Fréttablaðið - 29.02.2012, Síða 28

Fréttablaðið - 29.02.2012, Síða 28
KYNNING − AUGLÝSINGPlastiðnaður MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 20124 HVERNIG VERÐUR PLAST TIL? Þegar jarðolía er hreinsuð og unnin myndast ýmsar smáar og hvarfgjarnar gas-sameindir, en hvarfgjarnar kallast þær sameindir sem hvarfast tiltölulega auðveldlega við aðrar og mynda nýjar sameindir. Með því að safna þessum sameindum saman, stilla aðstæður rétt og blanda við lítið magn hvataefnis má fá slíkar litlar sameindir til að hvarfast saman í langar keðjusameindir, svonefndar fjölliður. Plastið sem myndast er fljótandi massi sem auðvelt er að forma, til dæmis steypa í mót. Heimild: visindavefur.is NÆR ALLIR NOTA PET Flestir nota PET án þess að gera sér grein fyrir því. PET stendur fyrir polyethylene terephthalate og var fyrst þróað árið 1941 fyrir þræði í efnavöru (flís) en upp úr 1960 var byrjað að nota það sem umbúðir utan um filmur og síðar, eða um 1970, til framleiðslu á drykkjarvöruumbúðum. Framleiðsluferli PET-flöskunnar er frekar flókið. PET efnið kemur í stórum stæðum. Fyrst þarf að brjóta það niður í smærri einingar, síðan er það brætt og því sprautað í þar til gerð mót og til verður „preform“ sem lítur helst út eins og tilraunaglas. „Preformið“ er síðan sett í annað mót þar sem það er hitað svo hægt sé að blása það hægt út og þá myndast hin eiginlega plastflaska. 35 gramma plastflaska heldur öruggum 2 lítrum af gosi án þess að eiga á hættu að springa eða brotna. PET er endurunnið í margar ólíkar vörur, ekki bara í flöskur. Meirihluti PETs er endurunninn í þræði sem síðan eru notaðir í framleiðslu á flísvörum s.s. teppum, fötum og umbúðum. Heimild: Endurvinnslan.is ENDURUNNIN TÍSKA Umhverfismeðvitaðir tísku- hönnuðir hafa öðru hverju nýtt sér tískuvett- vanginn til að beina sjónum fólks að endur- vinnslu. Á sérstökum tískusýn- ingum hafa verið sýndir kjólar og aðrar flíkur úr gömlum plastpokum, flöskum og jafnvel brúsum. Niðurstaðan er oft ansi mögnuð. Pils úr endurunnu efni af tískusýn- ingunni Ecofashion í Kólumbíu á síðasta ári. FJÓRTÁN KRÓNUR Á FLÖSKUNA Endurvinnslan tekur á móti einnota plastflöskum og borgar 14 krónur fyrir hverja einingu. Plastflöskur með skilagjaldi eru fyrir gos- drykki, ávaxtasafa, orkudrykki og vatn. Plastflöskur sem ekkert gjald fæst fyrir eru undan tómatsósu, þvottalegi, mjólkur- drykkjum, ávaxtaþykkni og ýmsum matarumbúð- um. Plastflöskur svo og áldósir eru sendar utan til frekari endurvinnslu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.