Fréttablaðið - 29.02.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 29.02.2012, Síða 2
29. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR2 FÓLK Ragnheiður Hildigerður Hann- esdóttir á einungis afmæli á fjög- urra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmis- legt á minni ævi sem 22 ára mann- eskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag. „Það er auðvitað margt sem mætti vera betra, en ég á mörg góð ár að baki. Maður verður að vera bjartsýnn og líta fram á veginn, það þýðir ekkert annað. Ég á góða fjöl- skyldu og vini og lít á lífið björtum augum.“ Ragnheiður býr með eiginmanni sínum, Völundi Sigurjónssyni, á Sléttuvegi í Reykjavík. Hún ætlar að gera sér glaðan dag á afmælis- daginn og halda upp á hann á heim- ili sínu með fjölskyldu sinni og vinum. Þau hjónin eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og sjö barna- barnabörn. „Ég er rík kona,“ segir hún. Aðspurð segist Ragnheiður ekki hugsa mikið um að vera elsta hlaup- ársafmælisbarn þjóðarinnar. „Kona sem ég þekkti lést nýlega og hún varð 101 árs gömul og hún var með heila hugsun fram í það síðasta. Það þarf alls ekki að vera slæmt að eld- ast,“ segir hún. Ragnheiður fæddist hlaupárs- daginn 29. febrúar árið 1924, á bænum Litla-Vatnshorni í Hauka- dal. Hún segir afmælisdaga ekki hafa verið haldna hátíðlega í sveitinni þegar hún var að alast upp og gjafirnar oftast verið vett- lingar eða sokkar. Hún minnist þess að hafa fengið epli og app- elsínur að gjöf frá frænku sinni. Móðir Ragnheiðar gaf henni nafnið Hildigerður, sem er eftir afmælisdeginum, en í almanaki Þjóðvinafélagsins heitir hlaup- ársdagur Hildigerður. „Hún hélt sig alltaf við það hún móðir mín. Þetta nafn er í gildi þó ég hafi ekki notað það mikið. En það er vissulega mjög heil- steypt og fallegt,“ segir Ragn- heiður Hildigerður afmælisbarn. sunna@frettabladid.is Elsta hlaupársbarn þjóðarinnar 22 ára Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á 22 ára afmæli í dag. Hún hefur þó lifað í 88 ár. Hún er elsti Íslendingurinn sem á afmæli á hlaupársdegi. Móðir hennar nefndi Ragnheiði Hildigerði eftir hlaupársdeginum 29. febrúar árið 1924. HELDUR DAGINN HÁTÍÐLEGAN Ragnheiður Hildigerður, elsta afmælisbarn landsins, heldur upp á 22. afmælisdaginn sinn í dag með fjölskyldu og vinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hafsteinn, nennir fólk ekki að tala við ykkur? „Jú, en allir nema þrír sem hafa haft samband við mig síðustu tíu ár hafa hringt eða sent mér tölvupóst.“ Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingar í Kópavogi, telur óþarft að hafa sérstaka viðtalstíma þar sem íbúar geta hitt bæjarfulltrúa eins og nýr meirihluti hefur ákveðið því það mæti enginn í viðtalstímana. KENÍA, AP Ítalska skemmtiferða- skipið Costa Allegra kemur væntanlega til hafnar á morgun á Seychelles-eyjum í Indlandshafi. Skipið rak stjórnlaust á sjóræn- ingjaslóðum vegna vélarbilunar þangað til dráttarskip kom því til bjargar í gær. Rúmlega þúsund manns um borð. Þeir gætu þurft að bíða sólarhringum saman áður en skipið getur lagst að bryggju. Skipið er systurskip skemmti- ferðaskipsins Costa Concordia sem strandaði við Ítalíuströnd í síðasta mánuði. - gb Vélarvana á Indlandshafi: Skemmtiskip dregið að landi STJÓRNSÝSLA Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, segir saksóknara Alþingis, Sigríði J. Frið- jónsdóttur, ekki sinna hinu veiga- miklu eftirlitshlutverki ríkissak- sóknara í máli Geirs H. Haarde. Taka ætti það hlutverk að gæta almennra grundvallaratriða saka- málaréttarfars, sem er á hendi rík- issaksóknara, fram yfir hlutverk saksóknara Alþingis. Þetta sagði Valtýr í grein í Frétta- blaðinu í gær. Hann sagði ríkissak- sóknara æðsta handhafa ákæru- valds lögum samkvæmt og að hann hefði boðvald yfir öðrum ákær- endum og eftir- lit með þeim. „Í því felst m.a. að hann beri ábyrgð á að samræmis sé gætt við með- ferð ákæruvalds og að grundvall- arreglur saka- málaréttarfars séu virtar.“ Sigríður sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún benti á að Valtýr hefði verið ríkissaksóknari þegar Alþingi sam- þykkti ákæru á hendur Geir, nokkuð sem Valtýr segi að hafi þýtt brot á réttindum Geirs. Hann hafi þó ekki séð ástæðu til að bregðast við þeim meinta órétti á þeim tíma þrátt fyrir eftirlitshlutverk ríkissaksóknara. „Þetta aðgerðaleysi fv. ríkissak- sóknara gæti tengst þeirri stað- reynd, sem ekki er fjallað um í grein Valtýs, að boðvald ríkissak- sóknara nær ekki til Alþingis, þó svo að Alþingi hafi ákæruvald þegar kemur að brotum ráðherra. Um rétt- indi sakbornings í málum sem varða ráðherraábyrgð fjallar sérdómstóll sem heitir Landsdómur,“ segir Sig- ríður. - kóp Fyrrum ríkissaksóknari segir saksóknara Alþingis vanrækja eftirlitshlutverk sitt: Sigríður segir Valtý fara með fleipur SIGRÍÐUR J. FRIÐJÓNSDÓTTIR DÓMSMÁL Tveir menn, Guðni Guillermo Gorozpe og Hall- dór Arnar Karlsson, voru í gær dæmdir í tveggja ára óskilorðs- bundið fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás í miðbæ Reykjavík- ur. Sá þriðji hlaut sextán mánaða fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Árásin var framin aðfaranótt 7. maí 2010. Þá réðust þremenn- ingarnir, að því er virðist að til- efnislausu, á grískan ferðamann, slógu hann í jörðina og spörkuðu í hann liggjandi. Ferðamaður- inn, sem svipti sig lífi í fyrra, var mjög illa leikinn eftir árás- ina og í símaskýrslu sem móðir hans gaf fyrir dómi kom fram að atburðurinn hefði fengið mjög á hann andlega. Í niðurstöðu dómsins segir að þremenningarnir eigi sér engar málsbætur. - sh Þrír fengu fangelsisdóm: Dæmdir fyrir hrottalega árás LÖGREGLUMÁL Gefin hefur verið ákæra á hendur tveimur mönn- um fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot vegna banaslyss sem varð að kvöldi 27. desember 2010. Þá rákust saman tveir vöru- flutningabílar með tengivagna á Norðurlandsvegi í Húnavatns- hreppi. Ökumaður bílsins sem talinn er valdur að slysinu er ákærður og aðaleigandi fyrirtækisins sem gerði út bílinn er ákærður fyrir hlutdeild í brotinu. Ökumaðurinn er sagður hafa ekið vöruflutningabifreiðinni norð- ur Norðurlandsveg án nægilegrar aðgæslu, með vélavagn, sem hentaði ekki til flutninga á steinrörum sem á hann hafði verið hlaðið. Þá var vagninn sagður hafa verið bremsu- lítill eða bremsulaus, á mismunandi stórum dekkjum og með mismun- andi loftþrýsting í hjólbörðum. Farmurinn vó 12,1 tonn og náði 2,5 metra hæð. „En rörin höfðu verið sett þvert á vagninn, án lög- boðinna klossa framan og aftan við farminn og engra klossa eða styttur til varnar hliðarskriði og farmurinn aðeins bundinn niður að hluta, en ástand vagnsins og háfermi hans skertu rásfestu hans, með þeim afleiðingum að vagninn fylgdi ekki bifreiðinni, heldur leit- aði of mikið til vinstri yfir miðlínu vegarins,“ segir í ákærunni. Þetta varð til þess að bíllinn rás- aði í veg fyrir annan vöruflutninga- bíl. Bílstjóri þess bíls lést nær sam- stundis, þegar steinrör köstuðust inn í ökumannshús bílsins. - óká Gáleysi og vanbúinn vagn áttu stóran þátt í banaslysi í Langadal í árslok 2010: Ákært fyrir manndráp af gáleysi HJÓLBARÐAR Misstór dekk með mis- munandi þrýstingi áttu þátt í banaslysi í árslok 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐ ÞINGFESTINGU MÁLSINS Agné Kra- tavicuité mætir í Héraðsdóm Reykjavíkur þegar mál hennar var fyrst tekið fyrir í byrjun nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSTÓLAR Agné Krataviciuté, kona sem ákærð hefur verið fyrir að bana nýfæddu barni sínu á Hótel Fróni í fyrrasumar, neitar sök og kannast ekki við að hafa fætt barn. Þetta kom fram við aðalmeð- ferð máls á hendur Agné í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Henni er gefið að sök að hafa veitt nýfæddu barninu tvo skurðáverka á andlit með bitvopni og banað því svo með kyrkingu. „Mér finnst enn þá mjög erfitt að skilja hvað gerðist,“ hefur Vísir. is eftir Agné, þegar hún bar vitni í gær. Hún kvaðst þó fyrir dómi hafa fundið fyrir miklum verkjum á hótelherberginu þar sem talið er að barnið hafi fæðst. Nánari fréttaflutning af málinu má finna á Vísi. - óká Aðalmeðferð í dulsmáli: Segist ekki hafa fætt barn 4,67 bæjarfulltrúar Bæjarfulltrúi Samstöðu í Vestur- byggð hefur gert athugasemd við að tekin var á dagskrá bæjarráðs ósk eins bæjarfulltrúans á dögunum um að láta af störfum. Málið hafi verið tekið á dagskrá með afbrigðum fyrir atbeina fjögurra af sjö bæjarráðs- mönnum. Samkvæmt samþykktum Vesturbyggðar þurfi hins vegar tveir þriðju hlutar bæjarráðsmanna að greiða atkvæði með því að mál séu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það séu 4,67 bæjarfulltrúar en ekki aðeins fjórir. VESTURBYGGÐ STJÓRNSÝSLA Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars Anderson, forstjóra FME, hefur kraf- ist þess að Oddný Harðardótt- ir, fjármálaráðherra, taki af allan vafa um hvort Gunnar og embætti hans falli undir lög um réttindi ríkisstarfsmanna. Vill Skúli skýrt hvort Gunnar njóti réttarverndar sem opinber starfsmaður. Krafan kemur í kjölfar þess að stjórn FME sagði í bréfi að hún teldi embætti Gunnars ekki falla undir ákvæði þessara laga. Forstjórinn beri ábyrgð gagn- vart stjórn FME og sé því ekki embættismaður í skilningi lag- anna. Eins og kunnugt er hefur stjórn FME tilkynnt Gunnari að hún hyggist segja honum upp en Gunnar telur uppsögnina ólög- mæta. - mþl Uppsögn Gunnars Andersen: Ráðherra skýri réttarstöðu SPURNING DAGSINS Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára mann- eskja hefði sennilega ekki getað,“ RAGNHEIÐUR HILDIGERÐUR HANNESDÓTTIR AFMÆLISBARN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.