Fréttablaðið - 29.02.2012, Síða 22
KYNNING − AUGLÝSINGPlastiðnaður MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 20122
PLASTIÐJAN BJARG – IÐJULUNDUR
Plastiðjan Bjarg var stofnuð árið 1968 af Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra. Iðju-
lundur var stofnaður árið 1981 og voru vinnustaðirnir tveir sameinaðir árið
1999. Í dag er Plastiðjan Bjarg – Iðjulundur 70 manna vinnustaður þar sem
einstaklingum með skert starfsþrek er veitt atvinna til skemmri og lengri
tíma. Áhersla er lögð á iðnframleiðslu sem krefst vinnu með höndunum
eða minni vélum. Fyrir utan eigin framleiðslu tekur fyrirtækið meðal annars
að sér pökkun og álímingu á umbúðir fyrir önnur framleiðslufyrirtæki.
Nánari upplýsingar er að finna á www.plastidjan.hlutverk.is.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is s. 512 5432. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Plastframleiðslan hjá okkur á Bjargi er tvíþætt, ann-ars vegar framleiðum við
raflagnaefni, má þar nefna rofa-
dósir, loftadósir og hólka og aðra
fylgihluti með þessu efni. Hins
vegar búfjármerki fyrir bændur.
Við erum jafnframt eini aðilinn
sem framleiðir þessar vörur hér á
landi,“ útskýrir Magnús Kristjáns-
son rekstrarstjóri Plastiðjunnar
Bjargs á Akureyri.
Búfjármerkin eru f lutt inn
steypt en númer og texti er brennt
með leiser-prentara á PBI. Raf-
lagnaefnið er hins vegar steypt á
staðnum og er PBI í samstarfi við
fyrirtækið Ásverk á Akureyri um
smíði móta. Magnús segir eitt af
markmiðum Plastiðjunnar Bjargs
– Iðjulundar að stofna til samstarfs
við framleiðslufyrirtæki og efla
þannig íslenskan iðnað.
„Við erum stöðugt að þróa og
bæta framleiðsluna okkar og
bæta við fylgihlutum. Við sækj-
umst eftir klasasamstarfi við
innlend fyrirtæki og ef fram-
leiðsluaðila vantar eitthvert sér-
stakt stykki getum við þróað það
í samstarfi við hann og framleitt
það. Sem dæmi þá unnum við að
þróun plastkubba til að festa ge-
reft á hurðir fyrir innréttingafyr-
irtæki hér á Akureyri. Við steyp-
um kubbana og sjáum um pökkun
á smáhlutum sem þarf til,“ útskýr-
ir Magnús.
Plastiðjan Bjarg – Iðjulundur er
starfsþjálfunar- og endurhæfingar-
vinnustaður þar sem áhersla er lögð
á bæði einföld og flóknari störf. Alls
starfa tólf fastir starfsmenn; leið-
beinendur, verkstjórar og iðjuþjálf-
ar á staðnum. „Markmiðið er að
koma fólki inn á almennan vinnu-
markað og að meðaltali eru í kring-
um 55 manns hverju sinni í starfs-
þjálfun hjá okkur, mislangan tíma
í senn. Eftir hrun höfum við aukið
markaðshlutdeild okkar í ýmsum
vöruflokkum enda horfir markað-
urinn á íslenska vöru í dag sem er
jákvætt. Gæðalega stenst hún full-
komlega samanburð,“ segir Magn-
ús.
Efla innlendan
iðnað með samstarfi
Plastiðjan Bjarg – Iðjulundur (PBI) er starfsþjálfunar- og endurhæfingarvinnustaður á
Akureyri þar sem unnið er að ýmiss konar iðnaðarframleiðslu .Meðal þess sem er
framleitt er íslenskt raflagnaefni og búfjármerki.
Ólöf Elfa Leifsdóttir forstöðumaður og Magnús Kristjánsson, rekstrarstjóri hjá Plastiðj-
unni Bjargi – Iðjulundi. Í kringum 55 manns eru að jafnaði í starfsþjálfun í verksmiðjunni
þar sem framleitt er meðal annars raflagnaefni og búfjármerki. MYND/HEIDA.IS
Rofadósir í veggi og loft eru steyptar
hjá Plastiðjunni Bjargi og þeim pakkað.
Stöðugt er unnið að vöruþróun hjá fyrir-
tækinu.
Lögð er áhersla á einföld og flóknari
störf en markmiðið með starfsþjálfun
á Bjargi er að koma fólki út á almennan
vinnumarkað. MYND/HEIDA.IS
Plastiðjan Bjarg framleiðir búfjármerki fyrir íslenska bændur. Merkin eru flutt inn
tilsteypt en í þau eru brenndar merkingar á staðnum eftir pöntun hvers bónda.
Hjá Format – Akron er unnið með
fjölbreytt verkefni úr plasti og
tengdum efnum. „Við flytjum inn
plastefni frá Danmörku, Þýska-
landi og Belgíu og gerum allt frá
lófastórum smáhlutum upp í
heilu verslanirnar. Hjá fyrirtæk-
inu starfar fólk með mjög fjöl-
breytta menntun og mikla reynslu
af plastvinnslu úr plötum en
meðal fjöldi starfsmanna er 11-13
manns,“ segir framkvæmdastjór-
inn Pétur Ingi Arnarson.
Efnissala hefur að sögn Péturs
alltaf verið stór liður í starfsem-
inni. Litaúrvalið af plexígleri er
fjölbreytt auk þess sem hægt er að
fá þykkt að eigin vali. Hann segir
þónokkra þróun hafa orðið á plast-
markaðinum og ýmislegt breyst
með tilkomu nýrra plasttegunda
sem gerir möguleikana fleiri.
Pétur Ingi segir hægt að skipta
framleiðslunni niður í nokkra
flokka. „Við erum hvað þekktust
fyrir að framleiða ýmsa standa
úr plexígleri. Má þar nefna borð
og veggstanda fyrir bæklinga og
pappír. Eins framleiðum við póst-
kassa, nammibox og kynningar-
standa úr sama efni svo dæmi
séu nefnd. Þá höfum við sérhæft
okkur í að framleiða lausnir sem
tengjast sjálfsafgreiðslu eins og
vörur fyrir nammibari, bakarí og
aðra sem þurfa sérlausnir. Eins
gerum við töluvert af því að blanda
saman plastefnum og krossviði,
eða nokkrum tegundum af plasti
þannig að niðurstaðan verði góð,“
lýsir Péturs
Framleiðslan er að hans sögn
nær öll hönnuð á staðnum sem
gerir það að verkum að auðvelt er
að gera breytingar sé þess óskað.
„Við notum svokallaða CNC-
skurðartækni sem er mjög full-
komin en auk þess var ný laser-
skurðarvél tekin í notkun í fyrra.“
Pétur segir verkefnin af öllum
stærðum og gerðum eins og al-
gengt er með íslensk framleiðslu-
fyrirtæki. „Þetta eru allt frá litlum
laserskornum hlutum upp í heilu
verslanirnar.“
„Nýlega hönnuðum við og
framleiddum til dæmis endur-
nýjaða verslun fyrir Hátækni og
ZO-ON en það er nokkuð sér-
stakt að bæði hönnunin og fram-
leiðslan fari fram á sama stað. Þá
erum við að framleiða standa fyrir
tvö hundruð sportvöruverslanir í
Svíþjóð. Í því tilfelli hönnuðum
við standana með útflytjanda og
framleiddum einnig sem sparar
mikinn tíma fyrir fólk sem er að
huga að framsetningu.“
Pétur segir sýningarhönn-
un vaxandi lið í starfseminni.
„Dæmi um slíkt er sýning í tilefni
tvö hundruð ára afmælis Jóns Sig-
urðssonar í fyrra en hún var unnin
í samstarfi við aðra hönnuði. Þá
höfum við framleitt sýningar fyrir
Vatnajökulsþjóðgarð og Land-
græðsluna svo dæmi séu nefnd.“
Fjölbreytt framleiðsla og lausnir
Hjá Format – Akron fer fram hönnun og framleiðsla á alls kyns hlutum úr plasti og tengdum efnum. Má þar nefna smáhluti, alls konar standa úr
plexígleri og nammibox en einnig heilu verslanirnar, auk þess sem sýningarhönnun er vaxandi liður í starfseminni.
Laserskornir smáhlutir úr plexígleri gerðir
eftir pöntun.
Format-Akron framleiðir meðal annars
póstkassa sem þessa.
„Við höfum alltaf verið lausnamiðuð og ráðleggjum okkar viðskiptavinum um
framleiðslu efni, allt eftir því sem við á,“ segir framkvæmdastjórinn og iðnhönnuðurinn
Pétur Ingi Arnarson.