Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 12
12 7. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hin fjöruga umræða um verðtryggð-ar skuldir – aðrar en gengistryggðar – undan farnar vikur einkennist af því að engar almennilegar tölur virðast vera til staðar um hvernig verðtryggðar skuldir heimila standa eftir að flestar fjármálastofnanir hafa aðlag- að þær til lækkunar á sl. ári í kjölfar laga þar að lútandi. Helgi Hjörvar alþingismaður hefur stigið fram fyrir skjöldu og lagt til að skattur verði lagður á lífeyrissjóði (áður tillaga sjálfstæð- ismanna) og tekjurnar notaðar til að lækka skuldir þeirra sem keyptu íbúðir á tímabilinu 2004-2008. Hann ítrekar þessa skoðun sína í grein í Fréttablaðinu á hlaupársdag. Forsætis- ráðherra skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir nokkru sem greinilega ber með sér að engar tölur eru fyrir hendi um umfang verðtryggðra skulda heimilanna eftir að mestallri aðlögun þeirra er lokið. En þessar tölur liggja fyrir. Ríkisskattstjóri hefur undanfarnar vikur safnað saman tölum um skuldir heimila við helstu fjármálastofn- anir, og þessa dagana er verið að dæla tölun- um rafrænt inn á skattframtöl einstaklinga sem birt verða þeim í næsta mánuði. Fjár- málaráðuneytið getur unnið upplýsingar úr þeim tölum sem sýna ótvírætt hvernig staða heimila með verðtryggðar skuldir var í raun um sl. áramót. Nýi fjármálaráðherrann hefur væntanlega ekki gert sér grein fyrir að þessar tölur eru innan seilingar og hægt er að vinna þær skjótt og vel. Þær tölur ættu að sýna stjórnvöldum hver staða verðtryggðra skulda heimila er, hvaða heimili það eru sem enn standa uppi með óvið- ráðanlegan skuldavanda eftir skuldaaðlögun og hvaða ráðum er hægt að beita til að hjálpa þeim. Á meðan þessi úrvinnsla fer fram, ættu stjórnarliðar að halda ró sinni og ekki geys- ast fram með nýjar tillögur um úrlausn verð- tryggða skuldavandans, meðan þeir hafa ekki gögn í höndunum til að byggja tillögur sínar á. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Nýi fjármálaráðherrann hefur væntanlega ekki gert sér grein fyrir að þessar tölur eru innan seilingar og hægt er að vinna þær skjótt og vel. Verðtrygging fjárskuldbindinga Fjármál Björn Matthíasson hagfræðingur Í fyrradag var reynt að myrða mann í Reykjavík. Það var hrottaleg og tilefnislaus árás. Þegar í ljós kom að árásarmað- urinn er vanskilamaður og að fórnarlambið er framkvæmda- stjóri lögfræðistofu sem sér um innheimtur, varð það furðu- mörgum tilefni til að lýsa yfir skilningi á verknaðinum, eða að hann hefði að minnsta kosti ekki komið þeim á óvart. Einna dýpst í árinni tók Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, sem fordæmdi verknað- inn í bloggfærslu en sagði hann alls ekki óskiljanlegan: „Hitt er svo annað mál að það að slíkt skuli gerast í því ástandi sem hefur verið viðvarandi hér á landi undanfarin tæp fjögur ár er hreint ekki undarlegt eða óskiljanlegt. Hér á landi hefur smátt og smátt verið að byggjast upp ákveðið ástand, ástand örvæntingar, vonleysis og reiði sem hjá þúsundum manna er komið á hættulegt stig, ástand sem mun ef svo fer sem horfir, sennilega hafa áframhaldandi ofbeldi í för með sér.“ Að mati Þórs Saari er ástandið yfirvöldum og „æðstu ráðamönn- um“ að kenna. Þór Saari er reyndar líka þingmaðurinn sem vildi gera hetju úr manninum sem braut niður húsið sem hann hafði einu sinni átt úti á Álftanesi en hafði misst í hendur banka vegna vanskila sem hófust löngu fyrir bankahrun. Hetjan hafði líka svindlað á fólki í viðskiptum, brotið bókhaldslög og svikið undan skatti. Fyrir það var hún á dögunum dæmd í fangelsi. Ýtumaðurinn á Álftanesi var með öðrum orðum brotamaður, hvorki fórnarlamb né hetja. Þór Saari stillti hins vegar braki úr húsinu upp í þing- flokksherbergi Hreyfingarinnar sem „minnismerki um efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar“. Aldrei er hægt að réttlæta eða útskýra ofbeldis- eða skemmdar- verk með þjóðfélagsástandi. „Skilningur“ Þórs Saari á morð- tilrauninni er af sama toga og tilraunir til að réttlæta ofbeldis- verk í mótmælunum eftir efnahagshrunið eða skilgreina árásir „umhverfisverndarsinna“ á heimili fólks sem stýrði fyrirtækjum í stóriðju eða orkugeiranum sem þátt í pólitískri baráttu. Í okkar lýðræðissamfélagi er alltaf til friðsamleg leið til að segja skoðun sína eða leysa úr ágreiningi. Víst eru margir í skuldavanda á Íslandi. Það er ekki nýtt, ekki heldur að eigendur skulda vilji láta innheimta þær. Það hefur aldrei gefið nokkrum manni afsökun til að beita ofbeldi. Slíkur verknaður einstaklings verður ekkert skiljanlegri þótt margir aðrir séu í sömu stöðu og hann eða að þeir séu fleiri en fyrir nokkrum árum. Enginn ber ábyrgð á ofbeldisverkinu í Lágmúla nema ofbeldis- maðurinn sjálfur. Hugsanlega er hann veikur og þá ekki sakhæfur. En gjörðir hans er ekki hægt að útskýra með stjórnmálaástandi, efnahagsástandi eða innheimtuaðgerðum fjármálastofnana. Ekki einu sinni ábyrgðarlausir stjórnmálamenn eins og Þór Saari, sem halda að fólki ranghugmyndum um að hægt sé að galdra skuldir í burtu þótt það sé í raun ómögulegt, bera ábyrgðina. Það er hins vegar varasamt og sízt til eftirbreytni þegar fólk í ábyrgðar- og áhrifastöðum lýsir skilningi á ofbeldisverkum og spáir jafnvel að á þeim verði framhald. Ofbeldisverk er ekki hægt að útskýra eða réttlæta með þjóðfélagsástandi: Skilningsríka fólkið Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Tvittið til bjargar Dómendur við Landsdóm hafa engan áhuga á að leyfa fjölmiðlum að stilla upp myndavélum eða hljóðnemum í réttarsal. Það er stórskrítin ráðstöfun þar sem skýr heimild er fyrir slíku í lögum og vart er hægt að hugsa sér dómsmál sem hefur brýnna erindi til almennings en einmitt þetta. Vefmiðlarnir hafa hins vegar nýtt sér nýja tækni til hins ítrasta og „tvitta“ af miklum móð. Ekki óskiljanlegt? Í kjölfar árásarinnar á lögfræðistofunni fyrr í vikunni duttu inn einkennileg ummæli manna sem vilja telja sig málsmetandi, þar á meðal hjá þingmanninum Þór Saari og Marinó G. Njálssyni, sem er innan- búðarmaður í Samstöðu. Illvirki gegn saklausum manni er þar orðið hluti af „ekki óskiljanlegu” ferli í núverandi ástandi þar sem örvæntingarfullt fólk „slær til baka“. Ástandið muni ef fram fer sem horfi „hafa áframhald- andi ofbeldi í för með sér“ og nú séu lántakendur orðnir þolendur vegna þess að „hver einasti þeirra“ verði héðan í frá talinn ógn við líf og heilsu starfsfólks fjármálafyrir- tækja. Spurning með hljómgrunn Ef ætlunin var að nota verknaðinn sem innlegg í pólitíska umræðu um skuldavanda heimilanna er ekki víst að þeir tveir muni finna hljómgrunn. Sérstaklega ef markhópur þeirra tveggja á að vera fólk í skuldavanda. Ætli spá um meira ofbeldi úr þeim ranni sé líklegt til að vinna atkvæði hins yfirgnæfandi meirihluta sem myndi aldrei grípa til ofbeldis, alls óháð „ástandinu”? thorgils@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.