Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 25
Xylem er nýtt vörumerki sem byggir á mjög sterkum grunni. Danfoss hf hefur í áraraðir flutt inn dælur og dælubúnað frá ýmsum dæluframleiðendum innan ITT fyrirtækjasamsteypunnar. Nýlega var ákveðið að skipta ITT samstæðunni upp í minni einingar. Sú eining sem dælufyrirtækin tilheyra fékk nýja nafnið Xylem. Slagorðið “Let’s solve water” er tilboð til viðskiptavina um samstarf en það er einnig megin markmið starfsmanna að leysa verkefni tengd vatni og vatnsnotkun. Xylem fyrirtækin hafa í áraraðir verið fremst eða framarlega í heiminum í þróun á dælubúnaði. Íslendingar þekkja þessar dælur og nöfn framleiðendanna mjög vel. Nægir þar að nefna nöfn eins og Flygt, Lowara, Vogel og Goulds.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.