Fréttablaðið - 29.02.2012, Síða 27

Fréttablaðið - 29.02.2012, Síða 27
KYNNING − AUGLÝSING Plastiðnaður29. FEBRÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR 3 Hér vinnur enginn óperu-unnandi en okkur fannst nafnið Faust úr óperu- heiminum gott og hentugt til brúks hér heima og að heiman, svo fyrirtækið hlaut nafnið Fást upp á íslensku,“ segir Jón Geirs- son, framkvæmdastjóri Fásts, sem stofnað var árið 1988. „Fyrirtækið byrjaði í 33 fer- metra húsnæði með einum starfs- manni í þjónustu við sjávarútveg- inn en hefur síðan vaxið upp í 660 fermetra húsnæði við Köllunar- klettsveg, með átta starfsmönn- um sem allir búa yfir löngum starfsaldri og mikilli uppsafnaðri reynslu,“ útskýrir Jón. Fást rekur verkstæði sem sér- hæfir sig í vinnslu á vélaplasti og plexígleri. Vélaplast er oftast notað í vélarhluti og á slitfleti í fiskiðn- aði, en plexígler kemur víðar við. „Plexígler er notað í allt frá hús- gögnum niður í minnsta skart og allt þar á milli. Við bættum nýlega við lituðu plexígleri í úrvali og selj- um bæði í heilum plötum og ein- ingum eftir óskum. Þá búum við sjálf til hvaðeina sem viðskipta- vinurinn óskar eftir og í raun veit enginn af starfsmönnum Fásts í hverju hann lendir að morgni því verkefnin eru svo margvísleg,“ segir Jón. Hjá Fást er hönnuður í fullu starfi við að hanna hluti úr plexí- gleri eftir óskum viðskiptavina. „Hingað getur fólk komið með fullmótaðar jafnt sem óunn- ar hugmyndir sínar, og rætt við hönnuðinn sem svo tekur við verkinu, en sú þjónusta er einkar vinsæl meðal arkitekta og innan- hússhönnuða,“ segir Jón. Vélakostur Fásts er einstak- ur á landsvísu og býr fyrirtækið meðal annars eitt að fjögurra ása yfirfræsara sem tekið getur plötu- stærðina 1,4x3,2 metra í vinnslu. „Yfirfræsarinn er mikið ná- kvæmnistæki, sérstýrt og getur unnið úr teikningum á fjórum ásum. Það fræsir af nákvæmni í plast, dúka, tré og hvaðeina, og tekur einnig smáa vélarhluti eins og tannhjól og f leira,“ útskýr- ir Jón. Viðskiptavinir Fásts koma úr öllum áttum og öllum landshornum. „Meðal þeirra eru lista- menn, arkitekt, hönnuðir, vélsmiðir, vinnsla og útgerð í sjávarútvegi, heildsalar, versl- unargeirinn og fjöldi einstak- linga. Verkefni Fásts eru enda fjölbreytt og það sem við fram- leiðum daglega eru vélarhlutir, útstillingavörur, póstkassar og jafnvel grásleppuhrognasigti, eða í raun hvað sem menn óska sér að fá eða þurfa úr plasti.“ Sjá nánar á www.fast.is. Jón Geirsson framkvæmdastjóri og Haukur Hlíðberg sölustjóri innan um fjölmarga plasthluti sem Fást framleiðir. MYND/GVA VAGNHJÓL FRÁ BLICKE Fást hefur frá upphafi flutt inn mikið úrval vagnhjóla frá þýska framleiðandanum Blicke sem er einn sá stærsti í Evrópu. Á lager Fásts er fjölbreytt úrval vagn- hjóla sem henta fyrir ýmis tilefni og tegundir vagna; jafnt lág hjól sem stór, og vagnhjól sem taka litlar eða miklar þyngdir. DUGANDI DRIFKEÐJUR Hágæða drifkeðjur frá franska framleiðandanum SEDIS hafa verið fáanlegar hjá Fást í ára- raðir. Á lager Fásts eru svartar drifkeðjur, húðaðar drifkeðjur og ryðfríar drifkeðjur á sanngjörnu verði. Fást mælir sérstaklega með húðaðri drifkeðju sem býr yfir sterkum pinna og hefur reynst afbragðs vel. STÖÐUGIR STILLIFÆTUR Stillifætur fyrir iðnaðarhluti og vélbúnað fást af ýmsum gerðum og í mörgum stærðum hjá Fást. Stillifæturnir koma ýmist frá hollenska framleiðandanum Rexnord eða NGI í Danmörku. Þeir eru hannaðir fyrir fjöl- breyttan þunga og koma frá 8 upp í 16 millimetra. Fást býður einnig mikið úrval plasttappa í prófíla og rör. Ylplast er vinsælt í sólskála, gróðurhús og minni gróðurreiti í görðum, en einnig þakglugga og yfirbyggð svæði eins og sjá má í göngugötunni í Mjódd,“ upplýsir Haukur Hlíðberg, sölustjóri Fásts. Hann segir ylplast fást í glæru og hvítu og þykktunum 10 og 16 millimetrum. „Ylplast er ómissandi hjálpargagn í hvers kyns ylrækt, hvort sem þar eru rækt- uð blóm, ber, ávextir eða grænmeti. Þá er ylplast sívinsælt til að framlengja sumarið í sólstofum heimila,“ útskýrir Haukur, en ylplast er líka mikið notað í glugga iðnað- arhúsnæðis. „Ylplast er öruggur kostur út frá reyklos- un og brunavörnum, og viðurkennt sem slíkt frá Brunamálastofnun,“ segir Haukur. Ylplast hefur afar gott einangrunar- gildi, inniheldur brjótanlegt pólýkarbónat og UV-vörn gagnvart útfjólubláum geislum sólar. „Því upplitast húsmunir ekki undan ylplastinu og hörund fólks er varið fyrir óæskilegum áhrifum sólarljóssins,“ segir Haukur. „Hvítt ylplast hitar minna en það glæra og því hentugri kostur þar sem ekki er kraf- ist sama hita og best gerist í gróðurhúsum á sólríkum dögum.“ Hjá Fást eru fáanlegir allir fylgihlutir fyrir ylplast og á lager 2,10x 7 metra plötur sem sagað er úr eftir máli og óskum. Besti vinur berja og blóma Haukur Hlíðberg sölustjóri með fallega húsmuni sem Fást hefur hannað og smíðað úr glæru plexigleri. MYND/GVA Plast sem hugurinn girnist Fyrirtækið Fást við Köllunarklettsveg hefur í nær aldarfjórðung fengist við fjölbreytt verkefni á sviði vélaplasts og plexíglers til nota í iðnaði sem og heimabrúks. Meðal þeirra eru vélarhlutir í sjávarútvegi, kvenskart og fagrir húsmunir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.