Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 30
7. MARS 2012 MIÐVIKUDAGUR6 MARKAÐSMÁL Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Þrenn verðlaun, svokallaðir Lúðr- ar, féllu Símanum og auglýsinga- stofunni ENNEMM í skaut þegar hin árlegu íslensku auglýsinga- verðlaun voru afhent í Hörpunni fyrir skemmstu. Verðlaunin voru fyrir herferðina „Meira Ísland“. Tilgangurinn var að vekja athygli á 3G neti Símans og voru flestallir mögulegir miðlar nýttir til þess, á nýstárlegan hátt. Herferðin fékk verðlaun fyrir bestu vefauglýsinguna og bestu notkun samfélagsmiðla auk aðal- verðlaunanna, fyrir bestu auglýs- ingaherferðina. Halldór Harðarson, forstöðu- maður markaðsdeildar Símans, segir í samtali við Markaðinn að útgangspunkturinn hafi verið að sýna fram á gagnsemi 3G netsins um allt land. „Við hugsuðum með okkur að besta leiðin til þess væri að sýna þessa fjölbreyttu möguleika í framkvæmd á hverjum stað. Það gerðum við á rúmlega 60 stöðum um allt land og sýndum fram á hvernig tæknin og upplýsingarn- ar, sem hún gerir fólki kleift að nálgast, geti gert upplifunina af hverjum stað sterkari.“ Halldór bætir því við að annað markmið hafi verið að styrkja vörumerki Símans um allt land, ekki síst meðal fólks á lands- byggðinni og þeirra sem eru á ferð um landið. „Útfærslan varð sú að við bjuggum til efni sem var fyrst og fremst hugsað fyrir netmiðlana, áhugaverðar stiklur sem hægt væri að skoða á ferð um landið, með þeim tækjum sem fólk er með, snjallsíma, spjaldtölvu eða fartölvu. Svo nýttum við okkur nýja hluti, til dæmis QR-kóðana, sem gaf fólki tækifæri til að prófa sig áfram með tæknina.“ Halldór segir það einmitt vera eitt af lykilatriðunum, að fólk noti tækin og tæknina og átti sig á möguleikunum sem í boði eru. „Við nýtum okkur okkar eigin kjarnaþjónustu við markaðssetn- inguna til að leyfa fólki að kynna sér möguleikana og sýnum fram á að öflugt fjarskiptanet sem styður tæknina sé mikilvægt.“ Herferðin hlaut einnig verð- laun fyrir notkun samfélagsmiðla. Halldór segir aðspurður að ný- miðlarnir skipti sífellt meira máli. „Það sem skiptir hvað mestu er einstaklingurinn. Neytandinn og viðskiptavinurinn ráða nú sífellt meiru um þróun vörumerkja. Aug- lýsandi þarf nú að höfða til fólks á þeirra eigin forsendum. Mark- aðssetningu þarf að hugsa á nýjan máta, sem nokkuð sem einstak- lingar taka upp af sjálfsdáðum og deila með öðrum. Það hefur mun meiri áhrif en auglýsingar í hinum hefðbundnu miðlum og í því felst hið stóra tækifæri.“ Síminn er þar engin undantekn- ing, segir Halldór að lokum. „Síminn hefur mikla sögu og þekkingu á mörgum sviðum og margar vörur, sem gefa enn frek- ari tækifæri til að sníða auglýs- ingar eftir ólíkum markhópum sem skilgreina sig sjálfir með því markaðsefni sem þeir taka upp og deila áfram.“ Nýmiðlar sífellt mikilvægari Meira Ísland fékk þrenn verðlaun á íslensku markaðs- verðlaununum. Forstöðumaður markaðsdeildar segir nýja tækni og miðla áhrifaríkari en hefðbundnar leiðir. Stefnir Íslenski athafnasjóðurinn 1 afhenti á mánu- dag hlutdeildarskírteinishöfum sínum alla hluti sína í Högum. Um er að ræða um 7,6% hlut. Sam- kvæmt upplýsingum frá Stefni, sjóðastýringar- fyrirtækis að fullu í eigu Arion banka, er um tveir þriðju hluti skírteinishafanna lífeyrissjóðir. Aðrir eigendur eru einstaklingar og fagfjárfestar sem eru í viðskiptum hjá Stefni. Eftir afhendingu eiga sjóðir í rekstri Stefnis samtals 9,95% af útgefnum hlutum í Högum og eignarhald þeirra þar með undir 10% flöggunar- skyldu, þó að litlu muni. Nokkrir mismunandi sjóðir í rekstri hjá Stefni, með mismunandi sjóðstjóra, eiga hlut í Högum. Þar sem hver og einn sjóður er ekki sjálfstæður lög- aðili heldur kemur Stefnir fram sem slíkur fyrir þá alla. Því eru eignarhlutir þeirra lagðir saman þegar atkvæðaréttur sem fylgir þeim er reiknaður út. - þsj Sjóðir í stýringu Stefnis fara undir flöggunarmörk: Afhentu skírteinishöfum Hagahluti NÝ NÁLGUN Á MARKAÐSSETNINGU Halldór Harðarson, forstöðumaður markaðsdeildar Símans, segir lykilatriði að höfða til neytenda á þeirra eigin forsendum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.