Fréttablaðið - 29.02.2012, Side 43

Fréttablaðið - 29.02.2012, Side 43
MIÐVIKUDAGUR 29. febrúar 2012 31 HANDBOLTI Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær og voru fjögur Íslendingalið í pottinum. Ekkert þeirra munu þó mætast innbyrðis í leikjun- um sem fara fram í seinni hluta marsmánaðar. AG frá Kaupmannahöfn, með fjóra Íslendinga innanborðs, mætir sænska liðinu Sävehof og þá fengu Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berl- in það erfiða verkefni að mæta Þýskalandsmeisturum Hamburg. Füchse Berlin var þó í neðsta styrkleikaflokki og því lá fyrir að andstæðingur liðsins í 16-liða úrslitunum yrði erfiður. Alexander Petersson hefur verið frá vegna meiðsla síðustu vikurnar en gæti komið við sögu í leikjum Füchse í Meistaradeild- inni. Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar og Arons Pálmarssonar, fær pólska liðið Wisla Plock í heimsókn en Þórir Ólafsson og félagar í Kielce mæta Cimos Koper frá Slóveníu. - esá Dregið í Meistaradeildinni: Dagur mætir Hamburg DAGUR Þjálfar Füchse Berlin í þýsku höfuðborginni. NORDIC PHOTOS/GETTY 16-liða úrslitin Meistaradeild Evrópu í handbolta: Hamburg (Þýs) - Füchse Berlin (Þýs) Barcelona (Spá) - Montpellier (Fra) Kiel (Þýs) - Wisla Plock (Pól) Atl. Madrid (Spá) - Schaffhausen (Svi) Veszprem (Ung) - Ademar Leon (Spáni) Cimos Koper (Sló) - Kielce (Pól) C. Zagreb (Kró) - Metalurg (Sva) AGK (Dan) - Sävehof (Sví) FÓTBOLTI Samtök knattspyrnu- félaga í Evrópu, ECA, hafa kom- ist að samkomulagi við Knatt- spyrnusamband Evrópu, UEFA, um að fækka fjölda vináttulands- leikja ár hvert. 201 evrópskt knattspyrnufélag er meðlimur í ECA en þar af eru tvö íslensk félög – Keflavík og FH. ECA vildi fækka alþjóðlegum leikdögum úr tólf í sex en sætt- ist á að vera með níu svokallaða tvíhöfða yfir tveggja ára tímabil – sem sagt átján leiki í stað 24. Tvíhöfðar verða nú að fara fram í sömu heimsálfu samkvæmt sam- komulaginu. Samkvæmt samkomulaginu yrði hætt að spila vináttulands- leiki í ágúst en sá tími hefur verið helsta tækifæri íslenska landsliðsins til að fá vináttu- landsleik á heimavelli sínum í Laugardal undanfarin ár. UEFA hefur samþykkt tillög- urnar en nú er beðið samþykktar Alþjóðaknattspyrnusambands- ins, FIFA. - esá Vináttulandsleikjum fækkað: Engir ágúst- leikir í dalnum? Í LAUGARDALNUM Ísland spilaði síðast vináttulandsleik á heimavelli í ágúst árið 2010 og þá gegn Liechtenstein. MYND/ANTON KÖRFUBOLTI KR og Snæfell mætast í DHL-höllinni í kvöld í einum af úrslitaleikjunum um sæti í úrslita- keppni Iceland Express-deildar kvenna en liðin mega ekkert gefa eftir ætli þau að vera með í úrslitakeppn- inni í ár. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, meiddist illa á ökkla í sigri liðsins á Haukum í síðustu viku og það var óvíst hvort hún yrði með á móti sínum gömlu félögum í kvöld. „Ég held að Ingi [Þór Steinþórs- son, þjálfari] sé farinn að hafa meiri áhyggjur af Öldu,“ sagði Hildur aðspurð um meiðslin en hinn reynslu- boltinn í Snæfellsliðinu, Alda Leif Jónsdóttir, glímir einnig við meiðsli. „Ég er að verða fín. Ég var voða lítið með á æfingu í gær en ég veit alveg að ég get gert allt. Ég verð bara að fara varlega fram að leik því ég verð aum ef ég fer að gera eitthvað af alvöru,“ sagði Hildur og hún ætlar að harka af sér. „Þetta er mjög mikilvægur leik- ur og ég er búin að gera allt til að ná bólgunni úr þessu. Það er búin að vera mikil vinna,“ viðurkennir Hildur en hún er þekkt fyrir að harka af sér inni á vellinum og láta ekki meiðsli stoppa sig þegar mikið liggur við. Haukar, KR og Snæfell eru öll með 24 stig í sætum 3 til 5, þökk sé sigri Snæfells í umræddum leik gegn Hauk- um í síðustu umferð en fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Snæ- fell þarf að vinna leikinn með fimm stigum til þess að ná betri innbyrðis- stöðu á móti KR. KR vann sína leiki með 7 og 2 stigum en Snæfell vann síðan þriðja leikinn með 5 stigum. Þrír aðrir leikir fara einnig fram í deildinni í kvöld. Topplið Keflavíkur heimsækir Val, Haukar taka á móti botnliði Fjölnis og Hamar fær bikar- meistara Njarðvíkur í heimsókn. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15. - óój Hart barist um sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í DHL-höllinni: Hildur ætlar að harka af sér í kvöld HILDUR SIGURÐARDÓTTIR Gríðarlega mikilvæg fyrir Snæfellsliðið. FRÉTTABLÐIÐ/DANÍEL VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 243 KR. Á DAG Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra Æsispennandi verðlaunaþáttur frá framleiðendum 24. HEFST 4. MARS Idol stjarnan Katharine McPhee í þáttum frá Steven Spielberg. HEFST 5. MARS Spennandi keppni milli íslenskra hönnuða um starf hjá 66°NORÐUR. HEFST 21. MARS Þættir sem færðu Kate Winslet Emmy og Golden Globe verðlau nin. HEFST 7. MARS KAUPTU ÁSKRIFT Á STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.