Fréttablaðið - 29.02.2012, Síða 38

Fréttablaðið - 29.02.2012, Síða 38
29. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR26 26 menning@frettabladid.is Leikhús ★★★★ ★ Dagleiðin langa eftir Eugene O‘Neill Sýnt í Kassanum, Þjóðleikhúsinu Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- arar: Arnar Jónsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Hilmir Snær Guðnason, Atli Rafn Sigurðarson, leikmynd og búningar: Jósef Halldórsson, lýsing: Hörður Ágústsson, hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson, þýðing: Illugi Jökulsson, leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir Dagleiðin langa er mikið drama sem að margra mati er besta verk höfundarins, Bandaríkjamanns- ins Eugene O´Neill, sem hlaut Pulitzer- verðlaunin fyrir það árið 1957, þremur árum eftir að hann lést. Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstýr- ir verkinu og hefur hún valið þá leið að kasta sér beint inn í fjölskylduerjurnar og skræla vel utan af verkinu það helsta sem tefur fyrir því að kynna okkur fyrir hinum eiginlega harmleik. Sögutími sýningarinnar er ágúst 1912 og þó svo að öll örlaga- saga Íra komi hér lítið fyrir, þá er hinn samansaumaði James Tyron, leikarinn sem allt snýst um, engu að síður Íri og við fáum að vita að það var hræðslan við fátækrahælið sem pískaði hann áfram. Á fátækrahælinu endaði móðir hans sína lífdaga, eftir að hafa þrælað fyrir börnum sínum þegar eiginmaður hennar sneri til Írlands til að deyja. James Tyron hefur skrölt um land og ríki með sýningu sem að eigin mati var honum ekki samboðin og eiginkonan fylgdi honum á léleg hótel og synirnir ólust upp við blekkingar og viskí- tár ef eitthvað á bjátaði. Arnar Jónsson fer hér listilega með hlutverk hins plássfreka leikara sem haldið hefur eiginkonu sinni og sonum í sínu eigin fangelsi. Eldri sonurinn sem Hilmir Snær Guðnason leikur, fetar í fótspor föður síns en áfengið hel- tekur hann. Hilmir nær mjög góðum tökum á þeirri örvænt- ingu og um leið síendurteknu viðbrögðum sem samtölin við föðurinn kalla fram. Atli Rafn Sigurðarson leikur yngri son- inn sem þegar hér er komið sögu er mjög veikur og fær raunar að vita að hann sé með berkla en á sér draum um að verða skáld. Atli kemur hinu sjúklega og við- kvæma ástandi Edmunds vel til skila. Allir sem hér koma við sögu áttu sér drauma sem ekki rættust því gjöreyðingarhvötin varð viljanum yfir- sterkari. Guðrún Gísladótt- ir sem hin helsjúka Mary sveiflaðist inn og út úr afkim- um sálarinnar og var hrein unun að fylgjast með henni í eintalinu þá er hún er verulega farin að delera. Guðrún sem er ein albesta leik- kona sinnar kyn- slóðar kann vel þá list að príla á ein- stigi örvæntingar og flækjast inn í lokuð öngstræti sálarinnar. Andrúmsloftið er yfirhlaðið orðum sem verður að vef sem umlykur þau öll, gerir þau að föngum en veitir þeim þó enga samstöðu því í raun eru þau öll á flótta hvert frá öðru. Leikmynd Jósefs Halldórsson- ar þjónar vel uppfærslunni hér með þessum tveimur stigum til beggja handa sem frúin klifr- ar upp um og skrönglast niður í verra og verra ástandi, og sömu- leiðis sem vísun í dramatískar innkomur stórleikara á svið- ið. Búningar voru góðir, einkar þegar hinn sjálfumglaði stjörnu- leikari skverar sig upp til kráar- farar í hvítum smókingbuxum og fínpússuðum spjátrungsskóm. Ekki er annað að heyra en að Ill- ugi Jökulsson hafi snúið textan- um yfir á mjög þjált mál. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Þétt og flott sýning þar sem hvergi var dauður punktur. Áhrifamikil sýning og afar vel leikin DAGLEIÐIN LANGA Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason í hlutverkum sínum. Arnar Jónsson fer hér listilega með hlutverk hins plássfreka leikara sem haldið hefur eiginkonu sinni og sonum í sínu eigin fangelsi. … ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR eftir Milan Kundera hefur verið gefin út á ný. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1986 en hefur verið ófáanleg um hríð. Í henni segir frá kvennagullinu Tómasi lækni og þjónustustúlkunni Teresu í ástarsögu sem er full af heimspekilegum vangaveltum. Rauðarárstígur 10 105 Reykjavík Sími: 562 4082 www.yggdrasill.is Verslunin er staðsett við hliðina á Hlemm. Það er tilvalið að gera stórinnkaupin á afsláttardeginum. Afsláttar dagur 10% afsláttur af öllum vörum Landsins mesta úrval af lífrænum vörum Útboðsþing Samtaka iðnaðarins - Verklegar framkvæmdir 2012 - Grand Hótel Reykjavík, Gullteigur A Föstudaginn 2. mars kl. 13:00 – 16:30 Reykjavíkurborg Framkvæmdasýsla ríkisins HS Orka Landsvirkjun Eftirtaldir aðilar kynna framkvæmdaáætlanir sínar á árinu: Siglingastofnun Landsnet Orkuveita Reykjavíkur Vegagerðin Skráning á www.si.is Systurnar Sigurlaug og Lovísa Björk Skaftadætur opna mál- verkasýningu á Café Loka í Reykjavík föstudaginn 2. mars klukkan 17. Þá mun móðursystir þeirra, Anna Dóra Antonsdóttir, kynna bók sína Hafgolufólk sem er nýkomin úr prentun. Sigurlaug er lærður húsamál- ari. Hún stundaði listnám í Fokus og Nordjyllands Kunstskole í Danmörku og hefur tekið þátt í samsýningum í Danmörku og á Spáni. Hún málar myndir með akrýl á striga og leikur sér með form og sterka liti. Lovísa stund- aði nám á listnámsbraut Iðn- skóla Hafnarfjarðar. Hún hefur undanfarin ár numið við Mynd- listaskóla Kópavogs og tekið þátt í samsýningum á vegum skól- ans. Hún málar frjálst með olíu á striga. Hafgolufólk er sjötta bók Önnu Dóru og fjallar um stóra viðburði í lífi venjulegs fólks norður við ysta haf. Skyldfólk á Café Loka FRJÁLST Á STRIGA Ein mynda Lovísu Bjarkar Skaftadóttur sem hún sýnir á Café Loka. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 29. febrúar 2012 ➜ Námskeið 20.15 Endurmenntun Háskóla Íslands býður á námskeiðið Innlit í heim óper- unnar í umsjá Bergþórs Pálssonar, söngvara. Námskeiðið er í húsnæði Endurmenntunar að Dunhaga 7 og er öllum opið. ➜ Fræðslufundir 16.30 Lionshreyfingin stendur fyrir fræðslufundi um Alzheimer í húsi Blindrafélagsins Hamrahlíð 17, sam- komusal á 2. hæð. Fundurinn er hald- inn í minningu Þórunnar Gestsdóttur og er aðgangur ókeypis. ➜ Uppákomur 20.00 Framsóknarkonur heiðra komu Góu með fögnuði í Framsóknar- húsinu að Hverfisgötu 33 í Reykjavík. Talnaspekingur, leynigestur, ljúffengar veitingar og fleira. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.