Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.02.2012, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 29.02.2012, Qupperneq 42
29. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR30 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Lars Lagerbäck krefst þess að íslenska A-landsliðið í fótbolta geri fá mistök í vináttu- landsleiknum gegn Svartfjalla- landi í dag sem fram fer á Pod Goricom-leikvanginum í Podgo- rica. Þetta er annar leikur Íslands undir stjórn sænska þjálfarans, en Ísland tapaði 3-1 gegn Japan síð- astliðinn föstudag í Osaka. Ísland stillir upp alveg nýju liði frá því í leiknum gegn Japan og er lands- liðsþjálfarinn vongóður um að ná að leggja Svartfjallaland að velli. Ísland og Svartfjallaland hafa aldrei áður mæst í landsleik, hvorki í A-landsliðum né yngri landsliðum. Í Svartfjallalandi búa aðeins um 650.000 manns en árangur karlalandsliðsins í fót- bolta hefur vakið athygli. Liðið endaði í 2. sæti í sínum riðli á eftir Englandi í undan- keppni Evrópumótsins. Tékkar höfðu betur í umspili gegn Svart- fellingum um laust sæti í úrslitum EM sem fram fer í sumar í Pól- landi og Úkraínu. „Ég vonast til þess að við náum að leika vel og það er mikilvægast að landa sigri,“ sagði Lars Lager- bäck í gær við íþróttadeild 365 þegar hann var spurður að því hvaða væntingar hann hefði fyrir leikinn í dag. „Það er líka mikilvægt fyrir mig að fá að umgangast leikmennina á æfingum og fá að kynnast þeim betur. Ég hafði bara hitt um þriðj- ung af leikmannahópnum áður en við komum til Svartfjallalands,“ sagði Lars en hann er með alveg nýtt lið í höndunum frá því í leikn- um gegn Japan. Þar fékk Ísland á sig mark eftir aðeins 90 sekúndur. Landsliðs- þjálfarinn hefur lagt mikla áherslu á að liðið þurfi að fækka mistökun- um sem gerð eru í varnarleiknum. „Við þurfum að byrja leikinn gegn Svartfjallalandi betur en við gerðum gegn Japan. Það er eitt af lykilatriðunum hjá okkur. Á móti Japan lékum við ekki vel fyrstu 25 mínúturnar en eftir það fóru hlutirnir að lagast. Að mínu mati vorum við á sama plani og Japan og náðum að skapa okkur færi. Við fengum á okkur tvö mjög ódýr mörk gegn Japan og það má ekki gerast þegar leikið er gegn liðum í þessum styrkleika.“ Eins og gengur og gerist eru margir leikmenn enn að jafna sig eftir átökin með sínum félagsliðum um síðastliðna helgi og þar kemur nafn Arons Einars Gunnarsson- ar, leikmanns Cardiff, fyrst upp hjá landsliðsþjálfaranum. Aron lék í 120 mínútur í framlengdum úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley síðasta sunnudag þar sem Liverpool hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. „Það eru flestir leikmenn klárir í leikinn. Aron hefur ekki æft frá hann lék í 120 mínútur á Wembley. Það eru nokkrir sem eru þreyttir eftir leiki helgarinnar. Það á ekki að vera vandamál fyrir þá að spila gegn Svartfjallalandi. Ég hef trú á því að þeir geti allir lagt eitthvað af mörkum. Það er frábært að fá þessa tvo leiki, ekki síst fyrir mig. Ég fæ tækifæri til þess að kynnast leik- mönnum liðsins. Það má orða það þannig að með þessum leikjum séum við að taka fyrstu skrefin.“ Eigum við möguleika á að vinna Svartfjallaland? „Já, ég hef trú því,“ sagði Lars Lagerbäck. seth@frettabladid.is RAGNA INGÓLFSDÓTTIR er á ferð og flugi þessa dagana. Fyrir fimm dögum var hún að keppa á alþjóðlega austurríska mótinu og í gær féll hún úr leik á opna þýska mótinu. Ragna er að safna stigum sem vonandi skila henni inn á Ólympíuleikana í sumar. Það er frábært að fá þessa tvo leiki. Ekki síst fyrir mig því ég fæ tækifæri til þess að kynnast leikmönnum liðsins. LARS LAGERBÄCK LANDSLIÐSÞJÁLFARI ÍSLANDS FÓTBOLTI Mistök dómara eru oftar en ekki helsta umræðuefnið eftir fótboltaleiki. Það er áhugavert að rýna í niðurstöður úr þeim rann- sóknum sem gerðar hafa verið á störfum atvinnudómara í efstu deildum á Englandi. Dómarar hafa rétt fyrir sér í 92,3% tilfella og aðstoðardómararnir eru með enn betri tölfræði á bak við sig. Þeir hafa rétt fyrir sér í 99,3% tilvika. Þessar niðurstöður koma eflaust mörgum á óvart – ekki síst knattspyrnustjórum og leik- mönnum, sem hafa yfirleitt eitt- hvað til málanna að leggja þegar dómarar taka ákvörðun í hita leiksins. Hraðinn í knattspyrnuleikjum í efstu deildum á Englandi hefur aukist um 20% á síðustu fimm árum samkvæmt niðurstöðu mælinga sem samtök atvinnu- dómara hafa nú birt. Leikmenn hlaupa á allt að 21 km/klst. hraða í langan tíma og samhliða þess- um breytingum eru gerðar meiri kröfur til líkamsástands dómara en gert var áður. Samtök atvinnudómara vinna hörðum höndum að því að bæta líkamsástand dómara og sam- kvæmt rannsóknum virðast hlut- irnir vera á réttri leið. - seth Dómarar í Englandi: Hafa langoftast rétt fyrir sér EKKI DEILA VIÐ DÓMARANN Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, virðist hissa á dómgæslunni. NORDICPHOTOS/GETTY Þetta eru fyrstu skrefin Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari segir það frábært að hafa fengið tvo vináttu- landsleiki svo hann fái að kynnast íslensku leikmönnunum. Ísland spilar í dag sinn fyrsta landsleik gegn Svartfellingum. Lars segir Ísland geta unnið leikinn. BJARTSÝNN Sænski landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn gegn Svartfellingum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í fótbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í Algarve-bikarnum í ár þegar liðið mætir Evrópumeist- urum Þýskalands. Þetta er í átt- unda sinn sem íslensku stelpurn- ar taka þátt í þessu árlega móti en bestum árangri náðu þær í fyrra þegar íslenska liðið komst alla leið í úrslitaleikinn. Sara Björk Gunnarsdóttir er sem fyrr í stóru hlutverki í íslenska liðinu en hún er þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul að fara að taka þátt í Algarve-bik- arnum í fimmta sinn. „Ég er alltaf spennt fyrir því að koma hingað og þetta er frábær undirbúningur fyrir undankeppni EM. Við höfum staðið okkur vel á þessu móti og höfum sýnt það og sannað að þessar stærri þjóð- ir geta ekkert vanmetið okkur lengur,“ segir Sara en hópurinn er nokkuð breyttur nú. „Það vantar fastaleikmenn í liðið og við söknum þeirra mikið en það verður jafnframt spennandi að sjá hvernig nýir leikmenn koma inn í nýjar stöður. Vonandi fáum við meiri breidd í hópinn. Þetta er rosagóður undirbúningur fyrir framhaldið,“ segir Sara. Íslenska liðið vann sögulega sigra á Dönum og Svíum í mótinu í fyrra og spilaði til úrslita á móti Bandaríkjunum. „Við höfum ekki talað um það að fara aftur í úrslitaleikinn enda erum við bara að einbeita okkur að fyrsta leik. Við mætum þar Þýska- landi og það er stórleikur og það væri frábært að geta náð góðum úrslitum á móti þeim. Við höfum aldrei unnið Þýskaland og það er alltaf jafn krefjandi og skemmti- leg áskorun að spila við svona gott lið,“ segir Sara sem spilar sinn 44. landsleik í dag. Sara Björk er einn af leikmönn- um íslenska liðsins sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðþjálfari var beðinn um að spara fyrir átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sem taka við strax að loknu mótinu á Algarve. „Mér líst ekkert á það,“ segir Sara í léttum tón. „Ég spila flesta leikina en ég skil alveg hans við- horf að vilja spara mig og halda mér heilli fyrir leikina í Meistara- deildinni. Ég mun samt aldrei biðja um skiptingu en ég reyni að vera skynsöm og læt vita hvernig ég er eftir hvern einasta leik. Ef ég er fersk og líður vel þá vil ég nátt- úrulega spila alla leikina,“ segir Sara og hún segist njóta tímans vel í Portúgal. „Þetta er fínt hótel og það er gott að komast í hitann og gaman að hitta stelpurnar. Þetta er frábært mót sem hefur alltaf þjappað liðinu vel saman. Þetta er rosalega mikil- vægt fyrir okkur því að við æfum ekkert mjög mikið saman yfir árið. Það er því mjög mikilvægt mót fyrir okkur að koma saman í einhverja tíu til ellefu daga,“ segir Sara. - óój Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í kvennalandsliðinu mæta Þýskalandi í Algarve-bikarnum í dag: Ég mun aldrei biðja um skiptingu UNG EN MJÖG REYND Sara Björk Gunnarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Carlos Tevez spilaði á ný í búningi Manchester City í fyrsta sinn í langan tíma er hann spilaði í 45 mínútur með varaliði City í gær. City mætti Preston North End í varaliðsdeildinni og þótti Tevez komast ágætlega frá leiknum. Hann fékk eitt gott færi eftir að hafa komist í gegnum vörn Preston en náði þó ekki að skora. Leikurinn fór fram fyrir lukt- um dyrum en forráðamenn City, þeir Brian Marwood og Patrick Vieira, fylgdust báðir með leikn- um. Talið er ólíklegt að hann verði í hóp City gegn Bolton um helgina en mögulega mun hann koma við sögu í leik liðsins gegn Swansea 10. mars næstkomandi. - esá Tevez spilaði með City í gær: Lítilfjörleg end- urkoma CARLOS TEVEZ Sýndi engin snilldartilþrif í gær. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Liverpool tryggði sér um helgina þátttökurétt í Evrópudeild UEFA á næstu leiktíð með því að bera sigur úr býtum í enska deildabikarnum. En Carragher vill komast í Meistaradeildina og festa liðið í sessi þar. „Mér finnst við vera stærri en svo. Við eigum að stefna að því að komast í meistaradeild- ina á hverju ári með því að enda ofarlega í deildinni frekar en að vinna deildabikarinn,“ sagði Carragher. „Já, það er gott að við séum búnir að tryggja okkur þetta. Nú er næsta skref að koma okkur inn í Meistaradeildina. Við vitum að það verður erfitt og það er erfiður leikur gegn Arsenal um helgina.“ „Árangur í Evrópukeppnum er stór hluti af sögu þessa félags og þangað verðum við að komast aftur,“ sagði Carragher. - esá Jamie Carragher: Ætlum í Meist- aradeildina LANGT SÍÐAN Liverpool hefur ekki fagnað mikið síðustu ár. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á vináttu- landsleik Englendinga og Hol- lendinga sem fer fram á Wembley í kvöld klukkan 19.50 að íslensk- um tíma. Þetta verður fyrsti landsleikur Englendinga síðan Fabio Capello hætti með liðið aðeins fjórum mánuðum fyrir Evrópumótið í sumar. Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, mun stjórna enska liðinu í leiknum. Margir landsleikir í kvöld: England og Holland beint

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.