Fréttablaðið - 23.02.2012, Síða 10
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR10
VILL VIÐURKENNINGU Nepalbúinn
Chandra Bahadur Dangi, sem er 72
ára gamall og 56 sentimetra hár, býr
sig undir ferðalag til höfuðborgarinnar
Katmandú til að fá staðfestingu þess
að hann sé minnsti maður heims.
NORDICPHOTOS/AFP
Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 66 11
eða hjá næsta umboðsmanni.
DRÖGUM
24.
FEBRÚAR
Nú er vinningurinn 2O milljónir á einn miða.
Í hverri Milljónaveltu drögum við að auki út
5 stakar milljónir, aðeins úr seldum miðum.
MILLJÓNAVELTAN VELTUR ÁFRAM!
NÚ KEYRUM VIÐ ÚT MILLJÓNIR
ÍRAN Sendinefnd Alþjóðakjarn-
orkustofnunarinnar segist ekki
hafa haft erindi sem erfiði í
tveggja daga heimsókn sinni til
Írans í vikunni. Beiðni þeirra
um að fá að skoða herstöðina í
Parchin var hafnað af írönskum
stjórnvöldum.
Þá tókst ekki samkomulag um
orðalag skýrslu, þar sem farið
yrði yfir óleyst deilumál varðandi
kjarnorkuáform Írana.
„Við tókum þátt í uppbyggileg-
um anda, en ekkert samkomu-
lag tókst,“ segir Yukiya Amano,
framkvæmdastjóri stofnunar-
innar.
„Það eru vonbrigði að Íranar
féllust ekki á beiðni okkar um
að heimsækja Parchin, hvorki á
fyrri né seinni fundi okkar.“
Ali Khameini, erkiklerkur og
æðsti leiðtogi Írans, ítrekaði hins
vegar í gær að kjarnorkuáform
landsins snerust ekki um að koma
sér upp kjarnorkuvopnum, heldur
væri tilgangurinn friðsamlegur.
Hann sagði í sjónvarpsávarpi í
gær að leiðtogar Vesturveldanna
vissu fullvel „að við erum ekki á
höttunum eftir kjarnorkuvopnum
vegna þess að íslamska lýðveld-
ið Íran lítur á það sem synd að
eiga kjarnorkuvopn“. Hann sagði
Írana líta svo á að það sé bæði
„gagnslaust, skaðlegt og hættu-
legt“ að vera með slík vopn.
Á hinn bóginn sagði hann að sá
árangur, sem íranska þjóðin hefði
náð í kjarnorkuvinnslu, hafi fært
þjóðinni bæði virðingu og stolt.
Auk þess færi kjarnorkuvopn
þjóðinni engin völd.
Vaxandi þrýstingur hefur verið
á Íran frá Vesturlöndum vegna
þess að írönsk stjórnvöld hafa
ekki sýnt kjarnorkustofnun Sam-
einuðu þjóðanna fulla samvinnu.
Jafnframt hafa orðið háværari
raddir um að hugsanlega verði
gerðar árásir á Íran til að stöðva
kjarnorkuáform þeirra. Helst
hefur þá komið til tals að Ísra-
elar hugsi sér til hreyfings og séu
jafnvel þegar farnir að undirbúa
árásir á kjarnorkubúnað Írans.
Nú síðast í gær hafa Rússar
varað Ísraela við því að gera árás
á Íran.
„Að sjálfsögðu myndi hvers
kyns hernaður gegn Íran hafa
skelfilegar afleiðingar fyrir
þennan heimshluta og fyrir öll
alþjóðasamskipti,“ sagði Gennadí
Gatilov, aðstoðarutanríkisráð-
herra Rússlands, á blaðamanna-
fundi í Moskvu í gær.
„Ég vona að Ísraelar átti sig
á öllum þessum afleiðingum,“
sagði hann enn fremur, „og þeir
ættu einnig að hugleiða afleið-
ingar slíkra aðgerða fyrir sig
sjálfa.“
gudsteinn@frettabladid.is
Tveggja daga heimsókn SÞ
til Íran skilaði ekki árangri
Kjarnorkueftirlit SÞ segir það vonbrigði að Íranar hafi ekki viljað leyfa skoðun herstöðvar í Parchin. Leið-
togi Írans segir syndsamlegt að eiga kjarnorkuvopn. Rússar vara Ísrael við árásum á kjarnorkubúnað Írans.
STOLTUR AF KJARNORKUAFREKUM Ali Khameini, erkiklerkur Írans, á fundi með
írönskum kjarneðlisfræðingum þar sem hann sagði þeim að halda áfram sínu mikil-
væga starfi. NORDICPHOTOS/AFP
SVÍÞJÓÐ Sænskur maður, sem
fannst í bíl sínum á föstudag eftir
að hafa verið fastur í tvo mánuði,
hafði búið í bílnum frá því um mitt
síðasta ár. Þetta segja sænskir
fjölmiðlar.
Maðurinn heitir Peter Skyll-
berg og er 44 ára gamall. Honum
var bjargað úr bílnum, sem hafði
snjóað inni á fáförnum vegi. Skyll-
berg segist ekki hafa borðað síðan
19. desember, þegar bíllinn festist.
Hann segist hafa lifað á snjó, en
hann er mjög máttfarinn og hefur
lítið getað tjáð sig við lögreglu.
Verslunareigandi í nágrenni
við staðinn þar sem maðurinn
fannst hefur sagt við fjölmiðla að
maðurinn hafi vanið komur sínar
þangað í byrjun sumars. Hann
hafi sagst búa í skóginum og sofa
ýmist í tjaldi eða í bílnum. Hann
hafi misst vinnuna sem smiður í
Örebro. Aftonbladet hefur einnig
eftir ónafngreindum manni sem
þekkir Skyllberg að hann hafi
verið skuldum vafinn og lánar-
drottnar verið á eftir honum. Hann
hafi því látið sig hverfa í maí og
ekki látið heyra í sér síðan.
Efasemdir hafa vaknað um að
maðurinn hafi í raun lifað í 60 daga
án matar. Prófessor í næringar-
fræði við Uppsalaháskóla segir að
ólíklegt sé að fólk geti lifað svona
lengi án matar, en mögulegt sé að
kuldinn hafi hjálpað til. Frostið
náði allt að 30 gráðum. - þeb
Efasemdir um sögu Svíans sem bjó í bíl:
Missti vinnuna og
bjó í bílnum
BÍLLINN Bíll mannsins fannst á þessum fáfarna vegi fyrir helgi, en vegurinn er aðeins
ruddur nokkrum sinnum á ári. NORDICPHOTOS/AFP
FRAKKLAND Yfirheyrslum yfir Dom-
inique Strauss-Kahn, fyrrverandi
yfirmanni Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, var haldið áfram í gær í Frakk-
landi, þar sem hann hefur verið í
gæsluvarðhaldi síðan á þriðjudag.
Strauss-Kahn er grunaður um
að hafa stundað svallveislur, bæði
í París og í Washington, þar sem
vændiskonur voru meðal gesta.
Rannsókn lögreglunnar snýst eink-
um um það hvort vændishringur
hafi útvegað vændiskonur í veislur
á Carlton-hótelinu í borginni Lille.
Strauss-Kahn gæti átt yfir höfði
sér ákærur fyrir að hafa misnotað
fé, komi í ljós að borgað hafi verið
fyrir svallveislurnar með fé frá
fyrirtækjum.
Þetta er í annað sinn sem
Strauss-Kahn situr í fangelsi grun-
aður um kynferðistengd brot. Mál
gegn honum í New York fyrir
nauðgun á hótelþernu síðastliðið
vor var fellt niður. Sjálfur segist
Strauss-Kahn ekkert hafa brotið
af sér. Einn lögmanna hans sagði
nýverið í útvarpsviðtali að Strauss-
Kahn hafi ekki vitað að konurnar
væru vændiskonur: „Hann hefði
ekki getað áttað sig auðveldlega á
því, enda er fólk ekki alltaf í fötum
í svona veislum, eins og þú getur
ímyndað þér, og ég skora á þig að
sjá muninn á naktri vændiskonu og
öðrum nöktum konum.“ - gb
Situr í gæsluvarðhaldi í Frakklandi vegna gruns um tengsl við vændishring:
Strauss-Kahn aftur í vanda
STRAUSS-KAHN Öðru sinni settur í
fangelsi vegna gruns um kynferðisbrot.
NORDICPHOTOS/AFP
NOREGUR Haraldur Noregskonung-
ur og Sonja drottning munu prýða
nýja mynt sem Seðlabanki Noregs
ætlar að búa til í tilefni af 75 ára
afmælum hjónanna á árinu.
Myntin verður úr silfri og verða
í mesta lagi slegin fjörutíu þúsund
stykki af henni. Myntin verður
200 norskar krónur.
Haraldur konungur verður 75
ára á mánudag, en mun ekki halda
upp á afmælið. Hann hyggst vera í
útlöndum á afmælisdaginn og vilji
ekki halda upp á daginn.
- þeb
Noregskonungur 75 ára:
Slá nýja mynt
fyrir konung
MÁLÞING Forvarnarstarf í kyn-
ferðisbrotum gegn börnum er
samfélaginu nauðsynlegt og
sparar til lengri tíma mikið
fjármagn. Þetta er meðal þess
sem kemur
fram í fyrir-
lestri Sigríðar
Björnsdóttir,
verkefnastjóra
Blátt áfram,
á málþinginu
Framtíð barna
sem haldið
verður í Öskju
í Háskóla
Íslands í dag.
„Við munum á þessu ári
standa fyrir fræðandi brúðu-
leikhússýningum í öllum grunn-
skólum landsins fyrir börn í 2.
bekk og svo bjóðum við einn-
ig upp á námskeiðið Verndari
barna fyrir fullorðna. Okkur
vantar aukið fjármagn til að
geta rannsakað áhrif forvarna-
starfs okkar en við teljum okkur
geta sýnt fram á umtalsverðan
árangur á þeim sjö árum sem
við höfum starfað,“ segir Sig-
ríður.
Íslenskar rannsóknir hafa
sýnt fram á að 27% barna hafa
fyrir 18 ára aldur orðið fyrir
kynferðislegu ofbeldi. Sigríður
bendir á mikilvægi þess að fag-
aðilar þekki þau varúðarmerki
sem kunna að birtast hjá fórnar-
lömbum kynferðisofbeldis. - bg
Málþing um velferð barna:
Forvarnir spara
umtalsvert fé
SIGRÍÐUR
BJÖRNSDÓTTIR