við göngum út frá því að sé banki of stór til að réttlætanlegt sé að láta hann falla, þá sé hann ein- faldlega of stór. Þess vegna verður setja nýjar reglur sem hindra það og þess vegna kynnum við eftir- farandi tillögur. Betra lagaumhverfi Í löndum þar sem fjárfestinga- bankar á einkamarkaði eru stór hluti af fjármálakerfinu ber að innleiða lög þar sem gerð- ur er greinarmunur á hefðbund- inni bankastarfsemi og spá- kaupmennsku í átt við það sem nýleg rannsókn á breska banka- kerfinu leggur til. Þegar breska ríkið studdi bankana í fjármála- kreppunni kom í ljós að verulega erfitt var að skilja hefðbundna samfélagslega nauðsynlega banka- starfsemi frá fjárfestingastarfs- semi. Þetta hafði í för með sér að þeim sem ekki töldust samfélags- lega mikilvægir var einnig bjarg- að sem var mjög kostnaðarsamt. Rannsóknin áætlar að milli fjórir til fimm sjöttu af heildareignum breska bankakerfisins sé upprun- inn úr fjárfestingastarfsemi. Það er samsvarandi 40-50 billjónum sænskra króna. [Billjón er milljón milljónir] Óbeinu bankaábyrgðina, eins og hún lítur út í dag, má ekki eingöngu nýta fyrir suma hluta bankakerfisins. Sé bönkunum skipt upp, getur óbeina ábyrgð- in nýst einvörðungu í þann hluta starfsemi stórbankanna sem telst samfélagslega nauðsynlegur. Þó er nauðsynlegt að í slíkum tilfellum séu mjög ákveðnar kröfur gerð- ar til eigenda og bankastjórna. Þannig er hægt að takmarka niður greiðslu ríkisins á spákaup- mennsku einkafyrirtækja. Það skiptir miklu máli að fundnar verði góðar aðferðir til að greina milli þess sem telst venjuleg fjár- mögnun og þess sem líta ber á sem spákaupmennsku og búa til endingargóðar reglur sem nýtast þó að viðskiptahættir bankanna breytist. Sérlög fyrir bankageirann í evrópskri samkeppnislöggjöf Endurbætt samkeppnislöggjöf myndi brjóta upp einokunarstöðu bankanna og opna leið inn í kerfið fyrir minni leikmenn án ófyrirleit- inna hagnaðarsjónarmiða. Kröfur um eiginfjárhlutfall verði auknar og aðgreindar Eiginfjárhlutfallið segir til um hve há upphæð verði að vera til svo möguleikar bankans til að standa við skuldbindingar sínar séu tryggðir. Samkvæmt Basel III reglunni, eiga bankarnir að eiga 7-9,5% grunneigiðfé miðað við áhættumetnar eignir. Þessar kröf- ur eru alltof lágar, það ætti frekar að nota eftirfarandi spurningar: 1) Hver er kerfislæg áhætta bankans? 2) Er hagsveiflan á upp- eða niðurleið? Hvað fyrri spurninguna varð- ar, þá á eiginfjárkrafan að hækka í hlutfalli við það hversu mikil áhrif fall bankans myndi hafa á efnahagslífið í heild sinni. Áhrifin ákvarðast meðal annars af stærð bankans og því hve mikla áhættu hann hefur tekið. Svarið við seinni spurningunni á að vinna gegn þeirri tilhneigingu bankanna að ýkja hagsveiflur með því að lána of mikið í góðæri og of lítið þegar illa árar. Með því að styðjast við þetta tvennt, eiga yfirvöld, þegar til lengri tíma er litið, nýtt efna- hagspólitískt verkfæri. Innleiða þrjá nýja skatta fyrir fjármálageirann Alþjóðlegt gjald á fjármagns- flutninga gæti unnið gegn þeim viðskiptamynstrum sem færast í aukana á fjármálamörkuðum, til dæmis rafræn hátíðniviðskipti. Skattur á fjármagnsflutninga gæti hvatt fjármálageirann til langtímafjárfestinga sem nýttust sjálfbærri framleiðslu og styrktu vinnumarkaðinn í stað skaðlegr- ar spákaupmennsku. Þá ætti að innleiða stöðugleikagjald til að standa undir kostnaði við gjaldþrot banka. Jafnframt ætti að stefna að því að færa fjármálakerfið yfir í virðisaukaskattskerfið. Það væri hægt með skattlagningu arðsemi og hagnaðar. Færa viðskipti með fjármálagerninga Stór hluti fjármálaviðskipta fer ekki fram á skipulögðum mark- aði. Það skapar vandamál þar sem markaðurinn hefur þá ekki upp- lýsingar um hvaða stofnanir eigi hvaða verðbréf. Þess vegna ættu öll viðskipti með hvers kyns afleið- ur og samsetta fjármálagerninga að eiga sér stað á löggiltum mörk- uðum. Algera skortstöðu, þar sem sá sem sér um viðskiptin á hvorki né hefur aðgang að söluvörunni, sem og önnur form af skaðlegri spá- kaupmennsku ætti að banna. Áætlun um efnahagslegt öryggi Fjármál Jonas Sjöstedt formaður Vänsterpartiet í Svíþjóð Kristin Halvorsen formaður Sosialistisk Venstreparti í Noregi Paavo Arhinmäki formaður Vänsterförbundet í Finnlandi Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Íslandi Högni Höydal formaður Tjoveldid í Færeyjum Kuupik Kleist formaður Inuit Ataqatigiit á Grænlandi Í skýrslu nefndar um uppbygg-ingu Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) við Hring- braut frá apríl 2004 er í 10. kafla fjallað um samgöngur við LSH og þar segir m.a.: „Mikilvæg for- senda fyrir staðarvali við Hring- braut var að sýnt þótti, að þar væri hægt að tryggja gott aðgengi ökutækja og sjúkraflugs“ og síðan segir: „Hlutverk LSH er m.a. að vera þungamiðja í íslensku heil- brigðiskerfi, en þangað verður leitað ef fjölmenn slys verða jafn- framt því sem einstaklingar með smærri vandamál fá þar þjón- ustu.“ Þá er í skýrslunni fjallað um samgöngumiðstöð sem þjóni flugi, langferðabílum og strætis- vögnum og þar með hagsmun- um Landspítalans til að uppfylla skyldur sínar við landsbyggðina. Síðan verða blikur á lofti, ný stjórnvöld taka við og skipt er út nefnd um Landspítalaverkefnið. Áherslur þessara nýju stjórn- arherra eru að að losa sig við Reykjavíkurflugvöll með öllum ráðum og láta sem öryggi og hags- munir landsbyggðarinnar séu þeim óviðkomandi. Nú eru áherslurnar á gangandi og hjólandi fólk að væntanlegum Landspítala og mismuna þannig þeim sem lengra þurfa að sækja þjónustu á spítalann, eða með sömu rökum og beitt var við stað- setningu og byggingu Háskólans í Reykjavík, en nú í vetrarfærð- inni er skólastarfið stendur sem hæst, má telja á fingrum annarrar handar fólk sem gengur eða hjólar í skólann og umferðarþungi bíla á svæðinu hefur hundruðfaldast frá því sem áður var. Á málþingi um flugmál sem haldinn var 19. janúar sl. krist- allaðist þetta landsbyggðarfálæti í orðum nokkurra ræðumanna, m.a. skipulagsfræðings og Dags B. Eggertssonar borgarfulltrúa/ læknis, þar sem m.a. kom fram í orðum borgarfulltrúans/læknis- ins að engu skipti um staðsetn- ingu og vegalengd flugvallarins frá Landspítalanum því þegar fagfólk væri komið á slysstað úti á örkinni þá skipti engu máli tími eða flutningsvegalengd sjúklings af slysstað á spítala. Þetta voru ný sannindi fyrir okkur sem störfum að björgun og sjúkraflutningum, þar sem fyrsti klukkutíminn er talinn skipta sköpum um lífslík- ur alvarlega veikra eða slasaðra sjúklinga (svo kallaður „Golden Hour“) og með hverri mínútu þar eftir minnka lífslíkurnar verulega þar sem sjúklingar, m.a. ofkæld- ir, í hjartaáfalli, með heilablóð- fall, eða með innvortis blæðingar, sem ekki er möguleiki að greina í þröngu umhverfi sjúkraflugvéla/ þyrlna, þurfa að komast með hraði á sjúkrahús til meðhöndlunar ef ekki á illa að fara. Ef þetta er skoðun borgar- fulltrúans/læknisins þá væntan- lega kemur hann þessum boðum til sjúkraflutningamanna á höfuð- borgarsvæðinu um að ekki sé þörf á forgangsakstri sjúkrabíla af slysstað á spítala á höfuðborgar- svæðinu þar sem ekki liggi neitt á, þeir geti allt eins beðið við stöðv- unarskyldumerki og á umferðar- ljósum eins og aðrir og séu ekki að stofna sér og öðrum í hættu með slíkum forgangsakstri. Ekki hefur farið hátt um álit sem beðið var um og skilað af þyrluflugstjórum Landhelgisgæsl- unnar um öryggismál og ónæði af þyrlupalli á þaki tilvonandi Land- spítala við Hringbraut eins og stefnt er að í nýju deiliskipulagi svæðisins. Þyrlupallar á þaki sjúkrahús- bygginga, eins og núverandi nefnd um sjúkrahúsbygginguna leggur til, eru neyðarbrauð þar sem vanalega er um eldri sjúkrahús- byggingar í þéttbyggðum svæðum að ræða sem taka eiga að sér nýtt hlutverk þar sem ekki er pláss fyrir þyrlupall á öruggu svæði í námunda við spítalann. Ef þyrlupallar eru settir á nýjar spítalabyggingar er gert ráð fyrir rúmum öryggissvæðum til nauð- lendinga við aðflug og brottflug þyrlna að pallinum því ef bilun verður í gírkössum eða stélskrúfu þyrlu við aðflug eða brottflug að þyrlupallinum hefur þyrluáhöfnin afar lítið svigrúm til að beina þyrl- unni að heppilegum lendingarstað, aðeins það rými sem er nánast beint fyrir neðan þyrluna er í boði til nauðlendingar og því gæti skap- ast almannahætta við brotlend- ingu þyrlu á sjúkrahússvæðinu, í nálægri byggð eða á umferðar- götu. Miðað við framtíðarskipulag Landspítalasvæðisins er gert ráð fyrir þéttri byggð og umferðaræð- um í nágrenni spítalans og því slík öryggissvæði ekki í boði. Þá hafa engar mælingar verið gerðar á áhrifum bygginga á vind með tilliti til ókyrrðar og vind- sveipa á þyrlupalli sjúkrahúss- ins eða hávaðamælingar á nálæga byggð svo sem í Þingholtum, Skólavörðuholti, Norðurmýri og víðar en sjúkra- og björgunarflug á þyrlum fer fram hvort sem er að nóttu sem degi og því má búast við umtalsverðri röskun á hljóð- vist á þessu svæði til framtíðar ef af þessum áformum verður. Því var það niðurstaða álits þyrluflugstjóranna að útbúið yrði sameiginlegt athafnasvæði þyrlna og sjúkraflugvéla innan flugvallarsvæðisins sem næst sjúkrahúsinu þar sem öryggi sjón- og blindaðflugs að flugbrautum Reykjavíkurflugvallar nyti við. Þá er rétt að hnykkja á því vegna þráhyggju hörðustu flugvallar- andstæðinga að þyrlur geta ekki leyst sjúkraflugvélar af hólmi þar sem þær flugvélar sem not- aðar eru í sjúkraflugi hér á landi fljúga meira en helmingi hraðar og allt að þrisvar sinnum hærra en þyrlurnar og því fyrsti kostur þegar kemur að sjúkra- og björg- unarflugi hér á landi, fyrir utan að vera miklu ódýrari í rekstri en þyrlurnar. Kostir þyrlnanna eru að þær gagnast best til sjúkra- og björgunarflugs í óbyggðum og hinum dreifðari byggðum lands- ins og í þjónustu við sæfarendur í kringum landið. Ef ekki er hægt að tryggja gott aðgengi landsbyggðarfólks með sjúkraflugi að tilvonandi Land- spítala, eins og ein af mikilvægum forsendum staðarvals spítalans við Hringbraut var í upphafi, er nauðsynlegt að hugsa dæmið upp á nýtt og finna honum og flugvell- inum nýjan stað svo hann standi undir nafni sem Landspítali – spít- ali allra landsmanna og þunga- miðja í íslensku heilbrigðiskerfi. Reykjavíkurborg gæti þannig fengið aftur Borgarspítalann í Fossvogi og rekið á eigin reikning. Landsbyggðin og Landspítalinn Nýr Landspítali Jakob Ólafsson flugstjóri Ekki hefur farið hátt um álit sem beðið var um og skilað af þyrluflugstjórum Landhelgisgæslunnar um öryggismál og ónæði af þyrlupalli á þaki tilvonandi Landspítala við Hringbraut eins og stefnt er að í nýju deiliskipulagi svæðisins. – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 82 17 0 1/ 12 Solaray Laxalýsi Smyr liðamót og vöðva, unnið úr fiskinum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.