Fréttablaðið - 29.02.2012, Síða 37

Fréttablaðið - 29.02.2012, Síða 37
MIÐVIKUDAGUR 29. febrúar 2012 25 Enska hljómsveitin Blur spilar á tónlistarhátíðinni Way Out West sem verður haldin í Gautaborg í ágúst. Meðal annarra flytjenda verða The Black Keys, Bon Iver og Florence and the Machine. Alex James, bassaleikari Blur, hafði áður gefið í skyn að síðustu tónleikar hljómsveitar- innar yrðu hugsanlega á Brit- hátíðinni sem var haldin fyrr í vikunni. Gítarleikarinn Graham Coxon hefur núna látið hafa eftir sér að ný plata með Blur komi pottþétt út í framtíðinni. Níu ár eru liðin síðan sveitin gaf út plötuna Think Tank. Blur spilar í Gautaborg BLUR Hljómsveitin spilar í Gautaborg í ágúst. „Ég var bílstjórinn hans þegar ég var 19 ára,“ sagði George Clooney við kærustu sína Stacy Keibler þegar hún kynnti hann fyrir Tony Bennett á Óskars- verðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag. Þegar kynnirinn Billy Bush óskaði eftir nánari útskýringu á þessum orðum Clooney kom í ljós að hann hafði unnið sem bíl- stjóri söngvarans í þrjár vikur á árum áður. Bennett varð að játa að hann myndi ekki eftir því þegar leik- arinn keyrði hann um, en að Clooney hefði þó rifjað það upp fyrir honum nokkru áður. Clooney sagði söngvaranum að hann væri enn tilbúinn til að keyra hann hvert sem væri, hve- nær sem væri. Áður en leiðir þeirra skildi tjáði Bennett leikaranum vinsæla að hann væri einstak- lega stoltur af honum. „Þú ert að gera allt rétt,“ sagði hann við Clooney áður en báðir héldu sína leið inn í kvöldið. Clooney keyrði Bennett Rokkararnir í The Vaccines með bassaleikarann Árna Hjörvar innanborðs ætla í hljóð- ver í næstu viku til að taka upp sína aðra plötu. Upptökurnar fara fram í Belgíu og upptöku- stjóri verður Ethan Johns sem hefur unnið með Kings of Leon og Ryan Adams. „Við getum ekki beðið. Þegar maður er í hljóðveri vill maður bara fara út og spila á tónleik- um en þegar maður er búinn að vera á tónleikaferð í átján mánuði viljum við bara fara inn í hljóðver og búa til plötu,“ sagði söngvarinn Justin Young. Í sumar spilar sveitin svo á tón- listarhátíðunum Benicassim og Isle of Wight. Í hljóðver í næstu viku NÝ PLATA The Vaccines ætlar að taka taka upp nýja plötu í Belgíu. BÍLSTJÓRINN George Clooney vann sem bílstjóri Tony Bennett í þrjár vikur á sínum yngri árum. Platan Pólýfónía Remixes er komin út. Hún inniheld- ur endurhljóðblandanir af níu lögum plötu Apparats Organ Quartet, Pólýfóníu, eftir FM Belfast, Blood- group, Dreamtrak, Beta Satan, Reptilicus, Fred- erik Schikowski, Flemming Dalum, Thomas Troelsen og Robotaki. Pólýfónía kom út í lok árs- ins 2010 á vegum 12 Tóna en tæpu ári síðar kom hún út erlendis á vegum danska útgáfufyrirtækisins Crunchy Frog. Pólýfónía Remixes er fáanleg á öllum helstu tónlistarveitum á netinu, til dæmis á iTunes, Amazon og Gogoyoko. Pólýfónía í nýrri útgáfu APPARAT ORGAN QUARTET Platan Pólýfónía Remixes er komin út á netinu. Vorkvöld í Reykjavík - Raggi Bjarna og gestir í Hörpu Afslátturinn fæst þegar greitt er með greiðslukorti frá Íslandsbanka eða Byr í miðasölu Hörpu í síma 528 5050 eða á midasala@harpa.is. Tilboðið gildir ekki í netsölu. Söngvarar: Raggi Bjarna, Eivør Pálsdóttir, Björn Jörundur, Diddú, Guðrún Gunnarsdóttir, Óskar Pétursson, Bjarni Arason og Álftagerðisbræður. Jón Ólafsson og hljómsveit Miðasala hefst 2. mars islandsbanki.is | Sími 440 4000 Harpa mun óma á stórtónleikum Ragga Bjarna í Eldborgarsalnum laugardaginn 12. maí kl. 20. Viðskiptavinum Íslandsbanka bjóðast miðar á þennan einstaka tónlistarviðburð á 20% afslætti. Sérstök forsala fyrir viðskiptavini Íslandsbanka dagana 29. febrúar og 1. mars í miðasölu Hörpu. Miðaverð frá 4.900 kr. til 8.900 kr. Almenn miðasala í miðasölu Hörpu, á harpa.is, midi.is og í síma 528 5050

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.