Fréttablaðið - 23.02.2012, Síða 50

Fréttablaðið - 23.02.2012, Síða 50
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR42 sport@frettabladid.is MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR spilaði síðustu 30 mínúturnar er lið hennar, Turbine Potsdam, gerði óvænt 1-1 jafntefli við Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Var þetta fyrsti leikur Margrétar Láru með liðinu en hún fékk tvö góð færi í leiknum sem henni tókst ekki að nýta. Potsdam mætir næst Leverkusen á sunnudaginn. Iceland Express-d. kvenna Fjölnir - Valur 67-79 Snæfell - Haukar 77-75 Njarðvík - KR 78-71 Keflavík - Hamar 73-61 STAÐAN Keflavík 23 19 4 1816-1588 38 Njarðvík 23 17 6 1914-1708 34 Haukar 23 12 11 1698-1653 24 Snæfell 23 12 11 1630-1698 24 KR 23 12 11 1696-1592 24 Valur 23 9 14 1675-1738 18 Hamar 23 6 17 1584-1746 12 Fjölnir 23 5 18 1618-1898 10 Meistaradeild Evrópu FC Basel - Bayern München 1-0 Marseille - Inter 1-0 Evrópudeild UEFA Manchester City - Porto 4-0 (6-1) 1-0 Sergio Agüero (1.), 2-0 Edin Dzeko (76.), 3-0 David Silva (84.), 4-0 David Pizarro (86.) Þýska úrvalsdeildin Kiel - Rhein-Neckar Löwen 33-25 Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel en Róbert Gunnarsson ekkert fyrir Rhein-Neckar Löwen. Alfreð Gíslason þjálfar Kiel en Guð- mundur Guðmundsson stýrir liði Löwen. Grosswallstadt - Bergischer HC 24-23 Sverre Jakobsson lék í vörn Grosswallstadt en Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Bergische. Wetzlar - Füchse Berlin 26-28 Kári Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Wetzlar. Alexander Petersson lék ekki með Berlín vegna meiðsla en Dagur Sigurðsson er þjálfari liðsins. STAÐA EFSTU LIÐA Kiel 21 21 0 0 +181 42 Füchse Berlin 21 17 1 3 +74 35 Hamburg 20 16 0 4 +89 32 Flensburg 20 15 0 5 +62 30 RN Löwen 21 14 1 6 +60 29 Magdeburg 20 12 0 8 +31 24 Lemgo 20 12 0 8 +4 24 Lübbecke 20 9 1 10 -5 19 Danska úrvalsdeildin Skive - AG Kaupmannahöfn 17-28 Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir AG en þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjóns- son og Ólafur Stefánsson skoruðu ekki í leiknum. Bjerringbro/Silkeborg - Viborg 27-29 Guðmundur Árni Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Bjerringbro/Silkeborg í leiknum. STAÐA EFSTU LIÐA AG 21 18 1 2 +113 37 Bjerr/Silkeb. 21 13 2 6 +59 28 Kolding 20 13 2 5 +21 28 Team Tvis 20 10 5 5 +58 25 Skjern 20 10 3 7 -5 23 Álaborg 20 10 2 8 +42 22 Árósir 20 8 2 10 0 18 Viborg 21 7 3 11 -40 17 ÚRSLIT FÓTBOLTI Marta frá Brasilíu, besta knattspyrnukona heims, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Tyresö. Hún var án félags eftir að tímabilið í Bandaríkjunum var blásið af fyrir tæpum mánuði. Samkvæmt sænskum fjölmiðl- um fær Marta eina milljón doll- ara fyrir tímabilið eða 124 millj- ónir króna. Eru það einstakar tölur í heimi kvennaknattspyrn- unnar en ljóst er að forráða- menn Tyresö ætla sér stóra hluti á komandi tímabili. Hefur liðið fengið til sig marga sterka leik- menn þar að auki. Marta táraðist á blaðamanna- fundi Tyresö í gær. „Ég er svo ánægð með að vera komin aftur til Svíþjóðar. Þegar ég fór til Bandaríkjanna gerði ég mér grein fyrir því að Svíþjóð væri mitt annað heimili. Þetta er besta deild í heimi og hér líður mér vel,” sagði hún. Marta er 25 ára gömul og hefur fimm sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims. Hún lék með Umeå frá 2004 til 2008 og skoraði þá 111 mörk í 103 deildar- leikjum. Varð hún fjórum sinnum sænskur meistari. - esá Sænski kvennaboltinn: 124 milljónir fyrir Mörtu MARTA Táraðist á blaðamannafundi Tyresö í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Manchester City fór létt með andstæðing sinn í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA en liðið vann 6-1 samanlagðan sigur á Porto frá Portúgal, ríkjandi meistara í Evrópudeildinni. Liðin mættust í Manchester í gær og vann City þá 4-0 stórsigur. Sergio Agüero kom City yfir eftir nítján sekúndur en þeir Edin Dzeko, David Silva og David Pizarro skoruðu hin mörk liðsins á síðasta stundarfjórðungi leiksins. „Þetta var frábær sigur,” sagði fyrirliðinn Vincent Kompany eftir leikinn í gær. „Við sýndum í dag að okkur er full alvara í þess- ari keppni. Það er frábært að slá ríkjandi meistara úr leik með 4-0 sigri. Það eru mjög góð úrslit. Ég held að við höfum ekki verið upp á okkar besta í kvöld en við gerð- um það sem þurfti til. Frammi- staða okkar bar merki um mikinn þroska,” sagði Kompany. 32-liða úrslitunum lýkur með fimmtán leikjum í kvöld en City mætir sigurvegaranum úr leik Legia Varsjá og Sporting Lissa- bon í 16-liða úrslitunum. - esá Evrópudeild UEFA: City komst auð- veldlega áfram PIZARRO Skoraði fjórða og síðasta mark City í gær. Hér fagnar hann því. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Alfreð náði yfirhöndinni í einvíginu gegn Guðmundi Kiel vann nokkuð þægilegan sigur á Rhein-Neckar Löwen í stórslag liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í gær, 33-25. Þetta var 21. sigur liðsins í jafnmörgum leikjum í deildinni sem er vitanlega met. Yfirburðir Kiel eru með ólíkindum. HANDBOLTI Kiel er enn með fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni eftir átta marka sigur á Rhein- Neckar Löwen á heimavelli í gær, 33-25. Alfreð Gíslason er þjálf- ari Kiel og hefur náð ótrúlegum árangri með liðið á tímabilinu en liðið hefur unnið 21 leik á tíma- bilinu. Ekkert lið hefur byrjað betur í sögu deildarinnar. Kiel vann síðustu þrjá leiki sína á síðasta tímabili og sigrarnir eru því orðnir 24 í röð. Alfreð og Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari Löwen, voru búnir að mætast fimm sinnum með lið sín fyrir leikinn í gærkvöldi og voru með jafnan árangur. Lið Alfreðs var búið að vinna tvo leiki, lið Guðmundar var búið að vinna tvo leiki og einum leik hafði lyktað með jafntefli. Rhein-Neckar-Löwen vann báða deildarleiki liðanna í fyrra en Alfreð er nú kominn með undir- tökin í einvígi þessara kappa sem léku lengi saman í íslenska lands- liðinu á sínum tíma. Rhein-Neckar Löwen komst yfir, 2-1, í gær en þá tók tékk- neska skyttan Filip Jicha leikinn í sínar hendur. Hann skoraði fjögur fyrstu mörk Kiel í leiknum og kom sínum mönnum yfir. Heimamenn létu forystuna aldrei af hendi eftir það og skoraði Jicha alls tíu mörk í leiknum. Skoruðu ekki í tíu mínútur Miklu munaði um tíu mínútna kafla um miðbik hálfleiksins þar sem Löwen náði ekki að skora eitt einasta mark. Ekkert gekk upp í sóknarleik liðsins, sama hvað Guðmundur reyndi. Að sama skapi gekk allt upp hjá Kiel og skipti engu hvaða leikmönnum Alfreð tefldi fram hverju sinni. Kiel brunaði fram úr og náði átta marka forystu, 14-6. Staðan var svo 17-9 í hálfleik en leikur- inn var aldrei spennandi í síðari hálfleiknum. Aron Pálmarsson fékk sínar mínútur og skoraði eitt mark en Róbert Gunnarsson náði ekki að komast á blað hjá Löwen, þó svo að hann hafi mikið spilað í seinni hálfleik. Uwe Gensheimer var markahæstur hjá Löwen með átta mörk í gær. Mánuður í næsta toppleik hjá Kiel Það er erfitt að sjá fyrir hvort og þá hvenær Kiel tapar leik á tíma- bilinu. Það er rúmur mánuður í að liðið mæti næst einu af efstu liðum deildarinnar en þá koma Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin í heimsókn. Berlín- arrefirnir eru nú í öðru sæti deild- arinnar. Löwen er nú þremur stigum frá þriðja sæti deildarinnar sem er það síðasta sem veitir þátt- tökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það er því hörð bar- átta fram undan fyrir Guðmund og félaga ef liðið ætlar sér að komast í keppni þeirra bestu. - esá, óój Einvígi liða Alfreðs og Guðmundar THW Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen: Meistaradeildin, 21. nóvember 2010 Kiel vann 30-27 Meistaradeildin, 26. nóvember 2010 Jafntefli, 30-30 Þýska úrvalsdeildin, 1. desember 2010 Löwen vann 29-26 Þýska úrvalsdeildin, 6. apríl 2011 Löwen vann 33-31 Þýska úrvalsdeildin, 24. september 2011 Kiel vann 30-27 Þýska úrvalsdeildin, 22. febrúar 2012 Kiel vann 33-25 ÞJÁLFARAR Í FREMSTU RÖÐ Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson stýra tveimur af stærstu handboltaliðum heims. Alfreð hefur náð frábærum árangri með Kiel í vetur en liðið hafði betur gegn Guðmundi og lærisveinum hans í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Japans og æfði í Osaka í gær. Liðin mætast í fyrramálið kl. 10.20 að íslenskum tíma og verður leikur- inn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn er sá fyrsti sem Ísland leikur undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið mætir svo Svartfjallalandi í æfingaleik á föstudaginn. Enginn leikmanna Íslands sem er í Japan mun spila þann leik og fær því Lagerbäck tækifæri til að sjá marga leik- menn spila. „Allir leikmennirnir í þessum hópum eiga jafnan möguleika í framtíðinni,“ sagði Lagerbäck í viðtali á heimasíðu KSÍ. „Bæði liðin sem við erum að fara að spila við eru mjög sterk og er það gott. Þá sér maður best úr hverju leikmenn eru gerðir.“ Lagerbäck hefur ekki ákveð- ið hvaða leikmaður verði fyrir- liði Íslands í leiknum. „Fyrirliði verður að njóta virðingar í leik- mannahópnum og vera leiðtogi bæði innan vallar sem utan,“ sagði hann. - esá Landsliðið komið til Japans: Óvíst hver verði fyrirliði Íslands FÓTBOLTI „Litla“ liðið frá Sviss, FC Basel, gerði sér lítið fyrir og skellti þýsku risunum í Bayern Mün- chen í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í gær. Valentin Stocker skoraði eina mark leiksins um fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Enn ein góðu úrslitin fyrir Basel í keppn- inni en liðið sá til þess að Manchester United sat eftir í riðlakeppninni. Það var einnig dramatík í leik Marseille og Inter í Frakklandi þar sem heimamenn tryggðu sér sigur- inn með marki í uppbótartíma. Andre Ayew var þar að verki með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu. Marseille hefur nú leikið sextán leiki í röð án taps í öllum keppnum. Þetta er enn eitt áfallið fyrir Claudio Ranieri, stjóra Inter, en liðinu hefur gengið skelfilega í deild- inni heima fyrir að undanförnu. Jafntefli hefðu verið fín úrslit fyrir Ranieri en hvort hann fái að stýra lið- inu í síðari leiknum í Mílanó í næsta mánuði verður að koma í ljós. Þrátt fyrir afan fjörugan fyrri hálfleik í Sviss í gær tókst hvorugu liðinu að skora þrátt fyrir nokkur mjög fín færi. Heimamenn áttu tvívegis skot í stöng en markverðir beggja liða sýndu einnig lagleg tilþrif. Það voru svo tveir varamenn sem sáu um að búa til mark Basel. Jacues Zoua fór illa með vörn Bæj- ara með laglegri sendingu inn fyrir varnarlínuna á Stocker sem skoraði með föstu skoti. - esá Inter og Bayern München töpuðu bæði í Meistaradeildinni í gær: FC Basel sá við þýsku risunum MIKILVÆGT MARK Valentin Stocker tryggði Basel sigur í gær og gæti markið reynst mikilvægt. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.