Fréttablaðið - 29.02.2012, Page 1

Fréttablaðið - 29.02.2012, Page 1
veðrið í dag MENNTUN Kennarar við Háskóla Íslands hafa áhyggjur af áhugaleysi nemenda og segja þá koma ólesna í tíma auk þess sem þeir mæti illa. Guðrún Geirsdóttir, dósent í kennslufræði og deildarstjóri hjá Kennslumiðstöð, segir umræðuna ekki nýja af nálinni; að nemendur vilji fá allt upp í hendurnar og áhyggjur séu af því að þeir séu ekki nógu virkir. „Það er misjafnt hvernig kennar- ar bregðast við. Sumir eru áhyggju- fullir og vilja vita hvort þeir geti einhverju breytt í kennsluháttum. Svo eru aðrir sem eru neikvæðari og vilja losna við þessa nemendur með aðgangstakmörkunum.“ Guðrún hefur gert rannsóknir sem beinast að kennurum, sem spyrji sig hvort þeir séu að gera nemendur óvirka með kennsluhátt- um og hvort þeir fái of mikið upp í hendurnar sem geri þá svo ósjálf- bjarga. Guðrún ræðir þessi mál á mál- stofu í Árnagarði í dag, leitar þar skýringa til dæmis í rannsóknum á firringu háskólanema og þátttöku í háskólum. „Fræðimenn hafa bent á nýfrjálshyggju, þar sem menntun fer að hafa markaðsgildi frekar en að vera þroskandi. Að fólk verði að fá gráðu til að fá vinnu og það verði hvatinn frekar en fróðleiksþorsti.“ Háskólinn endurspegli þannig markaðsvæðingu og markmið ríkis- stjórna verði fjölgun háskólamennt- aðra. Margir nemendur viti ekki í hvaða átt þeir stefni eða hvað þeir vilji. - þeb VIÐSKIPTI Áætlanir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) gera ráð fyrir tveimur milljörðum króna vegna sölu eigna í ár, 5,1 milljarði árið 2013 og 1,9 milljörðum árið 2014. Stærsta eignin sem fyrirtækið gerir ráð fyrir að selja er Gagnaveita Reykjavíkur. Eftir á að samþykkja þá sölu, en starfsemi Gagnaveitunn- ar er skilgreind sem hluti af kjarna- starfsemi fyrirtækisins. Gagnaveit- an rekur ljósleiðaranet sem teygir sig frá Bifröst til Vestmannaeyja. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir ákvörðun um sölu Gagnaveit- unnar alfarið vera í höndum eig- enda og stjórnar OR. „Áætlun gerir ráð fyrir að tekjur af sölunni komi inn í byrjun árs 2013, sem þýðir að selja þyrfti í lok þessa árs.“ OR þarf að greiða 30 millj- arða króna af lánum á næsta ári og Bjarni segir að gríðarlega stór gjalddagi bíði strax eftir áramót. Sala gagnaveitunnar sé hugsuð til að standa skil á honum. Fyrirtækið seldi eignir fyrir 1.150 milljónir á árinu 2011, 150 milljónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Bjarni segir að í ár sé einnig ætlunin að selja Perluna, aðalstöðvar fyrirtækisins og fleira sem hann geti ekki tilgreint núna. Alls var 20 starfsmönnum fyrir- tækisins sagt upp í gær. Að auki var skipulagi og verklagi breytt hjá fyr- irtækinu og segir Bjarni það marka lok uppstokkunar. „Nú tekur við venjubundinn rekstur, hann ætlum við að reyna að stunda með sem bestum hætti þann- ig að við lendum ekki í því aftur að þurfa að moka skafl. Það þýðir ekki að það verði ekki uppsagnir, það er hluti af venjulegum rekstri fyrir- tækja að einum og einum verði sagt upp.“ Ekki verði þó aftur fækkað í jafnstórum hópum. - kóp MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Miðvikudagur skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt SafeTravel Plastiðnaður 29. febrúar 2012 51. tölublað 12. árgangur DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is Hugsaðu vel um fæturna Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Opið á laugard. 10-14. Í meira en hálfa öld hafa milljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK® sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: Arisona. Verð: 12.885,- Stærðir 36 - 48 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Jón Ásgeir Hreinsson hefur hafið útgáfu mótorhjólatímarits.Varð ástfanginn af fyrsta hjólinu sextán áraÞ etta er ákveðinn kúltúr sem tengist svokölluðum kaffi-racerum og strætisrökkum, eins og við köll-um Street Tracker á íslensku,“ segir Jón Ásgeir Hreinsson sem hafið hefur útgáfu mótorhjóla-tímaritsins Kickstart. „Á þessum hjólum er það ekki endi-lega aflið sem skiptir máli heldur útlitið og „performans-inn“. Þarna eru menn á 400 til 600 kúbika hjólum í staðinn fyrir 1.000 til 1.200 kúbika. Svo er stíllinn í kringum þessi hjól mjög skemmtilegur. Rockabilly tengist þessu mikið og þetta er svona pínu afturhvarf til fortíðar en samt gert á fallegri máta en gert var á sjöunda áratugnum þegar þessi stíll varð vinsæll. Þetta er kúltúr sem lítið hefur farið fyrir hér heima en maður hefur fylgst með erlendis og mig langaði að kynna betur.“Fyrsta tölublað Kickstart er komið út, 74 blaðsíð-ur af fjölbreyttu efni sem tengist hjólunum. „Þetta verða þrjú blöð á ári,“ segir Jón Ásgeir. „Í febrúar, júní og október. Júníblaðið kemur út 16. júní og 3 Árleg byssusýning verður í Veiðisafninu á Stokkseyri að Eyrarbraut 49 laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars frá klukkan 11 til 18. Þar verður fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá landskunnum söfn-urum. PLASTIÐNAÐUR MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Kynningarblað Pokar, gæðavottun, endurvinnsla, iðnaður, útflutningur. VOTTAÐ FRAMLEIÐSLUKERFIGæðakerfi Plastprents er byggt upp samkvæmt GÁMES kerfi og í samræmi við staðalinn ISO 9001.2008. Plast-prent er einnig með BRC/IOP (British Retail Con-sortium/Institute of Packaging) sem gerir Plastprenti kleift að framleiða matvælaumbúðir fyrir vörur seldar í stóru smásölukeðj-unum í Bretlandi. UMHVERFISÁHRIF PLASTEFNAPlastefni eru orðin ómiss-andi hluti af daglegu lífi fólks, í raftækjum, tölvum, ýmsum heim-ilisbúnaði, í bifreiðum, flugvélum og svo framvegis. Plastefnin eru einnig mjög mikilvæg í ýmsum umbúðum. Meira en helmingur allra framleiðsluvara í Evrópu er pakkaður í umbúðir úr plasti. Þrátt fyrir það vega plastumbúðir aðeins um 17% af heildarþyngd umbúða. Það þarf því minna af plastefnum til umbúða saman-borið við önnur umbúðaefni. Plastefni minnka því orkunotkun og útblástur koltvísýrings.Plastefni lág Áreiðanleiki gæðisv i Hér er verið að framleiða plast fyrir sjávarútveginn. Notað plast er malað og öðlast nýtt líf í endurvinnsluhluta Plastprents. Plastfilmur blásnar í verksmiðjunni. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Plastprents, með hluta af umbúðaframleiðslu fyrirtækisins í baksýn. MYND/VALLI Guðbrandur við Bielloni tíu lita prentvél fyrirtækisins. SAFETRAVEL MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Kynningarblað um snjóflóðaöryggisbúnað, leiðarval og annað fyrir örugg ferðalög. SNJÓFLÓÐAÖRYGGIS BÚNAÐUR OG LÍFSLÍKUR Í SNJÓFLÓÐUM Safetravel og Slysavarnafélagið Landsbjörg bjóða þér að sækja fyrirlesturinn „Snjóflóðaöryggis- búnaður og lífslíkur í snjóflóðum”. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Reykjavík að Malarhöfða 6 og í húsnæði Súlna – björgunarsveitar Akureyrar að Hjalteyrargötu 12. Fyrirlesturinn hefst á báðum stöðum kl. 20. Farið verður yfir það hvernig mismunandi búnaður virkar og hvernig hann miðar að því að auka lífslíkur þess sem lendir í snjóflóði. Þetta er f i l MYND/ÓLAFUR LARSEN ÞÓRÐARSON Guðmundur Jónsson, einn fjallgöngumannanna, segir að það hafi komið sér mjög á óvart hversu fljótar björg- unarsveitir voru á vettvang. „Einn okkar, Bjartmar Örn Arnarson, var að fara í sjötta skiptið á jök- ulinn. Hann hefur gengið á Mont Blanc og er alvanur fjallgöngu- maður. Ég hafði gengið á mörg fjöll og var í annað skiptið á leið upp Hvannadalshnúk. Við vorum bæði vel skipulagðir og mjög vel útbúnir fyrir þessa ferð,“ segir Guðmundur. Bjart og gott veður var þenn- an dag. „Við lögðum af stað undir morgun og vorum komnir að Aðstoðin kom fljótt Eftir að í ljós kom að þrír félag- anna voru slasaðir veltu þeir vöngum yfir hvað best væri að gera í stöðinni. „Við ákváðum að óska eftir aðstoð og náðum í al- mannavarnastöð á Kirkjubæjar- klaustri. Aðeins tveir í hópnum voru göngufærir og við vorum staddir í mikilli hæð. Aðgerða- stöð í Reykjavík ákvað að senda bæði björgunarsveit og þyrlu á staðinn og við vorum þakklátir fyrir það. Fjórir í fjallgönguhópn- um eru flugmenn og vissu að það gæti verið tæpt að ná mönnunum í þetta miklum halla. Á meðan þyrlan sveimaði fyrir ofa kk Snjóflóð hreif þá niður snarbra t n jökulinnFimm vanir fjallgöngumenn lentu í snjóflóði í Virkisjökli í Hvannadalshnúk í lok m í 2006. Þrír þeirra slösuðust og var fjöldi björgunarmanna kallaður til enda um erfiðar aðstæður að ræða. Nýjung! D-VÍTAMÍNBÆTT LÉTTMJÓLKParatabs® Nýtt hlutverk María Birta leikur í myndinni XL á móti Ólafi Darra. fólk 34 Kennarar við Háskóla Íslands segja suma nemendur í grunnnámi áhugalausa: Óvirkir nemendur áhyggjuefni Háskólakennari sem kennir nemendum á fyrsta ári sendi Kennslumiðstöðinni bréf þar sem hann lýsti ástandinu eins og það blasir við honum. „Vandamálið er að nemendur virðast vilja gera sem minnst sjálfir en krefjast hins vegar mikils af kennurum (vilja glósur, glærur og samantekt um efnið). Því meira sem ég geri því minna gera þeir. Fyrir áramót kom í ljós að nemendur í námskeiðinu höfðu ekki lesið lesefni þess. Þeir bjarga sér með glærum og glósum og krossaspurningum sem þeir hafa aðgang að í prófasöfnum og kvarta svo yfir að fá ekki 9,0.“ Lásu ekki efnið en kvörtuðu yfir einkunn SKÚRIR EÐA ÉL sunnan og vestan til en nokkuð bjart austan- lands. Strekkingsvindur um landið vestanvert en annars hægari. Heldur kólnar í veðri. VEÐUR 4 2 1 3 21 Við getum unnið Ísland mætir Svartfjalla- landi ytra á morgun í vináttulandsleik. sport 30 Starfsmannafjöldi OR 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 600 400 200 0 607 577 495 427 406 ALÞINGI Önnur umræða um til- lögu Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, um að Alþingi aft- urkalli ákæru á hendur Geir H. Haarde, fer fram í dag. Meirihluti stjórnskipun- ar- og eftirlits- nefndar leggur til að tillögunni verði vísað frá. Ef ekki, þá verði hún felld. Valgerður H. Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, segir ekkert hafa komið fram sem réttlæti afturköllun. Þá uppfylli málið ekki skilyrði laga um með- ferð sakamála varðandi aftur- köllun ákæru. Sjálfstæðismenn í nefndinni leggja til að tillaga Bjarna verði samþykkt. Að umræðu lokinni verða atkvæði greidd um frávísunar- tillöguna og verði hún felld um varatillögu meirihlutans. - kóp / sjá síðu 6 Afturköllun ákæru rædd í dag: Atkvæði greidd um tillöguna GEIR H. HAARDE NÝTT HÓTEL VIÐ GÖMLU HÖFNINA Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum á Mýrargötu við að fullklára hótelið Icelandair Hotel Marina sem fyrirhugað er að opna með vorinu. Á hótelinu verða 108 herbergi, líkamsræktaraðstaða, bar og veitingaaðstaða. Þar var Slippfélagið áður til húsa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gagnaveitan verði seld í ár og skili OR milljörðum Áætlanir Orkuveitu Reykjavíkur gera ráð fyrir að Gagnaveita Reykjavíkur verði seld í ár og skili fyrirtæk- inu milljörðum króna. Eftir á að samþykkja sölu af eigendum og stjórn. Tuttugu starfsmönnum sagt upp. Afturhvarf til fortíðar Fyrsta tölublað mótorhjólatímaritsins Kickstart er komið út. allt Engin hindrun í skák Siguringi Sigurjónsson kemur á fót nýjum skákvef fyrir börn. tímamót 22

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.