Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.02.2012, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 29.02.2012, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 29. febrúar 2012 3 www.baendaferdir.is s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Göngugleði við Gardavatn Fararstjórar: Guðrún Sigurðardóttir & Jóhanna Marin Jónsdóttir Verð: 214.600 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, ferðir til og frá flugvelli í Mílanó, hótelgisting, hálft fæði, drykkir með kvöldverði og íslensk fararstjórn. 9. - 16. júní Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board Sp ör e hf . Aðalfundur Aðalfundur Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn mmtudaginn 8. mars kl. 20 í Hamraborg 11, 2. hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Fundarseta er öllum heimil. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórnin www.redcross.is/kopavogur í Smáralind 1. mars Létt Bylgjunnar verður með léttu „patríót“- þema.“ Jón Ásgeir segist alltaf hafa verið með hjóladellu en hann hafi hins vegar ekki haft efni á því að kaupa sér hjól fyrr en um fimmtugt. „Mótorar og mótorhjól hafa alltaf heillað mig. Fyrsta hjólið sem ég varð ástfanginn af sá ég sextán ára gamall. Það var Harley David- son Sporter og þegar ég varð fimmtugur keypti ég mér þannig hjól. Það er nefnilega oft þannig að menn eru að láta gamlan draum rætast um miðj- an aldur þegar þeir loksins hafa fjárráð til að leyfa sér það.“ Snýst allt lífið meira og minna um mótorhjól? „Nei, nei, ekki alveg. Ég er grafískur hönnuður og sit við tölvu alla daga, enda- laust að reyna að finna upp á einhverju nýju og fara ótroðn- ar slóðir, en með mótorhjól- inu heima í skúr kemst maður í hálfgerða hugleiðslu. Þar er mekanismi sem einungis er hægt að setja saman á einn veg, annars virkar hann ekki. Það er svakaleg hvíld.“ Þessi hugleiðing Jóns Ásgeirs leiðir óhjákvæmilega hugann að hinni frægu bók Zen and the Art of Motorcycle Maintenance en hann segist þó aldrei hafa lesið hana enda sé hún drepleiðinleg. „Hins vegar er önnur bók, sem ég fjalla einmitt um í Kickstart, Jupiter‘s Travels eftir Ted Simon sem lýsir frábærlega vel hugar- ástandinu sem maður kemst í. Þetta er pínulítið eins og að vera á hestbaki, nema hvað þú ræður algjörlega för. Það er alveg á hreinu að hjólið tekur ekki af þér völdin.“ Meðal annars efnis í Kick- start má nefna ferðasögu fjög- urra félaga sem fóru á mótorhjól- um frá Berlín til Prag og aftur til baka. „Þetta var óskaplega skemmtilegt ferðalag og pottþétt að maður á eftir að gera þetta aftur,“ segir Jón Ásgeir. „Þetta var dálítill riddarafílingur. Það fara fjórir karlar af stað á hjól- unum sínum og eiga heiminn. Í næsta blaði verður líka ferða- saga þar sem Árni Jónsson, sem býr í Kaliforníu, lýsir ferðalagi sem hann fór um Argentínu.“ Meðal annars efnis í blaðinu má nefna ítarlegar kynningar á kaffi-racerum og strætisrökk- um, viðtöl við tónlistarmann- inn Smutty Smiff og mynd- listarmanninn Erling T. V. Klingenberg og fleira og fleira. Hægt er að gerast áskrifandi á heimasíðunni kickstart.is eða kaupa blaðið í Kickstart, Vestur- götu 12 í Reykjavík eða í Mótor- hjólasafninu á Akureyri. fridrikab@frettabladid.is „Þetta er pínulítið eins og að vera á hestbaki, nema hvað þú ræður algjörlega för. Það er alveg á hreinu að hjólið tekur ekki af þér völdin,“ segir Jón Ásgeir Hreinsson, útgefandi mótorhjólatímaritsins Kickstart. Fréttablaðið/GVa Framhald af forsíðu „Þetta var dálítill riddarafílingur. Það fara fjórir kallar af stað á hjólunum sínum og eiga heiminn.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.