Fréttablaðið - 23.02.2012, Side 42
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR34
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Nú er tími tónlistarverðlaunanna. Íslensku tónlistarverðlaunin verða
afhent í Hörpu í næstu viku, Brit-verðlaunahátíðin var á þriðjudags-
kvöldið og Grammy-verðlaunin fyrir nokkrum dögum. Hér á Íslandi eru
verðlaunaflokkarnir um tuttugu og finnst sumum nóg um. Það er þó ekk-
ert miðað við Grammy-flokkana sem eru 78 talsins. Það skal samt viður-
kennt að markaðurinn er aðeins stærri vestanhafs …
Það eru að sjálfsögðu veitt Grammy-verð-
laun fyrir bestu lög og plötur í mörgum
flokkum, en líka fyrir ýmislegt annað, t.d.
upptökustjórn og hljóðblöndun. Sem dæmi
má nefna að plata Bookers T. Jones, The Road
From Memphis, var valin besta instrúmen-
tal poppplatan, Tassili með Tinariwen besta
heimstónlistarplatan, samnefnd plata Bon
Iver besta jaðartónlistarplatan og Paper
Airplane með Alison Krauss og Union Station
besta blúgrass-platan. Endurútgáfurnar voru
líka verðlaunaðar: Viðhafnarútgáfan af Dark-
ness on the Edge of Town með Bruce Spring-
steen fékk verðlaun fyrir besta endurútgáfupakkann, Band on the Run
með Wings var valin besta sögulega platan og texti Adams Machado um
blús í San Francisco-flóa á sjöunda áratugnum var valinn besti plötutext-
inn …
Einn af sigurvegurum kvöldsins á Grammy-hátíðinni var hinn 24 ára
gamli Sonny John Moore, sem kallar sig Skrillex. Hann fékk þrenn verð-
laun. Besta danstónlistarlagið (Scary Monsters & Nice Sprites), besta
raftónlistarplatan (S.M. & N.S.) og besta endurgerðin (remix) fyrir lagið
Cinema með Benny Benassi.
Skrillex byrjaði í bransanum árið 2004 sem meðlimur í hljómsveitinni
From First to Last. Hann gerði fyrstu EP-plötuna sem Skrillex árið
2010 (My Name Is Skrillex) og verðlaunaplatan Scary Monsters & Nice
Sprites kom út í árslok það ár. Það er líka EP-plata, en fyrsta platan hans
í fullri lengd, Voltage, er væntanleg fljótlega.
Tónlist Skrillex er hreinræktuð partítónlist, enda hafa vinsældir hans
aukist mikið undanfarið. Á Facebook eru þegar tvær íslenskar síður með
nafninu „Við viljum Skrillex til Íslands“.
Tími tónlistarverðlaunanna
HEITUR Skrillex fékk þrenn
Grammy-verðlaun.
Fyrsta sólóplata Jacks White, fyrrum
forsprakka The White Stripes, nefnist
Blunder bluss og kemur út 24. apríl. Fyrsta
smáskífulagið, Love Interruption, er komið
út en þar syngur White dúett með söng-
konunni Ruby Amanfu sem fæddist í Gana
en býr í Nashville. Lagið er lágstemmt og
undir áhrifum sveitatónlistar. Það þykir
meira í anda hliðarverkefnis White, The
Raconteurs, heldur en The White Stripes.
Meðal annarra laga á plötunni eru Miss-
ing Pieces, Freedom at 21 og Hypocritical
Kiss.
White segist ekki hafa getað gefið út
plötuna fyrr en núna. „Ég hef frestað því
að gefa út plötur undir eigin nafni í langan
tíma vegna þess að þessi lög eru þann-
ig gerð að einungis ég hefði getað gefið
þau út,“ sagði White. Til að kynna plötuna
kemur White fram í sjónvarpsþættinum
Saturday Night Live 3. mars.
Blunderbluss frá White
FYRSTA SÓLÓPLATAN Jack White gefur út sína fyrstu
sólóplötu í apríl.
Popparinn Ed Sheeran hlaut
tvenn Brit-verðlaun á dög-
unum. Fyrsta sólóplatan
hans náði efsta sæti breska
vinsældalistans.
Ed Sheeran er ungur enskur tón-
listarmaður sem hefur slegið í
gegn í Bretlandi að undanförnu
með hugljúfu poppi og hlýlegri
rödd sinni. Honum hefur verið líkt
við John Mayer, Damien Rice og
James Morrisson og er talinn eiga
framtíðina fyrir sér.
Brit-tónlistarverðlaunin voru
haldin í Bretlandi á þriðjudags-
kvöld og þar var Sheeran tilnefnd-
ur til flestra verðlauna, eða fernra.
Á endanum hlaut hann tvenn verð-
laun, sem besti breski nýliðinn og
besti breski tónlistarmaðurinn.
Aðrir tilnefndir í síðarnefnda
flokknum voru engir aukvisar, eða
Noel Gallagher, James Morrison,
James Blake og Professor Green.
Sheeran fæddist í Halifax á Eng-
landi árið 1991. Ungur að aldri
lærði hann að spila á gítar og
semja lög. Fyrsta EP-platan hans,
The Orange Room, kom út 2005
þegar hann var einungis fjórtán
ára. Fleiri stuttskífur fylgdu í kjöl-
farið og árið 2008 flutti Sheeran til
London til að einbeita sér að spila-
mennsku. Hann var sérlega dug-
legur og spilaði nánast upp á hvern
einasta dag.
Þessi kraftur skilaði sér því
smám saman fór hann að vekja
athygli og stuttskífan Loose
Change sem kom út 2009 þótti vel
heppnuð. Hann hætti hjá útgáfu-
fyrirtæki sínu og flaug til Los
Angeles þar sem hann vakti áhuga
leikarans og tónlistarmannsins
Jamie Foxx þegar hann spilaði á
staðnum hans The Foxxhole. Aðdá-
endahópur Sheerans hélt áfram að
vaxa með hjálp Youtube og árið
2010 gaf hann sjálfur út tvær stutt-
skífur sem fengu góðar viðtökur
og aðra til viðbótar árið eftir.
Útsendarar frá útgáfunni Asyl-
um/Atlantic Records gerðu við
hann samning og síðasta sumar
kom fyrsta smáskífulagið hans út,
The A Team, sem fór beint í þriðja
sæti breska vinsældalistans.
Fyrsta hljóðversplatan, You
Need Me, kom svo út í september
og náði hún efsta sætinu í Bret-
landi. Sheeran er á leiðinni í stóra
tónleikaferð um Evrópu og Banda-
ríkin sem hefst 3. mars í Ósló. Í
Bandaríkjunum hitar hann upp
fyrir bresku hljómsveitina Snow
Patrol. freyr@frettabladid.is
Hugljúfur og harðduglegur
Á UPPLEIÐ Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er á mikilli uppleið í tónlistarbransanum. Hann hlaut tvenn Brit-verðlaun á dögunum.
NORDICPHOTOS/GETTY
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
TÓNLISTINN
Vikuna 16. febrúar- 22. febrúar 2012
LAGALISTINN
Vikuna 16. febrúar - 22. febrúar 2012
Sæti Flytjandi Lag
1 Of Monsters And Men .................................Lakehouse
2 The Black Keys .............................................. Lonely Boy
3 Retro Stefson.........................................................Qween
4 Valdimar Guðm. / Helgi Júlíus ......Stöndum saman
5 Magni .................................................................... Hugarró
6 Blár ópal ..........................................................Stattu upp
7 Foster The People ................... Call It What You Want
8 Lana Del Rey ................................................Born To Die
9 Kelly Clarkson ......................................................Stronger
10 Greta Salóme / Jónsi ........................Mundu eftir mér
Sæti Flytjandi Plata
1 Ýmsir ....................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012
2 Mugison .................................................................... Haglél
3 Of Monsters And Men ..........My Head Is An Animal
4 Adele................................................................................. 21
5 Leonard Cohen ................................................Old Ideas
6 Ýmsir ............. Einu sinni var / Út um græna grundu
7 Valgeir Guðjónsson ...................Spilaðu lag fyrir mig
8 Sigurður Guðm. og Sigríður Thorl. ........ Ásamt Sinfó
9 Friðrik Karlsson & María Ellingsen ...................... Jóga
10 Paul McCartney .......................Kisses On The Bottom
> PLATA VIKUNNAR
Low Roar - Low Roar
★★★★
„Kaliforníumaðurinn og Reykvíkingur-
inn Ryan Karazija með firnasterka
frumsmíð.“ - TJ
> Í SPILARANUM
Bruce Springsteen - Wrecking Ball
Muck - Slaves
Emeli Sandé - Our Version of Events
Burial - Kindred EP
Opið hús í
Tónlistarskóla FÍH
Í tilefni Dags Tónlistarskólanna laugardaginn 25. febrúar n.k.
verður opið hús í Tónlistarskóla FÍH að Rauðagerði 27 frá
kl. 14:00 – 16:00.
Gestum og gangandi er boðið að koma og skoða skólann, hlýða
á tónlist og njóta léttra veitinga.
Boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá samspilsbanda, söng-
og einleiksatriða sem í gangi verða í tveimur sölum skólans
samtímis.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir