Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGDælubúnaður MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 20124 Strax á fyrsta degi gossins komu til eyja prófessorarn-ir Þorbjörn Sigurgeirsson og Trausti Einarsson og Leó Krist- jánsson jarðeðlisfræðingur. Erindi þeirra var meðal annars að kanna aðstæður til að kæla hraunið niður, með því að dæla á það köldum sjó ef rennsli þess tæki þá stefnu sem ógnaði byggðinni. Fyrsta tilraun til að hefta fram- rás hraunsins með vatnsdælingu var gerð tveimur vikum eftir að gosið hófst, en þá var hraunið komið ískyggilega nálægt hafnarmynninu. Slökkviliðið í Eyjum hóf að sprauta sjó á hraunjaðarinn og virtist mönnum sem vatnið hefði áhrif á hraunstrauminn en það vantaði öflugri dælur. Dæluskipið Sandey kom 1. mars. Því var einkum ætlað að styrkja hraunkantinn og hefta framrás Flakkarans. Áætlað er að Sandeyin hafi dælt um 400 lítrum af sjó á sekúndu upp á hrauntunguna í 30 metra hæð. Áhrifin voru augljós, hrauntung- an sem var kæld haggaðist ekki upp frá þessu þrátt fyrir að mikill þrýst- ingur myndaðist síðar á hana frá Flakkaranum. En menn sáu að margfalt afkastameiri dælubúnað þyrfti sem gæti dælt vatninu í allt að tvisvar til þrisvar sinnum meiri hæð en sá sem fyrir var. Þann 26. mars kom fyrsta sending dælubúnaðar flugleiðis frá Bandaríkjunum. Vel gekk að setja dælurnar saman og fyrsta einingin var tekin í notkun 30. mars. Er talið að samtals hafi verið dælt 6,2 milljónum tonna af vatni. Þegar flest var unnu um 75 manns við kælinguna. www.safnahus.vest- mannaeyjar.is Dældu 6,2 milljónum tonna af sjó á hraunið Í eldgosinu í Heimaey 1973 var öflugur dælubúnaður notaður til að dæla köldum sjó á hraunið til að hefta framrás þess. Á heimasíðu safnahússins í Vestmannaeyjum er þróuninni lýst. Hraunstraumurinn ógnaði byggð í Heimaey og dæling sjávar hefti framrás hraunsins. MYND/GVA FULLKOMNASTI DÆLUBÚNAÐURINN Hjartað í brjósti okkar er sjálfvirk dæla sem dælir um 5 lítrum af blóði um líkamann á hverri einustu mínútu. Hjartavöðvinn er úr sérhæfðum vöðva- frumum sem geta starfað óháð heildinni en hjartað hefur eigið æðakerfi, kransæðakerfi, sem flytur súrefni og næringarefni um vöðvann sjálfan svo hjartað er sem minnst háð annarri starfsemi líkamans. Kransæðarnar flytja um 250 ml af blóði á hverri mínútu. Hjarta í fullorðnum ein- staklingi slær að meðaltali 70-90 sinnum á mínútu. Hjartað er það líffæri sem fer fyrst í gang þegar líf kviknar í móðurkviði. VATNI DÆLT UPP ÚR KOLANÁMUM Upphaf iðnbyltingar um aldamótin 1800 er gjarnan sagt markast af gufuvél skoska uppfinn- ingamannsins James Watt. Watt fann þó ekki upp gufuvélina sjálfa heldur endurbætti gufuvél Englendingsins Thomas Newcomen á þann veg að láta kælingu gufunnar, sem olli þeim undirþrýstingi sem knúði vélina, eiga sér stað í sér hólfi, sem ekki þyrfti að hita aftur áður en það var aftur fyllt gufu. Gufu- vél Watts var notuð til að dæla vatni upp úr kolanámum. Elstu minjar um gufuvél eru hins vegar frá 1. öld í Egyptalandi. Heron frá Alexandríu bjó til eimsnældu sem sneri öxli snúningshjóls. Heimild: wikipedia.org Við f lytjum inn og seljum dælur frá þekktum erlend-um dæluframleiðendum sem við erum umboðs- og dreif- ingaraðili fyrir. Við sérhæfum okkur í að finna réttu dæluna og verkefnin eru margvísleg,“ segir Hjalti en fyrirtækið Dælur og þjón- usta er meðal annars umboðsaðili fyrir Johnson-dælur. „Þær eru þekktar á Íslandi og hafa þjónað sjómönnum og bátaeigendum í áravís. Þar eru þekktastar gúmmí- hjóla-, lensi- og hringrásardælurn- ar,“ segir Hjalti og bætir við að Jo- hnson-dælur séu einnig mikið notaðar í matvælageiranum þar sem öllu er dælt, allt frá súkkulaði til majóness. „Við erum svo með góðan lager af varahlutum eins og gúmmíhjól og almenna vara- hluti í dælurnar.“ Dælur og þjónusta er einnig umboðsaðili fyrir Jung-dælur frá Þýskalandi og sérhæfir sig í skolp- og dren-dælulausnum. „Við útveg- um sérhannaðar lausnir hvort sem er verið að dæla frá einni kjallara- íbúð eða einbýlishúsi allt upp í heilar dælustöðvar fyrir bæjar- félög,“ segir Hjalti. Hjalti segir mjög mikilvægt að ganga úr skugga um að dælurn- ar sem fólk er að nota séu í góðu lagi. „Það er ekki gott til þess að vita að það hefur f lætt grunn- vatn inn í kjallara og hús hjá fólki og engin dæla hefur verið til stað- ar eða gamla dælan biluð. Það er hægt að fyrirbyggja bæði lítið og mikið tjón með með því að hafa réttu dæluna tilbúna þegar á þarf að halda,“ minnir hann á. Fyrirspurnirnar sem starfs- menn fyrirtækisins fá eru af ýmsum toga, allt frá því að útvega ryðfríar dælur fyrir sjó, loftdrifn- ar membrudælur fyrir sýrur og ætandi efni, borholudælur fyrir neysluvatn, öflugar verktakadæl- ur til að dæla úr húsagrunnum eða virkjunum og svo framveg- is. Hjalti segir lítið mál að sinna öllum þessum fyrirspurnum. „Þá veitum við einnig ráðgjöf um við- hald og endurnýjun á dælum og dælubúnaði.“ Helstu umboð Dælu og þjón- ustu eru: Johnson, Grindex, Gorman Rupp, Jung, Yamada, Saer, Bryne og f l. Nánari upp- lýsingar má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins www.daelur.is eða í síma 5 400 600. Að finna réttu dæluna Fyrirtækið Dælur og þjónusta ehf. er til húsa að Smiðju- vegi 3 (grá gata) í Kópavogi og þar hittum við fyrir Hjalta Þorsteinsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hér má sjá ólíkar gerðir af dælum. Jung skolpdælu (til vinstri), Jung brunndælu og Yamada membrudælu Hér er dæmi um öflugar dælur í hvaða verkefni sem er. Hjalti stillir sér upp við hliðina á dælum frá Johnson Pump. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verkefnin hjá Dælum og þjónustu eru margvísleg en dælur eru meðal annars mikið notaðar í matvælageiranum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.