Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 16
16 29. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR Áform um byggingu nýs húss yfir sameiginlega starfsemi Landspítala og Háskóla Íslands eiga sér langa sögu. Umræða hófst fyrir alvöru fyrir tæpum 15 árum í aðdraganda sameiningar sjúkra- húsanna í Reykjavík sem varð um mitt ár 2000. Um 2-3 árum síðar var hinni nýju spítalabyggingu valinn staður á Grænuborgartúni, á lóð Landspítala við Hringbraut. Af hverju var það gert? Var þetta einhver miðbæjarrómantík, fortíð- arhyggja, virðing við gamla Land- spítalann, stríðni við íbúa Þing- holtanna? Nei, ekkert af þessu, auðvitað. Tvær ástæður vógu hins vegar þyngst. Sú fyrri er nálægð við háskólann. Meginrök fyrir sam- einingu spítalanna á sínum tíma, að minnsta kosti í huga starfsmanna, voru efling starfsemi spítalans, að bæta þjónustu hans við sjúklinga og að styðja hann og styrkja sem vís- indastofnun og kennslustofnun. Til- gangurinn var með öðrum orðum sá að efla spítalann sem háskóla- sjúkrahús og að gera stofnunum kleift að blanda saman starfsemi sinni enn frekar, styrkja samstarf og samvinnu til að efla þjónustu, rannsóknir og kennslu. Vel á annað hundrað starfsmanna spítalans eru jafnframt starfsmenn HÍ. Fleira en nálægð við heilbrigðis- deildir kemur hér til. Mikil og vaxandi samvinna er milli félags- vísindafólks og þeirra sem starfa að heilbrigðisþjónustu, enda eru félagslegir áhrifaþættir heilsu sífellt að verða mönnum ljósari. Framfarir í læknisfræði byggja í sívaxandi mæli á þróun þekkingar í verkfræði og tölvunarfræði. Fleiri greinar má nefna, t.d. sagnfræði og mannfræði. Hér skiptir því nálægð Landspítala við háskólann allan miklu máli. Hin ástæða staðarvalsins er sú að á Hringbrautarlóð er mun meira af byggingum sem nýta má áfram en hefði nýju húsi verið komið fyrir í Fossvogi. Bygging við Hringbraut er því mun ódýrari en bygging á öllum stöðum öðrum sem nefndir hafa verið. Það væri með ólíkindum ef fólki finnst það ekki skipta máli. Eitt af verkefnum Mannrétt-indaskrifstofu Íslands er að gefa út bækur um mannréttindi. Út hefur komið fjöldi bóka sem Mannréttindaskrifstofan á aðild að á einn eða annan hátt auk rit- raðar Mannréttindaskrifstofunn- ar. Á síðasta ári gaf skrifstofan, í samvinnu við Háskólann á Akur- eyri, út ritið „Mannréttindi í þrengingum“ en höfundar þess eru Aðalheiður Ámundadóttir, meist- aranemi og stundakennari við Háskólann á Akureyri, og Rachael Lorna Johnstone, dósent við laga- deild Háskólans á Akureyri. Ritið fjallar einkum um skuld- bindingar Íslands samkvæmt Alþjóðasamningi um efnahags- leg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi og afdrif þeirra réttinda í efnahagskreppunni. Í fyrsta hluta ritsins er meðal annars að finna umfjöllun um og skýr- ingar á skyldum aðild- arríkja óháð efna- hag. Þá er jafnframt gerð grein fyrir skyld- um aðildarríkja í sam- ræmi við efnahagsgetu, til að tryggja stöðuga framþróun réttindanna, að þau aukist í stað þess að verða lakari. Næst er fjallað um skyldur ríkja sem glíma við efnahagssamdrátt og mun sá hluti eflaust vekja einna mestan áhuga lesenda í ljósi núverandi aðstæðna í þjóðfélaginu. Þar er m.a. bent á að ef skera þarf niður og hverfa þannig frá stöð- ugri framþróun, þarf, auk skyldu til að tryggja lágmarksinntak réttindanna, að tryggja að samráð hafi haft verið við þá sem aðgerðir bitna á og að niðurskurðurinn hafi ekki varanleg áhrif. Loks skal þess ávallt gætt að þeir sem standa höll- um fæti njóti sérstakrar verndar. Auk þess að skýra skuldbind- ingar Íslands samkvæmt samn- ingnum er fjallað um framkvæmd hans á Íslandi í kjölfar efnahags- hrunsins. Meðal annars er á það bent að þrátt fyrir að félagslegt öryggi sé réttindi sem tryggja ber samkvæmt samningnum, þá er það því miður svo að hluti landsmanna hefur ekki notið félagslegs öryggis um árabil og eftir efnahagshrunið hefur vandinn aukist til muna og úrræði stjórnvalda til að takast á við vandann þrengst. Grunnbætur helstu bótaflokka, s.s. atvinnu- leysisbætur og örorkubætur, duga ekki til lágmarksframfærslu og þeirra þarfa sem uppfylla þarf samkvæmt samningnum, s.s. við- unandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða. Auk umfjöllunar um Alþjóða- samning um efnahagsleg, félags- leg og menningarleg réttindi, skyldur ríkja og framkvæmd samningsins á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins, leitast höf- undar við að leiðbeina íslensk- um stjórnvöldum um hvernig þau geti, með aukinni mannréttinda- samþættingu, gætt þess betur að alþjóðlegar mannréttindaskuld- bindingar séu virtar þrátt fyrir efnahagssamdrátt og niðurskurð. Meðal annars er bent á mikilvægi mannréttindanálgunar við niður- skurðaraðgerðir, með því að meta allar fjárhagsáætlanir og ákvarð- anir, sem hafa áhrif á réttindi sem tryggð eru í alþjóðasamningum, út frá sjónarhorni mannréttinda. For- senda þess að unnt verði að beita slíkri mannréttinda- nálgun er meðvitund um hver þessi réttindi eru og hvað í þeim felst. Því þarf að setja mann- réttindavernd í öndvegi í allri áætlanagerð, hafa eftirlit með framkvæmd áætlana og mæla árang- ur út frá mannréttind- um. Þá ber að hafa gott eftirlit með því að mis- munun eigi sér ekki stað og ef veita á hópum eða einstaklingum ólíka meðferð þarf að tryggja að réttlætanleg og mál- efnaleg sjónarmið liggi þar að baki. Enn fremur skal þess gætt að hlífa þeim sem standa höllum fæti fyrir niðurskurði. Loks er í ritinu bent á nauðsyn þess að niðurskurður fari ekki niður fyrir þann lágmarks- ramma sem markaður hefur verið um hvern og einn rétt. Þá er einnig m.a. bent á mikilvægi samráðs við rétthafana sjálfa og frjáls félaga- samtök, virks upplýsingaflæðis milli aðila á öllum sviðum og stig- um hins opinbera og að ákvarðanir sem hafi áhrif á réttindi einstak- linga séu teknar af þar til bærum stofnunum. Eins og áður sagði skal mannréttindasamþætting vera rauði þráðurinn í allri stefnu- mótun og áætlanagerð og tryggja þarf að áætlanir nái til alls sam- félagsins. Það er því mikið gleði- efni að innanríkisráðuneytið hefur hafið undirbúning landsáætlunar í mannréttindamálum. Mannrétt- indi í þrengingum er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrif- stofu Íslands: www.humanrights. is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis. Loks er í ritinu bent á nauðsyn þess að niður- skurður fari ekki niður fyrir þann lágmarks- ramma sem markaður hefur verið … Bygging við Hringbraut er því mun ódýrari en bygging á öllum stöðum öðrum sem nefndir hafa verið. Það væri með ólíkindum ef fólki finnst það ekki skipta máli. · Humar- og krabbamósaík · · Ljós hörpudiskur og tómata crème brûlée · · Steiktur lambabógur „confit“ og lambahryggur · · Croque-monsieur fourme d‘Ambert/Mascarpone · · Súkkulaði-Stradivarius með „Pur Caraïbes“ súkkulaði · Gestur Perlunnar í ár er Michelinstjörnukokkurinn Philippe Girardon sem hefur þjálfað flest alla íslenska matreiðslumeistara sem hafa tekið þátt í hinni heimsþekktu Paul Bocuse keppni. í Perlunni Sími: 562 0200 · perlan@perlan.is · www.perlan.is Ég kallaði hér í Fréttablaðinu á mánudag eftir málefnalegri umræðu um raunhæfar aðgerðir í skuldamálum heimila. Ekki væri hægt að gera allt fyrir alla en tölu- vert fyrir marga og það þyrfti að ræða. Leiðarahöfundur Fbl. gerði því skóna hér í gær að um kosn- ingabrellu væri að ræða og að bakfærsla á hluta verðbóta sem nemur 5-10% af skuldum heim- ila muni leiða til bólu og nýs efna- hagshruns. Veruleikinn er sem betur fer allt annar og gefur ekki tilefni til heimsendaspádóma um vítisvélar. Matsfyrirtækið Fitch hefur nýlega bent okkur á að mikill árangur hafi náðst í ríkisfjár- málum, en skuldir heimila og fyrir tækja séu enn of miklar. Það hlýtur því að teljast ábyrgt efna- hagspólitískt viðfangsefni hvort draga megi úr skuldum heim- ila án þess að skuldsetja ríkis- sjóð. Færir hagfræðingar hafa bent á að verðtryggingarkerfið á Íslandi komi í veg fyrir sjálfvirkar sveifluleiðréttingar í hagkerfinu. Það gefur tilefni til að skoða hvort við getum leiðrétt handvirkt hluta af sveiflunum. Slíkt fæli ekki í sér stórkostlega eignatilfærslu heldur væri bakfærsla á hluta af heima- smíðuðum vanda. Skoðanaskipti Eftir hrun hafa hróp tveggja hópa yfirgnæft skoðanaskipti um skuld- ir heimila. Í öðrum hópnum eru talsmenn þess að bæta öllum allt sem gerst hefur með gríðarlegum tilkostnaði. Hins vegar eru tals- menn, á borð við leiðarahöfund Fbl., sem telja að ekkert megi gefa eftir nema hjá þeim sem sýnt geta fram á örbirgð. Talsmenn beggja tala fyrir mikilvægum sjónarmið- um, en við komumst ekkert áfram með því að kalla á víxl „allt“ eða „ekkert“. Upplýst umræða bygg- ist á því að við greinum vandann, rannsökum hvernig hægt er að bregðast við, og skiptumst síðan á skoðunum um hvaða niðurstaða mæti best ólíkum sjónarmiðum og skapi víðtækasta samstöðu. Leiðarahöfundurinn áréttar að ég hafi ekki gerst sekur um það lýðskrum að hægt sé að gera allt fyrir alla – án tilkostnaðar. Ég hef bent á fjármuni sem nýta má í umtalsverðar aðgerðir vegna víðtæks vanda í samfélaginu og hvernig útfæra megi það. Bendi aðrir á betri fjármögnunarleiðir og sanngjarnari útfærslu væri það fagnaðarefni, því betur sjá augu en auga. En á meðan við færumst ekki áfram í umræðunni þá fjölg- ar á vanskilaskrá, æ fleiri gefast upp, margt samkeppnishæfasta unga fólkið okkar flytur til útlanda og sundrung einkennir samfélag okkar. Við þær aðstæður skulum við ekki hafna því að víðtækari aðgerða er þörf. Skilyrði til sjálfsbjargar Hvað dylgjur leiðarahöfundar um kosningabrellu varðar er gaman að benda honum á að lesa sitt eigið blað frá 15. júní 2010, en þar slær Fbl. því upp á forsíðu að ég hafi lagt til víðtækar aðgerð- ir í skuldamálum sem fjármagna megi m.a. með aukaafslætti líf- eyrissjóðanna af verðtryggðum íbúðalánum og skattinneign af séreign. Þetta hefur verið afstaða mín lengi, en er engin stundar- brella. Ég er einfaldlega sann- færður um að vandinn sé slíkur að grípa þurfi til umtalsverðra aðgerða strax. Almennri aðgerð má beina að afmörkuðum hópum svo fjármunir nýtist sem best þeim er þurfa. En þó einhverjir fái eitthvað sem þeir mögulega kæmust af án, þá er kostnaður við það mun minni en hagkvæmni þess að búa fólki almenn skilyrði til sjálfsbjargar. Leitum sátta Gyða Margrét Pétursdóttir, aðstoðarkennari í kynjafræði við Háskóla Íslands, ritaði grein í Fréttablaðið 27. febrúar undir fyrirsögninni „Hvar er manndómurinn”. Þar gerir hún að umræðuefni nokkur orð mín, sem féllu í útvarpsþætti 25. febrú- ar, þar sem m.a. var fjallað um bréfaskriftir Jóns Baldvins Hannibalssonar til ungrar stúlku. Þar sagði ég m.a., að með skrifum sínum hefði Jón Baldvin sýnt af sér mikið dómgreindarleysi. Því sleppti Gyða Margrét í grein sinni. Hún telur hins vegar, að eftirfarandi orð þáttastjórnanda og mín feli í sér dylgjur um að verið sé að koma pólitísku höggi á Jón Baldvin. Þáttastjórnandi spyr: „Er póli- tík á bak við þetta heldurðu?“ Ég svara: „Það kæmi mér ekkert á óvart.“ En Gyða Margrét heldur áfram og gefur það fylli- lega í skyn, að með orðum mínum sé ég að skjóta skildi fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Þetta er í raun skelfilegur áburður, sem á sér enga stoð og gengur þvert á allar hugsanir mínar og afstöðu til þeirra manna og mála, sem fræðimaðurinn og kennarinn nefnir. Þetta mál allt er harmleikur, sem vart verður lýst með orðum. Málið hefur valdið ómældri sorg og skelfingu í fjölskyldum þolanda og geranda um langt árabil. Ég sagði í fyrrnefndum útvarpsþætti, að ég hefði haft veður af bréfum Jóns Baldvins í mörg ár. Innihald þeirra þekkti ég ekki. Ég hefði hins vegar álitið að málið væri úr sögunni og fyrirgefningar- beiðni Jóns tekin til greina. Það kom mér því algjörlega á óvart, þegar bréf Jóns Baldvins voru birt í tímariti. Ekki dreg ég í efa allan rétt þolandans til að birta bréfin, en lái mér hver sem vill undrun á tímasetningunni og tilgang- inum. Mér er hins vegar ljóst, að með orðum sínum og skrifum hefur Jón Baldvin oft skotið fast á til- tekna einstaklinga og þannig aflað sér óvinsælda og eignast hatursmenn. Þá sögu þekki ég vel og kæmi ekki á óvart þótt einhverjir vildu koma á hann höggi. Það voru hins vegar mistök af minni hálfu, að gera því skóna, að þetta tiltekna mál kynni að vera af pólitískum rótum runnið, án þess að rökstyðja það frekar. Hafi ég með þessum orðum aukið á angur þolandans í þessu máli, bið ég hana afsökunar Við Gyðu Margréti Pétursdóttur vil ég segja þetta: Fyrir þá setningu eina, að það kæmi mér ekki á óvart að á bak við þetta mál væri pólitík, þá gefurðu fyllilega í skyn, að ég bregðist í vörn fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðis- glæpamann. Öfgar af þessu tagi gera engum gagn. Fræðimaður og háskólakennari, sem svona skrifar, leggur ekki hlutlægt mat á heimildir og hverfur frá þeim kröfum, sem gerðar eru til akademískra fræði- manna. Hér má með sanni segja, að tilgangurinn helgi meðalið. Ég mun ekki eiga frekari orðaskipti um þetta mál. Umræðan gerir fátt annað en að auka á óham- ingju hlutaðeigandi. En ég skil eftir spurninguna um það hvort fyrirgefningin eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá íslenskri þjóð. Hvar er fræðimaðurinn? Hús við Hringbraut - miðbæjarrómantík? Mannréttindi í þrengingum Mannréttindi Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Samfélagsmál Árni Gunnarsson fv. alþingismaður Fjármál Helgi Hjörvar alþingismaður Nýr Landspítali Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.